Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 16. apríl 1969. INNRÉJTINGAR <rS BOLHOI.TI 6 SlMI 82145 3PJ S'IDUMÚLA 14 - SIMI 35646 Gerir alla ánægða Petrosjan vann %rstu skákina ® Tigran Petrosjan, sovézki stórmeistarinn og heimsmeist- arinn í skák, vann í gær fyrstu skák síná í keppninni viö Boris Tpasskij. Sérfræðingar höföu búizt viö, aö yrsta skákin, sem fór í bið, yröi 'afntefli, en klukkustundu eftir að keppni hófst aö nýju í gær, velttist °etrosjan ekki erfitt aö „brjótast -’egnum vamir áskorandans". Búizt er við, aö keppnin standi ívo mánuði. Hver sigur færir sig- virvegara eitt stig, og sá, sem fyrr fær 12 stig, sigrar í keppninni um heimsmeistaratitilinn. ÞANNI6 VERBA KIBJU- VERKFÖUIN IREYND — Ný verkf'óll boðuð daglega Áætlun ASÍ uní kéðju- kvæmd. FföTdi verkfalla verkföll er nú í fram- hefur verið boðaður á ýmsum sviðum næstu vikurnar. Nýjar tilkynn- ingar koma daglega. — Eins og nú standa sakir, lítur listinn um vinnu- stöðvanir út eitthvað á þennan veg, þótt sumir þessara aðila hafi enn ekki formlega boðað vinnustöðvun, og búast má við að fleiri bætist í hópinn: 4. apríl — óákveðið. Verkfall Iðju hjá Umbúðamiðstöðinni, Kassagerðinni og ísaga. — Frystihús kunna að stöðvast fljótlega vegna umbúðaskorts. apríl — óákveðið. Verkbann iðnrekenda á hendur Iðju. Þá mun iðnaðurinn stöðvast. 21. apríl — óákveðið. Hafnar- verkfall í Reykjavík og Hafn arfirði, þó ekki við fiskmót- töku. Verkfall við olíudreif- ingu. 21. — 27. apríl. Rafvirkjar. Raf- magnsvinna stöðvast, t.d. við Búrfell og í Straumsvík. 25. — 28. apríl. Verkfall í fisk- iðnaði í Vestm.eyjum á Eyrar bakka, Stokkseyri, Grindavfk, Sandgerði, Keflavík, Hafnarf. Reykjavík, Akranesi, Grund- arfirði, Rifi, Ólafsvík, Stykk ishólmi. 25. — 28. Almennt verkfall á Akranesi. Vinnustöðvun í Sementsverksmiðjunni. 28. Verkfall á Selfossi og í mjólk uriðnaði. Mjól’kurframleiðsla stöðvast. 28. — 29. apríl. Verkfall i Áburð arverksmiðju. Verzlunarverk- fall. 10. síöa. ðoris Spasskij og Tigran Petrosjan keppa nú um heimsmeistaratignina. “■ ■■■■■■■•» ■m m m ■ ' ■ ■ ■_■_■_■_' Iðnskólanemar með kröfu spjöld við Alþingi í dag G'ótuvitar á Akureyri: Ökumenn fá betra veganesti áður en lagt er í suðurferð KLUKKAN TVÖ í dag ganga iðnskólanemar út úr skóla- stofunum og fylkja liði niður i Alþingishús með kröfu- spjöld. Þar munU þeir af- 'henda menntamálaráðherra ályktun, sem samþykkt er af borra nemenda. Krefjast nemendur raunhæfr- ar iðnfræðslu og kennslueftir- lits, meðal annars. Þeir krefjast þess að fjárframlag til Iðnpkól- ans verði aukið, svo hægt verði að ganga frá hinu nýja húsnæöi skólans, sem átti að notast til verklegrar kennslu. Einnig krefj ast þeir þess að kennaralið skól ans verði fastráðið, en eins og sakir standa er um helmingur kennara lausráðinn, menn úr at- vinnulífinu, sem hafa kennsl- una að aukastarfi og telja nem- endur það meðal annars vera á- stæðuna fyrir því hve oft kennsla fellur niður í skólanum. Einnig er í ályktun þessari ■ fjallað um atvinnuleysi iðnnema J en í lögum e’r ekki gert ráð fyrir • því, enda fá iðnnemar ekki at- J vinnuleysisstyrk. Atvirinuleysi ■! hefur þó verið talsvert hjá þeim ■ í vetur. J Iðnnemar munu sitja niðri á«J bekkjum Alþingis meðan rættj verður um iðnfræðslulögin þar1, í dag, en kennarar skólans fá.