Vísir


Vísir - 23.08.1969, Qupperneq 16

Vísir - 23.08.1969, Qupperneq 16
 •II „Þetta er eins og / móðurlífí — Fyrsta mannaba geimfarið komib til landsins — „The Red Arrows" koma 3. september „Þetta er eins og í móðurlífi“, varð einum að orði er hann leit inn í geimfarið, Freedom 7, sem komið var með á Flugmálasýninguna hér í Reykjavík kl. 2.30 í gær. Þetta geimfar verð ur meðal annarra sýn- ingargripa á sýningunni sem opnuð verður á fimmtudaginn. Freedom 7 er af Mercurygerð og fyrsta mannaða geimfar Bandaríkjamanna. Var bví skot- ið á loft í maí 1961 með geimfarann Ailan B. Shepard innanborðs. Geimfarið lenti á Atlantshafi eftir 15 mínútna og 22 sekúndna flug. Þar af var Shepard í þyngdarleysi í 5 mín- útur. Geimfarið er um 3 m á hæð og vegur um 2 tonn. Á því er gluggi og má sjá likan af geimfaranum þar inni, svo og "H stjórntæki. Var heilmikill viðbúnaður, er bvi var lyft af flutningabil Varnarliðsins og komið fyrir í sýningarskemm- unni á Reykjavíkurflugvelli. Það v r bandaríski flugherinn, sem flutti bað hingað en ekki Loft- leiðir, eins og af vangá var sagt í Vísi i fyrradag. Þaö má segja aö í sýningar- skemmunni megi nú sjá gamla og nýja tímann þar sem gamla Avroflugvélin stendur við hlið geimfarsins. En auk þessa eru enn ókomnir ýmsir gripir sem tengja munu saman það gamla og nýja. Þar á meðal eru líkön af ýmsum flugvélategundum, sem komið verður fyrir í röð á miðju gólfi. Er vænghaf þeirra um 2 til 3 m. Það er Björn Jóns- son hjá Loftleiðum sem borið hefur hita og þunga af undir- búningi sýningarinnar og var hann viðstaddur, er geimfarið kom. Þá voru einnig þrír menn frá brezka flughernum, en þeir hafa umsjón með þeim hlutum, sem frá Bretlandi koma. Foringi þeirra Sq. Lr. John Reed upp- lýsti að nú væri fullvíst að hin fræga flugsveit The Red Arrows sem af mörgum er talin bezta sýningarsvc!f sinnar tegundar, Ein bezta þotusveit heimsins „The Red Arrows“ kemur hing- aö og sýnir listir sínar. Hér steypir sveitin sér lóðrétt niður iangt ofar skýjum. ^erðamálasérfræð- ingur S.Þ. í heimsókn ® Hingað er nú kominn á veg- um Sameinuðu þjóðanna danskur ferðamálasérfræðingur, Ejlar Al- kjær. Vísir fékk þær upplýsingar á skrifstofu Ferðamálaráðs, að Al- kjær væri hér þeirra crinda að l<ynna sér aðbúnað feröamanna á Islandi og vera til ráðuneytis um úrbætur. Framkvæmdastjóri Feröamála- ráðs, Lúðvíg Hjálmtýsson, hefur | haft veg og vanda af komu Alkjær, | og eru þeir nú um þessar mundir á ferð um Norðurland. Ejlar ÁI- kjær kom hingað fyrir nokkrum á ..m og þá á eigin vegum . Um 550 kenn- - * • m m arar á skólabekk • Um 550 kennarar víðs veg- ar af landinu sækja hin ýmsu kennaranámskeið, sem haldin eru hér í sumar. Námskeiðin standa nú sem hæst, sum hver öðrum er lokið og enn önnur fara að byrja. Á mánudaginn var hófst kenn- aranámskeið í ensku í Hamrahlíð- arskólanum, sem Heimir Áskels- son stjórnar, en það námskeið sækja yfir 40 kennarar. Kennari þar er dr. Lee, þekktur maður i sinni grein. Sama dag var dönsku kennaranámskeið sett í Kennara- skóla íslands, en kennslufyrirkomu lag er unnið af Kennaraháskóla Kaupmannahafnar. Þetta námskeið sækja 25 kennarar, en aðgangur var miðaður við þann fjölda. Á þessu námskeiði er fjallað um kennslu byrjenda í dönsku. Þá er nýhafið námskeið fyr- ir söng- og tónlistarkennara í Tón- listarskólanum meö 26 þátttakend- um. Kennarinn er þýzkur, Margar etha Daub, en námskeiðinu stjórn ar Stefán Edelstein. Námskeið fyr- ir íþróttakennara er að hefjast í Gagnfræöaskóla Austurbæjar. Námsefnið er sundkennsla og taka 90 manns þátt 1 því. Kennari er Kaj Warning, yfirkennari við Dan- marks hojskole for legemsovelse. Á mánudag hefst hið fyrsta af þrem námskeiðum í mengjafræöi fyrir kennara 7, 8 og 9 ára barna, í Hagaskóla. Á annað hundrað kenn ara taka þátt í því. Námskeiö handa vinnukennara pilta hefst 1. sept. með 30 þátttakendum í Laugarnes- skóla, þar verður kennd blikk-eir- og málmsmíði. Loks má geta þess að Kennarafélagið Hússtjórn hefur námskeið í textílfræðum núna f nýbyggingu Menntaskólans í Reykjavík, kennari er norskur og um 40 húsmæðraskóla- og hús- stjórnarkennarar taka þátt í því. komi hingað þann 3. sept. frá Bretlandi. En það verður því aðeins að hér sé gott veöur, þar eð þoturnar hafa engan varavöll hér á landi. í sveitinni eru 12 flugvélar