Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 8
Ö V í SIR . Þriojudagur 24. marz 1970. VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent na. Framkvœmdastióri: Sveinn R. Eyjóltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastj*ri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiysingar: AOalstræti 8. Simar 15610. 11660 og 15099 AfgreiOsla: AOalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegl 178. Simi 11660 (5 Ilnur) Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuOi innanlands f lausasölu kr. 10.00 eintakiO PrentsmiOja Visis — Edda h.f. Felldu framfaramál Fellt var í gær á Alþingi stjórnarfrumvarpið um \ verðgæzlu. Stóð einn ráðherranna, Eggert G. Þor- ( steinsson, að því falli ásamt stjórnarandstæðingum, / en flokksbróðir hans, Gylfi Þ. Gíslason, hafði flutt / frumvarpið. )í Frumvarpið hafði verið lengi í undirbúningi og í )) því sambandi fengin góð ráð hjá fjölda aðila, er málið \ snertir. Það er í samræmi við hliðstæð lög á Norður- \ löndum. Þar höfðu stjórnir jafnaðarmanna staðið að ( gerð slíkra laga. Frumvarpið miðaði að því að breyta / hinu úrelta kerfi í verðlagseftirlitinu og laga það að / þörfum tímans. Ekki gekk það þó lengra í frjálsræðis- ) átt en hliðstæð lög á Norðurlöndunum gera. \ Markmið frumvarpsins var að vinna að hagkvæmri \ j nýtingu framleiðsluþátta og sanngjarnri skiptingu þjóðartekna með því að stuðla að þjóðfélagslega u heppilegri verðlagsþróun, vinna gegn ósanngjörnu // verði, hagnaði og viðskiptaháttum og vinna gegn óbil- // gjörnum samkeppnisháttum og samkeppnishömlum. ) Frumvarpið var samið á vegum viðskiptaráðuneyt- \ isins og flutt af Gylfa Þ. Gíslasyni. Óhætt er að taka ( undir þau orð hans, að afturhaldsöflin hefðu orðið of- ( an á í atkvæðagreiðslunni, er það var fellt. Eini þing- / flokkurinn, sem stóð óskiptur með framgangi máls- / ins, var Sjálfstæðisflokkurinn. Hann einn studdi þetta ) mikla framfaramál. \ Alþýðuflokkurinn klofnaði hins vegar um málið. \ Voru sex þingmenn hans með frumvarpinu en þrír á \ móti. Samt taldi Gylfi rétt, að hann flytti frumvarpið ( fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og varð samkomulag / um það. Ríkisstjórnin gerði málið ekki að fráfarar- / atriði. Venja er að gefa slíka yfirlýsingu, ef ríkis- ) stjórn getur ekki sætt sig við, að mál séu felld fyrir \ henni á þingi. Yfirleitt eru slíkar yfirlýsingar sjaldan ( gefnar og erlendis er algengt, að mál ríkisstjórna séu i felld af stuöningsmönnum þeirra á þingi. / í ljósi þess, aj i kúpi hinna þriggja Alþýðuflokks- )' manna er sjálfur ráðherrann Eggert, má þó telja mis- \ ráðið, að stjórnin skyldi formlega flytja frumvarpið. \ Hefði verið eðlilegra að fela það þingnefnd eða ein- ( stökum þingmönnum, þótt það hefði engu breytt um / framgang málsins. ' / Framan af var ekki reiknað með, að frumvarpið / félli. Ýmsir þingmenn Framsóknarflokksins höfðu ) látið uppi stuðning við málið, en þeir voru smám sam- \ ari kúgaðir til hlýðni af öldungadeild flokksins. Var ( orðið ljóst nokkrum dögum fyrir atkvæðagreiðsluna, ^ að Framsóknarflokkurinn mundi verða óskiptur í and- (i stöðunni eins og raunar Alþýðubandalagið líka. Var / þá vitað, að frumvarpið mundi falla. ) Hin mismunandi afstaða flokkanna til frumvarps- ) ins er fróðleg og eftirminnileg. Átta menn sig nú bet- \ ur á því, hvar flokkarnir standa í efnahagslegum ( íramfaramálum, þegar til kastanna kemur. (í Hefur Anna Anderson misst af Romanovauðnum? Orskurður hæstaréttar í Vestur-Þýzkalandi beindi fyrir skömmu at- hyglinni að máli, sem klofið hefur aðalsborna í Evrópu í tvær andstæð ar fylkingar. Svo virtist sem frú Anna Anderson Manahan hefði tapað áratugalangri baráttu Anna Anderson: á sjötugs- aldri giftist hún söguprófes* or um fimmtugt. sinni fyrir viðurkenn- ingu sem dóttir Nikulás- ar Rússakeisara og erf- ingi að milljónum af fjölskylduauði Roman- ovanna. Dómstóllinn staðfesti niðurstöðu réttar í Ham- borg fyrir þremur árum, þar sem vísað var á bug kröfu Önnu Anderson um viðurkenningu. Frú- in hélt því fram, að dóm- stóllinn hefði gengið of langt í kröfum um sann- anir á því, að hún væri í raun og veru Anastasía keisaradóttir. Úrskurð- ur hæstaréttar varð henni mikil vonbrigði. 