Vísir - 10.04.1970, Page 6

Vísir - 10.04.1970, Page 6
6 V1SIR . Föstudagur 10. apríl 1970. vill taka áð sér vörur. — Flest kemur til greina. Tilboð merkt: „Meiri velta — 7773“ sendist augl. Vísis. Djúpnökkvi til björgunar áhafna úr sokknum kafbátum — Stuðzt v/ð reynslu af litlum kafbátum, sem smíðaðir hafa verið til djúphafsrannsókna Tjað má kannski segja sem svo að okkur komi kafbátaút- gerð hemaðarþjóðanna lítið viö og eins megi okkur þá einu gilda þótt einn slíkur nökkvi sitji fastur á sjávarbotni og far ist þar með allri áhöfn. En það er nú einu sinni þannig að mannslíf er mannslíf hvar í heimi og við hvaða að- stæður sem er, og eitt hvað er bogið viö þann mann, sem það snertir ekki neitt, ef sagt er frá válegum slysum á sjó eða landi, þar sem fjöldi manna særist eða bíður bana. Og einhvem veginn hefur maö ur það á tilfinningunni, að það sé ömurlegur dauðdagi að kafna innilokaður í kafbátsskrokk á hafsbotnj og munu vlst flestir þakka sínum sæla að eiga það ekki á hættu að vera tilneyddir að trúa slíkum farkosti fyrir lCfi sínu, og þarf ekki sérstök innilokunarkennd að ráða sliku þakklæti. Þótt furðulegt kunni að virð- ast, þá lítur út fyrir að hinum miklu tækniþjóöum hafi ekld enn tekizt aö smlða kafbáta, sem tryggt sé að ekki geti far- izt. Nýjustu og fullkomnustu kjamorkuknúnir kafbátar virð ast ekkj heldur ömggir. Ekki em liðin nema tvð ár síðan bandaríski kafbáturinn „Scorpi- on‘‘ sökk útj fyrir Azoreyjum. Alls hafa farizt 13 bandarísk- ir kafbátar á friðartímum og með þeim 552 menn. Bretar hafa einnig misst að minnsta kosti þrjá kaifbáta á friöartím- um, og Frakkar einn eöa tvo. Þrátt fyrir allar tæknilegar fram farir, hefur gengið seinlega að finna ráð til að bjarga áhöfnlcaf báta á miklu dýpi enda gefur auga leið að allar aðstæöur til björgunar em þar hinar örðug- ustu sem hugsazt getur — ekki hvað sízt ef verður er slæmt og sjðr úfinn á yfirborðinu. Banda- rískur sjóliðsforingi af sænsk- um uppmna vann lengi að gerð köfunarhylkis til björgunar á mönnum í sokknum kafbátum og tókst loks að gera slíkt hylki, sem komið gat að notum við sæmilegar aðstæður og reyndist vel, en var þó bæði á- kaflega seinvirk björgunarað- ferð og háð veðxi og sjólagi. Síðasta áratuginn hafa verið smíðaðir'nokkrir kafbátar eða væri réttara að kalla það djúp nökkva til rannsókna undir yfir borði sjávar ,og á hafsbptni. — Þessir djúpnökkvar em stómm mun minni en kafbátar, ætlað ir til hemaðamota, en ákaflega fullkomnir eigi að síður og hafa reynzt mjög vel á sínu sviði. — Sá þeirra sem talinn er full- komnastur tæknilega er raunar smíöaður í Sviss, landi, sem hvergi íiggur að sjó, en það er djúpnökkvinn „Benjamfn Frank Djúpnökkvinn er rennilegur farkostur — minnir mest á tundurskeyti. Iín“ sem nú er við rannsóknir á Golfstraumnum. Reynslan af þessum litlu og stjóm-lipm djúp nökkvum hefur svo leitt ti'l þess, að Bandaríkjamenn hafa nú smíðað nökkva af svipaðri gerð til björgunar á áhöfnum úr sokknum kafbátum. Hefur sá fyrsti þegar verið reyndur við sem líkastar aðstæöur og þegar um slíkt slys er áð ræða og gefið mjög góðan árangur og era þrír aðrir björgunar- nökkvar af þeirri gerð þegar í . smfðum vestur þar. Björgunamökkvinn er 15 m langur, 2.4 m að innanmáli og vegur 35.200 kg. Skriðhraðinn er 4,5 hnútar á vöku. Gert er ráð fyrir að þeir verði fluttir með flugvéium, þegar um slys er að ræða, til næstu kafbáta- hafnar og síðan með kjarnorku kafbát sem næst staönum, þar ■ sem hinn sokkni kafbátur íigg ur og „sleppt þar“. Þeir em búnir hinum fullkomnustu tækj um til miðunar og ættu þvf aö vera fljótir að finna flakið, þar sem það liggur. Þegar björgunar nökkvinn leggst svo að þvi, er hann tengdur þar við dyr á skrokk kafbátsins með sérstök um umbúnaði, og eftir Það á hann að géta flutt áhöfnina smám saman upp á yfirborðið, þar sem skip verða komin á staðinn. Þegar.er hafinn undir- búningur að því að búa alla bandaríska kafbáta „björgunar dymm" í þessu skyni. Alls á björgunarnökkvinn að geta flutt 24 af áhöfn kafbátsins í hverri ferð og ætti þvi slikt björgunarstarf að geta gengið greiðlega, jafnvel við hinar erf iðustu aðstæður. Gert er ráð fyrir að hver björgunarferð taki um þrjár klukkustundir þar sem það tekur nokkum tima ,að tengja nökkvann og kafbát inn og losa úr tengslum hverju sinni. Gert er ráð fyrir að kostnað urinn við smíð; hvers björgunar nökkva nemi um 41 milljón doll ara. Það er mikið verö, en að því er ekki spurt, þegar um björgun á mannslífum er að ræða. Björgunamökkvamir eru smíðaðir hjá Lockhead-flug- vélaverksmiðjunum og búnir þeim fullkomnustu rafeinda- tækjum, sem völ er á, eins og áður segir. Þegar lokið er smíði þeirra nökkva, sem sjóherinn hefur beöið um, er gert ráö fyrir að Lockhead verksmiðjumar smíði nokkra slíka nðkkva til rannsókna undir yfirborði sjáv- ar sem bæðj Bandarfkjamenn og aðrar þjóðir, sem við hafið búa, leggja nú mikla áherzlu á, eins og áður hefur verið sagt frá f þessum þáttum. Sölumaður i út og kr. 750.— á mánuði Nú geta allir gefið nytsamar fermingargjafir. Seljum á meðan ferriiingar standa yfir á mjög góðum kjörum, skatthol, skrifborð, skrifborðsstóla, sauma- borð o.m.fl. , Aðeins kr. 1000. — út og kr. 750.— á mánuði TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF. Laugavegi 166, Símar 22222 og 22229

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.