Vísir


Vísir - 20.09.1969, Qupperneq 6

Vísir - 20.09.1969, Qupperneq 6
V f SIR . Laugardagur 20. september 1969. Leitin að gleðinni „Ekki er svo sem vér drottn um yfir trú yðar, heldur erum vér samverkamenn að gleði yðar.“ 2. Kor. I. 24. Þessi orð Páls postula hafa orðið mér hugstæö bæði fyrr og siðar. Sá, sem kallaður er til að flytja fagnaöarerindi Guðs orðs drottnar ekki yfir trú þeirra, er á hlýða, heldur er hann sam- verkamaður að gleði þeirra. — Hvaö á Páll postuli við þegar hann talar um gleöi? Það verður ljóst er vér lesum bréf hans. Hann átti mikla lífsreynslu, hann hafði kynnzt ofsóknum, pyndingum, fangelsisvist og þol- að hinar sárustu líkams- og sál arkvalir. Þegar hann skrifar bréf ið til Filippímanna er hann band ingi í fjötrum. í því bréfi talar hann þó oftar og meira um gleö ina en í öðrum bréfum. Hann veit vel, að sú stund nálgast, að hann verður að láta lífiö fyrir trúna á Jesúm Krist. En hann er glaður yfir því að hafa verið virtur þess að líða háðung vegna nafns Krists og segir: „En þótt mér, viö fórn og þjónustu mína að trú yðar, veröi sjálfum fórn að, þá gleðst ég og samgleðst yð- ur öllum.“ Hann biður söfnuð- inn að gjöra gleði sína full- komna, með bví aö vera sam huga, hafa sama kærleika og hafa með einni sál eitt í huga „Gjörið ekkert af eigingirni né liégómagirnd, heldur metið meö lítillaéti hver annan meira en sjálfan sig og hver og einn líti ekki einungis til þess, sem hans er, heldur líti og sérhver til þess sem annarra er.“ — Það er aug ljóst að gleðin, sem Páll talar um, er gleðin vegna samfélags- ins við Drottin Krist. Það er sú gleöi, sá fögnuður, sem æðri er öllum skilningi. — Sú gleði daprast hvorki né dvínar á langri kvalabraut um dauöans skuggadal. Sú gleði ein fær veitt sálum vorum fullnægju og frið, svo vér meö glöðum og þakk- látum huga fáum notið allra Guðs gjafa og finnum oss bæði skylt og ljúft, að sameinast í lofsöng og þakkargjörð kyn- slóðanna, sem ásamt með himn- cskum hirðsveitum vegsama Guðs heilaga nafn. Þetta er sú gleði, sem Páll postuli ,þekkti og vitnaði um. Þetta er sú gleði, sem vér þekkjum og vit- ........... n um um enn í dag. Allir þeir, sem Guðs orö boða, vinna sam- eiginlega aö því, að þessi gleði verði eign allra manna. Guðs orð er fagnaöarboðskapur, gleði boðskapur, ekki valdboð heldur heimboð. „Komið, því að allt er þegar tilbúið.” Þessu heimboði hefur oft verið hafnað, bæði fyrr og nú. Vegsemd mannsins fylgir sá vandi að valið sé frjálst milli góðs og ills, ljóss og myrk- urs, gráts og gleöi. Þráin eftir sannri gleði, sannri hamingju, býr í hvers manns brjósti. Hún er manninum með fædd. En hún er í vissum skiln ingi fædd blind, vegna þeirrar meðfæddu syndartilhneigingar sem kallast erfðasynd. Frá aldaöðli haföi ekki heyrzt að nokkur heföi opnaö augu þess er blindur væri fæddur. En sá kom, sem þaö verk gat unnið, það var frelsari vor og Drottinn Jesú Kristur. Hann vann það tákn á dögum sinnar jarðvistar og hann vinnur það enn f heil- ögum anda sínum, að gefa blind um sýn. Hann býður enn sem fyrr að láta leiöa hina blindu til sín, svo að þeir megi verða sjáandi. Þessu boði hafa Krists Iærisveinar á öllum öldum leitazt við að hlýða. Þess vegna er fagnaðarerindi hans flutt enn i dag, til þess að hver ný kynslóð megi öðlast þá sjón, er Jesús veitir. Sú sjón verður ekki aö erfðum tekin, hver einstaklingur þarf að eign- ast hana persónulega. Ég var að tala um blindfædda þrá mannshjartans, þrána eftir varanlegri varanlegri