Vísir - 17.07.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 17.07.1969, Blaðsíða 8
8 V1 SIR . Fimmtudagur 17. júlí 1969. VISIR Otgefandi ReyKjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn It Eyjöösson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birfiir Pétursson RitstjCrnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Simi 11660 Ritstjóro. Laugavegi 178. Simi 11660(5 línur) Askriftargjald kr. 145.00 1 mánuði innanlands f lausasölu kr. 10.00 eintakið °rentsmiðia Vísis — Edda h.f Skoðum hug okkot íslendingar eru fámenn þjóð og ættu því að h'afa til- tölulega hæga aðstöðu til að afla sér upplýsinga um hinn félagslega vef íbúa landsins og hvernig skoð- anir einstaklinganna og félagsleg aðstaða þeirra tengj- ast á ýmsa vegu. Þessi upplýsingasöfnun er miklum mun vandasamari hjá milljónaþjóðunum, en samt hefur þeim flestum tekizt að afla sér töluverðrar þekkingar á eðli skoðana þeirra, félagstengsla og menningar, sem þar ríkja. En við höfum sáralítið gert til að kanna með vísindalegum hætti það, sem nefna mætti þjóðarsál íslendinga. Félagsfræðingar beita ýmsum rannsóknaraðferðum við slík vorkefni. En ein aðferð er þó mikilvægari en aðrar og hefur komið að mestumnotum erlendis. Það eru skoðanakannanirnar. Þær gefa ekki einungis upp- lýsingar um skoðanir manna og skiptingu þeirra, heldur einnig um menningu þjóðarinnar og margvís- leg félagstengsli í þjóðfélaginu. Oft hefur verið talað um, að nauðsynlegt væri að %ömarslíkufírj itöiadrunum á fót hér á landi, en lítið hefur orðið^r, aðgerðum. Dagblaðið Vísir hefur haldið uppi mérkinu undan- farið hálft annað ár. Á þessu tímabili hefur blaðið sjálft skipulagt og framkvæmt 33 skoðanakannanir,, og sex til viðbótar eru nú í vinnslu. Þessar kannanir hafa kostað mikla fyrirhöfn og p&ninga, en starfsem- inni verður þó ótrauðlega haldið áfram, enda ætlast lesendur blaðsins greinilega til þess. Farið var gætilega af stað í þessar kannanir og var fyrst aðeins leitað álits íbúa.Reykjavíkursvæðisins. Fljótlega voru þó færðar út kvíarnar, og frá því í tí- undu könnun hafa skoðanakannanir Vísis náð til allr- ar þjóðarinnar. Alltaf hefur vísindalegum aðferðum verið beitt til að tryggja, að úrtak blaðsins gæfi rétta mynd af þjóðarheildinni. Og úrtakið hefur verið meira en nógu stórt til þess, að tiltölulega nákvæmar níð- urstöður hafa fengizt. Er ótrúíegt, að prósentutölur þær, sem Vísir hefur gefið upp, skakki meira en fimm prósentustigum frá raunveruleikanum. Hins vegar hefur svið skoðanakannana Vísis verið mjög takmarkað. Úrtak þeirra hefur verið of lítið til þess, að hægt væri að kanna, hvernig skoðanirnar dreifast á ýmsa þjóðfélagshópa. Blaðið hefur aðeins getað gert lauslegan samanburð á skoðunum karla og kvenna og á skoðunum íbúa Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Blaðið hefur ekki heldur getað kannað sambandið milli einstakra skoðana. Til slíks þarf miklu stærra úrtak og aðstöðu til að spyrja mik- inn f jölda spurninga í senn. Og slíkar upplýsingar eru ekki síður forvitnilegar en heildartölur um álit þjóð- arinnar á einstökum málum. Ýtarleg heildarkönnun, sem kæmi víða við og fleytti rjómann ofan af verkefnunum, mundi kosta nokkur hundruð þúsund krónur,. og er ekki á annarra færi en ríkissjóðs. Slík könnun niundi veita tiafsjó af upplýsingum. Það er vissulega orðið tímabært að hef j- ast handa á því sviði. VI'SIR hefur nú fram- kvæmt 33 skoðanakann- anir, og birtast niðurstöð ur þeirra í töfluformi á síðunni hér við hliðina. Gæta skal þess, að niðuv stöður tveggja þeirra, þar sem spurt var um vinsæidir manria, eru ekki birtar, enda falla þær ekki inn í það töflu form, sem hér er birt og gefur hugmynd um skoðanir þær sem þiófi- in befur á þessum mál- um og sem um er spurt. Tjað kennir vissulega margra grasa í þessum skoðana- könnunum. Fróðlegt er aö at- huga niðurstöður þeirra og bera