Vísir - 20.09.1969, Síða 1

Vísir - 20.09.1969, Síða 1
VISIR LÁN HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN- AR HÆKKUÐ í 440 ÞÚS. KR. Lán frá Húsnæðismálastjórn hafa I þeir mest 395 þúsund. I'bráðabirgðalán Seðlabankans. Ekki verið hækkuð, og verða hámarkslán | Mikið er að gera hjá Húsnæðis- er fullvíst, hversu margar umafikn á íbúð 440 þúsund fyrir þá, sem málastofnuninni þessa dagana og ir verða afgreiddar nú, en útborgan byrjuðu að byggja hús s(n á þessu stöðugt verið að afgreiða umsóknir, ir verða 1. október, 1. nóvember, 1. ári. Hafi menn byrjað í fyrra, fá I enda hafa horfurnar vænkazt, eftir I desember og síðan 1. febrúar. <S>- AthuguS verði 75% virkjanlegs vatnsafis — Orkustofnunin leggur til v/ð rikisstjórnina oð kanna raforkúmöguleika, sem gæfu af sér rúmlega 6 milljaröa árlega i raforkuverb ■ Orkustofnunin hefur í sumar unnið að áætl- unargerð um rannsóknir á virkjunarmöguleikum hér á landi. Áætlunin hefur nú verið send ríkisstjórninni, en í áætluninni leggur stofnunin til að frumathug- un verði gerð á næstu 5 ár- um á þremur fjórðu hlut- um virkjanlegs vatnsafls á íslandi. Þetta vatnsafl myndi gefa af sér 27.000 gígawattstundir á ári, en til samanburðar má geta þess, að áður en Búrfells- virkjunin fór í gang var öll vatnsaflsraforkufram- leiðsla landsins um 700 gígawattstundir (GWh). Ef miðað er við raforkuverð það, sem álverið í Straumsvík greiðir fyrir raforkuna frá Búrfelli, næmi seld raforka frá virkjunum, sem nýttu þetta vatnsafl, rúmum 6 milljörðum króna á núverandi verð- lagi, þ. e. jafngilti nokkurn veginn heildarútflutningsverðmætum lands ins eins og þau hafa verið að und- anförnu. Þess má þó geta, að gjaldeyris- tekjur, hvort sem raforkan yrði seld erlendum eöa innlendum aðilj- um, væri margföld þessi upphæð. Þetta vatnsafl, sem stofnunin leggur til að kannað verði, er á þremur svæðum. Langstærst þeirra er Þjórsár-Hvítársvæöið, en heildar raforkuframleiðslan á því svæði Laxveiði lýkur í dag — Laxá i Kjós hæst með yfir 1600 laxa • í dag treina laxveiðimenn sér siðustu stundirnar á þessu sumri við árnar, en lax veiði lýkur víðast hvar í dag. Margar ár hafa skilað mjög góðri veiði í sumar. Laxá í Kjós er þó tvímælalaust gjöf ulasta áin að þessu sinni. Þar hafa komið á land yfir 1600 laxar. Þverá í Borgarfirði, Laxá í Þingeyjarsýslu og Eli- iðaárnar hafa líka reynzt mjög vel í sumar, búnar að skiia 1100—1300 löxum. Aftur hafa nokkrar ár verið undir meðallagi, til dæmis Laxá í Leirársveit, Langá og fleiri. Kenna menn rigningunum eink um um þetta. Laxinn hefurátt mjög greiða uppgöngu í árnar, þar sem þær hafa verið svo vatnsmiklar og hann hefur því ekki verið eins lengi á ferð- inni í ánum í sumar og við eðli legar aðstæður. væri 17 þús GWh miðað við fulla nýtingu svæöisins, en þar er nýt- ing Skaftár innifalin og sömuleiðis gert ráð fyrir að veita upptöku- kvíslum skagfirzku jökulánna og Skjálfandafljóts suður fyrir. Aðeins þetta eina svæði hefur helming virkjanlegs vatnsafls í landinu, sem er um 35 þús. GWh. Annað stærsta svæðið er í tengsl- um við svokallaða Austurlands- virkjun, en afkastageta þess væri um 8 þús. GWh. Þriðja svæðið er svæði Lax.