| frí það sem eftir er dagsins. J Er fyrsti götuvitinn á Akureyri tímabær? er spuming, sem gatna- málamenn f bænum velta nú fyrir sér. í athugun er að koma upp fyrsta götuvitanum og er ýmislegt sem mælir meö því og annaö á móti. Rætt hefur verið um það að koma ætti upp götuvita á gatna- mótum Glerárgötu og Strandgötu á Akureyri, en það er talið slæmt horn vegna umferðar. Ökukennar- ar í bænum eru því og mjög hiynntir að götuvita verði komið upp á þessum stað m. a. til þess, að nemendum þeirra gefist kostur á því að læra á götuvitann áður en. þeir halda á bifreiðum sínum til1 höfuðborgarinnar. Frmsókn andvíg að EFTA ,.Ekki kemur til greina að ^"giast EFTA meðan ástandið f'fnahagsr’iálum breytist ekki T batnaðar.“ Eitthvað á þessa '!ð segir í stjórnmálaályktun ■'■jifundar miðstjórnar Fram- ^narflokksins, sem er nýlok- ð, í ályktuninni segir ennfrem- tr, að stöðva verði óþarfa fjár- 'tingu og gialdeyriseyðslu og ‘ármagninu skuli beint til þjóð- '-'slega mikilvægra fram- ~’æmda. Framsóknarflokkurinn vill ekki ims konar höft og hér voru við 'vði fyrir nokkrum árum, að sögn ' nrustumanna flokksins. Atvinnu- váiastofnun ríkisins skal komið á "ót og skipuð. fulltrúum ýmissa -’éttasamtaka. Þessi stofnun ann- astyfirstjóm fjárfestingar og gjald- evrismála. 1 álvktuninni segir, að flokkuf- inn vílji að vísitölutækkun verði 'j’-eidd á laun, og leysa beri-vanda 'atvinnulifsins með öðru en kaup- lækkun. Pess verði að gæta, að er- lent fjármagn fái ekki aðstöðu, sem gæti raskað stöðu innlendra at- vinnuvega og stofnað efnahagslegu sjálfstæöi þjóðarinnar í hættu. Að lokum er krafizt nýrra kosn- inga. Framsóknarflokkurinn vill samstarf við „umbótaöflin" á sem breiöustum grundvelli, og nú er rætt við Hannibal og Björn um sam- vinnu, svo sem kosningabandalag þessara aðila. Flóttamannaplatan: 55 RIFIN ÚT« • Flóttamannaplatan ætlar ekki aö seljast síöur í ár en und- anfarin ár. í gær var mikil sala á plötunni. „Rifin út“, sögöu þeir í Hljóöfærahúsi Reykjavíkur. „Ágæt sala“ var sagt í Hljóöfæraverzlun Sigríöar Helgadóttur þar sem seld- ust um 60—70 plötur í gærdag. „Sæmileg sala“, var svaraö í Hljóm piötudeild Fálkans. • Fólk vaknaði upp viö það í gær, aö lögin á plötunni voru leikin í morgunútvarpinu hjá Jóni Múla og þaö var ekki sökum aö spyrja, platan byrjaöi aö seljast. Annars hefur harönað í ári hjá hljóm- plötusölum ekki síður en öðrum — en flóttamannaplatan veröur e. t. v. undantekning hvað snertir sölu. Stolið hljóm- plötasafni fró Gagnfræðaskóla í Keflavík • Nemendur Gagnfræðaskól- ans f Keflavík hugsa vafa- laust þeim þegjandi þörfina, sem stal hljómplötusafni þeirra í fyrrinótt. 200 hljómplötur, stórar og litlar með nútima tónlist, nýjustu dægurlögum o. s. frv. voru horfnar úr skólan- um þegar mætt var til kennslu í gærmorgun. 0 Hljómplötur þessar voru í eigu skólans og nemenda og voru notaöar einkanlega á skóladansleikjum, ef ekki lék hljómsveit fyrir dansinum. Verð mæti þeirra skiptir áreiðanlega tugum þúsunda króna. Voru plöturnar geymdar í skáp, þar sem einnig var geymt magnara- kerfi skólans og áhöld. Skápur- inn haföj verið brotinn upp. Þjófnaðurinn hefur veriö kæröur til lögreglunnar. sem vinnur nú aö rannsókn málsins. Forustumenn Framsóknarflokksins á blaðamannafundi í gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.