saman. Gaman er að fylgj- ast með skoðunum fólks á hægri umferöinni. Upp úr áramótun- um 1967—1968, er undirbúning- ur að gildistöku hægri umferöar var að hefjast, skiptist þjóðin nokkurn veginn í tvo hópa, með og móti upptöku H-umferðar. Þróunin fram eftir vorinu fram að gildistöku H-umferðar var öfug við það, sem upplýsinga- aðilar vegna H-umferðarinnar gerðu sér vonir um, því að and- stæðingum H-umferðar fjölgaöi verulega. Má þar ef til vill um kenna röngum. áróðursaðferð- um, of litlum áróðri, of einhæf- um eða einhverju öðru, sem nánari rannsóknir þarf til að komast að niðurstöðum um. Þegar breytingin var gengin um garö, var 71% þjóðarihnár orö- inn fylgjandi breytingunni, <jg er það ótvíræöur vitnisburöur um, aö framkvæmd sjálfrar breytingarinnar hafi tekizt vel, og umferðarmenning hér hafi aukizt við breytinguna. TCVóölegt er einnig að bera saman og athuga, á hvaöa málum fólk hefur yfiríeitt skoö- anir. Er það unnt með athugun á töflunni, sem birtist hér að neðan, um það, hversu margir höfðu ekki myndað sér skoðun á ákveðnu máli. Kemur þar í ljós, að aðeins 4% höfðu ekki myndað sér skoðun um H-um- ferð, 6% um vínbann, þannig að þjóöin virtist hafa ákveönar skoðanir á þessum málum. Tjá getur og verið fróðlegt að athuga hin pólitísku mál, afstöðu þjóðarinnar til varnar- liðsins, NATO, EFTA o. fl. Yfir- leitt virðist fólk vera nokkuö hlvnnt ríkjandi stefnu í þess- um málum, það vill hafa herinn áfram, vill að Island verði áfram í NATO og vill aðild að EFTA, þó svo að ekki sé neitt ákveðið af hálfu stjórnvalda um síðast talda atriöið, þar sem mikil óvissa er um samnings- atriði. TT'róðlegt er og að bera saman þjóðarvilja og vilja alþing- ismanna í einstökum málum. Tökum sem dæmi áfenga bjór- inn. Tvær skoðanakannanir hef- ur Vísir framkvæmt, þar sem spurt hefur yerið um afstööu fólks til sölu á áfengu öli hér á landi. Sú fyrri sýndi fram á jafna skiptingu með og móti, en sú síöari, sem framkvæmd var snemma í vor, tæplega ári síð- ar, bendir greinilega til þess, að meiri hluti þjððarinnar vilji sölu áfengs öls hér á land. Samt sem áður var bjórfrumvarpið f ellt á Alþingi. Þess vegna mætti spyrja: Eru þingmenn ekkj í takt við tímann? Þannig mætti lengi halda áfram vangaveltum um þessar skoðanakannanir og niðurstöður þeirra, en Vísir læt- ur lesendum sínum það eftir. Á næstunni munu birtast hér i blaöinu niðurstööur skoðana- kannana, sem nú er verið að Ijúka við, og niðurstöður þeirra eru vissulega jafnlærdómsríkar og þær, sem hér eru birtar í dag. Vinsælustu skoðanirnar Taflan sýnir, hve mikill hluti þeirra, sem svöruðu, voru á umræddri skoöun. 1. 90% Staögreiðsla skatta — já 2. 80% Stóriðja — já 3. 78%% ölvun við akstur — nei 4. 77% Lenging skólaárs — nei 5. 77% Nefskattur útvarps og sjón- varps — já 6. 73% NATO-aöild — já 7. 73% Forystumenn brugðizt — já 8. 72% Gengislækkun — nei 9. 71% Hægri umferð (nr. 3) — já 10. 71% Prófkjör innan flokka — já 11. 69% Minkaeldi — nei 12. 69% Keflavíkursjónvarp — já 13. 67% Breytt landspróf — já 14. 67% Poppmessur, dægurtíðir — nei 1£. 65% Hægri umferð (nr. 2) — nei 16. 64% Vínbann — nei 17. 63% Varnarliðið tturtu — nei 18. 32% Þegnskylduvinna — já 19. 62% Ríkiskirkja — já 20. 62% Afnám mjólkureinkasölu — iá Aimenningsálit? Taflan sýnir, hve margir þeirra, sem spurðir voru, íöfðu ekki skoðun á umræddu máli. 1. 4% Hægri umferö (nr. 1) 2. 6% Vínbann 3. 7% Áfengt öl 'l. 7% Skólabúningar 5. 9% Þéringar 6. 10% Áfengt öl (nr. 2) 7. 10% Varnarliðið 8. 10% Ölvun vió akstur 9. 12% Lenging skólaárs 10. 14% Næturklúbbar 11. 14%% Kefla-íkursjónvarp 12. 15% Minkaeldi 13. 15% Hægri umferð (nr. 2) 14. 17% Útvarps-sjónvarpsgjöld 15. 19% níkiskirkja 16. 20% Ríkisstjórn grípi í taumana. 17. 21% Staögreiösla skatta 18. 22% Forystumenn brugðizt 19. 22% Hægri umferö (hr. 3) 20. 22% Prófkjör

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.