Vísir - 17.07.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 17.07.1969, Blaðsíða 13
V1SIR . FJmmtudagur 17. júlí 1969. 73 KJALL./ÍRÁSÍ&ÁNföíf Háskólinn og stúdentarnir D Á fundi, sem haldinn var í Norræna húsinu s.l. þriðjudagskvöld, komst einn af frummælendum, Jónatan Þórmundsson lögfræðingur, að orði eitthvað á þá leið, að ef til vill hefði einangrun Háskóla fslands ekki verið rofið öllu fyrr en á þessu ári og þá einkum vegna baráttu stúdenta. 'C'g skildi orö Jónatans þannig aö nú fyrst væri almenning ur að vakna almennilega til vit- undar um tilveru og gildi Há- skóla Islands. Síðan í haust er Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta náði meirihluta í Stúd- entafélagi Haskólans og varð ráðandi í Stúdentaráði sjálfu, hefur starfsemi þessara aöal- stofnana stúdenta á félags- og hagsmunasviðinu beinzt að þyí að kynna málefni Háskólans fyr ir almenningi og náði þessi markvissa og árangursríka starf semi hámarki með útgáfu Stúd entablaðsins 17. júní, sem dreift var irm á öll heimili í landinu. Þessi starfsemi stúdenta var í sjálfu sér afrek og sýnir hvers þeir eru megnugir þegar þeir dreifa ekki kröftum sínum í meira og minna þýðingarlaust pólitískt þras eins og löngum tíðkaðist en einbeita sér heldur aö hagsmunamálum sfnum og háskóía sfns. D Háskólapólitík En þótt einangrun Háskóla ís- iands hafi veriö rofin, að þvf leyti, sem Jónatan Þórmundsson minnist á, og það veröi vissu- lega að telja mikflvæg tímamót þá vora það engu minni tíma- mót þegar háskólayfirvöld á- kwáðu að taka upp markvissa háskólapólitík, en það gerist upp úr 1960. Upp úr því tekur ein- angrun Háskóla Islands að rofna. HSskölayfirv<3d hefja skipolegt endurmat á stööu og þörfum Háskólans og taka að kynna málefni Háskólans fyrir stjórnvöldum og ekki síður al- menningi, á einbeittari hátt en áður hafði tíðkazt. Árlegar ræö- ur próf. Ármanns Snævars há- skólarektors um mál Háskólans — en þar lagði hann einkum áherzlu á nauðsyn aukins hús- næðis, fleiri kennara og nýrra kennslugreina — vöktu yfirleitt ViHHORF eftir Ásmund Einarsson m mikla athygli og juku áhuga al- mennings á Háskólanum til veru legra muna. Á örfáum árum mátti sjá þann árangur af hinni markvissu háskólapólitík, sem verður að teljast verk próf. Snævars, að fjöldi prófessora tvöfaldaðist og tala annarra kennara meira en tvöfaldaðist og námstilhögun allra deilda var tekin til endurskoðunar og ný- skipan gerð í flestum tilvikum, ekki sízt í sambandi við B.A.- próf. Kennsla hófst í náUuru- fræði og lögð voru drög aö kennslu í félagsfræöi, félags- sýslu, félagsráðgjöf og ef til vill ýmsum fleiri nýjum menntunar leiðum innan Háskólans. Á þenn an hátt var byrjað að rífa Há- skólann upp úr því stöðnunar- ástandi, sem þar hafði verið ríkj andi a.m.k. frá stríðslokum. Það var til stjórnvalda að sækja um allar þessar breyting ar og stúdentum fannst án efa að róðurinn sæktist seint, þar sem byggingarmál Háskólans voru enn í sama farinu og áður, þrátt fyrir stöðuga baráttu há- skólayfirvalda fyrir umbótum, einnig á þessu sviöi. Stúdentar kenndu því um að háskólayfir- völd væru ekki nógu aðgangs- hörð við stjórnarvöld. Til þess- arar skoðunar þeirra má rekja mikið af framtakssemi þeirra á undanförnum mánuðum. D Gremja En ég held að stúdentum hafi einnig almennt verið ljóst, þegar þeir hugsuðu málin í ró og næði, að háskólayfirvöld voru í örðugri aðstöðu. Þess vegna beinist gremja þeirra út af vandræðum þeim, sem Há- skólinn er nú kominn í, einkum að ráðherra menntamála, Gylfa Þ. Gíslasyni. Auðvitaö á hann ekki einn sök á því hvernig kom ið er, eins og Jónatan Þór- mundsson benti á í framsögu- ræöu sinni. Auk þess má benda á ummæli Jónasar H. Haralz, for manns Háskólanefndar, sem sagði eitthvað á þá leið að það værj einkennandi fyrir ísl. að taka ekki á vandamálum fyrr en þau væru orðin að kreppu. — Auðvitað er þetta ekki sér-ís- lenzkt fyrirbæri, fremur en svo margt sem talið er sérstaklega íslenzkt og neikvætt. Hér er um að ræða það sem virðist næst- u.ii því lögmál i stjórnmálum lýðræðisríkja að vandamál eru ekki tekin föstum tökum, fyrr en óánægja almennings er orð in svo mikil að stjórnmálamenn hafa augljósan bakhjarl og hvöt til umbóta. Þess vegna hefur bar átta stúdenta verið mjög þýðing armikil og mun verða það áfram svo fremi