Vísir - 10.09.1970, Síða 8

Vísir - 10.09.1970, Síða 8
 V1SIR . Fimmtudagur 10. september 1970. Otgefanli Reykjaprent Ut. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugðtu 3b Simi 11660 Ritstjóra- Laugavegi 178. Sfml 11660 f5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 ð mánuöi innanlands I iausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Visis — Edda hf. Raunsæi er bezt j ]\feginverkefni þjóðarinnar í efnahagsmálum á næstu ( mánuðum er tvíþætt. Annars vegar þarf að tryggja l þá lífskjarabót, sem fylgdi kjarasamningunum í vor. / Hins vegar þarf að tryggja þá velgengni í atvinnu- lífinu, sem gerði lífskjarabatann mögulegan. Reynslan sýnir, að ekki er auðvelt að samræma hvort tveggja. Launahækkanir, sem bæta lífskjör, draga úr velgengni atvinnulífs. Gengislækkanir, sem efla atvinnulíf, gera lífskjör lélegri. Þetta eru dæmi ( um þann vanda, sem er á höndum, þegar menn vilja í í senn efla atvinnulífið og bæta lífskjörin. Vandinn er aðallega fólginn í, að við lítum ekki nógu raunsætt á málin. Margir átta sig ekki enn á, að undirstaða góðra lífskjara er styrkt atvinnulíf, sem er svo afkastamikið, að það getui áfallalaust haldið ( uppi velmeguninni. Þeir eru þó alltaf að verða fleiri, l sem átta sig á þessari staðreynd. / Lausnin felst ekki í að bæta lífskjör skyndilega ) svo mikið, að atvinnufyrirtæki og opinberar þjón- ) ustustofnanir geti ekki staðið undir kostnaðarauk- \ anum. Þá fleyta fyrirtækin og stofnanirnar hækkun- ( inni út í verðlagið og setja þar með verðbólgu af stað. f Eða þá að þau lenda í taprekstri og samdrætti. Hvort / tveggja étur aftur lífskjarabatann. ) Lausnin felst í að efla atvinnulífið stöðugt og ) bregða ekki fyrir það fæti með óraunhæfum launa- \ hækkunum. Ef atvinnulífið vex sífellt að þrótti, er l jafnóðum hægt að bæta lífskjörin til samræmis við ( afkastaaukninguna. Aðalatriðið er, að þetta gerist / í takt. Ef við erum of bráðlynd að bæta lífskjörin, ) hefnir það sín fljótlega aftur. ) Nú stöndum við andspænis verðbólgu og hugsan- \ legum erfiðleikum í atvinnulífinu í vetur. Það stafar \ af því, að of geyst var farið í kjarasamningunum I (( vor. Þetta er vandi dagsins. Það er hagsmunamál allr- /f ar þjóðarinnar, að þessi verðbólga verði heft og að ') atvinnulífíð lendi ekki í þröng. Ef það tekst, höfum <i við tryggt okkur, a£ cfnahagslíf og velmegun haldi áfram að blómstra í náinni framtíð. Einmitt í þessu felst mikilvægi þeirra viðræðna, sem nú eiga sér stað milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðsins. Þar eru þessi mál reifuð og rætt ( um hugsanlegar leiðir til að ná hinum sameiginlegu í markmiðum. Hinir svartsýnu telja litla von um ár- / angur, og má vera, að þeir spái rétt. ) En ekki má heldur gleyma því, að forustumönn- \ um deiluaðila vinnumarkaðsins er ljós ábyrgð sín. V Forsvarsmenn vinnuveitenda rita, að þeim er falið ( að standa vörð um velgengni atvinnulífsins til langs ( tíma. Og forsvarsmenn launþsga vita, að þeim er / falið að standa vörð um velmegun launþega til langs ) tíma. Skammsýsi óbilgimi þjónar ekki þessum hlut- ) vemum. Þess vegna er ástæða til að vona, að við- \ ræður þessara aðila við ríkisstjórnina verði gagn- \ legar og stuðli að lausn efnahagsvandamálanna. ( Hvít þrælasala til klaustra og vændishúsa Kaþólska kirkjan hefur verið borin þeim sökum, að hún tíðki kaupskap á ungum stúlkum frá Ind- landi. — Kirkjufulltrúar greiöa heimanmund og giftingar kostnað dætra sinna. Keralamenn eiga það til að selja dætur sinar arabískum þrælakaupmönnum. Bátar frá Kerala sigla út f Arabaflóa og hitta fyrir fiskíbáta frá Araba- rfkjum Arabar láta vindlinga IIIIIIIIIIIE m „Velkomnar til Evrópu." — Indversku nunnuefnin eru oftast notuð tll gólfþvotta. „Hversu mikið greidduð þér fyrir yðar stúikur?" kaupi ungar indverskar