Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 24. marz 1970. 03B5»S □ „Og enn gerist það!“ „Ferðalangur" hringdi og sagöi: „Og enn gerist þaö! Hundruð um ef ekki þúsundum saman, ætla íslendingar að borga stórfé í sumar fyrir aö fá að stikna á Costa del Sol eða Mallorca, hvoru tveggja eftirsóttustu bað- ströndum Evrópu. Og þeir mega meira að segja þakka fyrir að fá eitthvert pláss á þessum eftir sóttu baöströndum, þar sem menn hrúgast saman, hver inn an um annan. Ja, þvílíkt! Og hvað hafa menn svo upp úr krafsinu? Veröur sjón sögu ríkari, eða hefur fólk útvíkkaö sinn sjóndeildarhring, eftir slíka ferð? Getur þaö sagt löndum sín um þegar heim er komið frá þjóölífi og einkennum hinna cr- lendu þjóða, lýst frægum stöð- um eða náttúrufegurö? — Ekki aldeilis. — En ef þig fýsir að vita hversu mörg hótel, með hversu mörgum „luxusherbergj- um og ibúöum“, hversu margir barir og næturklúbbar hafa ver ið á staönum, þá stendur nú ekki á svari. Og víniö! Djöf ... gott og ódýrt. Kostaði bara næstum ekki nokkum pening!“ □ Kofarnir víki. „Verkfræðingur“ skrifar: „Einhver „fútúristi" hefur tek ið upp hanzkann fyrir kofana t Bakarabrekkunni, sem ég skrif aði um fyrir nokkru. Hann held ur því fram, að þetta séu stíl- hrein hús, sem þarna á aö rífa. Er ég honum hjartanlega ósam mála og bendi t.d. á landlæknis húsið, sem er næst Menntaskól anum. Þessir kofar eru yfirleitt bezt geymdir á haugunum. Brekkan milli Menntaskólans og Stjórnarráðsins er of áberandi til þess að hægt sé aö láta þessa kofa standa lengur. Þarna á að koma tveggja hæða, látlaust hús fyrir Stjórnarráðiö. Ennfremur er tómt mál að tala um varö- veizlu miöbæjarins. Gömlu hús in þar eru þegar oröin of fá og fara illa innan um nýju húsin. Miklu nær er að varðveita ein- hverjar götur, sem eru afsiöis, ef menn á annað borð hafa svona mikinn áhuga á „varð veizlu“. Ætli „fútúristi" vilji ekki bara láta frysta allt manniíf og umhverfi hér í borg. eöa jafn- vel láta endurreisa hér miðaldra þjóöfélag." HRINGIÐ I SÍMA1-16-60 KL13-15 Alþjóðadagur fatlaðra var nú um helgina og minntust margar þjóðir heims þess dags undir einkunnarorðinu: „endurhæfing“. Með hverju árinu sem líð- ur gera menn sér æ ljósara grein fyrir bvi, aö endur- hæfing fatlaðra er hverju þjóðfélagj brýnt hagsmuna- mál, þar eð í kjölfar endur- hæfingarinnar koma margar hendur til starfa, er áður voru óvinnufærar. Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra stendur ein- mitt nú í miklum byggingar- framkvæmdum. þar sem með öðru er gert ráð fyrir fullkominni endurhæfingar- stöð. Einnig liggur nú fyrir yfir- standandi Alþingi, frumvarp til laga um endurhæfingu. Við snjöllum við Gest Sturluson og Ólöfu Rík- harðsdóttur um ýmislegt varðandi Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra. Gestur Sturluson: „Það hefst!“ „ENDURHÆFIN G“ „Fyrir mér er þetta normalt ástand,“ segir hann brosandi, þar sem hann situr í hjóla- stólnum og tekur á móti blaöamanninum. Hann heitir Gestur Sturluson, og er frá Fljótshólum í Flóa. Hann er einnig einn af 400 félögum í > félagi Sjálfsbjargar hér í Reykjavík, raunar í vara- stjóminni, og einn þeirra stálheppnu, sem fá einstakl- ingsherbergi í fyrstu álmu húss Sjálfsbjargar við Laug- arnesveg er tilbúin verður næsta vetur. „Fyrir mér er þetta...“ „Þetta er fyrstj áfangi húss- ins, alls verða álmurnar þrjár. Húsið verður því fullbúið U- laga og 5 hæða,“ segir Gestur. „Hvað kostar þetta ykkur?“ „Fyrsta álman er tiltölulega dýrust. Kostar hún fullbúin um 50 — 60 milljónir, þar verða á þremur hæðum 45 einstaklings- herbergi. Á annarri hæðinni er borðsalur. mötuneyti og eldhús. Hægt verður að aka inn á fyrstu hæð þessarar álmu, beint inn af götunn; og verða þar bflastæði fyrir allmargar bifreiðir. í milli- álmunni verða síðan hjónaibúð- ir og í austurálmu er reiknað meö að verðj til dæmis sund- laug. Lauslega reiknað kostar húsið fullklárað 120 til 150 milljónir.