Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Þriðjudagur 24. marz 197&. Getraunaspá Halls S'imonarsonar: MANCHESTER- LIÐIN LEIKA SPENNANDI LEIK Leikimir á getraunaseðlinum 28. marz eru snúningsleikir frá 15. nóvember, en úrslit urðu þá þessi: Bumley—Coventry 0—0 Chelsea — Everton 1 — 1 Derby—Sunderland 3 — 0 Ipswich — C. Palace 2 — 0 Liverpool — West Ham 2—0 Manch. City —Manch. Utd. 4 — 0 Newcastle—Nottm. For. 3 — 1 Sheff. Wed. —Stoke 0 — 2 Southampton —Leeds 1—1 Tottenham—WBA 2 — 0 W olves—Ars enal 2 — 0 Preston — Birmingham 4 — 1 Á seðlinum ætti að vera minnsta kosti einn „ömggur“ leikur, það er að Leeds sigri South'pton, en einn ig em miklar líkur á heimasigrum hjá Arsenal gegn Wolves, WBA gegn Tottenham og Birmingham gegn Preston, og auk þess á úti- sigri Derby í Sunderland. En lítum nánar á leikina. Arsenal — Wolves 1 Arsenal hefur staðið sig ágæt- legalega að undanförnu, einkum í Evrópukeppninni, og ætti að sigra í þessum leik. I fyrra vann Arsen- al Úlfana með 3—1 á heimavelli. © Manch. Utd.—Manch. City. 1 Talsverð meiðsli em hjá Manch. City, og eftir sigurinn í deildabik- amum hefur liðið leikið heldur illa. United hefur ekki sigrað City á heimavellj í deildakeppninni tvö síðustu árin, úrslit 0—1 og 1—3, en í bikarkeppninni fyrr í vetur léku liðin saman á leikvellj United, Old Trafford og sigraði United þá með 3 — 0. Meiri lfkur á að heimaliðið sigri. ^ Nottm. For.—Newcastle 2 Nottm. Forest hefur leikið illa að undanförnu, tapaðj t.d. síðasta heimaleik fyrir Derby. 1 fyrra sigr- aði Newcastle í þessum leik 4—2, en árin áður vann Forest 4—0 og 3-0. 0 Coventry—Bumley 1 Coventry hefur unnið Burnley mjög auðveldlega á heimavelli síð an félagið komst í 1. deild. Úrslit 4 — 1 og 5—1. C. Palace—Ipswich x Erfiður leikur botnliða í 1. deild. C. Paiace lék í fyrra i 2. deild, en Ipswich komst upp vorið 1968. í tveimur leikjum félaganna í 2. deild í London sigraðj Ipswich 1—3 og 0—2. Þetta er sennilega leikur, sem bezt er að kasta upp á. © Stoke—Sheff. Wed. x Þegar maður lítur á stöðu lið- anna á töflunni aettj þetta að vera ömggur heimasigur, en þess ber að gæta að Sheffield-liðið hefur leikið prýðilega að undanfömu og hlotið talsvert af stigum, og f öðm lagi hefur Sheff. Wed staðið sig mjög vel í Stoke siðustu árin, úrslit 1—1 0-1 og 0-2. © Everton—Chelsea x Tvö af beztu liðum 1. deildar. f fyrra sigraði Chelsea í leik liðanna í Liverpool 2—1 en árin áður vann Everton 2 — 1 og 3 — 1. Chels ea er svo mikið „stemningslið", að nær útilokað er að spá um úrslit í leiknum. Leeds—Southampton 1 Þetta ætti að vera ömggur heima sigur — í fyrra vann Leeds meö 3—2 og árið áður með 5—0. Sunderland—Derby 2 Derby er i miklum uppgangi og hefur sigrað í 5 síðustu leikjunum, þar á meðal i Liverpool. Sunder- land er f neðsta sæti og það kæmi mjög á óvart, ef félagið næði stigi í þessum leik. © WBA—Tottenham 1 West Bromwich Albion hefur sigrað Tottenham á heimavelli sið ustu þrjú árin, úrslit 4 — 3, 2 — 0 og 3 — 0 og ætti að sigra í þessum leik. Lokaundirbúningur fyrir Evrópukeppnina Fréttamaður Vísis leit i gær- kvöldi inn á æfingu hiá unglinga- landsliöinu í körfubolta, en nú stendur yfir lokaundirbúningur liðs ins fyrir Evrópukeppnina sem háð verður í Laugardalshöllinni yf- ir páskahátíðina. Unglingalands- liösnefnd valdi upphaflega 25—30 manna hóp sem æft hefur undir stjór.i landsliösþjálfaranna Helga Jóhannssonar og Einars Ólafssonar frá áramótum, en nú hefur ungl- inganefndin valið endanlega hóp 15 leikmanna er munu skipa aöallið íslands í EM keppninni. