Vísir - 17.07.1969, Blaðsíða 16
VISIR
Fimmtudagur 17. júlí 1969.
GLÆSILE6T HUSGASNAURVAL O
SKEiFAN
TBYGGtNG
# # #
ftNGl
IAUGAVECI178 M
sÍMianao m
Súttafundur til
kl. 3 í nótt
Flugfélögin hafa boðið flugfreyj-
um, að á yfirstandandi sumaráœtl
un og komandi vetraráætlun verði
engin breyting frá því, er verið hef
ur, að því er Vinnuveitendasam-
bandið upplýsti í morgun. Halda
vinnuveitendur fast við fyrri yfir-
lýsingar, að hámarksáætlun sé 18
klukkustundir, sem því sé 1 reynd
vaktatími flugfreyia. Flugfreyjur
telja hins vegar vaktatíma sinn 22
klukkustundir og vilja, að hann
lækki í 17, sem þær segja aðra í
áhöfn hafa.
Vinnuveitendur segja, að í raun
njóti flugmenn á lengri ferðum
engra hagsbóta umfram flugfreyj-
ur £ vaktatíma. Þótt fjölgað sé í
Eyðieyju á Breiðafírði
hreytt í ferðamannastað
t hálfa öld hefur eyjan Galt
arey á Breiðafirði, fyrir mynni
Hvammsf jarðar, verið í eyði, en
nú hefur þar verið byggður
skáli, þar sem verður veitinga
sala í framtiðinni. Er ætlunin
að gera eyjuna að ferðamanna-
nýlendu og munu ferðamennirn
ir fá leigð tjaldstæði, eh mat ög er þarna ennþá, en frekari upp-
annað fá þeir í skálanum. lýsingar um þennan nýstárlega
Það er bóndinn í Öxney, sem^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^
á þessa eyju, en.dóttir hans,
Guðrún Jónasdóttir, hefur geng-
izt fyrir þessum framkvæmd-
um og verður hún í eyjunni
nú fyrst um sinn. Enginn sími
ferðamannastað veiíir sumar-
gistihúsið í Stykkishólmi.
OKUHRADINN
OF MIKILL
— segir Óskar Ólason, yfirlögreglupjónn um
f/ð óhöpp ökumanna / umferðinni
Flugfreyjur fjölmenntu á fund í félagi sínu í gærdag.
„Það er greinilegt, eins og við í
lögreglunni höfum margbent á, aö
ökuhraðinn er orðinn allt of mikill
miðað við þær akstursaðstæður, er
verið hafa hér í höfuðborginni und
anfarið", sagði Óskar Ólason, yfir-
lögregluþjónn umferðarmála í við-
tali við Vísi í morgun. Lögreglan
hefur reynt að halda aftur af öku-
mönnum með stöðugu eftirliti, og
hraðamælingum, en það virðist ekki
hafa tilætluð áhrif.
Óskar sagði, að hér áður fyrr
heföi lögreglan beitt sér að því aö-
allega að koma í veg fyrir slys á
gangandi vegfarendum, en nú væru
daglegir viðburðir, aö slys yrði á
farþegum og ökumönnum bifreiða
og er það táknrænt fyrir þann öku-
hraða, sem nú er. Hið sama er að
segja um aksturinn úti á þjóðveg-
unum. Bifreiöum er velt, án þess
að nokkur sérstök orsök hafi veriö
önnur en of hraöur akstur. Ekið er
á kyrrstæð ökutæki og Ijósastaura
og annað, ökumenn koma auga á
hlutina, en þegar til á að taka og
koma 1 veg fyrir óhappiö, er öku-
hraðinn of míkiH og slys hlýzt af.
„Ökumenn verða að gera sér
grein fyrir sínum takmörkunum á
viðbragðsflýti og snarræði, og haga
akstri sínum í samræmi vió það",
sagði Óskar að lokum.
Bókabíllinn í
Vesturborginni
BÓKABÍLLINN verður f dag á ferð-
inni í vesturborginni f Reykjavík.
Kl. 2—3 veröur hann við verzlan-
irnar að Hjarðarhaga 47, kl. 4—5
við Kaplaskjólstorg við Ægissíðu og
milli 5.30 og 7 við Skildinganes-
búöina í Skerjafirði.
Uppákoma í
Tjarnarb*
um helgina
• Áhugamenn um svonefnt
„happening" eða „uppákomu",
eins og það hefur verið kallað
hér, kalla saman til einnar slíkr-
ar í Tjarnarbæ nú um helgina,
sunnudagskvöld kl. 9. Segja þeir,
að þetta sé „fyrsta tveggja
klukkustunda uppákoma hér á
landi", en fyrirbærið hefur mjög
!átið á sér kræla erlendis, eink-
um við háskóla.
Engin ákveðin samtök munu
standa á bak við þessa samkomu
að sögn forsvarsmanna, hvorki ieik
arar né aðrir listamenn, sem slíkir
heldur áhugasamt fólk úr ýmsum
greinum.
Uppákoma er nokkurs konar sýn
ing eða leikur, þó án þess að hann
sé skipulagður fyrirfram. „Við «.om
nm þarna og gerum það, sem okk
ur dettur í hug, til þéss aö skemmta
okkur", segja þau. Enginn vafi 'eik
ur á þvi, að þessi ungmenni hafa
/mislegt upp á að bjóða á þessari
vningu, sem óvenjulegt má t^ljast
érlendis — Aðgangseyrir er 65
krónur.
Ók á Ijósastaur
eyðilagði
• Bíllinn, sem Icnti á I.iósa-
staurnum, var illa útlítandi
eins off sjá má. Staurinn hafði
kubbazt í sundur.
— Tvennt flutt
á sjúkrahús
Ökumaður ók bifreið sinni af
niiklu afli á llósastaur á Hringbraut
móts við hiís nr. 121 um kl. 22.30
1 gærkvöldi. Ökumaður bifreiðar-
innar og kona, sem var farþegi
slösuðust og voru flutt á sjúkra-
hús. Að sögn lögreglunnar mun
bifreiðarstjórinn hafa ætlað að aka
fram úr annarri bifreiö, en misst
stjórn á ökutæki sinu, með þeim
afleiðingum, sem fyrr greinlr Bif-
reiðin er talin ónýt, og Ijósastaur
inn brotnaði f tvennt.
Þá var mjög haröur árekstur á
gatnamótum Hofsvallagötu og Nes-
vegar i gær um kl. 15.40, milli 2ja
bifreiða. Farþegi í annarri bifreið-
inni, en hún er frá Akureyri, hlaut
einhver meiðsli, og var fluttur á
Slysavarðstofuna.
Varðandi frétt á baksíðu Vísis
í . er um áreksturinn á gatnamót-
um Háaleitisbrautar og Miklubraut
ar ér rétt að taka fram, að það var
kbna, sem var í kyrrstæða bílnum
og slasaðist, og er mí á sjúkrahúsi.