Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 13
Sívaxandi áhugi á „eitrinu" í matnum — Alþjóðleg samt'ók vinna að Jbví oð gera lista yfir hættuleg efni i matvælum — Ný- stofnuð eiturefnanefnd hér hefur efni notuð i matvælaiðnaðinum i verk ahring sinum ...V 'í/i.; boð um meðhöndlun eiturefna i matvælum fyrr en um áramót, en þá gekk ný löggjöf í gHdi. Þá var skipað í eiturefnanefnd, sem hefur m.a. efni í matvælum £ sínum verkahring, en auk þess arar nýskipuðu nefndar er starf andi heilbrigðiseftirlit og Rann sóknarstofnun iðnaðarins hefur m.a. efnagreint matvælin. Verkefni þessarar nýstofnuðu nefndar munu verða ærið nóg, á matvælasviðinu einu, en nýjar vörutegundir bætast mjög ört á markaðinn, einnig ef maður tekur til viðmiöunar frágang matvæla hér á landi.Áumbóðim VÍSIR . Þriðjudagur 24. marz 1970. ar vantar yfirleitt allar upplýs- ingar. Ekki er getið eins sjálf- sagðra hluta og þyngdar inni- haids og vökvamagns, þegar um vökva er að ræða. Hvað þá að innihald sé efnagreint eða skýrt frá þeim viðbótarefnum, sem sett hafa verið f matvælin til að bæta útlit þeirra. Frá neytendasjónarmiði ætti eitt af brýnustu verkefn. nefnd- arinnar að vera það að koma á skyldu framleiðenda til að til greina nákvæmlega fyrir neyt endum hvað það er, sem þeir kaupa til að leggja sér til munns. -sb- ingastarfsemi og fleiru. Heizta kvörtun þessara manna er sú, að iðnaðurinn byggi háa múra umhverfis rann sóknarstofur sínar og sé því erf- itt að fá greinargóða mynd af þvi, hvað það sé í raun og veru, sem fólk borði. Ýmsar stofnanir í Danmörku fylgjast með matvælaframleiðsl- unni og þeim efnum, sem lát- in eru í vörurnar, þeirra á meðal er rannsóknarstofnun ríkisins á matvælum, sem bráðlega mun hafa 100 manns starfandi -nð matreiðslurannsóknir og við til raunir á efnum, sem notuð eru í matvælaiðnaðinum. í blaðinu er listi yfir þau efni, sem sett eru i matvælin m.a. Efni til að efla geymsluþol eru efni eins og sykur, salt, dip- henyl, nitrat, hexamethyl o. fl. Reykingarefni, ozon, oxiran, propylenoxid, methylbromid, carbondioxid, nitrogren, o. fl. Antibiotika, tetracyclinid, nicin. Litarefni, koparklóríð, tjara. Bragðréttandi efni, krydd, sor- bitol cycklamat, saccharin, gervi bragðefni. Auk þess vítamín, enzymar, vax, klór, rakaefni. Þá segir að matvælin geti inni haldið eftirtalin efni áður en þau eru unnin af framleiðend- um í iðnaðinum. Geislavirk efni, afganga af skordýraeitri t. d. DDT, blý, kopar, kvikasilfur, zink, olíu og bensín. Afgangar af antibiotika og hormónum, sem ganga frá fóðri til dýra og vegna læknameðferð ar á dýrum. Einnig óhreinindi í lofti, sót, ryk o. fl. Þessi upptalning end- ar á orðunum „verði ykkur að góðu.“ Hér á íslandi voru engin laga JJanir hafa áhyggjur af ýmsum þeim' efnum, sem matvæla- iðnaöurinn notar í sambandj við útlit, bragð og geymsluþol mat- væla. Þó er Danmörk álitið eitt „hreinustu" landa í heimi hvað snertir eiturefni í matvælaiðn- aðinum. Alþjóðleg samvinna hefur tek izt um það að semja sameigin- legan iista yfir þau efni, sem má nota, af kemískum efnum í matvælaiðnaðinum. Iðnaðurinn getur nú notað hvað sem er :— þar til sannazt hefur, að efnin séu hættuleg. í danska blaðinu B.T. var ný- lega fjallað um þessi mál. Þar stendur, að fleiri og fleiri séu farnir að hafa áhuga á „eitr- inu“ i matnum. Ýmsar greinar landbúnaðarins vinni nú að matvælaframleiöslunni án þess að nota þessi efni og einstaka framleiðandi hafi einnig hafið framleiðslu á iðnaðarvörum, sem slík efni eru ekki notuð I. Þá er sagt frá samtökum ungra vísindamanna, sem séu sjálfstæð samtök vinnuhópa, án tengsla við nokkum stjómmála flokk, sem vinni að þvi að berj- ast mót gegnsýringu umhverfis mannsins,' og alls þess er það inniheldur af efnum efnaiðnaðar ins. Þetta sé gert með upplýs- AXMINSTER býður kiör viS ollra hœfi.. GRENSASVEGl 8 SIMI 30676. Fjölskyldan og Ij eimilid 54 „Fljótur þá ....