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér á síðunni, eru keppinautar íslands í riðlinum, England, Pól- land og Belgía, og eru liö þeirra væntanleg til landsins á föstudag. Um styrkleika þessara liða er lítið vitað. en Pólverjar eru mjög sterkir körfuknattleiksmenn og álitnir einna sterkastir í þessum riðli. — Englendingar eru nú í keppnis- ferðalagi í Bandaríkjunum og koma þaðan beint til islands. íslenzka liðið hefur litla sem enga möguleika á að sigra í þess- um riðli, til þess eru mótherjarnir of sterkir, en takist liðinu vel upp getur það örugglega staðið uppi í hárinu á stórþjóðunum, og ti-1 að svo megi verða, má ekkj standa á áhorfendum til að hverja liðið og efla til dáða. í blaðinu á morgun verður sagt nánar frá tilhögun mótsins og ungl- ingalandsliðið kynnt fyrir lesend- um. — þvþ— Hláka á skíðamenn í upphafi landsmótsins / gær var keppnin sett á Siglufirði, og i dag hefst keppni i fyrstu greinunum • „Við erum ekkert hrifnir af þessarj suðvestanátt, sem þið eruð að senda okkur“, sagði Hafliöi Guðmundsson Ijósmyndari blaðsins daga hefur verið þar nyrðra var að spillast af hláku, en vonandi getum við stöðvað þessar sendingar héðan að sunnan áður en skíðamenn fara á Siglufirði gegnum símann f gær. ] að þreyta kapp nyrðra á Skíðamóti Fallega veðrið, sem undanfarna i íslands, en i gærkv. var mótið sett. • Mótið var sett á Ráðhústorgi en að setningu lokinni hlýddu skíða menn og konur á kvöldmessu hjá séra Kristjánj Róbertssyni. • í dag er ganga á dagskránnl, og kl. 16 leggja 15 km göngumenn upp, 20 ára og eldri, en einnig fer fram 10 km ganga 17—19 ára. — JBP— © West Ham—Liverpool x Leikir þessara félaga hafa verið mjög jafnir í London síðustu þrjú árin, úrslit 1—1, 1 —0, 1 -1 og þrátt fyrir stórsigur West Ham sl. laug ardag er ólfklegt að slfkt verði end urtekið gegn Liverpool. © Birmingham—Preston 1 Síðustu þrjú árin hefur Birm- ingham sigrað Preston örugglega 3—1, 3-0 og 3-1 og ætti einnig að gera það nú. Skilafrestur Vegna bænadaganna verður að skila getraunaseðli nr. 12 til umboösmanna fyrir miðvikudagskvöld. GETRAUNIR íþróttamiðstöðinni. Reykjavík. 12 ára og efnilegur f badmin- ton TÓLF ára gamall badminton- unglingur vakti geysiathygli á Ungllngameistaramófiftu í Reykjavík um helgina. Þórður, Björnsson heitir hann og er sagður ósigrandi í heimabæ .sín- um, — og sama reyndist uppi á teningnum hér. Heim á leið hélt hann f gær hlaðinn viður kenningum, en Siglfirðingar voru langbeztir í mótinu í heild, unnu 8 gullverðlaun og 6 silfur verðlaun. AIIs tóku 62 bátt í mótinu þar af 20 frá Siglufirði, sem virðist ætla að fara að láta verulega að sér kveða í þessari fþrótta- grein, rétt eins og Stykkishólm u r forðum. Á mvndinni.er Þórður Biörns- son bessi 12 ára gamli badmin- ton leikari. sem badmintonmenn gera sér vonir um að innan tíðar verð; þess me"niigur að velRÍa mönnum undir uggum í kcppni, iafnvel erlendum meisturum. «em við óhiákvæmilena förum að sjá meira f framtíðinni. — (Ljósm. Rafn Viggósson). -JBP—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.