Vísir - 10.09.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 10.09.1970, Blaðsíða 9
VÍSIR . Fimmtudagur 10. september 1070. 9 Jón Hjartarson skrifar ágústannál: ALLSLEY: BATAVEG! TTr því líða tók á ágúst, fór aö læðast að mönnum grun ur um litla berjasprettu og ó- nógan heyfeng. Og öll landsins fjós eru full af mjólkandi kúm, sem ekki er hægt að heyja oní. Þessar kýr hafa á síöasta grenn ingarskeiöi þjóðarinnar hlaöið af sér nýtt smjörfjall í stað þess gamla, sem hjaönaði nið- ur í smáhól í miðri viðreisn. Hver heilvita maður hlýtur að sjá hver nauðsyn er að halda lífi í þessum beljum, svo þær geti haldið áfram að auka stolt íslenzku bændastéttarinnar. -© Út af fyrir sig er, það ekki svo mjög kynlegt að fólk hætti að borða smjör og rjóma, fyrst, heilsusamlegt líferni er nú allt f einu komið í tízku, ein af þessum ideum, sem fluttar eru inn frá Svfþjóð. Hitt skilur eng- inn hugsandi maður, að fólki finnist þetta dýrt. Maður lif- andi, aidrei hefur fengizt jafn mikið kjöt fyrir jafnlitlar krón- ur, enda sveltu bændur heilu hungri hefðu þeir ekki meira en þessa smán til þess að lifa af. Styrkur bændastéttarinnar liggur nefnilega í heyleysinu, þurrkleysinu, áburðar- og fóð- urbætisleysinu, hagleysinu og hverju ööru alisieysi, sem hægt er að nota sér til framdráttar. -• Hins vegar er það látið í veðri vaka að hagvöxt*rinn sé í öfugu hlutfalli við grasvöxt- inn og hefur sennilega ævinlega verið þannig. Viö erum stöðugt að rétta úr kútnum segja spekúl antar okkar í fjármálum. Túr- ismi og hrossaútflutningur er ekki svo lítil gæfa fyrir fjár- haginn. Efnahagsbatinn flæöir Það horfir víða ófriðlega í heiminum. Ástandið hefur lengi verið talið ótryggt við Súez- skurðinn. Þaö var bð ekki þar sem sprengjan féll að þessu sinni, heldur í Miðkvísl norður við Mývatn. — Og þar verður víst ekki samið vopnahlé í bráð. eins og vítamín um gjörvallan þjóðarkroppinn, svo að hann tekur allur að dafna og hress- ast. Hann er hanteraður eins og úrkeyrður stresssjúklingur á Scotsborg. Hvert efnahagsundr- ið eftir annað er gert á honum. Hann er snyrtur og þveginn, hátt og lágt. — Bráðum verður hann tilbúinn í/fkosningar. '• . h... j’piitwxs# f r ■ t íjfr. o yw, Annars var þetta meira ólán- ið hjá krötum að fara nú ekki út í kosningarnar fyrst ráðherr- ann er kominn á stall með af- reksgoðum og metsláttumönn- um á borð við Guömund Gísla- son. Það er ekki víst að neinn Engum hefur betur tekizt að gera sér mat úr allsleysinu en íslenzkri baendastétt. Heyleysið er einhver mesti hvalreki sem komið hefur á fjörur hennar síðan kalið hvarf. fái tækifæri til þess að fara úr jakkanum i vor. Út af fyrir sig hefði það verið mikil skemmtun að fá nú aftur kosn- ingar, meðan menn voru enn heitir eftir borgarstjórnarslag- inn. -• Enn heyrast drunur af JiSfÍiílWítyprengjum ,.í'■ Mývfttns- " sveit>-«g munu víst seint þagriá. ' Þessu virðist hafa verið dritað út um alla sVeit, líkt því sem hrafn felur egg. Fólk hefur sem sagt búið þarna á hálfgerðu skotgrafasvæði í háa herrans tíð. Það er að segja allt frá því einhverjir elektrlskir sunnan- menn og Akureyringar fengu þá undarlegu hugmynd £ kollinn að raflýsa hjá Þingeyingum. Ekkert er Mývetningum t.d. eins fjarri og rafmagn. Hins vegar eru þeir öðrum mönnum skemmtilegri fyrir rétti. Og finnst auk þess mikil sáluhjálp í öllum málaferlum og slíkum sirkusbrellum. Enda hafa þeir veriö fúsari til réttarhaldsins í Skjóibrekku heldur en trúuð kona til kirkju. Og presturinn auðvitað fyrstur Þeir hafa bók- stafiega skilið beljumar stálm- andi eftir I fjósinu og heyið flatt á engjunum, til