Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 13
V í€> IR . Miðvikudagur 16. apríl 1969. 73 —Listir -Bækur -Menningarmál- Stefán Edelsteln skrifar tónlistargagnrýni: Stuðlaberg og frumefni X^immtudíigskvöld, 10. aprfl, hélt Sinfóníuhljómsveit Is- lands undir stjóm dr. Róberts A. Ottósscwar tónleika til minn- ingar um hið látna tónskáld Jón Lerfs sem hefði orðið sjö- tugur i maí. Það vorn margir, sem svikust um að sýna minningu hins látna þá kurteisi að mæta, því að hús ið var tæplega hálfsetið. Jón Leifs var að vísu umdeildur mað trr, en á því leikur enginn vafi, að íslenzkt tónlistarlíf stendur í mikilli þakkarskuld við hann. Þvf var það hreinn dónaskapur að „skrópa" á þennan hátt. Efnisskráin var fjölbreytt og vandlega valin af stjómandan- um, með þaö i huga að gefa sem gleggsta mynd af tónverk- um tónskáldsins. Spönnuðu tón verkin svo til allan tónsmíðafer- il Jóns. Tvö verk heyrðust hér í fyrsta sinn: Sköpun mannsins úr „Baldr“ Op. 34 og „Nótt“ fyrir ténór, bassa og hljómsveit Op. 59. í upphafi flutti útvarpsstjóri Andrés Björnsson, stutt ávarp og lýsti Jóni, persónuleika hans og viljafestu og því brautryðj- endahlutverki, sem hann gegndi í íslenzkú tónlistarlífi. Ég sagði hér að ofan, að Jón Leifs hefði verið undeildur mað- ur. Það á ekki siður við um tón list hans. Það er ekki hægt að ásaka hann um að hafa gengið troðnar slóðir. Tónlist hans er þurr, hörð, köntuð, hann af- neitar allri rómantik. Hún er römm og „statísk“, þ.e. hún hreyfist ekki i venjulegum skita ingi, hvorki laglínuhreyfingar né eininlegar hljóðfallsbreytingar eiga sér stað nema af mjög skomum skammti. Tónlist Jóns stendur óbifanleg, eins og stuðlaberg, Þessir eiginleikar gera það að verkum að mjög þreytandi er að hlusta á tónlist Jóns Leifs. Tilbreyting laglínu og hljóðfalls gælir ekki við eyrað, hantii vill Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni: Hetja á hættuslóðum (I Deal in Danger). Þeir eru orðnir æðimargir njósnararnir, er upp á eigin spýt ur hafa bjargað Bandamönnum frá ósigri í heimsstyrjöldinni síð- ari. Af þeim sem maður hefur séð í bíó, hafa margir verið býsna trúverðugir, þótt aðrir hafi verið miður sannfærandi. Robert Goulet er sá alversti. Það er merkilegt. hvað mönn- um dettur í hug að kvikmynda í þeirri trú, að einhver hljóti að finnast nægilega vitlaus til að hafa gaman af öllu saman. Að minnsta kosti finnst mér ótrú- legt, að nokkur venjulegur mað- ur geti haft gaman af ævintýr- um Roberts Goulets, hins ilm- smurða dægurlagasöngvara. Efnisþráöurinn er beinlínis geðveikur. Fegurðardísimar frá munalega ljótar, og hrakmennin þreytuleg og ósannfærandi, æv- intýrin of stórbrotin, og leiðind in yfirgengileg, og hvað kvik- myndatækni viðvíkur þá var Saga Borgarættarinnar, sem Nýja bíó sýndi síðast, næstum því nýtízkuleg miðað við þessa mynd. Þó er ekki víst, að þessi mynd sé sú alversta, sem gérð hefur verið, því að Nýja bió hefur grafið upp aðra af svipuðum gæðaflokki, eftir sýnishominu að dæma. (How to Succeed in Business Without Really Trying). irk Söngleikir eiga undarlega djúp ítök í fólki, og lélégir söng leikir eiga fleiri áhorfendur vísa, en venjuleg kvikmynd af svipuðum gæðaflokki. Þaö er erfitt að segja um, hvað veldur þessu, en ef til vill er fólk að svipast um eftir einhverjum ljúf um ævintvraheimi, þar sem það gétur gleýmt áhyggjum dagsins •-g gráum raunveruleikanum. ? Að þvi tilskildu, að menn £ hafi ekki fyrirfram óbeit á söng | leikjum, má hafa af því góða * skemmUm að sjá „Hvernig kom ast má áfram.“ Efnið er skemmtilegt og vel með það far ið. Músíkin er heldur ekki verri en gengur og gerist, og leikend- umir eru upp til hópa prýðileg ir — með einni undantekningu þó. Robert Morse, sem biógestir kannast við úr „The Loved- One“, leikur aðalhlutverkið og er blátt áfram stórkostlegur. Hann er í ríkum mæli gæddur gáfu skopleikarans, svo að hann hrífur alla með sér. Eins og nafnið bendir til fjall ar söngleikurinn um, hvemig komast megi áfram án þess að gera handarvik, og hvem dreym ir ekki um það. Ekki er þó víst að miðamir fáist endurgreiddir, þótt ráðleggingarnar komi ekki að tiiætluðum notum. 