Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Miðvikudagur 16. aprfl 1969. VISIR Utgefaruli: ReyKjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8 Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 145.00 * mánuði innanlands I lausasöju kr 10 00 eintakið Drentsmiðja Vfsis — Edda h.t ‘■'"■Tin—i ii'iuumii 'i n' iiiiiiiiniiiiiw■hi———w—im^imíi— Kísilverið verður arðbært jf^ísilgúrverksmiðjan við Mývatn er íslendingum mjög lærdómsríkt fyrirtæki. Þótt verksmiðjan sé ekki stór miðað við þau stóriðjuver, sem menn eru nú að bollaleggja um, er h-'.n að mörgu leyti svipaðs eðlis og þau. Þar er um að ræða flókinn efnaiðnað, sem krefst gífurlegrar nákvæmni í vinnslu og hagsýni í rekstri og getur skilað miklum arði, ef vel tekst til á flestum sviðum. íslerídingar hafa ástæðu til að vera stoltir af verk- smiðjunni við Mývatn. Það voru íslendingar, sem unnu þær rannsóknir, sem leiddu til byggingar vers- ins. í rannsóknunum var farið út í mikla óvissu, því að kísilgúr hefur ekki verið áður unninn af vatnsbotni. En Baldri Líndal og öðrum vísindamönnum tókst að finna leiðir til að framleiða kísilgúr við hin sérstæðu skil- yrði þar nyrðra. Þá er ekki síður ánægjuefni, ^ð verið skuli að meiri- hluta vera eign íslendinga. Rétt er þó að vekja at- hygli á því, að hlutafjáreign íslendinga er ekki eins mikil og upphaflega var gert ráð fyrir. Samt var aldrei reynt að bjóða út hlutafé á almennum markaði hér á landi. Það var vissulega misráðið að veita aöeins nokkrum sveitarfélögum á Norðurlandi aðgang að hlutafélaginu, enda kom á daginn, að áhugi þeirra var takmarkaður. En mest um vert er þó, að íslendingar eiga meirihlutann. Bygging versins gekk einstaklega vel og var í frá- sögur fært, að kostnaðurinn var undir áætlun, ef til vill í fyrsta sinn í sögu íslenzkra stórframkvæmda. Ekki gekk jafnvel að koma framleiðslunni af stað, enda mátti búast við töluverðum byrjunarörðugleik- um í framleiðslu sem þessari. Stjórnendum verksmiðjunnar tókst tiltölulega fljót- lega að vinna bug á erfiðleikunum, og hefur verk- smiðjan starfað eðlilega í nokkra mánuði, að öðru leyti en því, að afköstin svara til átta þúsund lesta á ári í stað tólf, sem gert hafði verið ráð fyrir. Veld- ur því, að þurrkararnir eru of "tlir. Hins vegar hefur framleiðsluvaran verið fyrsta flokks allt fyrsta starfs- árið. Nú hefur ríkisstjórnin lagt fyrir Alþingi frumvarp um stækkun kísilgúrversins, þannig að það vinni 24 þúsund lestir í stað átta. Þessi stækkun á ekki að kosta nema helming af upphaflegum kostnaði, ef reiknað er í erlendum gjaldeyri. Augljóst er því, að stækkunin gerir verksmiðjuna stórum arðbærari. Til- lagan um stækkunina byggist líka á því, að mark- aðurinn er mjög ört vaxandi fyrir hinn háa gæðaflokk afurða verksmiðjunnar. Rekstrarhorfur kísilgúrversins eru því mjög bjartar. Líkur benda til þess, að verksmiðjan verði rekin halla- laust á þessu ári, fari að skila arði um 1973 og verði síðan ört arðsamari. í heild er því ekki hægt að segja annað en þetta ævintýri íslendinga í efnaiðnaði ætli að lánast mjög vel. • Ráðstefna um öryggismál Evrópu aö tillögu Varsjár- bandalagsríkja er mjög á dag- skrá um þessar mundir, eins og kunnugt er, og var rædd á fundi utanríkisráöherra Noröur-At- iantshafsbandalagsins, og eins og vitað var fyrir þann fund, var tillögunum ekki hafnað, og afgreitt með svari, sem bar með sér, að málið þyrfti gaumgæfi- legrar athugunar og undirbún- ings með. Um afstöðu Bandaríkjanna fyrir Nato-fundinn sagði stjóm- málafréttaritarinn Chalmers M. Roberts, að Bandaríkin myndu athuga tillögur Varsjár- bandalagsríkjanna af mikilli gætni. Hann vitnaði í ummæli Williams P. Rogers utanríkis- ráðherra, að svara þyrfti mörg- WILLIAM P. ROGERS. - Myndin tekin á fyrsta fundi hans með fréttamönnum í Washington. Tillögur