350 milljónir í veði. Hæstiréttur segir: „Við höf- um ekki skoriö úr því, aö máls- aðili sé ekki Anastasia hertoga- ynja, heldur einungis komizt aö þeirri niöurstöðu, að dómstóll- inn í Hamborg hafi ekki gert skvssur í meðferð málsins". Segir dómstóllinn, að vilji frúin halda málinu til streitu, veröi hún að höföa mál á hendur öðr- um erfingjum Romanovauðsins í Þýzkalandi. Þannig tapaöi frú Anderson Manahan máli sínu gegn Barb- öru, hertogaynju af Mecklen- burg, sem snerist um 350 millj- ónir íslenzkra króna auk skulda- bréfa, sem er sjötti hluti auös þess, sem Nikulás keisari lét eftir sig f Þýzkalandi. Hertoga- ynjan erfði þetta eftir Irenu prinsessu af Hesse, sem var afkomandi Alexöndru Feodor- ovnu keisaraynju Rússlands, sem fædd var Alíce af Hesse. Ung stúlka dregin úr sfld. Bolsévikkar myrtu Nikulás keisara af Rússlandi í kjallara í Ekaterinburg í Oral í júli 1918. Talið var, að með keisaranum hefðu verið myrt kona hans, sonur og fjórar dætur þeirra. Fyrir fimmtíu árum, hinn 17. febrúar 192Q var ung stúlka dregin upp úr síki í Berlín eftir. sjálfsmorðstilraun. Hún sagðist vera dóttir keisarans, og hefði hún komizt lífs úr blóðbaðinu í Oral. Menn voru efablandnir, en stúlkan reyndist þekkja ýmis- legt til hátta við keisarahirðina, æviatriöi fólks þar og gælunöfn, sem notuö voru innan keisara- fjölskyldunnar. Henni sagöist svo frá, að nokkrum klukku- stundum fyrir morðin hefði keis arinn sagt bömum sínum, aö hann hefði lagt fjórar milljónir imnimn Umsjón: Haukur Helgason í gullrúblum fyrir hvert þeirra inn á banka i Englandi. Var sagt, að fé þetta væri í Eng- landsbanka, en bankinn vill ekki viö þaö kannast. Þetta eiga að vera um tveir milljaröar ísl. króna. Hin dularíulla stúlka í Berjín sagöi, aö hún hefði séð föður sinn skotinn, áður en hún varö sjálf fvrir skoti og missti með- varð byltingunni að bráð. vitund. Pólskur hemaður heföi bjargað henni og farið með hana til Rúmeníu. Mál hófst 1933. Málið lá niðri langa hríö. Það varð yopinbert, þegar dóms- mál hófst áriö 1933, og og dóm- stóll í Berlín ákvað að viður- kenna hertogaynjuna af Meckl- enburg sem nánasta eftirlifandi erfingja keisarans, og ætti hún rétt tilkall til auðæfa fjölskyld- unnar í Berlín. Þá reis upp Anna Anderson, dularfulla stúlkan frá Berlfn forðum daga, og gerði kröfu til viðurkenningar sem erfingi keisarans. Anna krafðist þess að fá einn sjötta hluta af Romanovauðæf- unum, sem Nikulás keisari hafði komið fyrir 1 Þýzkalandi árið 1905 og 1906. Anna Anderson, sem sagðist vera Anastasía keis- aradóttir, varð heimsfræg af þessu máli eftir styrjöldina. Tuttugu ár í kofa. í tuttugu ár bjó hún í kofa- ræksni í Svörtuskógum í Þýzka- landi og hitti fáa aö máli nema lækni sinn og lögfræðing. En í júlf áriö 1968 fluttist hún til Bandarikjanna og giftist sögu- prófessor, dr. John Manahan, sem er 49 ára. Þau búa í Char- lottenville í Virginíufylki í Bandaríkjunum. Leikrit og tvær kvikm. hafa verið gerðar um þessar kröfur hennar. Leikritið og önnur kvik myndin hétu „Anastasía", og lék Ingrid Bergman hlutverk hennar. Hin kvikmyndin hét „Er Anna Anderson Anastasfa?" og þar lék Lilli Palmer aðalhlut- verkið. Dr. John Manahan, eiginmað- ur hennar, segir: „Á því leikur enginn efi. Hún er Anastasía". Sjálf segir frúin: að hún hafi ákveðiö næsta skref, en ekki er vitaö, hvert það verður. Hún vill „deyja, viðurkennd sem sú, sem hún fæddist", þaö er að hennar dómi Anastasía keisaradóttir af Rússlandi. Þeir segja... „Flækist Kambódía æ meira í stríðið?“ ..Það er enn sem tyrr mikil- v’ægast aó komast hjá bví, að Kambódia verðj vtgvöllur Víet- namstríðsins. Hinir nýju vaid hafar segjagt munu halda áfram hlutleysisstefnu Kambódíu. og greinilega væri þaö heimskulegt aö gera annað, Hins vegar gæti stefnubrevting sú, sem nýju leiðtogarnir boöa, gert kommún- í-tana- í Víetnam enn skeytingar lausari en veriö hefur i því að nota landsvæði Kambódíu til hernaóar og enn ákafari f að styðja við bakið á þeim skæru- liöum í Kambódíu, sem þeir geta fengið á sitt band. Beini kommúnistamir í Víet- nam nú spjótum sínum gegn Kambódíu í sama mæli og þeir hafa beint þeim gegn Laos, þá skapast enn nýr vandi við lausn þessa langa strfðs.“ Times (London).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.