Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 5
Gististaðurinn „Refabúið". sem er hætt í rekstri sem slíkt, en breytt í gistiaðstöðu undir stjórn Hclga lónassonar, en hann býr í Narsaa ásamt fjölskyldu sinni. Þetta er rétt innan við bæinn í fallegu um- hverfi, verönd við húsið og þrg'ttum veiðimönnum líður þarna vel. ■JwJJ STEMlfíir sigurossonar og félaga til Grænlands Mosfellsblaðið ákvað að bjóða Bjarka Sigurðs- syni, íþróttamanni Mosfellsbæjar 1999 í sjóbleikju- ferð til Grænlands sumarið 2000 í tilefni af útnefn- ingu hans. Skref Bjarka með Aftureldingu um hand- boltasviðið eru ógleymanleg mörgum Mosfellingum og þótti blaðinu rétt að innsigla þakklætið til hans og fjölskyldu hans með Grænlandsferð, sem er gjörólík öllu hans lífi. Eftir þessa ákvörðun hafði Gylfi Guðjónsson fyrir hönd blaðsins samráð við Jóhann Guðjónsson, for- mann handknatt- leiksdeildarinnar um meðreiðar- sveina íþrótta- mannsins og til- högun ferðarinnar. Færri komust að en vildu. Bjarni Asgeir Jónsson varaform. deildarinnar ætlaði með, en varð að hætta við skömmu fyrir brottför vegna Suðurlands- skjálftans. Hann gerðist „vemdari“ ferðarinnar. Gylfi Guðjónsson tók flestar myndir sem hér birtast og ritaði ferðasögu. Eftirtaldir menn fóru í ferðina: Bjarki Sigurðsson, Jóhann Guðjóns- son, Davíð B. Sig- urðsson, Páll As- mundsson, Ingvar Hreinsson, Guðjón Öm Ingólfsson, Bjarni Óskars- son og Gylfi Guðjónsson, allir úr Mosfellsbæ, þá Svavar Sölvason úr Kópavogi og Julius Poulsen frá Klakksvík í Færeyjum. Gylfi Guðjónsson fór þrem- ur dögum á undan með félögum í öðmm hóp og lenti á Landafundahátíð Leifs heppna við Eiríksfjörð sunnudaginn 16. júli s.l. Þar var margmenni og há- tíðin haldin bæði við Nassarsuaq flugvöll, þar sem fjöldi fólks var með tjöld og mikil víkingahátíð, síð- an að sjálfsögðu í Bratta- hlíð hins vegar fjarðarins, þar sem aðal hátíðahöldin voru. Myndir em frá þessum mikla viðburði en síðan kom Bjarki með sína hirð þriðjudaginn 18. júlí, glampandi sól allan tímann og um 20 stiga hiti, en farið var heim laugardaginn 22. júlí. - Sjá fleiri myndir á næstu opnu Á víkingahátíðina var mætt Elín Reynisdóttir frá Mosfellsbæ, f.v. einkarítari bæjarstjóra þar. Hún er girt miklurn rýting og er í fornbúningi. Ásarnt öðrum ís- lendingum er Elín í víkingafé- laginu Rimmugýgi, sem aftur er í alþjóðlegum samtökum vík- inga. Þarna var einnig staddur Bárður Smárason, sem haft hefur sýningaatriði í bardögum víkinga, en hann mun leika Leif Eiríksson í heimildarmynd sem gerð verður af Kvikmyndafélag- inu Andra og íslensku heimilda- myndasamsteypunni. Myndin verður sýnd í sjónvarpi. í Brattahlfð var nrikið um að vera og hér er hr. Karl Sigur- björnsson, biskup íslands. ánægður með hátíðahöldin, hann var reyndar í fylgd með biskupnum í Niðarósi. Margt annarra íslenskra jyrirmanna hitti blaða- maður Mosfellsblaðsins, má þar nefna alþingis- mennina Sigríði Önnu Þórðardóttur, Gísla Einarsson, ísólf Gylfa Pálmason, Guðmund Hallvarðsson og Einar Odd Kristjánsson. Indíáni af Navaho ættbálki frá Colorado í Bandaríkj- unum, hann er hér við handverk sitt. Mosfcllsblaðið O

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (01.08.2000)
https://timarit.is/issue/237288

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (01.08.2000)

Aðgerðir: