Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 7
V1S I R . Þriðjudagur 24. mar£ 1970. / cyyienningarmál Gylfi Gröndai skrifar um sjónvarpi'ff- F urðuheimur framtíðar JJvernig verður umhorfs í heiminum á tuttugustu og fyrstu öldinni? Öðru hverju í‘ vetur hefur sjónvarpið flutt vandaða, bandaríska fræðslu- þætti, þar sem leitazt hefur ver- ið við að svara þessari spurn- ingu. Of vægt er til orða tekið að kalla þennan myndaflokk fróðiegan, því að hann er miklu meira en það. Hann er í raun- inn; eins konar opinberun; veitir innsýn í sannkallaðan furðuheim. þar sem veröldin eins og hún lítur út nú á dögum hefur tekið aigerum stakka- skiptum. Og hér er ekk; ein- göngu um hugaróra og ímyndun að ræða, heldur rökrétt fram- hald af þeirri vitneskju sem vísindamenn hafa þegar aflað sér. Einkennilegust er sú stað- reynd, að þessi ný; heimur er alls ekki órafjarri. Þeir sem nú eru á bezta aldri geta að minnsta kosti gert sér vonir um að Iifa hann. Á laugardaginn var sýnd ein mynd úr þessum stórmerkilega flokki um tuttugustu og fyrstu öldina. Hann nefndist „Handan við Mars‘“ og fjallaði um næstu viöfangsefni geimvísinda. Hin- um gamla og áleitna grun um líf á Mars voru gerð nokkur skil, en mesta athygli vakti hug- myndin um sjúkrahús í geimn- uni, þar sem sjúklingamir liggja eldd i rúmum heldur iausu lofti. Möguieikamir á hagnýtingu geánsins virðast óteljandi, og að sjáifsögðu hafa vísindamenn aðeins komið auga á örfáa þetoa enn sem komið er. Sjón- varpið hefur jafnan vandað til íáenzka textans með þessum myndum, fengið til liðs við sig sérfróða menn hverju sinni. og hæftr það vei slíku úrvalsefni. Ciðasti leikhúsþáttur hófst á ^ nokkrum svipmyndum úr GjaWi Arthurs Miilers. Skiljan- iega er erfitt að velja örfá atriöi úr heilu leikriti á þann hátt, að þau gef; nokkra hugmynd um verkið í heild. Þetta hefur þó oftast tekizt, en engan veginn í þetta sinn. Hlutverk Gyðings- ins Saiomons, sem Valur Gísla- son leikur snilldarlega, einkenn- ist af lífsfjöri og gáska og ó- gleymanlegum handahreyfing- um, en atriðið sem valið var er nánast hið eina, þar sem enginn þessara kosta kemur í ljós. Á eftir var rætt stuttlega við leiknum, þótt hið hlægilega at- riði um landsreisu Jörundar værj ekki nema svipur hjá sjón á skerminum. JJagskrá síðustu viku telst líklega í heild með betra móti. Kvikmyndirnar voru báð- ar vel þess virði, að á þær væri horft. Pólska myndin „Saklaus- ir töframenn" var óvenjuleg, bæði að efnj og gerð. Hún bjó yfir ríkri og eftirminnilegri hafa verið sýnd. Rúrik er í hópi beztu leikara Þjóðleikhússins, þótt honum hafi ekki verið hampað til jafns við marga aðra. Það var þvi vel til fundið^ að spjalla við þennan hógværa og vandvirka leikara, og slík viðtöl lífga mikið upp á þáttinn. Farsi Jónasar Ámasonar um Jörundarævintýrið var skemmti- leg andstæða við dramatík Millers. Brotin sem sýnd voru gáfu nokkuð góða mynd af marki. Ekkj skorti spennu og harmræna atburði, en mest var um vert, hve vel virtist þarna fjallað um eðli miskunnarlausr- ar blaðamennsku stórþjóða, — Úr Gjaldinu eftir Arthur Miller: Valur Gíslason og Rúrik Haraldsson. stemningu og varpaðj Ijósj á staðfestuleysi ungs fólks