Vísir - 17.07.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 17.07.1969, Blaðsíða 4
Karl prins nú — tvítugur Prinsinn af Wales fertugur. fyrr en Menn velta nú fyrir sér, hvort svo kunni aö fara, að Karl Breta prins verði oröinn gamall og hrum ur, þá er hann loks nær konung- dómi í Bretlandi sem Karl III. Brezka konungsfjölskyldan hefur allt frá dögum Viktoríu drottning ar, sem andaðist í hárri elli, verið óvenju lífseig. Elísabet drottning, sem nú er 43 ára gömul, er í alla staði hin hraustasta til sálar og líkama. Sérfræðingar álíta, að Karl prins, sem nú stendur á tvítugu, muni ekki taka við krún unni af móður sinni fyrr en sex- tugur. Slungnir teiknarar hafa á meðfylgjandi myndum gert sér í hugarlund, hvemig prinsinn af Wales muni líta út fertugur og sextugur. Enda þótt það hafi aldrei verið vani í Bretlandi, að ríkisarfi tæki við konungdómi fyrr en aö for- vera sínum látnum álíta márgir Bretar, að Elísabet drottning eigi að draga sig í hlé, þegar hún stendur á sextugu. Með því móti yrði Karl prins konungur Bret- lands einungis 37 ára að aldri. JACQUELINE HÖFÐAR MÁL Jacqueline Onassis kærir sig engan veginn um að liggja óbætt undir þeim ásökunum, að hún sé áhugalaus og nánast harðneskju- leg við börnin sín. Hún hefur þvi höfðað mál gegn þeim einkaritara sem hún hafði í Hvíta húsinu. — Einkaritarinn sakar forsetafrúna fyrrverandi ekki einungis um sinnuleysi gagnvart bömum sin- um, heldur og um fégræðgi og nízku. Hún segir til dæmis, að forsetafrúin hafi ævinlega fylgzt meö því sjálf, að ekki væri veitt um of í Hvíta húsinu. Þá fullyrðir einkaritarinn og, að Jackie hafi eitt sinn tekið verðmæta gim- steina úr forkunnarfögru sverði, sem manni hennar var gefið er- lendis. Sjálfsbjónusta Njótið sumarleyfisins. Gerið við bílinn sjálfir. Veitum alía aðstöðu. NÝJA BlLAÞJÓNUSTAN Háfnarbraut 17. — Sími 42530. □ JnUlMlM Spáin gildir fyrir föstudaginn 18, júlí. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Hagaöu orðum þínum skilmerki lega í dag, svo ekki komi til neins misskilnings eða rangtúlk unar, þaö á ekki hvað sízt við gagnvart þínum nánustu, sem kunna að veröa viðkvæmir fyrir. Nautið, 21. apríl—21. maí. Það getur farið svo að þú kom- izt að raun um eitthvað þaö í dag, sem þú hefur reyndar haft grun um, en ekki kært þig um að vita nánar. Reyndu að taka þvi með jafnaöargeði. Tvíburarnir, 22. maí—21. júní. Þú hefur í mörgu að snúast í dag en ekki er víst að þú hafir erindi 'sem erfiði, en þó mun talsvert vinnast á. Ekki er ó- líklegt að einhverjir erfiöleikar segi til sín heima fyrir. Krabbinn, 22. júní—23. júlí. Ef einhver annarleg vanlíðan eða þreyta ásækir þig skaltu fyrst og fremst hvíla þig rækilega og síðan leita læknisráða, ef það ber ekki tilætlaðan árangur, áð- ur en langt um líður. Ljónið, 24. júlí—23. ágúst. Peningamálin virðast ekki £ sem beztu lagi, lítur og út fyrir að skuldheimtumenn reynist óbil- gjarnir og aðgangsharðir. Eitt- hvað athyglisvert getur gerzt þegar kvöldar. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Láttu ekki uppskátt þótt reynt verði að fá þig til að segja frá leyndarmáli, sem þér hefur ver ið sagt í'-tíúhaðí; “ERki skáitu heldur slíta gamalli vináttu, þótt ný. standi þér til boða. Vogin, 24. sept.—23. okt. Farðu gætilega í beinum pen- ingakröfum í dag og þá einkum í sambandi við atvinnu þína, en reyndu heldur að bæta aðstöðu þína óbeinlínis, það verður auð- veldara og kannski meiri hagn aður. Drekinn, 24. okt.—22. nóv.: Taktu ekki einstrengingslega af- stöðu til manna eða málefna, og haltu ekki skoöunum þínum svo fast fram, að það espi til and- stööu. Þú vinnur mest og bezt á með festu og rósemi. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Rómantíkin veröur eitthvað á ferðinni í námunda við þig í dag ekki er þó víst að hún snerti sjálfan þig beinlínis. Eitthvert fagnaðarefni er samt fram und- an í því sambandi. Steingeitin, 22. des til 20. jan. Eigi einhver kunningi þinn um sárt að binda skaltu leitast við að vera honum innan handar. — Þetta kann að verða upphaf nán ari vináttu, sem reynist þér sjálf um mikils virði. Vatnsberinn, 21. jan til 19. febr. Gerðu því ekki skóna að þínir nánustu veiti þér mikla uppörv- un í dag, í sambandi við áhuga- mál þín. Það lítur út fyrir að þeir telji afstöðu þína bera vitni nokkurri eigingirni. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz. Ef þú hefur eitthvað í undir- búningi, sem þér finnst máli skipta, ættirðu að vinda bráðan bug að framkvæmdum í dag. Treystu þó ekki um of á loforð annarra úm aöstoð í því sam- bandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.