Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 10
70 V í S I R . Þriðjudagur 24. marz 1970. Lundúnatríó í Reykjavík Lundúnatríóið heldur tónleika í kvöld í Norræna Húsinu og hefj- ast þeir kl. 21. Tríóið skipa Philip Jenkins, tónlistarkennari á Ak- ureyri og tvö skólasystkini hans, þau Carmel Kaine og Peter Willi- son. Jenkins er á miðri myndinni. t ANDLAT Þorvaldur Jacobsen, skipstjóri, Ránargötu 2G, andaðist 16. marz síðastliöinn, 73 ára aö aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju á morgun kl. 10.30. Guöni Ámason, Freyjugötu 25 B, andaðist 16. marz síðastliðinn, 88 ára að aldri. Hann verður jarðsung inn frá Fossvogskirkju á morgun ki. 1.30. Kristjana Guðlaugsdóttir, Skóla- vöröustíg 33, andaðist 18. marz siðastliðinn, 85 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni á morgun kl. 1.30. Hólmfríður Jóhannsdóttir, Skipa- sundi 9, andaðist 16, marz síðast- iiðinn, 86 ára að aldri. Hún verður jarðsungi.i frá Fossvogskirkju á morgun kl. 3.00. iílarmr brír höfðu ÞARF 3-4 DAGA TIL AÐ HNEKKJA METINU Allt útlit er nú fyrir, að loðnu vertíðin í vetur verði sú bezta, sem við höfum fengið. Heildarafiinn er nú kominn í um 152 öús. tonn og enn virðist töluvert magn af loðnu að vera að koma á miðin að sögn Jakobs Jakobssonar, sem er um borð í Arna Friðrikssvni á loðnu- miðunum. Þarf nú ekki nema örfáa góða afladaga til aö s!á metið frá í fvrra, heaar 170—180 þús. tonn bárust á land. Undanfarinn sólarhring fengu 19 skip 4120 tonn, sem er heldur í slakara lagi, enda hamlaöi veður veiðunum, í morgun voru komin 8 vindstig af suðvestri á miðunum og því ekkj veiðiveður. Jakob taldi að töluvert magn af loðnu ætti enn eftir að koma á miðin, en þeir um borð i Árna Friðr ikssyni fundu talsverðar lóðningar á svæðinu út af Eystra-Horni norð ur undir Papey, Jakob sagðist nú vera bjartsýnn um góöa loðnuvertið næsta vetur, en þeir fundu töluvert magn af 2 ára ókynþroska loðnu á svipuð- um slóðum og þeir fundu ókyn- þroska ioðnuna i fyrra. Þessi loðna hrygnir næsta vetur. — Þá sagði hann áð þeir hefðu fengið taisvert magn eins árs loðnu, sem hrygnir veturinn 1972^ en af magni eins árs loðnunnar var hægt að draga þá ályktun, að ekkj hefði verið um ofveiðj iöðnunnar aö ræöa i fyrravetur.' — vj — 110 erlendir gestir á vígsluhátíð Búrfells og Straumsvíkur ® Mikið verður um dýrðir fyrstu vikuna í maí, þegar vígsla orkuversins við Búrfeil og ál- iðjuversins í Straumsvík fer fram. — 110 erlendir gest- ir munu mæta til vígslunnar, en alls verða gestir um 500, inn- lendir og erlendir. í ráði er, að fjármálaráöherra Sviss, Celio, og kona hans komi í boði ríkisstjórnarinnar til að vera viöstödd vígsluathöfnina. Ekki hef ur verið endanlega ákveðið, hver leggur hornsteininn að áliðjuverinu, en sennilegast verður það annað hvort forsætisráöhefra lslands eða forsetj íslands. Erlendir gestir á vegum ISAL verða um 70, en meðal ’þeirra verö 'ur stjórn Alusúisse ásamt eiginkon um, nokkrir starfsmenn Alusuisse og dótturfyrirtækja, blaðamenn frá Sviss og fulltrúar banka og við- skiptavina álfyrirtækisins, að þvi er Philip Muller, viðskiptalegur for stjóri ISALS sagði Vísi. Á vegum Landsverkjunar koma um 40 manns, þó að endanieg tala þar um liggj ekki fyrir, að sögn Halldórs Jónatanssonar, skrifstofu stjóra Landsvirkjunar Þessir gest ir greiða sjálfir kostnað við komu sina hingað, en þar á meðal verða fulltrúar ýmissa stórra verktaka. Vígsla orkuversins við Búrfell verður laugardaginn 2. maí, en dag Inn eftir verður hornsteinn álvers ins lagöur suður í Straumsvík. “ vj—— allir stöðvað — • þegar sá fjórði kom\ aftan á |sá • ÞRÍR bílanna, sem lentu í á-J rekstrinum á Reykjanesbraut voru • kyrrstæðir, þegar sá fjórðij kom og ók viðstöðulaust á þann,• sem aftastur var í röðinni. Fremsti* bíilinn sem hafði stöðvað hina, * hafði gefiö stefnumerki og ætlaði“ að fara yfir götuna að bílastæði* kirkjugarðsins. Kom þetta ranglega* fram í blaðinu i gær og leiðréttist 1 hér með. