Vísir - 10.04.1970, Side 9
9
VÍSIR . Föstudagur 10. april 1970.
með sömu röngu hugmyndirnar.
Á hinn bóginn getur líka verið
athyglisvert að standa lengur
við og kafa dýpra til aö sjá
æ betur, hversu hin fyrstu
lcynni gáfu fjarstæðukennda
mynd af raunveruleikanum.
Tjað eru ekki íslendingar ein-
ir, sem gera sér rómantisk
ar hugmyndir um íra. Amerí-
kanar koma til Dublin í stór-
um flokkum með myndavélar á
maganum, yfirleitt til að leita
uppi þá staöi, sem fprfeður
þeirra yfirgáfu endur fyrir
löngu, eða þá í bókmenntaleg-
um hugleiðingum til að sjá,
hvar Wilde fæddist, Joyc bjó
og Behan draikk.
Á Mulligan’s-kránni viö mynni
árinnar Liffey í hjarta Dyflinar
hlæja menn ennþá að ame-
rísku kéllingunni, sem kom þar
inn, og spurði, hvort sjálfur
Joyce hefði ekki oft komið á
þennan stað. Því var, svarað ját
andi, úr því að Joyce var þar
í eina tíð daglegur gestur og
skrifaði víst einhvem hluta af
þeirri frægu bók „Ulysses" á
staðnum. Sú ameríska spurði,
hvar hann hefði setið, og var
bent á einhvem auðan stól úti
í horni, þangað tók hún strikið,
féll á kné og kyssti setuna
fjálglega, og gekk síðan út með
tárin í augunum, en verkakall-
arnir, sem alltaf eru þarna inni,
hlógu svo mikiö, að þeim svelgd
ist á bjómum sínum.
Þótt Irar geri góðlátlegt grín
að þessum myndavélapílagrim-
um, sem heimsækja þá handan
um höf í leit aö einhverju, sem
ekki et til og hefur vísast aldrei
verið til, annars staðar en í hug
arheim' draumlyndra manna,
gera þeir ekkert til þess að fólk
breyti áliti sínu á þjóðinni. Sjálf
ir gangast þeir ofurlítið upp við
allt talið um orðhvata og óstýri
láta þjöð, káta í stríöi en dapra
í söng.
/~kg þannig þekkja flestir ír-
land, rétt eins og flestir
ferðamenn, sem til íslands
koma, fara þaðan með endur-
minningar frá Þingvöllum,
þenkjandi um Sögueyjuna, þar
sem lýðræðið blómstraði, og
menn skrifuðu ódauölegar bæk
ur, en vita annars lítið um það
þjóðlíf, sem þar þrífst, um fólk,
sem byggir yfir sig á nóttunrá
og'um helgar, um hreppapóli-
tik i landinu — og annað því-
umlíkt. í augum feröamannsins
eru írar söngelskir og drykk-
felldir og heita flestir í höfuðið
á heilögum Patreki, á sama hátt
og Skotar ganga í pilsum og
blása í sekkjapípur, og Bretar
sjást ekki án þess að vera með
kúluhatt og einglesi. öll þessi
þjóðareinkenni eru velþekkt, en
þau eru leifar frá gamalli tíö, og
helzt dregin fram í sviðsljósið á
tyllidögum, því hvunndags eru
menn of uppteknir af nútíð og
framtíð til að hugsa mikið um
gömul verðmæti og þjóðararf.
Og óneitanlega virðist það vera
heilbrigðara að láta sig fram-
tfð þjóðar sinnar miklu skipta
heldur en að kroppa sífellt sama
bitann og forðast allt nýtt á
þeirri forsendu, að forfeöumir
hafi lifaö og dáið án þess.
Kannski em írar núna að
vakna til meðvitundar um, nö
það frelsi, sem þeir börðust
svo hatrammlega fyrir, er ekki
nóg eitt út af fvrir sig — frels
ið er til að gefa þeim svigrúm
til að skipuleggja framtíðina,
“n ekki til að dýrka fortíðina,
-tin peir vildu svo gjarnan, aö
hefði verið öðravísi.
En hvað sem allri írskri
ferðamannarómantík líður þá er
víst að þangað er gaman að
koma, þrátt fyrir dýrtíðina, og
vissulega er eyjan græn og íbú-
arnir vingjarnlegir, þótt húsin
séu sótug og straetin óhrein.
.!
Um helgina verða miklar
annir hjá öllu starfsfólki
strætisvagnanna í sambandi
við nýju leiðabreytinguna.
Allar símalínur verða opnar
til þess að taka á móti þeim
hringingum, sem kunna að
berast og veittar upplýsingar
um nýja kerfið. Strætisvagna
stjórarnir fá að glíma við
akstur á nýju leiðunum, þeg-
ar akstur hefst í fyrramáiið,
og um leið verða borgarbúar
að vera undir það búnir að
rata að réttum viðkomustað
vagnsins síns og vita hvaða
leið hann fer.
