Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 24.03.1970, Blaðsíða 5
VlSIR . Þriðjudagur 24. marz 1970. 5 „ER ÞETTA EKKI BARA OFANMYND? ' — Þrir þjóókunnir leikarar eiga aldarfjórdungs afmæli „Er þetta ekki bara ofan- mynd." — „Það 'sést hver hef- ur notað minnst sminkið á ferl inum“. „Já, og hver hefur borið mestar áhyggjur.” „Sjáið, hvað hann er krumpaður." Þannig glettast þeir og skipt ast á hnyttnum setningum, af- mælisbörnin, Gunnar Eyjólfsson Róbert Arnfinnsson og Baldvin Halldórsson, á meðan þeir stilla sér upp- í alls kyns mögulegar og ómögulegar stellingar fyrir Visismenn, Þeir byrjuðu saman fyrir 25 árum og léku þá allir svipuö hlutverk, yngis...enn í leik- ritinu „Kaupmaður i Feneyj- um Nú halda þeir upp á sitt 25. starfsafmæli í stykkinu, Meröi Valgarðssyni. „Hvort þeir túlkj svipaðar „týpur“ eins og þeir gerðu fyrst?“ „Nei, persónuleikar þeirra hafa þroskazt á ýmsa vegu“, og það er leikstjórinn Benedikt Árnason, sem fyrir svörum verö ur. „Gunnar leikur Kára, Róbert Njál og Baldvin leikur Mörð.“ Innbrot á Akureyri • Brotizt var inn aöfaranótt laug- ardagsins í olíusöluna hjá Þórshamri á Akureyri. Þjófamir komust inn í sælgætissöluna, sem er sambyggð olíusölunni, og stálu á báðum stöðunum samtals kr. 7230.— og svo nokkrum páska- eggjum, ýmsu sælgæti, filmum og smávamingi ýmsum. Lögreglan á Aku»eyrj vinnur nú að rannsókn máteins. — GP. 6ABBADI LOOmiMA 8 SIMMim SÖMU MÓTTINA og fékk oð lokum gistingu i „nýja kjallaranum' Upp úr klukkan þrjú í fyrri- nótt tók hjálparbeiðnum skyndilega að rigna yfir lög- regluna víðsvegar úr bæn- um. a „Viljið þið gjöra svo vel að senda okkur aðstoð vegna blind fullra manna héma á Rauöar- árstíg 30?“ var fyrsta beiðnin. Og svo komu þær koll af kolli hver á eftir annarri: Ölvun hér, Eyðileggur rányrkja á loðnu netavertíðina? —■ spyr aflakóngurinn á linuvertiðinni i Kefla- vik, Halldór Þórðarson á Freyju „Ég er bjartsýnn á línuver- tíðina", sagði Halldór Þórðar son, skipstjóri á Freyju, Kefla vík, um helgina, þegar frétta- ritari Vísis ræddi stuttlega við hann. „Hins vegar getur ofveiði og rányrkja í loðnu- veiðum haft örlagaríkar af- leiðingar fyrir netavertíðina“, sagði hann. Halldór kvaðst nú kominn með 366 tonn frá áramótum, en alls varð veiðin 500 tonn á ver- tíðinni í fyrra. Fiskurinn er enn nokkuð á flökti eftir æti þar eð loðnan er seint á ferðinnj viö suðvesturströndina, en henni fylgir ævinlega mikið af öðrum fiski. '•.,>? Hins vegar kvaðst Halldór svartsýnn á netavertíðina vegna hinnar miklu rányrkju, eins og hann orðaðj það, sem undanfar- ið hefur verið stunduð í loðnu- veiðunum. Kvað hann það hljóta að verða kröfur fiskimanna að slík ofveiði yrði stöðvuð hið bráöasta: Ef netaveiðin brygðist, gæti það haft hinar örlagarík- ustu afleiðingar i för meö sér fyrir verstöðvarnar sunnanlands ef netaveiðin yrði allt í einu úr sögunni. — emm/jbp. slys þar, innbrot annars staðar o. s. frv. En þegar lögreglumennirnir komu jafnharðan úr sendiförun- um og upplýstu, að um gabb eitt væri að ræða, tók lögregl- unni að renna i skap, enda næg- ar annir aðrar, sem biðu, og stórvandræðf gátu hlotizt af, ef mestallt lögregluliðið væri upptekið við fýluferðir, þegar kannskj einhvern voða bæri að höndum. Með aðstoö vaktmanns hjá bæjarsímanum tókst aö hafa uppj á símanúmerinu.semhringt var úr alls átta sinnum til að gabba lögregluna. Númerið var á heimavist Sjómannaskólans og dró heldur úr hlátri nemand- ans, sem fyrir gabbinu hafði staðið, þegar skyndilega birtust á vistinni lögreglumenn og hirtu hann. Hann reyndist ölvaður og var flúttur í nýja fangakjallarann, þar sem sann var haföur í haldi það sem eftir var nætur. Hann er þó ekki búinn að bfta úr nál- inni með þetta, þótt hann hafi gist eina nótt í fangageymslum, og verður mál hans sent saka- dómi Reykjavíkur til meöferðar. GP — SB IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. Arður til hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfundar hinn 21. marz s.l. greiðir bankinn 7% arð til hluthafa fyrir árið 1969. Arðurinn er greiddur í aðal- bankanum og útibúum hans gegn framvísun arðmiða merktum 1969. Athygli skal vakin á því, að réttur til arðs fellur niður, ef arðs er ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga, samkv. 5. gr. sam- þykkta bankans. Reykjavík, 23. marz 1970. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. NOTAÐIR BILAR Skoda 1000 MBS árg. ’67 Skoda Octovia Combi ’66 Skoda Octavia Combi ’65 Skoda 1202 árg. ’64 fæst l'yrir 2—3ja ára skulda- bréf. TTffiT Auöbrekku 44-—46, KópaVogi Simi 42600 UTBOÐ Landsvirkjun hefur ákveðið að bjóða út eftir- greind tvö verk við Þórisvatnsmiðlun: 1. Vatnsfellsveita: Skurðgröftur um ein milljón rúmmetrar, er Ijúka skal á þessu ári. 2. Stíflugérð við Þórisós um 600 þús. rúm- metrar, er ljúka skal á næsta ári. Útboðsgögn fyrir hvort verk verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, frá og með föstudeginum 3. apríl n.k. Tilboð verða opnuð i skrifstofu Landsvirkj- unar þriðjudaginn 5. maí n.k., kl. 14:00. Reykjavík, 23. marz 1970 LANDSVIRKJUN Almennur félagsfundur Sjálfstæðisfélags Garöa- og Bessastaóahrepps verður haldinn þriðjudaginn 31. þ. m. að Garðaholti, Garða- hreppi, ki. 8.30. Fundarefni: 1. Tekin ákvörðun um frambjóðendur sveitarstjórna- kosninga. 2. Fjárhagsáætlun hreppsins. Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri. STJORMiN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.