Vísir - 10.09.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 10.09.1970, Blaðsíða 16
VÍSIR Fimmtudagur 10. sept. 1970. 2/o og 6 ára börn fyrir bilum íslenzkur lax og kjöt á hótelin á lamba- Spáni? Blaðamaður V'isis segir frá „islenzkri fiestu" á Mallorka i gær, en þar voru hótelmönnum Spánar kynnt gæði islenzkrar matvóru Tvisvar skall hurð nærri hælum í umferðinni í gær þegar tvö ung börn urðu fyrir bifreiðum. 1 fyrra sbiptið um 16.15 varð sex ára téípa fyrn- bifreið í Skipholti á móts við hús nr. 30. Þeir, sem ta sáu, létu sér ekki annað detta í hug, en telpan væri stórslösuð. Þó kom í ljós, þegar telpan hafði verið flutt á slysavarðstofuna, að hún var órneidd. í hitt skiptið um kl. 16.50 varö tveggja ára drengur fyrir bifreið í Bankastræti, en svo vildi ti'l að bifreiðinni var ekið mjög hægt og ökumaður gat stöðvað hana sam- stundis. Slapp drengurinn ómeidd- ur. — GP „Hér í Palma á Mallorku eru 1700 starfandi hótel, enda er Palma mesti ferðamannastað ur Evrópu, til dæmis mikið sóttur af íslendingum. Yfir sumarið eru hér sennilega milli s og 5 millj'ónir rnanna. Þetta Alít ég að sé næsta ör- uggur markaður fyrir okkur íslendinga að selja lax á og lambakjöt,“ sagði Guðni Þórðarson, forstjóri ferða- skrifstofunnar Sunnu við fréttamenn í gær, en hann bauð nokkrum blaðamönnum að vera viðstaddir kynn- ingu á íslenzkum Iaxi og lambakjöti suður í Palma, nokkurs konar „íslenzka fi- estu“, sem haldin var í Pu- eblo Espanol. Sem kunnugt er, er nú komið á beint samiband milli íslands og Mallorka þ.e. leiguflugvél Leizt vel á laxinn Spönsku hótelmönnunum leizt vel á ’axinn. Þeim var borinn hann bæði soðinn með kartöflum og smjöri, og svo reyktur, en þannig þótti hann ekki síður góður, en þá er fiskurinn léttreyktur. — Á myndinni sést Þór Guðjónsson veiðimálastjóri (lengst til vinstri), þá koma tveir spænskir hótelmenn, Guðni Þórðarson, for- stjóri Sunnu, og Sigrún eiginkona Guðna. Ibúar tóku myndir meðan barizt var við eldinn — Mikill eldur ■ Eldur brauzt út í risi í 30 íbúða blokk að Faxabraut 27 í Keflavík um kl. 16.30 í gær. Málarar, sem voru að mála hús- ið að ,itan, urðu eldsins varir, þegar þeir sáu reyk leggja upp úr þaki hússins, og gerðu þeir slökkviliði viðvart. Eldurinn kom upp 1 risi I SV- álmu hússins, sem er steinsteypt 5 hæða íbúðarblokk, og búa í því á annað hundrað manns. En í ris- inu, þar sem eldurinn kom upp, i 30 ibúða blokk "eru geymslur, þvotta- og þurrk- herbergi fyrir fbúana í SV-álmunni. Mikill eldur var í einu þvotta- og þurrkherberginu, þegar slökkvi- liðið bar að, og teygðu logarnir sig upp úr þakinu. Samt tókst tiltölulega fljótt að ráða niðurlög- um eldsins, og hafði hann verið slökktur að klukkustundu liðinni. Siökkviliðið af Keflavíkurflugvelli kom til aðstoðar slökkviliðinu í Keflavík. Skemmdir uröu töluverðar á risinu og þakinu, sem féll að hluta, og á næstu hæð fyrir neðan urðu nokkrar skemmdir á íbúðum af völdum vatns og reyks. Þrátt fyrir töluverðan vind og ískyggilegar aðstæður, tóku íbúarn ir í húsinu atburðunum meö ró. Það var ekki einá og menn hlypu til að bera húsgögn út, eða eitt- hvert slíkt ofboð. Hins vegar sáust íbúar ganga út á svalir hjá sér og mynda atvikin í ró og makindum. Ekki var víst, hver eldsupptök höfðu verið, en það var hald flestra að kviknað heföi í út frá rafmagni í þvoltahúsi í risinu. — EMM/GP fiugfél. Air Viking, sem flýgur nú vikulega til Palrna frá Reykja vfk og áleit Guðni að í hverri ferð væri hægt að flytja um 5 tonn a/f fslenzkum matvörum þangaö suðureftir og seflja hót- elunum. I veizlunni í Palma í gær voru og staddir þeir Þór Guðjónsson veiðimálaistjóri og Þorvaldur Guðmundsson, veitingamaður. Þóir kvaðst handviss um að þarna væri öruggur markaður fyrir eldislax úr KoMafirði og auðvitað hvaðan sem er af land inu. en þar á MaMorka þykir lax sérlega góð vara og um leið dýr. „Við búumst við