“ Douglas hikaði ekki nema brot úr andrá, hann átti ekki um neitt að velja. Svo kleif hann upp í aftursætið og þeir óku af stað, og trðllahlátur Boudesh yfirgnæfði hreyfilgnýinn. ÞRETTÁNDI KAFLI. Blore herforingi sat á bak við skrifborð áítt. Fyrir framan hann lá ljósmynd af olíubirgðastöðinni, sem tekin hafði verið úr könn- unarflugvél, er lent hafði fyrir rúmlega klukkustundu. Blore horfði að vísu á myndina, en ekki athugandi lengur. Hann hafði ekki þurft nema að líta á hana í svip til að komast að öllu, sem hann þurfti að vita. Nú var ein- ungis eftir aö hagnýta sér þá vitneskju til hins ýtrasta. Það var drepið á skrifstofu- dymar, hann leit upp, gramur yf- ir þvi, að hugsanagangur hans skyldi vera truflaður. „Kom inn ...“ Masters höfuðsmaður gekk inn og heilsaði, og enda þótt svipur- inn á andliti herforingjans væri gremjulegur og afundinn, létti honum við að sjá, hver kominn var. Hann hafði gert boð eftir höfuðsmanninum, en ekki gert ráð fyrir, að hann kæmi sam- stundis að kalla, en án höfuðsmannsins gat hann ekki komið í framkvæmd þeirri áætl- un, sem hann hafði verið að hug- leiða. „Setjizt". Master settist, beit á vörina og hleyptj brúnum. Blore rétti hon- um Ijósmyndina, þagði, og Mast- ers athugaði hana. Þegar Blore herforingi tók til máls, var röddin í senn hörkuleg og glettin: „Þaö lítur út fyrir, að yður hafi mistekizt enn einu sinni." Masters höfuðsmaður leit upp, mætti augnaráði herforingjans, eins og eilítið miður sín. „Ég er hræddur um þaö, herra minn.“ Blore gerðist allt í einu vin- gjarnlegúr, en Masters höfuðs- maður lét það ekki blekkja sig. „ÞetÞ er allt í lagi, Masters." Hann gerði stutta þögn, og svo varð röddin hrjúfari. „I rauninni kemur það sér mjög vel fyrir okk ur.“ Hann reis úr sætj sínu og gekk yfir að landabréfi, sem hékk á veggnum. „Montgomery hefur brotizt hér i gegn“, sagði hann og benti á stað á landabréfinu, vestur af Alamein. „Hann sækir hratt fram með ströndinni, og er jafnvel kominn alia leið hingað. Á morg un verð.ur hann kominn, út fyrir Iandamæri Égyptálands, inn í Líbíu — og um helgina — álla leið tii Benghazi.“ Hann studdi fingrinum á höfuðborg Cyrena- iku. Masters höfuösmaður varð undrandi. Hann hafði ekki gert ráð fyrir svo hraöri framsókn. „Ég frétti að sóknin værj haf- in, en ..." „Þaö lítur sem sagt út fyrir að hinar venjulegu hernaðaraðferðir okkar reynist vel.“ Hann lækkaði röddina og lagði í hana allan ■ þann háðshreim, sem honum var unnt. EFTIR ZENO Og Masters höfuðsmaður svar- aði eins og sá, sem veit að hann hefur tapað orrustu, en ekki viss um að hann hafi tapað styrjöld- inni. „Já, það lítur út fyrir það.“ Blore herforingi brosti og gekk aftur á bak við borðið. ,,Þér skiljið þvi að sjálfsögðu, að ég vil að þér kallið menn yð- ar til baka. Masters leit upp. Það færðist áhyggjusvipur á andlit honum. „Því miður get ég þaö ekki herra minn. Ég get ekki náð sam bandi við þá, encfa þótt þeir hafi daglega samband við mig. Mót- tökutæki þeirra viröist vera ó- virkt.“ Blore herforingi gerðist skyndi lega ákafur. „Ég hef fengið skipun um að taka allar oliubirgðastöðvar. Við þ> um á þeim að halda. Hraði sóknarinnar byggist fyrst og fremst á því, að jafnan sé unnt að komast yfir oIíubirgðir.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.