þess að missa ekki af neinu. Þama mun líka hafa verið rituð sú bók, sem yrði metsölubók aldarinn- ar yrði hún gefin út. Og blað- síðurnar munu ekki færri en yrðu í heildarútgáfu á verkum Guðrúnar blessunarinnar frá Lundi. Slík feikn er búið að taka þarna niöur á blað af fyndni. Það er einhver munur eða í þessari berfættu menningu hér fyrir sunnan, þar sem fólk kaup ir sig einna helzt inn á vínbari og mænir þar oní glasbotn til þess aö drepa tfmann. Hrossa- mót er hvergj að hafa nema í Þýzkalandi og sólskin ekki ann- ars staðar finnanlegt en sunnan við 23. breiddarbaug. Það er að vísu enn verið að vega og mæia bændadætur, gangastúíkur og búðarmeyjar í fegurðar- skyni í mannfáum sveitum er ekki lengur að finna svo neinn uppréttan kvenmann, að hann hafi ekki verið krýndur. Yndislegt er tii þess að vita, hversu tekizt hefur að draga fram drottningareðli ísienzkra dreifbýliskvenna. Hitt er þó enn stórkostlegra að sjá pólitíska spámenn dýrka fram eðliskosti leiðtoga sinna og gera úr þeim dýrlinga. Þannig er hægt að gera menn að þjóðhetjum, ef þeir eru nógu meðfærilegir. Þessi að- férð e^ ,falin jvesturheims og er ævinlega notuð, þegar veija skal forseta þar vestra. Það er mikil kúnst að búa þannig til pólitíkusa og eins víst að Islend ingar séu of vitlausir til þess að taka þeim. Þeir hafa aidrei kunn að að meta neina vöru, sem hönnuð er af sérfræðingum sam kvæmt alþjóðlegum formúlum. Miklir dónar skrifa í útlend blöð aö Loftleiðir séu bara frat flugfélag. Auðvitað trúir eng- inn því sem svona snepill eins og Time segir, þegar íslenzk blöð eru búin að lýsa því vfir að það sé bara helv... lygi. Loftleiðir sé ekkert hippafélag og séu aidrei seint á ferðinni. Eftir sumarlangan slæping á rivjmm Miðjarðarhafsins rank- ar menningin aftur við sér í leik húsum og bogasölum. Bráðum velta bókaroilur inn á trogin, og við förum að velja lesefni handa kunningjunum fyrir jóiin. Annars er eitthvað bogið við ástandið Prentarar brugðu út af hefðbundnum venjum sfnum og fóru ekki í verkfall. Þetta getur orðið til þess að engin bók komi út í ár, eftir þvf sem manni heyrist á útgefendum. Við kvíðum í engu skammdeg inu, þrátt fyrir barlóm f bænd- um og opinberum undirtyllum. Við heyrum það á öllu að þjóð- arbúskapurinn hefur rentað sig betur en nokkru sinni. Allt er í örum vexti. Margir hafa efni á að koma þaki yfir höfuðið. — Ótal menn eru að byggja, meira að segja frímúrarar hafa efni á að stækka sinn þrönga húsa- kost við Höfðatúnið Það er glöggt dæmi um hvem bataveg þjóðin stefnir. —JH TtSIBSPTfi- Stundið þér einhvers konar líkamsþjálfun? Kristinn Helgason, kortagerð- armaður: — Nei. Ég er nefni- lega rfkisstarfsmaður, sem er að byggja oig hef því eikkj efni á að eyöa táma i aðra líkams- þjálfun en þá, að h'laupa á milli lánastofnananna. Gunnar Hannesson, heildsali: — Já. Ég hef stundað fjallgöng- ur frá þvf ég var 14 ára gamall. Hrafn Guðlaugsson, loft- pressumaður: — Ég stunda erf- iðisvinnu og læt mér nægja þá Likamsþjáilfun, sem ég fæ þar. Jón Róbert, byggingafræðing- ur: — Já. Ég hef vanið mig á aö synda minnst 200 metra kiuikkan 6 á hverjum morgni. Þórhallur Hróðmarsson, kenn- ari: — Það fylgir nú ekki mikil líkamsþjálfun kennarastarfinu. En ég hef hins vegar unnið ým- iss konar erfiðisvinnu á sumrin, sem jafnar það upp. smiður: — Ég hef mjög mikinn áhuga á því aö leggja reglu- lega stund á einhvers konar lik- amsþjálfun en það er ekki nóg að hafa áhugann, maður veröur vfst líka að nenna aö gefa sig að því, og það er einmitt þar, sem áhugi minn strandar. 203

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.