Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 8
Vl S IR . Laugardagur 18. júlí 1970. ? VISIR Útgefan li • Reykjaprent hí. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar- Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178 Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr 165 00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiC Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Stórfelld aukning námslána Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir stór- felldri aukningu á lánum til námsmanna. Á hækkunin að koma til framkvæmda þegar í haust. Verður séð svo um, að Lánasjóður námsmanna fái til ráðstöf- unar um 135 milljón krónur á næsta ári, en það er 49 milljón krónum meira en í ár og næstum 60% aukning á aðeins einu ári. Stjórn Lánasjóðs námsmanna hafði orðið einróma sammála um að gera tillögur ti) ríkisstjórnarinnar um þessa aukningu. Hún miðar að því, að námsmönn- um verði að meðaltali lánað um 66% af svokallaðri umframfjárþörf þeirra, en það er mismunurinn á námskostnaði þeirra og eigin tekjuöflun. Áður hafði þetta hlutfall numið um 54%. Varð ríkisstjórnin að öllu leyti við óskum stjórnar Lánasjóðs námsmanna. Byrjendur í námi fá nú lánuð 60% af umframfjár- þörf sinni og þeir, sem lengst eru komnir. fá 90% lánuð. Er með þessu stigið stórt skref í þá átt, að op- inber aðstoð við námsmenn nægi hverjum námsmanni til að standa straum af árlegum námskostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til afstöðu hans til að afla sér fjár með vinnu í fríum. Samtök námsmanna hafa lagt fram þá kröfu, að á fjórum árum verði þessu marki náð. Eru nú góðar horfur á, að þetta takist að verulegu leyti, þar sem ríkisstjórnin hefur brugðizt svo vel við. Samtökin hafa einnig kvartað yfir því, að lán þessi séu ekki greidd nógu snemma á hverjum vetri. Úr því verður nú einnig bætt, og verður hluti námslána næsta vetr- ar greiddur þegar við upphaf náms í haust. Á nú að verða mun auðveldara fyrir efnalitla námsmenn að komast til mennta. Með þessum aðgerðum er ekki verið að bæta fyrir neina fyrri vanrækslu. Á undanförnum árum hefur heildarupphæð námslána aukizt gífurlega. Aukning- in til hvirs námsmanns er mun meiri en sem nemur verðhækkunum. RiVcs'jjórnin hefur því á undanförn- um árum sýnt sérstaka viðleitni í þá átt að bæta kjör námsmanna. Hin mikla aukning námslána í ár er að- eins eðlilegt framhald þeirrar stefnu. Þótt námslán hafi áukizt gífurlega að undanförnu, hefur hlutur þeirra námsmanna, sem dveljast erlend- is, versnað vegna verðhækkana erlendis og gengis- Iækkana hér heima. Eigin kostnaðarhluti þeirra í ís- lenzkum krónum hefur aukizt, og sömuleiðis hefur versnað aðstaða þeirra til að afla sér mikils fjár í fríum. Þetta er orsök gremjunnar, sem undanfarið hefur mjög borið á í röðum námsmanna erlendis. . Nú hefur verið tekið svo mikið stökk fram á við í aðstoð við námsmenn, að allir mega vel við una. Og búast má við, að lánveitingar aukist enn á næstu ár- um í samræmi við þá þróun, sem nú á sér stað. Stefn- an ,er sú, að hæfileikar ungu kynslóðanna nýtist sem bezt, án tillits til efna og aðstöðu. ) ( /) Rifizt um innflytj- endur í Bretlandi — sérfræðingar rikisins hafa tekió harða af- stöðu gegn innflytjendum til landsins Þessi mynd er frá Halifax. Aoeins hórundsdokkir verkamenn vinna þar næturvaktir. Deilur miklar eru nú uppi í Bretlandi um hvemig skuli bregðast viö vandanum sem inn- flytjendur víðsvegar að úr heim- inum, en einkum bó frá suð- og austlægum Samveldislöndum, hafa skapaö. Þekkt er hin harða afstaða ihaldsþingmannsins Enough Powell op; nú bendir sitthvað til þess, að þess verði krafizt að yfirvöld geri einhverjar ráðstaf- anir. Ein stofnun innan brezka ríklsbáknsins fjallar um vanda- mál litaðra innflytjenda, eða innflytjenda af framandi kyn- stofnum. Þessi stofnun „Race Relations“ hefur ttl dæmis gert nokkuð nákvæma rannsókn um hve mikið hver innflytjandi kosti ríkiskassann og hvernig þeim gengur að fá atvinnu. Sömuleiðis hvemig atvinnu þeir fá. Það er NIESR (Nationai Institute for Economic and Social Research) sem hefur yf- irumsjón meö þessum athugun- um og hermir í þeirra skýrslu, að innflytjendur síðari ára þ.e. þeir er flutzt ha>fa til Bretlands Innflytjendur fyrri ára reynast vel. Fyrir 1960 komu aö visu stöö- ugt innflytjendur til Bretlands, en árlega nam sá fjöldi aldrei nema nokkrum þúsundum, og Bretar eru svo fjölmennir fyrir, að þessa fólks var varla vart sem eiginlegri viðbót. Það hef- ur og sýnt sig, að hæfilegur fjöldj innflytjenda frá Indlandi eða Jamaica getur