J^jyja leiðakerfið merkir mik-
il umskipti fyrir allan þann
fjölda sem ferðast með strætis
vögnunum daglega 45 þúsund
manns. Þetta er mesta umferðar
breytingin síðan hægri umferð
in var tekin upp og kemur við
líf flestallra borgarbúa í ein-
hverri mynd.
Ýmsar ástæður liggja að því
að nýja leiðakerfið er tekiö
upp. Engan þarf að furða á því
að þörf hafi verið á nýju kerfi
þegar það er haft í huga aö þeg
ar strætisvagnaferðir hófust ár
ið ‘31 var mestöll byggð Reykja
víkur innan Hringbrautar, sem
þá hét, en það eru nú Ánanaust,
Hringbraut og Snorrabraut. —
Lækjartorg var þá mjög mið-
svæðis í byggð borgarinnar og
athafnalífi. íbúataia Reykja-
víkur var þá tæp 29 þúsund.
Fyrstu leiðir strætisvagna
lágu frá Lækjartorgi inn að
Kleppi, suður í Skerjafjörð, inn
í Sogamýrj og Rafstöö og um
Vesturgötu út á Seltjamarnes.
Fleiri leiðir bættust smátt og
smátt við.
Einar B. Pálsson, verkfræð-
ingur, höfundur nýja leiðakerf
isins, hefur tekið saman ýmsar
upplýsingar um þetta efni o«
leitt rök að þörf á breyttu
leiðakerfi. „Byggð borgarinnar
hefur breytzt mjög mikið á und
anförnum árum“ segir hann m.a.
„Borgarbyggðin hefur fyrst og
fremst vaxið austur og suöaust
ur á bóginn, svo að þyngdar-
punktur byggðarinnar er kom-
inn miklu austar og er nú lfk-
lega nálægt Nóatúni. Mörg
helztu athafnahverfj borgarinn-
ar eru nú austan Nóatúns og
Lönguhlíðar. Þessi þróun heldur
áfram hröðum skrefum.
Borgin hefur þrefaldazt að
íbúatölu frá 1931 jafnframt því
sem borgarbyggðin hefur þan-
izt út. Miðbærinn gamli er kom
inn í útjaðar borgarbyggðarinn-
ar Ný athafnasvæði og stofn-
anir hafa risið viðs vegar á borg
arsvæðinu. Þarf nú líka að sjá
fyrir strætisvagnaleiðum miili
þeirra og íbúðahverfanna.
Leiðakerfið hefur á undan-
förnum árum þróazt í þá átt að
verða of margbrotið. Athuganir
sýna að borgarbúum veitist erf
itt að átta sig á öðrum leiðum
en þeim, sem þeir fara daglega.
Lág ferðatíðni vagnanna eftir
gamla kerfinu krafðist endur-
skoðunar og sú þróun að borgar
búar nota strætisvagna nú
minna á kvöldin og á helgidög-
um um leið og tíðni ferða eykst
á daginn. Nýtt skipulag borgar
innar útheimtir einnig breyt-
ingu á leiðakerfi strætisvagn-
anna.“
LKYK.UYIK
1 '
Eiríkur Ásgeirsson forstjóri SVR t. v. og Einar B. Pálsson verkfræöingur við kort af gamla
og nýja leiðakerfinu. Nýja leiðakerfið sést á neðri uppdrættinum.
ALLIR YILJA HAFA
STUTT I STRÆTÓ
„Jj’ólk vill hafa stutt í strætó
en enginn vill láta strætó
ganga sína götu eða stoppa hjá
sínu húsi“ sagði Ragnar Þor-
grímsson kennari á námskeiði
fyrir strætisvagnastjóra, sem
haidið var nýlega. Þessi setning
lýsir kannski nokkuð vel hugar
fari borgarbúa til strætis-
vagnanna sem enginn vill vera
án en allir vilja hins vegar losna
við þá umferð, sem Öhjákvæmi
lega leiðir af þeim. Þarna er
einmitt vikið að því sem flest-
ir strætisvagnafarþegar munu
fyrst taka eftir í fyrramálið, en
það er hvort styttra eða lengra
sé I strætisvagninn en áður. —
standi á sínum fyrri stöðum,
en þau veröa færö til síðar.
Meðal nýjunga eru ttaiaáætl
anir, en í leiöavisinum frá, S.YR
stendur hvenær vagninn kemur
á hina ýmsu viðkomustaði og
verður, þetta mikil breyting frá
því sem áður var, þegar farþeg
inn vissi aldrej nákvæmlega
hvenær hann máttj eiga von á
vagninum.
