Vísir - 20.09.1969, Page 7

Vísir - 20.09.1969, Page 7
V"í SIR . Laugardagwr 20. septenrber 1969. 7 — Li st i r -Bækur -Menningarmál- Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni: Stefán Edelstein skrifar tónlistargagnrýni: Afmælissýning Y igdísar B AROCK- : = KVÖLD Afmælissýning. Vigdísar í Bogasalnum er keimlík fyrri sýningum hennar. Þó man ég ekki eftir að hafa séð myndim ar frá 1921. Þrjár eru sérstak- lega minnisstæðar: Ein utan af Seltjarnarnesi, önnur frá inn- siglingunni til Reykjavíkur, og sú þriðja með gulgrárri sléttu og fjalli. Vigdís hefur farið ákaf lega sparlega með litina á þess um árum og gætt þess vel að skreyta ekki flötinn með alltof mörgufn formeiningum .. flókn- um, óskyldum. Því má óhikað kenna árangurinn við látleysi og jafnvægi hugans, ef til vill: fag urt innra líf. Síðan kemur skreytingartímabilið, sem fylgir að sjálfsögðu áhuga hennar og starfi sem listvefara en ég hef alltaf átt erfitt með að sætta mig við hugmyndaheim þess og stefnumark. Megingallinn er sá, að þaö sveiflast ótt og títt á milli hreinnar skreytimyndar og dýptarverka af skóla fortíðar og nútíðar. Þó er rétt að geta þess, að sumir dúkamir taka öðrum langt fram: Bólstrar og Mósaik. í hinum fyrrnefnda eru litirnir mestmegnis gráir, en þó hreinir og fagrir. Mjúk og næsta samfelld íína ræður mestu um bygginguna. Mósaik er djarf ari, krðftugri oig íitríkari. Á þessum tímamótum í ævi lista- kontmnar leyfi ég mér að bera fram þá ösk að hún snúi sér að sköpun ffeiri sh'kra verka. Mfér er Ijóst, að hún hefur unniö gott starf í þágu myndvefnaðar á íslandi. Teppin stóru, sem gerö eru : eftir frumteikningum Jóhanns Briems og Schevings eru ágæt það. Vigdís Kristjánsdóttir Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni: Málverk minninganna Aðeins tvö ár eru liðin síðan Hringur kvaddi sér hljóðs í Boga salnum. Undirrituðum varð þá ljóst í fyrsta sinni, að hann er málari, sem getur stillt sér í fremstu röð .. . ekki aðeins hárnákvæmur og fínn teiknari. Sýningin í Unuhúsi boðar óneit anlega nokkrar breytingar en ég er ekki viss um, aö þær teygi sig langt niður úr skorpunni. — Hvað hefur þá gerzt? Aö mínu viti ekki annaö en það, að mál- arinn varð hrifinn af stefnu, sem er nátengd fáránleik draumsins en gerir þó kröfu til að vera- mikill þáttur tímans og dagsins. Ein af brellum hennar er sú aö 'C'immtudagskvöldið 18. septem ■*" ber héldu þau Jón H. Sig urbjömsson (flauta), Krist- ján Stephensen (óbó), Pétur Þor valdsson (celló) og Helga Ing- ólfsdóttir (semball) barock-tón leika í Háteigskirkju. Þessi tónlist 18. aldar er eins og tónlist allra tíma: ef hún er góð þá er hún góð, ef hún er léleg þá er hún afleit. Margir smápostular stungu niður penna og hripuöu upp músik, sem hefði eins vel verið óskrifuð. Ógrynni af meðalmennskuframleiðslu tröllreið þessari öld, eins og öðrum öldum. Þau fjórmenningarnir völdu vandlega nokkrar perlur þessar ar tónlistar til að gleðja eyru áheyrenda; verk, sem að vísu voru misjafnlega rishá, Fyrri hluti tónleikanna var svolitiö slappur, bæði voru betri verkin eftir hlé og hljóðfæraleikarar ekki búnir að ná sér nægilega á strik fyrir hlé. Tríósónata Loeillets er þokka leg og meinlaus tónsmíð, en