stúlkui og eigi þær að verða nunnur í klaustr- um í Evrópu. Ein slík sneri nýverið aftur til Indlands og sagðist aldr- ei hafa fengið neina nunnuskólun. í þess stað hefði hún verið í skítverkunum, gólf- þvotti og puði, á geð- veikrahælum og klaustr um. Vindlingar og viskí fyrir stúlkur Það kom á daginn, að mansal er ekki fáfcítt f indverska fytk inu Kerala. Þar eru menn bam margir, og i meðalfjölskyldu eru átta böm. Eins og eitt sinn gerðist á íslandi á fcímum fátaekt ar sveitaalþýðuimar, tru daat- ur dýrar i rekstri og skila litl U3TJ tekjum, Með þvi að selja dastur sinar mansali kemst fjöl- skyldan i Keraila bjá því að frá Ameriku og visfeí í skipt- um fyrir ungar stúllkur. Arabarnir selja siöan vöru sína vændishúsum og kvenna- búrum f oWufurstadæmunum við Persaflóa. Sagt er, að þetta hafi tíðkazt um árafoi'l. 60—70 þúsund krónur stykkið 'Það var þiogmaður einn í Kerata sem vaikti atlhygli á man sali til kaþólsku kirkjunnar nú i ágúst. Hann benti á að stúlk- ur væru ekki aðeins seldar í kvennabúr, heldur einnig klaustrum i Evrópiu. Bandariska blaðið „Tfoe Nat- ional Catholic Reporter" sagði frá þvi í júna', að klaustur f Evr- ój>u hefðu keypt 1500 stúlkur í Kerala fyrir mrlii 60 og 70 þúsund krónur stykkið. Ka- þólska upplýsingaþjónustan f Washington bar þéssa frétt til baka. Málið komst naest á dag- skrá í sjálfu Vatikaninu, þar sem getiö var „mistaka“ í sambandi við nunnuefni frá Indlandi. Tvö þúsund stúlkur keyptar Blaðið Sunday Hnes i Lood- Umsjón: Haukur Helgason. on tók upp þráðinn. Blaðið kail- aði þessi „mistök“ kirkjunnar .foreina þræiasölu". Sendimenn kirkjunnar hefðu keypt, segir blaðið, um tvær þúsundir stúlkna í Kerala. Þær hefðu síð- an verið sendar til ftalíu Frakk- lands, Bretlands, Svdss og Vest- ur-Þýzkalands. Kaupendumir hefðu oft lofað foreldrum stúlknanna því, að þær fengju skólun í hjúkrun og kennslu, er þær kæmu til Evr- ópulandanna. Þetta var gimilegt tilboð í augum fátækrar alþýðu í Kerala. Nú er hermt, að flest- ar þessar stúlkur séu við þvotta á vegum kirkjunnar, sem vænt- anlega er talið „fyrsta skrefið“ til frekari mennta. Anna Elakattu, nunnuefnj í klaustri á ítalfu, segir: „Hvað getum við þrælamir gert? Við verðum að bera þennan kross. Á morgana eiftir morgunmessu þvoum við gólf og síðan erum við sendar út í garð til að moka“. Það var Anna, sem að lokum flýði úr klaustrinu og komst til Kerala. Að því er virðist var kirkjunni ekki um- hugað um að halda henni nauö ugri úr því sem komið var og málið í hámæli. Kirkjufaðir „sendi 444 stykki“ Cyriac Putlhenpura, kirkju- faðir í Keraia, hefur viður- kennt aö hafa haft milligöngu um för 444 stúlkna til ýmissa Eivrópulanda. Fyrir þá milli- göngu fékk faðir Puthenpura eitthvað upp undir 100 þúsund krónur fyrir hverja stúlku, sem var þrefaldur kostnaður hans viö meðalgönguna. Hann kveðst einnig hafa sikóla fyrir stúlikur, sem vilji gerast nunnur f Evr- ópu. Vatikanið hafði fyrir löngu hvatt fööur Puthenpura til að hætta þessum viðskiptum. Hann trássaðist við og sendi enn í júní í sumar 19 stúlkur til Bvrópu með þessum hætti. Nunnuskortur í Eviópu Kaþólsk klausfcUir i Evrópu skortir nunnur. Kirkjan hefur leitað eftir nunnum í Indlandi, Suður-Kóreu og Filippseyjum fyrir klaustrin í Evrópu. Kirkju- Ieiðtogar hafa spáð því, að nunnum fækki um eitt þúsund á árj næstu árin, ef „nýfct blóð“ kemur ekki til. Vanla hafa viðskiptin í Kerala verið með samþykki æðstu manna kirkjunnar. Hins vegar sýnist svo, sem sumir háttsettir hafi gerzt djarftækrr f öflun stúlkna til að bæta úr skorti vinnuafls í klaustrunum. Blaðið Times ef India bendir á það, „að betra sé að vlta at mdverskum stúlkum í klaustr- nm í Evrópu en f vændishúsum f Austurlöodum“. i r '»N» \ \ \ ’ • s T ) T t« i ;

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.