Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 16.04.1969, Blaðsíða 7
V í S I R . Miðvikudagur 16. apríl 1969. morgun útlbnd morgun •útlönd í mörgun útlönd í raorgun dtlön w Nýjar skattaálögur á Bretlandi og boð- uð lagasetning vegna skæruverkfalia ® London: Í fjárlagafrumvarpinu, sem Jenlcins fjármálaráðherra Bretlands lagði fram í gær, er gert ráð fyrir auknuni sköttum á næsta fjárhagsári, sem nema 340 milljón- um punda. Jenkins sagði í ræðu sinni, að þótt í rétta átt miðaði aö koma efna hag landsins á réttan kjöl væri vinnuókyrrðin í landinu enn alvar- legt vandamál og boöaði lagasetn- ingu fljótlega tii brevtinga á vinnu- löggjöfinni, sem miðaði að því að. girða fyrir hættuna af ólöglegum verkföllum. Edward Heath leiðtogi stjómar- andstöðunnar gagnrýndi frumvarp- ið harðiega og innan stjórnarflokks- ins á þingi eru margir mótfalinir hinni boðuðu lagasetningu, og einn- ig verkalýðsforustan í landinu. Fregn frá Sviss hermir, að al- þjóðabankastjórar telji stefnt í rétta átt með frumvarpinu, og að tilganginum muni verða náð, eink- anlega ef samtímis verði dregið úr útgjöldum ríkisins. Rétt áður en fjárlagafrumvarpió var lagt fram var tilkynnt, að í mán uðinum sem leið hefði óhagstæöur greiðsiujöfnuður enn minnkað eða um 12 milljónir punda. Verðmæti útflutnings jókst um 59 milijónir punda, en verðmæti innflutnings jókst einnig. Fangauppbotum má heita lokið á ítaliu Lin Piao. Lin Piao iand- varnaráðherra arftaki Mao tse Tung \ ® Á flokksþingi kommúnista- ' iokksins var í fyrradag samþykkt lý stjórnarskrá og í henni er á- ' væði um, að Lin Piao landvama- ■’ðherra taki við sem flokks- og ’-ióðarleiðtogi ef Mao tse Tung fell- ur frá eða lætur af embætti. • Róm: Fangauppþotin á Ítalíu hafa nú hjaðnaö að mestu. Fangar hafa víðast hvar flestir gefizt upp, en til uppþota kom í fangelsum í Torino, Mfianó, Bari, Fiorenz og Padua. Fangar hafa verið fluttir til .fangelsa í öðrum landshlutum eöa stendur til aö fiytja þá þangað. Fangelsin, þar sem uppþotin urðu. eru að meira eöa minna leyti eyði- lögð. í Bari urðu nokkur hundruð fanga að hafast við í nótt undir beru iofti og gætti lögregla þeirra. Fangar þessir bíða flutnings. Forsætisráðherra landsins hefur neitað að verða viö kröfum komm- únista um að afvopna iö.gregluna. Jenkins fjármálaráðherra. 1=3 J Harðar deilur um stjórnar- framtíð Rhódesíu • Þjóöþingið í Rhodesíu kom 'iman til fundar í gær eftir þriggja /ikna hlé til ákvörðunar um stjórn- málalega framtíð landsins. Forsætisráðherrann, Ian Smith, er fyrir skömmu kominn heim eftir nokkurra vikna levfi. Hann dvald- ist í Suöur-Afríku leyfisvikurnar. í dag verður lagt fyrir þingiö frumvarp, sem heimilar stjórninni að efna til þjóðaratkvæöis um stjórnarkráruppkastið frá 1965. Bú- ;zt er við hörðum deilum um frum- varpið — senniiega verða þær hin- 'ar hörðustu frá þvi að iýst var yfir sjálfstæðinu 1965. Leiðtogi hægrimanna, Robin Jam- es mun leggja. til, að frumvarpinu verði vísað frá. Hann er formaður flokksins Rhodesian Front, sem tel- ur ekki nógu iangt gengið með frum varpinu til öryggis yfirráðum hvítra manna í Rhodesíu. Lagafrumvarpið um þjóöarat- kvæði er í því formi, að hægt er að halda þjóðaratkvæði um samkomu- lagsstjórnarskrá (þ. e. stjórnarskrá sem Rhodesíustjórn og brezka stjórnin kæmu sér saman um). lan Smith. SNÆPLAST: PLASTLAGÐAR spónaplötur, 12-16 og 19 mm * PLASTLAGT harötex. * HARÐPLAST í ýmsum litum * SNÆPLAST er ÍSLENZK framleiðsla Spónn hf. VELJUM [SLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ <H> Skeifan 13, Sími 35780 Nýtt „Pueblomál' Bandarísk könnunar- flugvél skotin niður úti fyrir strönd N-Kóreu ■ Seoul og Washington: í leit- inni að bandarisku könnunar- flugvélinni, sem saknaö er, hefur sézt