veríð til heilmikilla bóta, en þá veröur að ganga út frá þvl sem vísu, að fólkið sem til landsins flytzt geti fengið atvinnu og að pláss sé fyrir börn þess f skólunum. Þeir sem ekki vilja á neinn hátt hamla gegn innflytjenda- straumnum, benda gjarnan á þá Indverja sem fluttu til Bret- Iands eftir 1950. Þessir Indverjar virðast nú fullkomlega hafa sam- lagazt innfæddum. Þeir hafa orðið sér úti um góða almenna menntun og það hefur vakið at- hygli að indverskum nemend- um og skólanemendum frá Jam- aica, hefur gengið áberandi vel að læra. á áratugnum 1960 — ’70 eru mikl- um mun misjafnari sauöir en fyrri innflytjendur sem ti! Bret- lands hafa þyrpzt. Er þá eink- um átt við Gyðinga sem flýðu undan nasistum i Þýzkalandi á striösárunum eða skömmu fyrii þau, svo og flóttamenn úr Evr- ópu fyrr á öldum, svo sem Húgenottana sem flýöu undan Lúðvík 14. í Frakklandi. Þeir innflytjendur sem nú valda Bretum hugarangri eru aðallega frá Indlandi, Kýpur og Jamaica. Þetta er yfirleitt fóik sem litla sem enga starfsmennt un hefur og mjög mikill fjöldi þess er enn á barnsaldri. Það merkir þaö að skólakerfið verð- ur að taka við miklum umfram- fjölda, en þessi fjöldi útlendinga sem þannig streymir inn i brezkar skólastofur er illa fier um að meðtaka kennsluna og á oft i erfiðleikúm meö að ná inn- lendum nemendum. Margit benda á, að aukakostnaður viö rekstur skólanna, sé af þessum sökum svo mikill, að varla sé forsvaranlegt að taka svo ótak- markað við nýjum nemendum. Þeldökkir fá illa laun- uð störf. í skýrslu NJESR, sem nær allt fram til þessa árs, segir að meðalaldur innflytjenda sé tals- vert lægri en meðalaldur Breta. Til dæmis hafa 100.000 börn á skyldunámsstigi flutzt til lands- ins síðan 1963. NIESR bendir i því sarnbandi á, að þetta unga fólk Verði að komast sem fyrst í atvinnu eftir að það kemur til iandsins, og atvinnan sem því stendur til boða. er undantekn- ingarlítið sú atvinna sem inn- Færidir Bretar líta ekki við. Þann ig starfar mjög mikill hluti inn- ,'lytjenda .þ.e.a.s. þeirra sem at- vinnu hafa, að sóðalegum og erfiðum störfum. Þessi störf hafa þrjú sérkenni: Þau eru illa launuð, leiöinleg og sem fyrr segir sóðaleg og þar að auki er oftast um að ræða einhvers kon- ar skiptivinnu, þ.e. vaktavinnu eða vinnu að næturlagi. Slík störf er helzt aö finna á veþingahúsum sjúkrahúsum og við strætisvagnana. Þá vinna innflytjendur mikið i þungaiðn- aðinum, einkum í málmsteypum Fyrsti hörundsdökki lögreglu maðurinn i Bretlandi — hann var Iögregluforingi í Kenya, en varð aimennur iögreglu- þjónn í London. og nú er svo komið, að varla væri hægt aö halda málmsteyp- um svo og plast- og gúmiðnað- inum gangandj án innflytjenda, þvl að allir verkamenn eru út- lendingar. Sérfræðingar svartsýnir Sérfræðingar NTESR hafa tek- ið nokkuð harða afstöðu gegn innflytjendastraumnum, og halda þeir því fram að hálfgert neyðarástand muin skapast í framtíðinni ef svo fer sem horf- ir samkvæmt útreikningum þeirra: að fram til ársins 1981 muni 30.000 innflytjendur koma til Bretlands árlega, þrátt fyrir nýlega sett lög um takmörkun á þessum straum. Aðrir benda þá á, að svo harður áróður hafi verið rekinn gegn innflytjendum til Bret- lands, að það fólk sem nú er að taka sig upp frá heimabyggð sinni í Indlandi, á Jamaica, Ceylon eða Kýpur, sé nú að miklu leyti hætt aö hugsa um að setjast að í Bretlandi, en hugsi frekar um Kanada, enda hefur innflytjendastraumur til Kanada aukist gífurlega upp á síðkastið — þannig aö veriö getur að sérfræðingar séu full svartsýnir. Þjóðfélagið tapar ekki Enn benda NIESR menn á að árlega sendi vinnandi útlend- ingar I Bretlandi 45 milljónir punda úr landi, til ættingja sinna í heimalandinu. Þessu svara bjartsýnir þá með því að benda á, að þessi 45 milljón pund séu aöeins lítill hluti þess fjár sem þjóðfélagið græði á hinum ungu erlendu verkamönnum, því þeir láti sér nægja svo illa launuð störf og séu þar að auki yfirleitt mjög framagjamir og ákafir í að ná sér í peninga. Þeir séu því einu verkamennirnir sem vilji vinna yfirvinnu eða næturvinnu, en oft hafi áður verið skortur á fólki sem vildi leggja verulega hart aö sér, þó kaupið væri lágt. Það er vafalaust að innflytj- endastraumurinn hefur valdið og á eftir að valda Bretum mikl- um erfiðleikum en þegar þessi þunga alda er gengin yfir eða tekur að fjara út, þá er líklegt, að hinir hömndsdökku verka- menn hafa þrátt fyrir voða spá- dóma Powells og skoðana- bræðra hans, ekki verið svo slæmir gestir þegar allt kemur til alls. — GG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.