en aðeins 9 þeirra munu sýna listir sínar. Mercury-geimfarið Freedom 7 kom með Varnarliðsbíl til Reykja- víkur í gær. Hér er verið að setja það niður á skemmugólfið. Akureyringar fá líka Útlagann // // Þetta var bara mín eigin hug- mynd og ég vildi einungis sýna með því vinarhug til Akureyrar, sagði frú Anna Jónsson, ekkja Einars Jónssonar, myndhöggv- ara, þegar Vísir hringdi til henn- ar í gær. En hún hefur gefið Akureyrarbæ afsteypu af hinu kunna listaverki eiginmanns síns, Útlaganum. Myndin verður sett upp á gras- flöt við gatnamót Eyrarlandsvegar og Hrafnagilsstrætis og var sá staður valinn í samráði við gefand- ann. Uppsetningu afsteypunnar kostar Menningarsjóður Akureyrar og er reiknað með að hún verði komin upp fyrir haustið. Skotóðir unglingar skemma fyrir þúsundir" — segir formaður Skotfélags Reykjavikur 13 Verðmæti fyrir tugi til hundruð þúsunda fara árlega f súginn, vegna ábyrgðarlausra skemmdarvarga, sem hafa kom- izt yfir skotvopn og finna ein- hverja fróun í því að velja sér að skotmörkum verðmætar eignir mgnna. Fg „Við förum ekki varhlutq af bessu heldur“, sagði formaður Skotfélags Reykjavíkur Axel Sölvason, þegar blaðamaður Vísis, í tilefni af atvikinu á golf vellinum uppi í Grafarholti f fyrrakvöld, spurði hann eftir því, hvort satt væri, að þeir yrðu einnig fyrir ágangi skotmanna. „Já, ef skotmenn skyldi kalla, því þetta eru oft byssuleyfislausir unglingar, sem kunna ekki undir- stöðuvarúðarreglur f meðferö skot- vopna, eins og atburðurinn á golf- vellinum sýnir, þar sem svo virð- ist, sem mennirnir hafi ekki einu sinni haft fyrir því að skyggnast eftir því, hvað er á bak við skot- mark þeirra i skotlínunni“, sagði Axel. „Árlega valda þeir okkur tjóni )á skotsvæðinu okkar þarna uppfrá ! svo að þúsundum skiptir. Við höf- | um þar þrjú skýli, læst — eitt viö riffilbrautina og tvö fyrir kastvél- ar, sem varpa leirdúfum yfir völl- inn fyrir haglabyssuskyttur að æfa sig á — og á þau hafa menn ráð- izt, svo oft, að við höfum týnt á því tölunni. Viö höfum hreinlega ekki við að kaupa okkur læsing- ar“ Axel kvað það ekki vera neitt nýjabrum hjá þeim, að þurfa að stugga burt mönnum, sem kæmu á svæðið til þess að æfa sig, en hirtu ekki um ákveðnar reglur, sem þar giltu um skotstefnur og annað í sambandi við skotæfingar. „Viö göngum mjög ríkt eftir því, j að þær reglur séu haldnar, því , þetta svæöi er, á margra kílömetra I svæði, eina afdrep manna, sem eiga ' skotvopn og vilja halda skotfim- ! inni við, eða þurfa að stilla miðin á byssunum sínum, áður en þeir fara í veiðferðir. Auk þess að spilla þarna hjá okkur uppfrá, varpa þessir piltung ar á okkur tortryggni og rýra álit okkar í Skotfélaginu út á við, því almenningur ætlar þá vera úr okk- ar hópi. Þess vegna þyrfti nauð- synlega að hafa hendur í hári svona pilta, eins og þeirra þarna á gplf- vellinum, svo aðrir Iægju ekki und ir grun um athæfið". Aeykvíkingar verða javí ekki leng ur einir um þettajágæta listaverk. Hins vegar sagði frú Anna, þegar við spurðum hana, hvortmeiningin væri að láta-gera fleirí afsteypur af verkinu, að svo væri ekki, að minnsta kostí ekkStí'-bráð. Sfal hrosshúð, en hárin komu upp um hann • Maður nokkur stal í gærdag gullfallegri hrosshúð, sem strengd hafði verið upp á vegg minjagripa- verzlunar í Hafnarstræti i auglýs- ingaskyni — en til hans sást á hlaupunum meö hrosshúðina og hann þekktist. Hafði lögreglan hendur í hári þjófsins, en hann þrætti eindregið fyrir að hafa nokkurn tíma snert umrædda 3720 króna hrosshúð, sam var gráleit. Föt mannsins voru þó öll í gráum ,.árum og áttu menn bágt með að trúa því, að þau stöf- uðu frá því, að maðurinn væri að ganga úr hárunum, enda vafðist honum tunga um tönn, pegar lög- reglumennirnir báðu hann um að i ský ra b.'i."- Játaði hann þá hrosshúðarstuld- i inn og vísaði lögreglunni á skósmið , sem hafði keypt húöina af honum I á 400 krónur. Fyrir þær hafði hann ! hins vegar keypt sér ákavítisflösku j og var byrjaður á henni, þegar til I hans náöist . VÍSIRl^ Laugaraagur 23. agust iaea. AUGLYSINGAR ADAtSTMTI 8 SIMAR 1.1640 1*66.10 ofl 1.50-9? BOLHOLTI 6 SlMI 82145 a a . fi»r shæm ooo mm ©tesr' .þjoHusn SVANS-PRENT SkEIFAN 3 - SÍMAR 82605 OG 81754 TRYGGING IIF. * * * íing) LAUGAVEGI 17« B SÍMI21120 B

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.