um öryggisráð- stef nu Evrópu og undir tektir við þeim um spurningum varðandi þessar tillögur, en samkvæmt öðrum heimildum væri þaö alls ekki tilgangur Bandaríkjastjórnar að fallast á slíka ráðstefnu á þess- um tíma. Um tillögurnar varð fyrst kunnugt eftir fund þann, sem kommúnistaleiðtogar aust- an tjalds sátu í Budapest í fyrra mánuði Roberts sagði að vafalaust yrðj forðazt að svara algerlega neikvætt (og ,ú varð reyndin) — ,,vegna þess aðallega, að Willy Brandt utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands hefði opin- berlega fagnað tillögunum. Hann minnir og á, að hug- myndin um slíka ráðstefnu hafi fyrst komiö fram í kommún- istaríkjunum fyrir 3 árum. Rogers vék að því, aö tillögurn- . ar væru ekki breytilegar frá því 'I sem þá var lagt til, efnislega en „tónninn vinsamlegri". Roberts telur afstöðu Brandts og vestur-þýzkra jafnaðarmanna byggjast á því, að nota þaö tækifæri er nú gefst til endur- vakningar á tillögum um „nýjar leiðir“ milli austurs og vesturs, en þær voru slegnar rothöggi með innrásinni í Tékkóslóvakíu. Kunnugt er. að áhuginn er miklu minni hjá dr. Kiesinger kanslara, leiðtoga Kristilega lýðræöisflokksins. „Ástæður eru til aö ætla, aö sovétleiðtogar geri sér grein fyrir því, að ekki verði hægt aö útiloka Bandarfkin frá þátttöku í slíkri ráðstefnu, en afstaðan er sú í Washington, að tíminn sé ekki hentugur til slíkrar ráö- stefnu, einkanlega sökum þess hve mörg heimsvandamál er við að stríða. styrjaldarástandið milli ísraels og Arabaríkjanna, Víetnamstyrjöldin o. fl., að ó-( gleymdu því, aö tvö mestu stór- veldin — Sovétrikin og Banda- ríkin munu bráðlega hefja við- ræður um vamir gegn eldflauga- árásum og þau mál öll. Sumir bandarískir embættismenn telja skypsamlegra að ræða t.d. sér- stök mál, eins og aðgöngu Vestur-Þjóðverja að Austur- Berlín. i stað þess að rjúka til og halda ráðstefnu, þar sem ræða yrði mörg og flókin á- greiningsatriði (Roberts). Ýmsir hafa rætt talsvert að- ild Bandaríkjanna að slíkri ör- yggisráðstefnu, er kommúnistar leggja til, aö haldin verði og segja hugmyndina fyrirfram dauðadæmda, ef halda eigi til streitu, að Bandaríkin tak; þar ekki þátt, en án aöildar Banda- ríkjanna mundu mörg Nato- landanna ekki verða þátttak- andi, svo samtengdar sem vam- ir hins vestræna heims eru. En þess er einnig aö geta, að Willy Brandt mun hafa tjáð Bandaríkjastjóm, að hann hefði áreiöanlegar heimildir fyrir því, að tilgangur sovézkra leiðtoga væri ekki að útiloka Bandarikin. Fréttaritari Politiken í Wash- ington símaði þaðan eftir komu Nato-ráðherranna, að Nixon for- seti heföi haldið fund með þeim fyrir luktum dyrum til þess að ræða „mál varðandi vamir og stjómmál mikilvæg öllum“ (vestrænum þjóðum) og þá einkum fyrirhugaðar viðræður Sovétrikjanna og Bandaríkjanna um takmörkun vigbúnaðar, kjarnorkuvamir eða kjamorku- vemdarhlíf (atom-paraply) I Bandaríkjunum og svariö við tillögunum um öryggisráð- stefnu. Sami fréttaritari tók svo til orða, að svar Nato-rikjanna sýndi, að þau væru reiöubúin að rétta fram hendumar til sátta, en ekki til þess að láta faöma þau aö sér, og þarf víst ekki að fara í grafgötur um við hvers konar faðmlög frétta- ritararinn átti. „Sovét-heilsanin“ í tiléfni 20 ára afmælis NATO þótti heldur kuldaleg. „Hún var í algerri mót sögn, því miöur“, sagði signor Brosio framkvstj. Nato, „við velvild áður í Ijós látna“. Hljóít um Ky marskálk Það hefur verið hljótt um Ky marskálk, varaforseta Suður-VTetnass- siðan hann kom heim flugleiðis fyrir skömmu „með dvanalegum hætti“, eins og sagt va. í fréttum. Enginn var til að taka & mót; honum, er flugvél hans lenti — annars staðar en til var ætlazt og Ky fór í kyrrþey til íbúðar sinnar. Meö honum á myndinni er hin fagra kona hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.