Vísir - 20.09.1969, Side 9
V1SIR . Laugardagur 20. september 1969,
9
iss SHBí
Hlakkar þú til að fá
Bonanza í sjónvarpið í
vetur?
Sigvaldi Kaldalóns,
starfar viö gluggaþvott:
Haraldur S. Norðdahl,
tollvörður:
„Mér finnst sjálfsagt að fá
þetta með. Eru þetta ekki á-
gætis bókmenntir. Hasar
villta vestrinu?"
Valmundur Eggertsson,
vtvarpsvirki:
„Nei, ég hlakka sko ekkert
til. Mér dettur ekki í hug að
horfa á þessa vitleysu og hefði
mér nú fundizt, að fyrst þeir
hjá sjónvarpinu eru famir að
sýna sömu myndaflokka og það
bandariska var meö, hefðu þeir
getað valið betra efni en Bon-
anza.“
Það er ekki með sömu ánægjunni og oftast, sem bændurnir líta á safnið komið ofan úr óbyggð
um feitt og vænt, því enn vantar vetrarfóðrin víðast hvar.
Réttir á undan töðugjöldum
Orn Þorvarðsson,
vélvirki
„Það verður alveg stórfínt að
fá Bonanza. Ég bíð bara spennt-
ur.“
p’jallaferðir og réttir eru eitt
af þvf fáa hér á íslandi,
sem ekki hefur breytzt ýkja
mikið frá því sem áður var.
Enn taka menn hest sinn og
hnakk, binda upp á trússarann,
kalla á hundinn og halda inn á
fjöll og heiðar. Það er alltaf
einhver viss heillandi blær yfir
þessum ferðum og þó að talað
sé um minnkandi áhuga unga
fólksins á sveitastörfum, eru þó
nógir æskumenn sem fúsir eru
til fjallaferða. Þessar feröir eru
famar á haustin, þegar okkar
margbreytilega og dyntótta nátt
úra er tilbúin aö sýna á sér allar
hliðar. Það freistar því allra
dugandi manna í sveitum að
fara til fjalls.
Segja má að í venjulegu ári
séu fjallferðir og réttir síöustu
störf sumarsins. Þá hefur bónd-
inn haldiö sín töðugjöld og á
nú aðeins eftir að koma fé í
hús áður en veturinn gengur
í garð. En ekki er því að fagna
hjá flestum sunnlenzkum bænd-
um á þessu herrans úrkomuári.
Það veröur víst margur að bíða
með aö borða töðugjaldagraut-
inn þar til síðustu eftirleit er
lokið.
Ekki er þó hægt að segja um
Skeiðamenn, að þeir hafi verið
súrir á svip er þeir ráku safn
sitt í fyrradag fram sveitina í
ausandi rigningu með gulnaða
flekki á túnum á báðar hendur.
Sátu þeir hestana hinir keikustu
og höföu sumir jafnvel tvo eða
þrjá til reiðar. Safnið rann vel,
enda ekki heitt í veðri. Á móts
við Sandlæk voru menn víða að
úr sveitinni samankomnir til
þess að líta á féð. Auk þess
bættist fljótlega við réttafólk,
sem kom ríðandi ofan frá Skaft-
holtsrétt. Kom öllum saman um
að féð liti ekki illa út eftir þetta
sumar. En auðvitað verður að
taka tillit til þess að féð kemur
lúið og soltið af fjalli eftir all-
an reksturinn. Lömbin voru ekki
stór, en mörg þeirra allvæn.
Kæmi það sér ekki illa fyrir
bændur í svo höröu ári, að þeir
fengju eitthvað fyrir dilkana.
En nú eru þeir líka margir, sem
spá offramleiðslu á kjöti og
engri verðhækkun.
Fyrir nokkrum árum flýttu
Hreppamenn og Skeiðamenn
réttum sínum um eina viku.
„Já, það verð ég að segja.
Ég hlakka mikið til og ætla að
fylgjast með þessum þáttum.
Þarna fær maður þó sárabót
fyrir að geta ekki horft á kana-
sjónvarpið."
Hleypt úr spori fyrir nokkrar óstýrilátar skjátur.
og fram að Reykjum, þar sem
rétt Skeiðamanna er. Gizkuðu
sumir á að alls væri í rekstrin-
um sjö þúsund fjár. Ekki þótti
fjallmönnum það vera mikiö, ef
miðaö er við undanfarin ár.
Kváöu þeir það þó varla vera
af því aö illa heföi smalazt.
Fengu þeir allgótt veður, nokk-
uð hlýtt «g rigningarlítið.
Kváöust þeir ætla, að Vatnajök-
ull tæki það mesta af í austan-
áttinni.