að selja lax inn aðeins tiil dýrustu hótel- anna“, sagðj Þór, og sama gild ir um lambakjötið. íslenzka lambakjötið er ölifkt kindakjöti annars staðar f heiminum. Og á Mallorka er það hreint engin fátækrafæða, þvi það er litið á það eins og vi'lMbráð. Og víst er það, að Spánverj ar þeir og fleir; sem ti'l íslenzku veizlunnar komu f gær voru hrifnir. Þorvaldur kenndi elda- sveinum rétt tök við matreiðsl una og bauð einmig upp á ís- kseldan svarta dauða. Talsvert veður var gert út af þessari kynningu í Palma. Þar voru komnjr fréttamenn blaða og útvarps og hótelstjórar og hótelmenn frá ýmsum hótelum bæði á Mallorka og Spáni. — Luku gestirnir upp einum munni um gæði íslenzka laxins, en þó var á sumum að heyra, að út- flutningur lambakjöts væri ef til vM vænlegri, því laxinn er sem kunnugt er bundiinn svo stuttum veiðitíma. Kristinn Hallsson söngvari gerði svo veizlugleðf íslendinga og Spánverja enn meiri með því að syngja nokfcur íslenzk ætt- jarðarlög við raust. Sennilega hefur Kristinn þar með numið land í spænskum skemmtiiðn- aði, því útvarpsmenn munduðu mjög tæki sín að honum og fiuttu síðan í sínum „frétta- auka“. —GG 385 í sóttkví í Blegdamsjúkrahúsi 91 bættist í sóttkvína í Blegdam hospital f Höfn, og eru þá alls 385 sóttkvl. 23 íslendingar eru f sóttkví í Höfn. Líöan bólusóttar- sjúklingsins Stein Pettersen var óbreytt í nótt. Læknar segja, að hann muni enn veröa þungt hald- inn f aö minnsta kosti fjóra daga. Grunur leikur á, að maður í Tromsö í Noregi hafi tekið bólu- sótt, en þaö er enn óvíst. Honum leiö vel eftir atvikum f-gærkvöldi. Ekki voru fleiri settir í sóttkví f Noregi f gær en verið hafði, og ekkert bendir til bólusóttar meðal hins einangraða fólks, hvorki f Noregi eða Danmörku. Hins vegar fjölgar stöðugt í sótt- kvínni i Danmörku. Tjöld frá hem- um og almannavörnum eru notuð fyrir fólk í sóttkví. Þau eru upp- hituð, meö trégólfi og hafa raf- magn. Einn maður var settur f sóttkví í Færeyjum í gær. Mikill áhugi er á bólusetningu í Noregi. — HH Atvinnuleysi blasir við á Seyðisfirði ATVINNULEYSI blasir nú við á Seyðisfirði, þar sem þrír stærstu bátamir, sem gerðir hafa verið út þaðan i sumar, eru nú ..Hir á leið í Norðursjó til síldveiða. Góð vinna hefur verið í sumar við að vinna tog- fisk og grálúðu, en skipin hafa aflað vel og oft hefur orðið að vinna fram á kvöld í báðum frystihúsunum. Nú er hins vegar orðinn tregari afiinn og þrír hinna stærri, Hann es Baifstein, Gullver og Þórður Jón asson, eru a'llir að búast til síld- veiða og munu trúlega halda suður í Norðursjó-til þess að byrja með. Verður þá aeins eitt skip eftir á togveiðum fyrir Seyðfirðinga, Ól- afur Magnússon, en hann kom inn I gær með 45 tonn, eftir nokkra útivist fyrir norðan land. Auk þess munu frystihúsin leigja minni báta til Iínuveiða. Búast má þó við að atvinna verðj naum í bænum næsta misserið. Mega Seyðfirðingar muna • tímana tvenna. Eitt sinn var sú j tíðin að lögð var nótt við dag um | þetta leyti árs til þess að vinna I síld. —JH IKaupa leikhús- úskriftir til tæki-1| færisgjafa j| Tækifærisgjafir eru oftaist j < mikið vandamál fyrir fölk, endaij þótt margir séu boðnir og bún', ir til þess að leiðbeina því við J' kaup á sliíkum hlutum. Eitt af ij því nýstárlegasta f þessum efn J, um eru aðgöngumiðar að leik- húsi. Að sögn fórráðamanna ij Leikfélags Reykjavíkur er tals Ivert spurt eftir áskri/ftarkortum ]» ssm gilda á 4. sýningu hvers <J leikrits leikhússins, í því augnaj, miði að gefa þau í afmælisgjaf (> ir eða aðrar tækifærisgjafir. <J Leikfélagið tök upp þá ný- ], breytni fyrir 2 árum að selja sMka áskrift að öllum sýning- c um leikársins og hefur þetta S gefið góða raun. Sala á þess- / um korturn er þegar hafin og ( fyrsta sýningin, sem þau gilda ( að f vetur er 4. sýning á Kristni / ha'ldi undir Jökli eftir Laxness. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.