árvirkjunar og Jökulsár á Fjöllum með um 2 þús. GWh. Okkur finnst ekki seinna vænna, að fara að gera frumkönnun á þessum vatnsaflssvæðum, ef ætlun- in er, að búið verði að virkja þetta vatnsafl í kringum 1990, sagði Jak- ob Björnsson hjá Orkumálastofn- uninni, en hann hefur stjórnað á- ætlunargerðinni. — Það kann að virðast langur tími að vera að tala um, hvað á að gerast allt fram til ársins 1990, en ef menn líta betur á málin, sést, að þetta er ekki svo ýkja langur tími, þegar svona fram kvæmdir eru annars vegar. Allur undirbúningur er seinlegur og sömuleiðis tekur langan tíma að reisa sjálf mannvirkin. Okkur virðist hæpið að draga þessar frumathuganir, segjum í 10 'ár, því með því væri hugsanlega verið að dæma töluverðan hluta vatnsaflsins úr leik sem auðlind. Og við megum ekki heldur gleyma því að tíminn vinnur á móti okkur. Þróunin í orkumálum er slfk, að samkeppnin við vatns- aflsorku frá kjarnorku harðnar stöð ugt, þó að hagkvæmar vatnsafls- virkjanir hafi enn töluverða yfir- burði. Það er erfitt að vera með ná- kvæmar tölur um, hvað þessi orku- mannvirki myndu kosta, en Jakob taldi það ekki vera mjög fjarri að tala um 70 milljarða króna á nú- 1 verandi verðlagi. 40% sparnaður við fyrsta áfanga Tungnaárvirkjunar Vegurinn þangað uppeftir 5 millj. undir áætlun • Vegurinn, sem verið er að ieggja frá Búrfelli upp að Sig- öldu vegna framkvæmda Lands- virkjunar þar verður rúmum 5 millj. kr. eða um það bil 2/5 ódýrari, en upphafleg áætlun vegagerðarinnar gerði ráð fyrir. Vegagerð þessi kemur til með að kosta 300 þúsund í mesta lagi hver km að meðtöldum öll- um mælingum og undirbúningi. ?eðgarnir, sem voru að veiðum í Elliðaánum í gær voru meðal íðustu laxveiðimanna á þessu sumri, því í dag er síðasti laxveiði- lagur sumarsins. \ Vísir í vikulokin fylgir biaðinu í dag til áskrifenda Þessi vegarlagning var boðin út og það voru nokkrir bílstjórar úr Árnessýslu, sem áttu lægsta tilboð ið í ofaníburðinn, 3,3 milljónir fyr ir 32 km Iangan vegarkafla. — Ofan íburðurinn var hins vegar áætlaður 6,2 milljónir. Þrír verktakar, Mið- fell, Völur og Hlaðbær áttu hins vegar lægsta tilboöið í sjálfan veg arruðninginn, 4,76 milljónir, sem hækkaði síðan upp í rúmar 5 millj ónir vegna þess að ákveðið var að gera veginn traustbvggðari en áætl að var, vegna þess hvað vegargerð- in reyndist ódýr. — Þetta verk átti samkvæmt áætluninni hins vegar að kosta 7,4 milljónir. Nú er búið að semja við sömu aðila um að ryðja veginn frá brúnni yfir Tungnaá við Sigöldu og 10 km leið austur fyrir Vatnsfell og annan 24 km þverveg af þeirri leið upp að Þórisvatni; Öll er þessi vegarlagn- ing undirbúningur undir vatnsmiðl- unarframkvæmdirnar við Þórisvatn og væntanlega virkjun við Sig- öldu. Og það má því segja aö fyrsta sporið, sem stigið er í þessum stór- framkvæmdum bar efra lofi góðu. Malbikað úti í, móum Nýlunda i hverfa- uppbyggingu ■ Úti í móum, sem áður voru sóttir af börnum í berja- tinslu, standa nú þrjú stræti, malbikuð, með ræsum og öllu tilheyrandi, og ekkert vantar nema húsin og íbúana. ■ Hvort tveggja er þó á næsta leiti, því Íokið er úr- vinnslu tilboða í III. áfanga Breiðholts og víst orðið, að verktakanum Breiðholti hf., sem átti lægsta tilboð í aðal- verkið, verði falið að annast framkvæmdirnar. Er því ekki langt að bíða, að þarna við göturnar, sem standa tilbúnar í móunum, rísi 18 stiga hús méð 180 íbúðum og þá munu strætin ekki standa lengi auð. Úrvinnsla þeirra 70 tilboða, sem bárust frá undirverktökum, og 50 efnistilboða, sem einnig bár- ust í III. áfanga, er hálfnuð og mun Ijúka væntanlega í næstu viku. Vísir náði tali af Guðmundi Einarssyni, forst.ióra Breiðholts hf., og spurði hann, hvenær þeir mundu hefjast handa við framkvæmdir, en hann kvað enn ófrágengið frá samningurn um verkið og því of snemmt að fullyrða neitt um, hvenær byrj- að yrði. Allar horfur eru þó á því, að verklegar framkvæmdir geti hafizt fyrir mánaðamót.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.