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS Ms. HEKLA fer austur um land til Akureyr- ar 2. april. Vörumóttaka þriðju- dag, miðvikudag og árdegis á laugardag til Hornafjarðar, Dpúpavogs, Breiðdalsvíkur. Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð fjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarð' ár, Borgarfjaröar, Vopnafjarðar,! Bkkafjarðar, Þórshafnar, Rauf-. arhafnar, Kópaskers, Húsavtkur og Akureyrar. Ms. Herðubreið fer vestur um land til Akureyr- ar 1. april. Vörumóttaka þriðju- dag, miðvikudag og árdegis á laugardag til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar,' Suðureyrar, Bolungarvíkur, ísafjarðar, Norð' urfjarðar, Siglufjarðar og Óiafs- fjarðar. LÖGMANNSSKRIFSTOFA mín er flutt úr Tjarnargölu 12 á Laugaveg 3, II hæð. (Hús Ándrésar). J. E. RAGNARSSON lögmaður. Laugavegi 3. — Sími 17200. í KVÖLD 8 „Þaö er sko er.gan veginn rétt, að ÉG sé vön aö segja upp starfi aöeins eftir nokkra mánuði. — Því aö minnsta kosti helmingur- inn af þeim forstjórum, sem ég hef unnið hjá hingað til hafa sagt MÉR upp starfi eftir örfáa mánuði.‘‘ SÖFNIN • Tæknibókasafn IMSI. Skipholti 37, 3. hæð, er opið alla virka daga i. 13-19 nema laugardaga vattúrugrtpasalnið Hverfisgötu IIP er opið þriðjudaga. fitnmtu laga laugaidaea og sunnudag'' Islenzka dýrasafnið er opið frá kl. 2 — 5 alla sunnudaga i Miðbæj- arskólanum Nýbyggt steinsteypuhús við Amargötu. Allt laust til íbúöar nú þegar. Menn semji við Eggert Claessen, fyrir lok þessa mánaöar. Vísir 24. marz 1920. «10 iDAG Allhvöss vestan og síðar norðvest an átt smá él en bjart á miíli og smám saman 2—3 stiga irost. SKEMMTISTA0IR • Þórscafé. Hljómsveit Gtiömund- ar Ingólfssonar, söngvarar Helga Sigfúss og Erlendur Svavarsson. Rööull. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, söngvarar Þariður Sigurðardóttir, Pálmi Gunnarsson og Einar Hólm. Bobby Kwan skemmtir. Sigtún. Acropolis og Combð Þórðar Hall. Samklúbburinn. Klúbburinn. Blueskvöld í kvöld kl. 9-1. Lindarbær. Félagsvist í kvöld. FUNDIR • IOGT St. Verðandi nr. 9. Fund- ur í kvöld kl. 8.30 i Templara- höllinni. Ýmis mál. — ÆT. Kirkjuhljómleikar verða haldnir i Dómkirkjunni á föstudaginn langa 27. marz n.k. kl. 21.00 og í Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 28. marz kl. 16.00. Fluttur veröur Kvartett ura „sjö oró Krists á kross- inum“ eftir Joseph Haydn. Flytjendur: Sigfússon-kvartettinn, sóknarprestarnir séra Óskar J. Þorláksson og séra Magnús Guðjónsson. Sextett undir stjóm Ruth L. Magnússon syngur, við orgelið Abel Rodriguez. Aögöngumiöar veröa seldir hjá Bókaverzlun Lárusar Blön<íal og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsonar. Frá Borgarbókasafni Reykjavikur Allir útlánastaöir Borgarbókasafns verða aö venju lokaöir páskavikuna, frá kvöldi miðvikudags 25. marz til þriöjudags 31. marz. Þeir, sem ætla aö ná sér í bækur fyrir hátíðina, veröa því aö gera þaö í dag eöa á ntorgun og eru þá vin- samlega minntir á, að skila um leiö þeim bókum, sem hjá þeim liggja. Lánsfrestur er alls ekki lengri en 30 dagar. Borgarbókasafn Reykjavíkur. m MGMég hríU , með gleraugumím Austurstrætl 20 . Siml 14566 / ifnwiwiirrv —^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.