Þegar Skeiðamenn voru
komnir með safniö framundir
Reyki, áðu þeir því þar framund
ir ljósaskiptin. Er þá rekið í gerð
ið viö réttina og féð Iátið bíða til
morguns. Fljótlega upp úr átta
næsta morgun hefst fjörið. Fólk
streymir að úr öllum áttum á
alls konar farartækjum, jeppum,
hestum og sumir jafnvel á
traktorum. Venjulegast fara
menn sér að engu óðslega held-
ur draga nokkrar skjátur í lotu
og taka sér síöan hvíld og tala
saman Er þá oft dreginn tappi
úr flösku og réttarpelinn látinn
ganga. Engum liggur á. Rétt-
irnar eru ekki nema einu sinni
á ári hverju. Þær eru eins konar
hátíð, sem varla á eftir að breyta
mikið um svip á næstu árum.
Hér getur tæknin ekki leyst
mannshugann af hólmi.
Mun þar bæði veður og annað
hafa ráðið um. Eru þaö um tiu
manns, sem á fjall fara og
smala þeir sum svæði með
Gnúpverjum. Meðal annars leita
þeir inn undir Arnarfellið mikla.
Þar eru víða góðir hagar, sem
féð sækir í. Sérstaklega er gras-
lendið mikið sunnan undir Múl-
unum og í Nauthaganum. Þó
fundúst ekki nema 36 kind-
ur þar innfrá í þessari fyrstu
leit. I réttum Gnúpverja er síðan
féð dregið í sundur og er það
oft ærið margt fé sem Skeiða-
menn reka þaðan. Var það ekki
lítill hópur sem þetta haustiö
var rekinn niður Búrfellsveginn
Tæknin
breytir
ekki
rétfunum
□ í berjamó
á malbiki.
Það eru mörg þægindin í
Breiðholti. Hugsið ykkur, það
er ekki oft sem menn geta fariö
i berjamó á malbiki. Þetta er
hægt í Breiðholtinu. Á meðan
fólkið öslar drulluna í Breið-
holti II, getur fólk farið f berja
mó á malbiki f Breiðholti III.
Hvernig væri að snúa þessu við
og malbika þau hverfi, sem
fólk er flutt inn i, áður en fariö
er að marbika fbúalausar hæðir?
Sárgramur Breiðholtsbúi.
□ Hvað eigum við að
gera við rónana?
Mér hefur lengi runnið til rifja
aö sjá þessa svokölluðu róna
ráfandi um götur borgarinnar,
hímandi i húsasundum og á nótt
unni skreiöast svo þessir vesa-
lingar í eitthvert yfirgefið bát-
skrifli eða skúrhrófald. Hafa
ekki borgarvfirvöldin skyldur
gagnvart þessum mönnum? Nú
er vetur að ganga í garð og hinn
almenni borgari er þegar kom-
inn með kuldaskjálfta. Eigum
við að loka augum okkar enn
einu sinni fyrir þessum smánar-
bletti á andliti bórgarinnar? Eig
um við að láta sem ekkert sé,
þegar við vitum, að á hverjum
vetri bókstaflega krókna þessir
umkomulausu vesalingar úr
kulda?
Samúðarfullur.
□ Ég vil Bonanza
Eitthvað f þessa áttina mælt-
ist litlum vini mínum um dag-
inn. Þegar ég svo síöar fór aö
hugleiða orð hans þá mundi ég
eftir því, að sjónvarpið ætlaði
víst að sýna Bonanza f vetur, en
þó að ég sitji nú við sjónvarpiö
mitt á hverju kvöldi, þá sé ég
ekkert nema Chaplin og Flótta-
manninn. Væri nú ekki heillaráð
að fara að standa við loforöiö
og sýna Bonanza, eða muna
kannski sjónvarpsmennirnir allt
í einu eftir því, að þetta var
ákaflega hættulegur þáttur is-
lenzku þjóðlífi, þegar hann var
sýndur í því ameríska.
Einn sem vill meiri hasar.
□ Hvergi hægt að fá
litaðar flíkur.
„Hvar fæ ég litaðar gömlu
gardínurnar mínar", spyr Anna
L. í sfmtali við þáttinn. Hún
kveðst hafa farið frá einni efna-
lauginni til annarrar og reynt að
fá litun, en alls staöár sama svar
iö: „Það er hvergi litað f Reykja
vík.“ Tvær efnalaugar voru með
litun, Efnálaug Reykjavíkur og
Kemíkó, en báðar hafa hætt
þeirri starfsemi og sú síöar-
nefnda hætt með öJlu. Nú spyr
Anna hvort þarna sé ekki verk-
efni fyrir einhverja framtaks-
sama menn að vinna.
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15