sem þeir slaka ekki á klónni. D Grófari aðferðir Hins vegar ef margt sem bend ir til þess að þeir hyggist á hæstu mánuöum beita harövít* ugri aðferðum, grófari aðferðum en þeir hafa hingað til notað, orðum sínum til áréttingar. Við þessu verður að vara 'mjög ein dregið. Ekki aöeins vegna þess að aldrei er að vita nema slíkar aðgerðir fari úr böndum stúd- entum og<Háskólanum,til óbæt anlegs tjóns, heldur og einnig vegna þess að friðsamlegar að- gerðir.eins og þær, sem hingað til hefur verið beitt, hafa reynzt prýðilega — svo vel, að árang- urinn er yfirleitt talinn til af- reka. < i i t I i t I i i t t i t i i t t FRAM skorar einn sinni enn tvö og núll FRAM sýnir bezta varnar- leikinn. Bensínsíurnar frá FRAM verja blöndung- inn sliti og stíflu. Ryð, óhreinindi og smá- agnh* ná ekki samspili. FRAM er með allt liðið í vörn. ERAM bensínsían tryggir sigur gegn bensín- stíflum og óhreinindum FRAM á leikinn. ¦' **Ó"ne FIÍ.TKP . f FIMJW f .:¦¦ Sverrir Þóroddsson &Co. rryggvagötu 10. Reykjavflc, sími 23290. -55T ¦5 ¦oœNtr<r wyc S55SS2 ! NotiS FERt.AHASTPOKANN fynr SVEFNPOKA og TJOLD sl»r8 50x110 cm fæst í SPOWVOMJVEWIUNUM RITSTJÓRK LAUGAVEGI US SÍMIMÍ-oO J^biO^Gðút Vantar nýja löggjöf um hundahald Hundar eru syrnöir þessa dag ana, því ýmsir hafa orðið að sjá á bak tryggum heimilisvinum. Þar er hundahald er bannað með öllu í borg og bæjum, þá eru hundar Téttdræpir, hvar sem þeir finnast og nást. Petta þyk- ir mörgum vera harðir kostir, enda má segja að það sé hart að gengið, að ekki skuli mega hafa siíkt húsdýr til félagsskapar. En á þessum hundamálum eru tvær hliðar, þvf ékki geta allir liðið dýrahald í þéttbýli, og hundaeigendur gæta þess ekki alltaf að hafa hunda sína íyrir sig, heldur láta þá ganga lausa í tíma og óthna, geltandi og flaðrandi upp um vegfarendur, sem ekki vilja heyra né sjá hunda, fremur en önnur dýr. Hinu verður heldur ekki mót- mælt, að af hundum stafar nokk ur sóðaskapur og einnig nokkur hávaði stundum um nætur. En það skanast líka sóðaskapur og ávaði af fleiru en hundum, svo það ætti heldur ekki að hafa úr- slitaþýöingu. Þar eð það er staöreynd, að hundaeign er talsverð í þéttbýl- inu, og flestir hundaeigendur hafa hunda sína einungis fyrir sig, það er að segja hafa þá ein ungis á heimilum sínum og á lóðum, oe hafa þá annars staðar ekki lausa, þá ætti að ieyfa , hundahald. Hins vesar ætti ekki \ að vera heimilt að láta hunda i ganga lausa, og ennfremur ætti J ekki að vera heimilt að hafa hunda sem eiga það til að bíta ókunnuga. Hverju sinni ætti að I vera óbrigðult að prófa það | hvort hundur bftur ókunmiga, svo ekki þarf að trúa skroksög um um að hundar bíti. Það' mætti skattleggja hundahald, I þvi líklega veitir ríki eða bæ ( ekki af nýjum tekjulið. En þaö er öfgakennt að banna hunda- hald með öllu. Það er kunn staðrevnd að börnum er hollt að eiga hund i sem ýmis önnur dýr að vini. ( Það er jafnvel talið þroskandi fyrir börn og unglinga að hafa ' hund, þvf sú umönnun og á- byrgð sem fylgir, er góður und- irbúningur undir annað og meira síðar í lífinu. í stað þess að yfirvöld gangi í hús til að drepa og f jarlægja ( hunda, ætti heldur að setja regl ur um hundahald, sem miði að því að fólk megi, en þurfi ekki að stelast til að hafa slikan vin , í húsi sínu. Hins vegar þarf að stefna að þvi, að hundar séu ekkl látnlr ganga lausir, og að I hundar sem bítaí séu ekki Iátn- | ir lifa. Þannig mætti gera þá, leiðinlegu aðstöðu sem margir eru nú f með hunda sína, þannig að allir gætu við unað. Þess vegna vantar breytta löggjöf um hundahald, sem leyfir hunda hald, að því tilskildu að fólk hirði hunda sína, en ætlist ekki til að allir aðrir hafi lika gam- an af því að umgangast þá. Á þennan hátt má Ieysa málin svo flestir geti við unað. Þrándur i Götu FASTEIGNA — VERÐBRÉFASALA — INN- HEIMTA — KAUP SALA — EIGNASKIPTI Fasteigna- og verðbréfasalan. Eignaskipti. Laugavegi 11, 3ja hæð. Sfmi 13711 á skrifstofutíma 9.30—7 og eftir samkomul. SS" '04 35 Tökum að okkur hvers konar mokst ur og sprengivinnu f húsagrunum og ræsum. Leigjum út loftpressur og vfbrasleða - Vélaleiga Steindórs Sig- hvatssonar, Álfabrekku viö Suö- urlandsbraut, simi 30435. Mýtízku veitingahús - AUSTURVER - Háaleitisbraat «8 — Sendum — Sími 82455

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.