brak á sjónum út af strönd Noröur-Kóreu, og telja menn lík- legt, aö það sé úr henni. Brakið er innan við 180 kílómetra frá ströndinni á þeirn slóðum, er síðast heyrðist til flugvélarinnar. IJins og sagt var í fréttum í gær hefur verið tilkynnt í Norður-Kóreu að skotin hefði verið niður banda- rísk flugvél, sem rofið hefði loft- helgi Norður-Kóreu. Fiugvéiin hafði bækistöð í banda- rískri flugstöð f Japan og hafði flugstjórinn ströng fyrirmæli um, að fljúga ekki nær ströndum Norð- ur-Kóreu en 96 km. Flugvélin hafði 31 manns áhöfn. Hún var búin hlustunartækjum. í Washington hef ur ekki verið sagt nánar frá >'.il- ganginum með flugferðinni. Frétt frá Seou, höfuöborg Suður- Kóreu, herrnir að leiðtogar allra stjórnmálaflokka hvetji Bandaríkin til strangra aðgerða gagnvart Norð- ur-Kóreu, en í Washington er talið víst, að Nixon forseti muni viðhafa alla gætni í þessu máli, sem hefur orðið tii þess að minna á þaö, sem gerðist, er könnunarskipið Pueblo var tekið og ftutt til hafnar f Norð- ur-Kóreu. Tókíó: Brakið úr bandarísku könnunarflugvélinni sást á sjónum um 100 sjómílur suðaustur af Chongjin í Norður-Kóreu. Engin Mk hafa sézt á floti. Seoul: Norður-Kóreustjórn hefur óskað eftir fundi í Panmunjom á föstudag án þess að tilgreina ástæð- ur fyrir beiðninni. — Formæiandi bandarísku herstjórnarinnar kveðst ekki vita hvort Bonesteel hershöfð- ingi muni verða við tilmælunúm. Landvarnaráöherra Suður-Kóreu hefur sakað Noröur-Kóreu um nýja ögrun með því aö skjóta niður bandarisku fiugvélina. Ráðherrann Chung Shik segir, aö .Suður-Kórea verói að gríþa íil síiírta raðstafana til þess að hindra endurtekningiu á slíkum árásum. „SjálfsmorðsaIda“ Extrabladet í Kaupmannahöfn birtir grein um „öldu sjáifsmorðs- - tiirauna 1 Vestre Hospital í Khöfn“ og hefur lagt staðreyndir fyrir Toben Jersild yfirlækni, sem stað- festir, að ,,það sé alls ekki óal- gengt, að unglingarnir reyni að fremja sjálfsmorö í örvæntingu sinni“, en til þessa hafi tekizt að hindra það vegna árvekni hjúkrun- arkvenna og fangavarða. Fárviðri Fárviðri mikið fór yfir Austur- Pakistan í fyrradag og biðu 165 menn bana, en á annaö þúsund meiddust. Mikiö tjón varð á hús- um og öðrum mannvirkjum. Vjnd- hraðinn komst upp 1 140 km hraða á klst. Mest var tjónið í Dacca. Viðskiptajöfnuður Brezkur viðskiptajöfnuður varð hagstæðari svo nam 12 niilljonum steriingspunda í fyrra mánuði. — Þetta var tilkynnt í gær — á „fjár- lagadeginum", nokkrum kjst. áður en Jenkins fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarpiö í neðri málstofunni. — Pundið hækkaði í 2.93 dollara og hefur ekki verið hærra í heilt ár. Könnunarflugvél Frétt frá Tókíó í gær hermir, að í N.-Kóreu hafi verið skotin niður bandarísk könnunarflugvél 1 fyrri- nótt. — í bandarískri frétt var sagt að hafin væri lert frá bandarískri 'fiugstöö í Japan. Var þetta fjög- ’ urra hreyfia flugvél með 31 manni um borö. Liðhlaupar Undangengnar 4 vfkur hafa 16 bandarískir liðhlaupar sótt um dval arleyfi 1 Sviþjóð. Af samtals 2241 slíkum beiðnum hefur aðeins 20 verið hafnað eða umsækjendur fóru aftur án þess að bfða eftír svari. Tékkar Fimm tékkneskir knafctspymu- menn hafa sótt um landvisfarleyfi Holiandi. Kepptu þar í bikarkeppn- inni á sunnudag. Fjórir aðrifc fóru ekki með flugvélinni, sem átti að flytja aHa heim. Oscars-verðlaun Osoars-verðiaummum fyrir bezt- an leik i kvikmyndum var skipt milli leikkvennanna Katherine Hepbum og Barböru Streisand. — Þetta var í fyrsta skipti, sem tvær leikkonur fengu veröteunin samtím- is. — Cliff Robertsson fékk verö- laun fyrir leik sinn í kvikmyndinni „eharly“, Katherine fyrir leik sinn f „Lion in Wántcr" og Barbara fyr- ir leik sinn í „Fwnw*'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.