Vísir - 17.07.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 17.07.1969, Blaðsíða 1
59. árg. — Fímmtudagur 17. júlí 1969. — 158. tbl. „Þeir detta ekki þótt þeir lendi neðan á funglinu#/ • „Þeir lenda á tunglinu á afmælisdeginum hennar mömmu.“ Þessar upplýsing- ar, og fleiri, veittu bræðurn- ir Arnþór og Sigurður Hall- Hey og saltfískur brann inni / KEFLA VÍK — To//ð oð krakkar hafi kveikt i 200 fermetra geymsluhúsi Mikinn ljósgráan reyk lagði upp af Vatnsnesbás í Kefla- vík í gær um það leyti, sem menn voru að koma frá vinnu og spurði hver annan, hvort kviknað væri í hálfu Vatns- neshverfinu. Reykurinn kom hins vegar frá allstóru geymsluhúsi, sem stendur þar norðan til á nesinu. Lögreglan í Keflavík hafði grun um að krakkar, sem þarna eru oft að leik hafi kveikt í hey inu, sem í skúrnum var. Heyið var eign hestamanna í Keflavík. Þeir höfðu fengið töðuna þurra með ærinni fyrirhöfn, brátt fyr ir óþurrkana og haft það þarna til geymslu. Brann það allt sem og ýmiss konar dót sem þarna var í geymslu. Átta tonn af þurrfiski voru geymd þarna og skemmdist fisk urinn mikið. — Slökkvilíðiö kom á vettvang 20 mínútum eftir aö eldsins varð vart og slökkti eldinn, en timburhús, sem þarna standa mjög nálægt að norðan- verðu sluppu alveg, svo og stórt geymsluhús Kaupfélagsins, sem stendur sunnan við skúrinn. Norðurendi geymsluhússins hangir enn uppi, en það er mikið brunnið og nær ónýtt talið. dórssynir í morgun. Þeir voru f! á leiðinni heim úr sundi, en komu við í tunglflauginni, sem stendur við barnaheimil- ið Grænuborg, og lentu „mjúkri" tungllendingu — hvað eftir annað á grasflöt- inni. Yngsta kynslóðin vex nú upp meö geimferöir, sem sjálfsagðan hlut. Á leikvöllunum eru tungl flaugar fyrir yngstu aldursflokk ana, og strákarnir leika sér geimferðarleikjum. Þó er fót- boltinn ennþá vinsælastur hjá íslenzkum drengjum — eða a. m.k. fannst bræörunum hann skemmtilegastur. Þeir vita mik- ið um geimferðir, hafa séð eeim skot í sjónvarpinu. „Aðdráttarafl tunglsins togar geimfarana aö sér“, segir Arn- þór, „þeir detta ekki þótt þeir lendi neöan á tunglinu." „Ætlið þiö að verða geimfar- ar þegar þið eru orðnir stórir?“ „Ég ætla að veröa kokkur", Vopnahlé í striði El Salvador og Honduras E1 Salvador og Honduras sam- þykktu í morgun að hætta bardög- um. Bæði ríkin settu þó skilyrði fyrir vopnahléi. Honduras krafðist, að EI Salvador drægi her sinn til baka frá landsvæði Honduras, en E1 Salvador að Honduras hætti að ofsækja borgara frá grannríki sínu. Styrjöld þessara tveggja ríkja Mið-Ameriku hefur staðiö í þrjá daga. TUNGLFARARNIR SOFANDI Á HÁDEGI SOrefnismælir í ólagi - en engar áhyggjur Þremenningarnir í Appollo 11 sváfu rótt í morgun, 150 þúsund kílómetra frá móður Jörð. Ekkert amaði að þeim, og hraði geimfars- ins var milli fimm og sex þúsund kílómetrar á klukkustund. Stóð til, aö þeir yrðu vaktir upp úr hádeg- inu, en það má gera frá jörðu. Súrefnismælir virtist ekki starfa rétt, en vísindamenn höfðu ekki á- hyggjur af því. Að öðru leyti var allt í góðu gengi. Bandarískir vísindamenn vita-i> ekki, hvort rússneska tunglflaugin getur flutt steina til jarðar, og bíða menn spenntir eftir fréttum af henni. Hún á að lenda á tungl- inu á hverri stundu. — Sjá nánar á bls. 7 segir Sigurður, sem er sex