Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 3
Ví SIR . Þriðjudagur 24. marz 1970. 3 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Stjárnarkreppan ó Ítalíu er leyst Umsjón: Haukur Helgason — Hjónaskilnaðarmálið verður rætt við páfadóm Mariano Rumor úr flokki kristilegra demókrata hef- ur tekizt á hendur að mynda ríkisstjórn mið- og vinstri flokka á Ítalíu. — Hinn 54ra ára Rumor, sem var forsætisráðherra í síð- Rumor — bar sáttarorð milli páfa og sósíalista. 200 drukknuðu Óttazt er, að um 200 hafi drukknað, þegar bátur fórst í ofviðri suðaust- ur af Manila á Filippseyjum í morgun. Skipið fórst í Ingadaka-An ánni. ustu stjóm, gekk í gær á fund Saragats forseta og tilkynnti honum, að hann gæti myndað samstjórn. Höföu allir fjórir flokkarnir, sem til var leitað, loks fallizt á að setj- ast saman í stjórn. — Þetta eru kristilegir demókratar, lýðveldis- sinnar, sósíaldemókratar og sósíal- istar. Sósíalistar urðu síðastir til að fallast á málamiðlunartillögur Rum ors, sem voru 22 blaðsíður að magni. í þessu plaggi er meöal annars fjallað um tvö viðkvæm deilumál, sem til þessa höfðu staðiö í vegi fvrir samkomulagi. Rumor leggur til, að hjónaskilnaðarmálið skuli rætt við páfadóm, sem berst gegn frjálsari löggjöf í þeim efnum. Þá skuli sósíalistar á hverjum stað ráða því, hvort þeir vilja vinna með kommúnistum í málefnum staðar- ins, og muni ríkisstjómin ekki ráð- ast gegn því. Þess vegna virðist hin 44ra daga stjómarkreppa á Ítalíu á enda. Forsetinn stýrði sjálfur áhlaupinu — Uppreisnarmenn / Alþýðulýðveldinu Kongó stráfelldir Byltingartilraunin í Alþýðulýðveld- inu Kongó fór út um þúfur, og vom uppreisnarmenn stráfelldir. Fremur lítil sveit uppreisnar- manna hertók útvarpsstöðina í Brazzaville í gærmorgun, og lýsti yfir því, að Ngouabi forseta hefði verið steypt úr stóli. Nokkrum klukkustundum seinna var öllu.lok- ið. Forsetinn stýröi í eigin persónu áhlaupi gegn byltingarmönnum, og vinstri sinnar hans fóm áfram með völd í ríkinu. Ngouabi forseti sagði í útvarps- ávarpi, að þrjátíu hefðu verið drepn ir af uppreisnarmönnum, og tveir hefðu fallið af stjómarhernum. — Hann sagði, að Verkamannaflokkur Kongó væri fastur í sessi. Hefðu Jane Fonda berst fyrir Indíána. Leikkonan Jane Fonda sat í fangelsi um hríð fyrir nokkrum dög- um vegna þátttöku í mótmælaaðgerðum bandarískra Indíána, sem þykir réttur sinn fyrir borð borinn. — Jane Fonda hvggst nú ferðast um og mótmæla Víetnamstríðinu. afturhaldsmenn staðið að þessari byltingartilraun, og að baki þeim væm heimsvaldasinnar. Hefðu þeir komið yfir Kongófljót frá erkifjend- um alþýðulýðveldisins, hinu Kongó- ríkinu, þar sem Leopoldville er höf- uðborg. Foringi uppreisnarmanna, Kig anga, var skotinn á staðnum, þegar í stað í viðurvist mikils mannfjölda. Kiganga var fyrrum liðsforingi í sveit fallhlífarhermanna og var mikill andstæðingur vinstri sinna, sem náðu völdum með byltingu í janúar árið 1968. Ekki er víst hvemig Kiganga hef ur hugsað sér, að þessi tilraun tæk- ist. Virðist hann helzt hafa búizt við stuðningi frá óánægðum liðs- foringjum í landinu, en sú von brást gjörsamlega. Áður hefur komizt upp um tvær byltingartilraunir gegn Ngouabi forseta, og hefur forsetinn sakað grannríki sitt og Mobuto forseta þess um undirróður. Frú Leonie Sonning og Halldór Kiljan Laxness. Frú Sonning látin Tók deilur á Sonningverðlaunin mjög nærri sér FRtJ LEONIE SONNING, ekkja Sonnings, sem verðlaunin eru kennd við, er látin, 75 ára. Sagt er, að hún hafi tekifpmjög nærri sér deilurnar, sem uröu vegna Sonningsverðlaunanna, en sem kunnugt er mótmæltu stúdent- ar verðlaununum, þegar Halldór Kiljan Laxness hlaut þau í fyrra. Þá urðu einnig mikii blaðaskrif, þar sem Sonningsverölaunin voru gagn- rýnd. Frú Leonie stýrði Sonning-millj- ónunum, en átti ekkert af þeim sjálf. Eignimar eru fasteignir. Fjór- ar á Sonningsjóðurinn, sem veitir bókmenntaverðlaun, en hinar á tónlistarsjóðurinn. Frú Sonning lifði af mánaðarlaun um sínum sem forstjóri sjóðanna. Herinn ber út póst Nixon Bandarikjaforseti lýsti yf- ir neyðarástandi í Bandaríkjunum í gærkvöldi vegna verkfalls póst- manna. Fyrirskipaði hann her- mönnum aö dreifa pósti í New York, þar sem miklir haugar hafa safnazt vegna sex daga. ólöglegs verkfalls flestra póstmanna. Nixon skoraði á bina 180 þúsund verkfallsmenn að snúa aftur tii vinnu sinnar. Jafnskjótt og verk- falli linnir, segir forsetinn, er ríkis- stjórnin albúin að hefja viðræður við verkfallsmenn. Sagði Nixon, að kaup þeirra væri of lágt og skipu- íag póstþjónustunnar úrelt. Aðalfundur Verzlunarbanka íslands hf. verður haldinn í veitingahúsinu Sigtúni, laugardaginn 4. apríl 1970 og hefst kl. 14.30. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bank- ans síðastliðið starfsár 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar bankans fyrir síðastliðið reikningsár 3. Lögð fram tillaga um kvittun til banka- stjóra og bankaráðs fyrir reikningsskil 4. Kosning bankaráðs 5. Kosning endurskoðenda 6. Tekin ákvörðun um þóknun til banka- ráðs og endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil 7. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundar- ins verða afhentir í afgreiðslu bankans Banka- stræti 5, miðvikudaginn 1. apríl, fimmtudag- inn 2. apríl og föstudaginn 3. apríl kl. 9.30— 12.30 og kl. 13.30—16.00. í bankaráði Verzlunarbanka íslands hf. Þ. Guðmundsson Magnús J. Brynjólfsson Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.