Þegar inn í vagninn kemur
’ gjida sömu miðarnir og verið
hafa en skiptimiðinn bætist við
fyrir þá, sem ætla að taka tvo
vama innan viss tima.
Fyrir utan aukna tíðni vagn-
ferða og breytingar á leiðum
— en enginn vill láta vagninn ganga sina götu
— mesta umferðarbreyting i höfuðborginni frá
H-degi á morgun
Allir vilja hafastutt I strsetó.
Þetta atriði hefur verið tekið tii
vandlegrar ahugunar við samn
ingu nýja leiðakerfisins og nið
urröðun viðkomustaða. Reynt
hefur verið að fá meðalgöngu-
leið 300 metra milli viðkomu-
staða. En ekki hefur verið unnt
aö framfylgja þvf í öllum tilfell
um. Hins vegar hafa fleiri far-
þegar styttri gönguleið á við-
komustað eftir nýja kerfinu en
áður var. Nöfnin á viðkomustöð
unum munu breytast töluvert
eins og staðsetn. þeirra, og nú
veröa þau meira eftir kennileit
um í borginni en áður. Vagnar
staðnæmast t.d. við Langholts
kirkju, Þjóðleikhús, Þjóðminja-
safn, Hamrahlíðarsikóla og
Mjólkurstöð.
Farþegarnir ættu að veita við
komustöðunum sérstaka athygli
í fyrramálið, en ómerktir við-
komustaðir verða þá ekki leng-
ur i notkun þótt biðskýlin
liemur nú nýtt atriði inn í leiða
lcerfið en það er leiðirnar sker-
ast nú eða snertast á mun fleiri
stöðum en áður var og geta far
þegamir þvi farið úr einum
vagni á viðkomustað og tekið
þar annan, sem fer í aðra átt,
fyrir utan hinar þrjár störa mið
stöðvar Lækjartorg, Hlemm og
Grensásstöð.
TTér á eftir verður leitazt við
að skýra út leiðimar með
þvl að taka nokkur dæmi:
Nemandi í Háskólanum á t.d.
heima uppi1 Árbæjarhverfj og
ætlar heim til sín eftir að
kennslu lýkur klukkan 16 á virk
um degi. Hann á kóst á vagni
á leið 6, sem staðnæmist rétt
hjá Gamla Garði klukkan 16.13
og er kominn á Grensásstöð
kl. 16.24. Þar nær nemandinn
f vagn á leið 10, sem leggur af
stað frá Grensásstöð mfnútu
seinna og er kominn upp að Sel
ásj kl. 16.33. Nemandinn er þvf
tuttugu mínútur á leiðinni. not
ar tvo, vagna og skiptimiða.
Nemendur í Háskólanum hafa
aðallega um tvær ferðir að
velja, leið 6, sem áður var getið
og leið 5, sem ekur bæði um
Lækjartorg og Hlemm og gefur
því möguleika á að skipta yfir
í allar leiðir strætisvagnanna.
Hins vegar fær maðurinn, er
býr úti á Seltjamamesi og kenn
ir við bamaskólann í Árbæjar
hverfi ekki eins hentuga ferð:
Hann á að vera kominn klukkan
átta að morgni f skólann og tek
ur því vagninn á leið 3, sem fer
7.02 frá Melabraut, hann nær
í vagn á leið 10 sem ekur upp
í Selás á Hlemmj kl. 7.32 og
þarf því aö bíða á Hlemmi í 14
mínútur. Þessi farþegi er kom
inn í skólann sinn tæplega 7.48
og mætir því tímanlega í
kennsluna, en hætt er við því
að honum leiðist biðin á Hlemmi
þegar til lengdar lætur og verði
sér úti um annan fararskjóta.
Svo er það konan í Skerja-
firðinum, sem æflar að heim-
sækja ættingja sinn á Borgar-
spítalann. Hún tekur leið 5 frá
Skeljanesi kl. 18.27, skiptir um
við Hljómskálann og tekur leið
7 eftir fjögurra mínútna bið (ef
hún nennir ekki að bíða heldur
hún áfram meö fyrri leiöinni og
tekur seinn; leiðina á Lækjar-
torgi, en þaðan fer vagn kl.
18.40) og er komin að Borg-
arspítalanum kl. 18.51, eða eftir
24 mínútna ferðalag með tveim
vögnum og á skiptimiða.
Eftir heimsóknina á spítalann
notar hún tækifærið og fer til
kunningjafólks á Langholtsvegi.
Hún tekur leið 9 á hominu á
Bústaðavegi og Klifvegi kl.
19.47 og er komin inn á Lang-
holtsveg níu mínútum seinna.
Forráðamenn strætisvagn-
anna segja aö nýja kerfiö sé ein
faldara og auöskildara en hið
gamla vonandi komast farþeg
amir að hinu sama, þegar
reynsla er komin á.