ára, tveimur árum yngri er bróðir- inn. „Mér þykir góð „pulsa“, það er bezti matur, sem ég fæ“. „Ég ætla aö verða vísinda- maður eða uppfinningamaður", segir Arnþór. Og svo segir hann frá því aö frændi hans hafði orð ið þrettán ára í gær þegar geim fararnir lögðu af stað til tungls ins, þannig að tunglskotið er tengt ýmsum merkisatburðum í fjölskyldu bræðranna. Bing Crosby kom í morg- un tíl fundar við iaxinn — Hann verður kvikmyndaður við veiðar i islenzkum ám Sá heimsfrægi leikari og söngv- ari, Bing Crosby, var ekki fyrr komiijn til Reykjavíkur eldsnemma í morgun, en hann tók sér gufubað á Loftleiðahótelinu, bar sem hann gistir meðan hann er í borginni. Crosby hefur væntanlega haft veiði stöngina sína með sér bví að hann á hér erindi við laxinn og er ætl- unin að taka sjónvarpsmynd af honum hér við veiðar. f för með leikaranum voru kvik myndatökumenn frá bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. Myndin veröur meðal annars tekin við Laxá í S-Þingeyjarsýslu, en Crosby mun væntanlega renna fyrir lax í fleiri ám. Hingað kom leikarinn með Pan Am þotu, sem lenti á Keflavíkur flugvelli, en þangað sótti hann síð an vél frá Flugmiðstöðinni. Sjóstangaveiðimenn höfðu í vor mikinn viðbúnað til þess að taka á móti þessum fræga leikara, þar sem ætlunin var að hann kæmi hér á- samt fjölskyldu sinni og tæki þátt í sjóstangaveiðimótinu, en af því gat ekki orðið. Bing Crosbv er nú orðinn 65 ára gamall. Hann er frægur um all- an heim af nær fjörutíu ára ferli I áreiðanlega hvert mannsbarn hér „HEILMIKILL ELTIRLEIKUR — segir sjúkrahússlæknirinn Daníel Daníelsson, læknir á Húsavik, tjáði Vísi í viðtali í morg un, að lögfræðingar hans og lækna samtakanna væru nú aö athuga á hvern hátt hann geti leitað réttar síns, en eins og menn rekur minni til, var Daníel sagt upp stöðu sinni sem sjúkrahúslæknir á Húsavík fyrir nokkru. Daníel kvað ekki tíma bært að skýrt væri frá kröfum hans • Frá '’.omu Bing Crosbys í morgun að Hótel Loftleiðum frá Keflavík. Frá vinstri á myndinni er Emil Guðmundsson, móttökustjóri hótelsins, Sigurður Magnússon, Boyd, amerískur blaðamað- ur og vinur Crosbys, Hassan, kvikmyndastjóri frá ABC, Bing Crosby, Erling Aspelund, hótelstjóri, Oddyar Kjelsrud frá MyTraveI ferðaskrifstofunni. í málinu en á því „verður heilmikill eftirleikur", eins og hann komst að orði. Daníel kvað uppsögn sína vera einsdæmi i sögu læknisþjónustunn ar hér á landi, og yrði þetta mál í heild rætt á aöalfundi Lækna félags íslands og læknaþingi í september n.k. Þaö var stjórn Sjúkrahússins á Húsavík, sem sagði Daníel upp störfum í sl. mánuði, vegna þess, að hann hafi ekki samið sig að sérstakri reglugerö, sem sett hafði verið í april sl. um starfrækslu sjúkrahússins og læknamiöstöðvar fyrirkomulag þar að lútandi. Vilji jb jóðarirmar - Sjá bls. 8-9 I I opnu blaðsins í dag birt-1 ir Vísir yfirlit yfir þær 33 1 skoðanakannanir, sem fram- , kvæmdar hafa verið á vegum blaðsins til þessa. Er hér um 1 , forvitnilegar upplýsingar að I ræða, — um vilja þjóðarinn- I ar, — og hina merkustu heim- ild. Á næstunni munu birtást1 niðurstöður úr skoðanakönn- unum, sem Vísir hefur unnið , að að undanförnu, og kemur þar margt forvitnilegt í Ijós,' eins og að líkum lætur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.