1 mynd- inni er fylgzt með framaferli ungs manns, J. Pierrepoint Finch, sem fer upp metorðastig- ann hjá fyrirtæki sínu með hraða ljóssins. Til að ná markmiði sinu beit- ir hann ýmsum brellum, sem eru tiltölulega saklausar, en á- hrifaríkar engu að síður, og þeg ar myndinni lýkur, er auðsætt, að framabrautin er ekki á enda, þótt hann hafi náð hinu upphaf- lega tákmarki. Þessi mynd í Tónabíói verður ugglaust fjölsótt, enda ólfklegt annað en flestir kunni að meta þá gámansemi, sem þama er á boðstólum. ekkj láta gæla við eyrað, hann er sparsamur og spartanís.kur, notar eingöngu frumefni. Óneit anlega er þetta frumefni ein- hliða og þreytandi til lengdar og gerir ómennskar kröfur til túlkenda og hlustenda. Fimm- undir og þrfhljómar, sem skipta frá dúr yfir i moll og mjög brött tóntegundaskipti innan þrí hljómaraða gerir hljómsveitar- mönnum erfitt fyrir í intonation. Hljómsveitin og söngvaramir Kristinn Ha’llsson og Guðmund- ur Guðjónsson börðust hetju- lega við stuðlabergið og frum- efnið undir ötulli stjóm dr. Róherts A. Ottóssonar, sem gaéddi tónlistina þvf ,lffi sem hann gat og raddskráin leyfði honum, stundum e.t.v. aðeins meira en hún „leyfði" hvað dynamik snertir (sem betur fer). Ég mun ekki lýsa hér ein- stökum verkum, sem flutt voru, nema minnast sérstaklega á söhg Kristins Hallssonar í „Mán inn líður" við undirleik stjóm- andans á píanó. Kristinn söng þetta fomeskjulega lag með miklum tilþrifum og gæddi það lífi. Einnig vil ég nefna hér „Nótt“ Op. 59 fyrir bassa, tenór og hljómsveit, við visur eftir Þor- stein Erlíngsson. Vísurnar eru 46, en 10 af þeim tónaðar hér. Kristinn og Guðmundur sungu þetta óþjála verk, sem er fullt af óþægilegum stökkum fy.rir röddina, af mikilli prýði. Þetta er yndislegur kveðskapur, létt- ur, bjartur og intimur, og tón- listin í merkilegri andstöðu við inrtihald textans. Hún þróast ekki — er I kyrrstöðu. Að lokum þetta: Jón Leifs var ákaflega stefnufastur mað- ur, sjálfum sér samkvæmur. - Hann tók ekkert tillit til þess, sem eyrað e.t.v. þráöi — skrif- aði þá tónlist sem honum sýnd- ist. Við því er ekkert að segja, — eiginlega dáist ég að þessari stefnufestu einhliðleikans En áheyrendum hefði verið meiri greiði gerður, hefði efnis- skráin aðeins verið skipuð verk um Jóns fram að hléi en á eftir hefði heyrzt voldug hljömkviða Jóni Leifs til heiðurs — t.d. Eroica sinfónía Beethovens. Hvernig komast má áfram Jfehtul&íGötii Loðdýrarækt getur orðið nytsöm atvinnugrein Enn hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp um loðdýra- rækt. Áhugi á nýjum atvinnu- greinum er bersýnilega mikill, enda er nú flestum ljóst, að auka þarf fjölbre-ytni atvinnu- veganna. Hins vegar þarf að varast það, að eldri atvinnuvegimir, eins og sjávarútvegurinn verði fyrir borð bomir. Þaö er mörgum ljóst, að illa hefur verið að sjáv- arútvegi búið og mikill afli und- anfarinna ára hefur orðið til þess, að gerðar hafa verið of miklar kröfur á hendur útvegin- um, svo að nú, þegar verr geng- ur, þá fær hann ekki undir ris- ið. Jafnframt þvf, sem búið er betur að þeirri atvinnugrein, sem bezt hefur séð okkur far- borða þurfa Islendingar að hasla sér völl í fleiri greinum. Það er i rauninni undarleg þróun, sem átt hefur sér stað, því velmeg- un okkar á rætur sínar að rekja til hagstæðs útvegs og fiskfram- leiðslu. Á fyrsta árinu sem illa gengur, þá stendur þessi upp- sprettuauðlind uppurin, og at- vinnuvegurinn rústir einar, þó velmegunin hafi sem betur fer haldizt að mestu leyti, vegna þeirrar uppþyggingar, sem átt hafði sér stað fyrir tilstillí sjáv- arútvegsins. En mistökin mega ekki eiga sér stað aftur og íslendingar mega ekki búa of einhæft. Flest- um er þessi staðreynd ljós nú, enda andmæla sífellt færri upp- byggingu stóriðjunnar og nýjar ákvarðanir um stækkun áliðju og kisilgúriðju mæta víðast hvar fögnuði. En hér má ekki nema staðar og því þarf enn að fjölga atvinnu greinum. Loðdýrarækt mun án efa afla mikilla útflutningstekna. Þessi atvinnugrein hefur einnig þann kost að nýta úrgangsfram- leiðslu frá sjávarútvegi, sem við hingað til höfum flutt út fyrir heldur rýrt andvirði. Þegar tekin eru til athugunar ýmis atriði varðandi nýjar at- vinnugreinar eins og loðdýra- ræktina nú, þá má ekki láta göm ul mistök verða til þess að drepa málið. Mistökin verður að koma i veg fyrir, að geti hent öðru sinni, en það má ekki gera þau að þeirrl grýlu, að við Iátum hræða okkur frá því að byggja upp aö nýju þessa atvinnugrein. Það ber því að fagna fram- komnum frumvörpum að heim- ild til loðdýraræktar og vona að Alþingi sjái sér fært aö taka já- kvæða afstöðu til slíks nytsemd- armáls. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.