hamingju. Ég gæti líka talað um fárátt villuráfandi barn, sem ratar ekki heim og veit ekki lengur hvert það fer. Myndi nokkur mæla þeim bót, sem Ieiddi það í ófæru eöa glötun? Allir yrðu á einu máli um svariö. En þegar um er að ræöa þá villu, sem varðar bæði tímanlega og eilífa velferð, ætti svarið að verða enn augljósara. Svo er þó ekki. Hvað veldur þessu? Því er eigi auövelt að svara, nema vér gjörum oss það Ijóst að svo sem það var á tím um frumkristni svo er það enn, að baráttan milli ills og góðs, milli ljóss og myrkurs fer fram f.vorri eigin sál og um vóra eig in sál. Þráin eftir gleði, hamingju og friði hjartans býr í hverju brjósti. Leiöið þá til mín, segir Kristur. Allir, sem til hans hafa komiö, fengu sjónina, eignuðust sanna gleði, sanna hamingju og sannan frið. Margir hafa fengið djörfung til að játa þetta og vitna um það fyrir öðrum bæði með orðum og verkum. Aðrir geyma þessa dýrmætu vitneskju í hjarta sér, jafnvel þótt þá bresti kjark til að kánnast við þaö. Þegar vér nú í dag, sem ávallt áður, viljum boöa yður Krist og hann krossfestan, sem hinn eina hina einu von, hiö eina athvarf og skjól syndugs manns, þá gjörum vér það eigi svo, sem vér drottnum yfir trú yðar held ur sem samverkamenn að gleöi yðar. Vér vitum um það, sem vér sjálfir höfum reynt og séð. Vér höfum reynt að Kristur er sá, sem hann segist vera, frelsari syndugra. manna. Vér höfum séð, aö þar sem honum er hafn að, hverfur öll sönn gleöi og ham ingja á braut. Gildir þetta bæði um einstaklinga og þjóðir. Áhrifa kristins siðar gætir enn víðar en oss grunar, í löggjöf vorri og menningu. Þó er víða, vitandi og óafvitandi unnið gegn því, að kristinn siður sé í heiðri hafður með þjóð vorri. Á tæpum hálfum mannsaldri tókst að útrýma heimilisguð- rækni og langt var einnig komið meö að útrýma þeim fagra sið, að foreldrar kenndu börnum sín um bænir og vers. Þessi siður er þó aftur að bvrja og er það oft meira að þakka sjálfum börn unum en hinum fullorðnu. Það er auðveldara að rífa nið ur en byggja upp. Það getur tek ið langan tima að byggja upp það, sem tók aðeins hálfa manns ævi að rífa niður. Fyrr var talið, að flestar. stærstu raunir þjóöar vorrar stöf uðu af harðindum, eldgosum og erlendri kúgun. Þjóð vor lifði þetta af, þjálfuð og hert af raunum og jafnvel ein staka sagnfræðingar viðurkenna að trúin hafi líka átt sinn þátt í þvi og hann álit ég hafa verið drýgstan til biargar. Nú er þjóð vor ef til viU byrj- uð að kynnast erfiðari tfraum en vér höfum lifað um skeið. Hver er þáttur trúarinnar í lifi voru í dag? Víða lítill, sums stað ar ef til vill enginn. Guð hjálpi oss! Vera má, að vér fáum sitthvað að læra af bit urri reynslu. Lærisveinarnir leiddu forðum blindingja til Jesú. Höfum vér rækt þá skyldu vora? Ekki eins og oss ber. Því er komið sem komið er. Það stoðar ekki að sakfella þennan eða hinn, vér erum allir samsekir. Vér höfum eigi hlýtt kalli Drottins Guðs vors, vér höfum sofið á veröinum. Vér áttum að vera samverkamenn að því að allir mættu eignast hina sönnu gleði, hina sönnu hamingju. En vér höfumst ekki að, vér sjáum hversu blindir eru leiddir afvega gleðinnar er leitað, en hún finnst hvorki í þægindum né velmegun, hvorki í skemmtun um sé skrauti, svalli né sukki, jafnvel lærdómur, þekking, hug kvæmni og hæfni í orði og verki framfarir í vfsindum og tækni, ekkert af þessu fær veitt full- nægju meðan hin sanna gleði hin sanna hamingja, er ekki fundin. Meðan menn finna hana ekki eru þeir blindir og villu- ráfandi. En hvar er þá kirkja Krists? Hvi segir hún ekki til vegar. — Þaö vill hún gera, og það er sök vor, ónýtra þjóna hennar, ef sú leiðsögn bregzt. í dag skal því hér sagt í um- boði kirkju Krists: Leiðið hina blindu til Jesú, hann einn gefur hina réttu sjón. Komið til mín, segir hann. Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Já, komið til hans með von brigði yðar og lífsleiða, sorg og synd. Hann einn fær veitt sálum yð- ar hvíld. Hann einn fær veitt þá hamingju og þá gleöi, sem þér þráið en hafið árangurslaust leitað í fánýtum hlutum'. Komið til hans, hins lifanda steins og látið sjálfir uppbvggj- ast sem lifandi steinar í andlegt hús, til heilags prestafélags til að frambera andlegar fómir, Guði velþóknanlegar fyrir Jesúm Krist. Auglýsingamár í blöðum og út varpi bera þaö með sér, aö þeir eru margir, sem bjóða fólkinu skemmtun og afþreyingu. En þær dýru skemmtanir veita enga sanna gleði. Hitt mun sanni nær að þær skilja ekki annað eftir en tapaði peninga og tómleika f sál inni. Það er allt önnur gleði sem um er rætt í hugvekju Kirkjusíð- unnar í dag. Sú gleði er ekki sótt á dýrar og glaummiklar skemmt anir þar sem hávaðinn ætlar að æra alla venjulega menn, held- ur I kyrrláta íhugun, bæn til Guðs og lestur í Orði hans. Það er um slíka gleði, sem fjallað er í hugvekju Kirkjusíðunnar f dag. af sr. Sigmari Torfasyni prófasti á Skeggjastöðum. Sr. Sigmar er Austfirðingur að ætt og uppruna fæddur á Hofi f Vopnafirði 1918. Hann varð stúdent á Akureyri 1940 og lauk guðfræðiprófi í jan. 1944. Hann var einn af þeim níu guðfræð- ingum, sem hr. Sigurgeir biskup vígði til þjónustu kirkjunni lýð- veldisvorið 1944. Sr. Sigmar lagði leið sína austur — í nánd við ættarslóðir — vígðist til Skeggjastaða þar sem þá hafði prestlaust verið í nokkur ár. — Síðan hefur sr. Sigmar þjónað þessu kalli, stundum nágranna- kallinu — Hofi í Vopnafirði líka þegar þangað hafa ekki sótt prestar. — Sfðustu árin hefur sr. Sigmar verið prófastur Norð-Mýlinga. Ennfremur gegnir hann ýmsum trúnaöarstörfum fyrir sveit sína og sýslu. — Kona sr. Sig- mars er Guðríður Guðmundsdótt ir bónda f Kolsholti f Villinga- holtshreppi. Hinn vígði þáftur Svo er ísland vaxiö víöa fyrir noröan meö sjónum, að standa stór björg með svo frábærri hæð, að í sumum stööum gengur langt yfir 100 faðma. í þess háttar björg safnast svo margur sjófugl aö það er ótrúlegur fjöldi. Verpir hann í holum og hellum, sem verða í bjarginu. Þessi er fjárafli margs manns aö fara í björgin og taka egg og fugla. Þess háttar afli fremst á þann hátt aö fuglarinn fer f festarenda ofan fyrir bjargiö. — Einn af þess háttar mönnum kemur til hr. Guðmundar og biður hann blessa einn festarþátt, er hann átti. Sem biskup hefur blessaö, samsetur fuglarinn festi sína með átta þáttum og þeim níunda er signdur var. Fer síðan til bergs .... fyglir hann svo margt, að hann hleður sig bæöi bak og fyrir, veröur því dvalsamt, svo aö hann gleymir tímanum, verður ei fyrr var en myrkrið kemur að honum. Því næst brestur fram úr berginu greip, eigi smáleit, og bregöur títt á festina stórri skálm, svo að allir þættir átta fara í einum rykk í svo hörðum drætti, aö neöra enda fleygir ofan fyrir manninn, en því dá-jr.m- legra var þaö, er fylgdi, aö einum þætti hr. Guðmundar j mátti fjandinn eigi granda, og sá gaf líf manninum, því að svo var hann sterkur til uppdráttar sem streng- ur. (Guðmundar saga Arasonar).

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.