í rót- lausum heimi. f „Forsíðufrétt- inni“ var hins vegar Iýst einum degj á ritstjórnarskrifstofu stór- blaðs; fléttaðar saman margar sögur, sem allar stefndu að einu Rúrik Haraldsson sem leikið hefur aðalhlutverk í fjórum af sex leikritum Millers, sem hér Leiðrétting um tónleika Nokkrar prentvillur slæddust nn í tónlistargagnrýni Stefáns Edelsteins um tónleika Sin- róníuhljómsveitar íslands 19. þ. m. — „Afmælistómlæti“. í 1. málsgrein stendur“ .... tömlæti ag menningarleysi tónleika- gesta ....“ en átti að vera tómíæti og nenningarleysi í 5. málsgrein stendur „.... ein- staklingshlutverkið ....“ en átti að vera .... einieikshlutverkið ....“. í 6. málsgrein stendur um túlkun stjömandans......Hún er of hröð og köntuö en átti að vera „.... hún er oft hörð og köntuö ..._“ Þetta leiðréttist hér með. hvernig hún horfir viö blaða- manninum annars vegar og hin- um óbreytta borgara hins veg- ar, sem veröur fyrir barðinu á henni. Á sínum tíma nutu sjónvarps- leikrit gerð eftir smásögum Maupassants vinsælda, og á sunnudaginn fengum við aftur að sjá keimlíkt efni. Sagan af Eugene Grandet eftir Balzac er ein af tuttugu skáldsögum, sem þessi afkastamikli höfundur samdj á ácunum 1832 — 1835, Mannlegur breyskleiki og heitar ástríður sitja i fyrirrúmj í þess- ari ágætu sögu, og auðvitað hefur kaldhæðnin síðasta orðið. Það er alltaf hressandi tilbreyt- ing að sjá sögu í þeim gamla og góða skilningi þess orðs, og er óskandi að fleiri tækifæri gefist til þess. Ökukennarapróf Ökukennarapróf og próf í akstri fólksbifreiða fyrir fleiri en 16 farþega verður haldið í Reykjavík og á Akureyri í aprílmánuði. Umsóknir um þátttöku sendist Bifreiðaeftir- liti ríkisins í Reykjavík og á Akureyri fyrir 4. apríl n. k. Bifreiðaeftirlit ríkisins. 83320-14465 ■ rnmmmmm l UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ UMFERDARMÁLARÁDS QG LÖGREGLUNNAR Höfum fyrirliggjandi EIK GULLÁLM FINLINE Mjög hagstætt verð. Greiðsluskilmálar 111« S'ífí'í »v*.ví;í 3 JlU ffl Bl Tilkynning um úthlutun byggingarlóða undir íbúðarhús í Reykjavík. Lóðanefnd Reykjavíkurborgar vekur athygli á, að nú eru til úthlutunar eftirtaldar lóðir undir íbúðarhús í Reykjavík. 1. 73 lóöir undir raðhús í Breiðholti III, (Yrzufell, Völvufell og Unufell). Raðhús þessi eru á einni hæð, stærð frá 126 ferm til 144 ferm. Byggingarhæfar í vor. Gatnagerðargjald pr. íbúö kr. 77.000,00 lágmarksgjald. 2. 25 lóðir undir raðhús í Fossvogi III, við Logaland. Raðhúsin eru á PA hæð, ca. 150 ferm. Byggingarhæfar seinni hluta sumars. Gatnagerðargjald pr. íbúð kr. 77.000,00 lágmarksgjald. 3. 40 lóðir undir einbýlishús í Fossvogi III og IV (við Kvistaland, Vogaland og Traðarland). Einbýlishúsin eru á 1 og IV2 hæð og lóðirnar byggingarhæfar nú þegar. Gatnagerðargjald er kr. 276.000.00 lág- marksgjald. Umsóknir skulu berast á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, en þar liggja um- sóknareyðublöð frammi. Lóðanefnd Reykjavíkurborgar. © Notaðir faílar til sölu & S'imi 21240 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 ’69 Volkswagen 1600 L. ’67 Moskvitch ’68 Willys ’66 Land Rover dísil ’66 HEKLA hf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.