“ Gestur segir þá félagana engu kvfða þótt upphæöin sé að vísu nokkuð þá. „Þetta hefst“, segir hann og brosir sínu breiðasta, og Gestur segir blaðamanni dálítið frá félagsstarfi þeirra í Sjálfsbjörg. sem er í miklum blóma: „Við spilum félagsvist einu sinni í mánuöi. Höldum árshátíð einu sinni á ári. „Opiö hús“ er hjá okkur annað slagið og þá sýnum við skuggamyndir, syngjum, lesum upp og spilum. Við förum í bíó og leikhús eins oft og við getum,“ segir Gísli ennfremur og blaðamaðurinn hefur sannfærzt um, eftir heim- sóknina til Gísla að vissulega á fatlaða fólkið við sín vandamál að stríða, en það virðist líka oft ekkj hafa það vandamálið, sem hrjáir oft heilbrigt fólk hvað mest, nefnilega lífsleiðann. „Fyrsta félagiö var stofnað...“ „Fyrsta félagiö var stofnað á Siglufirði árið 1958 í júnímán- uöi. Landssambandið ári síðar,“ segir Ólöf Ríkharðsdóttir, ritari Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Ólöf er sjálf fötluð, en vinnur á skrifstofu Sjálfsbjarg- ar fullan vinnudag. „Nú eru félögin hins vegar orðin 10,“ segir Ólöf. „Þau eru í Ámessýslu, Keflavík Reykja- vík. ísafirði, Bolungarvík, Siglu- firði, Akureyri, Sauöárkróki, Húsavík og Vestmannaeyjum. Láta mun nærri að félagatalan sé um 1000. í undirbúningj er svo stofnun félaga á Akranesi og í Stykkishólmi.“ „Er ekkj Sjálfsbjörg í Al- þjóðasambandi fatlaðra?" ,Jú, við gengum í það árið 1964. Það samband var stofnað upp úr seinni heimsstyrjöldinni á Italíu og nú eru 16 ríki, sem eru virkir þátttakendur í þvi sambandi. Og er ánægjulegt til þess að vita, að í stjóminni eru 3 menn frá Norðurlöndunum, frá Noregi, Svíþjóð og Dan- * .. f « Ólöf Ríkharösdóttir: „Geysi- mikill aðstöðumunur, þegar byggingarnar veröa komnar í gagnið.“ mörku. Gróskumikil starfsemi er í þágu fatlaöra á Norðurlönd- um og em Danmörk og Svíþjóð til dæmis í broddi fylkingar um setningu sérendurhæfingarlaga innan tryggingarlöggjafarinn- ar,“, segir Ólöf. „Hér á landi liggur einmitt fyrir yfirstandi Alþingi frum- varp til laga um endurhæfiúýu. Og segir svo í upphafi fyrstu greinar þess: „Tilgangur laga þessara er að stuðla að þjálfun og endurhæfingu fólks ipeð varanlega skerta starfshæfi!.. svo að það geti sem bezt séð sér farborða með eigin vinnu.“ Felur frumvarpið { sér víðtækar aðgerðir til læknisfræðilegrar og starfsendurhæfingar," segir Ólöf ennfremur. Sjálfsbjörg stendur i geysi- miklum byggingarframkvæmd- um eins og fram kom í viðtal- inu við Gest Sturluson. Á sam- Iiggjandi lóð, á hornj Sigtúns og Laugarnesvegar í Reykjavik er annað félag, öryrkjabanda- lagið, einnig í stórframkvæmd- um. Sjálfsbjörg er einmitt fé- lagj aö Öryrkjabandalaginu, á- samt Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Blindrafélaginu, Blindravinafélaginu, S.I.B.S., Styrktarfélagi vangefinna og Geövemdarfélagi Islands. Um þessar byggingarfram- kvæmdir félaganna segir Ólöf: „Þetta verður heilt hverfi, og stórkostlegur aðstöðumunur þegar allar þessar byggingar verða komnar i gagnið. Húsið okkar verður til dæmis 7170 fermetrar fulllokið. Vistheim- ili verður í fyrstu álmunni, sem fullbúin verður næsta vetur. Þar verður aöstaða fyrir mikið fatlað fólk, sem þarf á aðstoö að halda. í byggingunnj allri er svo gert ráö fyrir fullkominni endurhæfingarstöð, vinnustofu fyrir gervilimasmið, vinnustofu fyrir dvalarmenn, er sinnt gætu verksmiðjuiðnaöi, til dæmis samsetningarvinnu ýmiss konar. Einnig er gert ráð fyrir stórri sundlaug og íbúðarálmu. Hús Öryrkjabandalagsins verða þrjú, átta hæða hvert. Hvert hús verður síöan tengt saman með fystu hæðinni. 1 þessum húsum verða eingöngu íbúðir, og er áætlunin að fólkið sem kemur til með að búa i þeim hafi afnot af endurhæf- ingarstööinni okkar,“ segir Ólöf ennfremur. - MV - Miðálma stórhýsis Sjálfsbjargar á horni Laugarnesvegar og byggt verður 7170 fermelrar. Sigtúns í Reykjavík, sem fujl-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.