dá lagleg. Sónata í a-moll fyrir celló og sembal er geðfellt verk, en því miður var lítið jafnvægi i flutningi, þar sem ceílóið var allt of sterkt miðað við sembal- inn. 3 sólósónötur Scarlattis fyrir sembal eru misjafnar að gæð- um, hin bezta vafalaust sú síð- asta í D-dúr, en um leik Helgu í þessum verkum hef ég þegar skrifað eftir tónleika hennar í Norræna húsinu. Bezt heppnuð var sónata Bachs í Es-dúr fyrir flautu og sembal, bæði hvað jafnvægi milli hljóðfæranna snerti, svo og hraðaval hinna einstöku kafla. Óbósónata Hándels þjáð- ist því miður einnig eitthvað af jafnvægisleysi — óbóið of sterkt miðað við sembalinn, þó að Kristján spilaði i sjálfu sér prýðilega, Að síðustu kom tríósónata eft ir Telemann, heldur rólega spil- uð, sérstaklega hefðu hröðu kaflarnir mátt vera hraðari. Margt var skemmtilega gert, faglega unnið, músíkalskt út- fært, En á ýmsum stöðum vant aði spennu, púls og fjaöurmagn. Barock-tónlist má ekki seytla áfram, en það gerði hún hér því miður á köflum. En oft tókst vel til þetta kvöld, því skal ekki leynt. Það sem að mínum dómi háði mest, var jafnvægisleysið milli sem- balsins annars vegar og hinna hijóðfæranna. Helga kann þá list að nota falleg re- gistur á hljóðfæri sínu, en í þessu húsi steinsteypu og pali- sanders virtist það unnið fyrir gýg, sembalhljómurinn barst ekki nægilega — hljómaði stund um eins og clavichord i fjarska. Kirkjan var þétt setin, og mega Reykvíkingar vel við nna að njóta svo tilbreytingariks tónleikahalds strax frá byrjun hausts. Þetta kvöld sannar enn einu sinni: okkur vantar ekki aðeins sal fyrir sinfóniska tón- list, heldur einnig fyrir kammer tónlist. Hringur Jóhannesson skipta grunnfletinum niður í rúð ur (eins og í gluggum gamalla húsa) með beinum og breiöum strikum. Þannig kynnumst við á augabragði mörgum hliðum sömu verunnar en aðeins í klæðum brots eða leifturs — og líklega er þaö ætlan höfund- anna. Kúbistarnir léku sama leikinn en mvndir þeirra eru eins og klettur í hafinu við hlið iná á þessum flöktandi skýjum, ef ég má grípa til slíkrar samlík ingar. En hugleiðingar minar snerta Hring Jóhannesson að- eins að litlu Ieyti, því að flest verk hans eru ósviknar, draumi vafðar minningar, minningar um þjáningu í skauti náttúrunnar. Þær eru hamingja dráttlistar- manns og máiara, sem kemur | öðrum fremur auga á sérstæð § verðmæti í ótalmörgum litum formum, litbrigðum, hreyfingum og atvikum í umhverfi okkar manna og fer um þau ákaflega mildum og hlýjum höndum. — Lontuveiðár og Gömul minning eru hugtæk listaverk en bezta myndin heitir: Skugginn af súl- unni. Hún er að vísu hvorki hluti af nýja rammakerfinu og hálfdrauma .... né hugljúf minn ing. Hún er þéttur veggur lit- anna einna. Er þörf betri skýr- ingar? Ég held að þessi mynd Iyfti málaranum hærra. Nýjustu verkin hans sanna, að hann er tr.úr uppruna sínum, trúr hæfi- léikunum, sem honum voru fengnir til ávöxtunar. RUSE16ANDI! Þér sem byggið Þér sem endurnýið Sýnum m.a.: Eldhúsinnréttingar Klæðaskápa Innihurðir títihurðir Bylgjuhurðír V iðarklæðningar Sólbekki Borðkrókshúsgögn Eldavélar Stálvaska Isskápa o. m. fl. OÐINSTORG HF. SKÓLAVÖRÐU5TÍG 16 SÍMI 14275

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.