Vísir - 22.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 22.10.1970, Blaðsíða 3
VISIR . fimiiK-aagur 2z. ORtober Xs7o. i I MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Hippar grunaðir um morðin Umsjón: Haukur Helgason. — lögreglan leitar stúlku og tveggja siðhærðra manna vegna morðsins á læknisfjólskyldunni i Kaliforniu Lögreglan í Soquel í Kali- forníu leitaði í morgun að stúiku og tveimur mönn- um, sem talin eru viðriðin morð fyrir tveimur dögum. Sagt er, að mennimir séu síðhærðir og í einhverjum tengslum við hippa. Sást fólkið síðast nálægt jarð- göngum á þessum slóðum. Mikil leit hefur staðið vfir með fram strandlengjunni við bæinn Santa Cruz. Lögreglan segir, að morðum þessum svipi til morð- anna á Sharon Tate og vinum henn ar. Fórnardýr morðingjanna nú voru dr. Victor Ohta, kona hans Virg- inia, tveir synir þeirra Taggart og Derek einkaritari læknisins. Þau fundust skotin til bana í sundlaug fjölskyldunnar. Hið íbúrðarmikla hús læknisins stóð í björtu báli er komið var að. Lögreglan fann á þriðjudags- kvöld bifreið læknisins, sem morð ingjarnir virtust hafa notað til að komast undan. Biilinn fannst við járnbrautargöng um 20 kílómetra frá húsinu. Rannsóknir benda nu til að þarna hafi sézt til stúlku og tveggja manna og er þeirra leitað. Lou Keller Iögreglumaður sagði að morðin virtust hafa verið að til- efnislausu, eða eitthvað svipað og morðin á Sharon Tate og vinum hennar í fyrra. NIXON SKIRSKOTAR TIL GROMYKOS Dr. Victor Ohta. Nixon Bandaríkjaforseti mun í dag hitta hinn fyrsta af helztu leiðtogum Sovét- ríkjanna, sem hann hefur rætt við, frá því hann varð forseti fyrir tveimur ár- um. Að frumkvæði Sovét- ríkjanna munu Nixon og sovézki utanríkisráðherr- ann Andrej Gromyko hafa fund með sér síðdegis í dag og ræða deilumar í Mið- Austurlöndum og styrjöld ina í Indó-Kína. Opinberir aðilar í Washington segja að ódulbúnar tilraunir Sovét rfkjanna til að gera sér mat úr deilunum í Mið-Austurlöndum geti va'ldiö stefnubreytingu hjá Banda rikjastjóm. Bandaríkjastjóm hefur mestar áhyggjur vegna stefnu Rússa gagnvart eflingu eldflauga Egypta nálægt Súezskurði. Það hef ur einmitt staðið mest í vegi fyrir friðarsamningum, að Egyptar hafa flutt eldfiaugar sínar nær Súes- skurði meðan vopnahléð hefur staö ið. fsraelsmenn hafa ítrekað kraf izt þess, að eldfiaugar þessar verði filuttar aftur til þeirra staöa, þar sem þær vom fyrir vopnahiéð. — Egyptar svara alltaf með þvi að segja að etokert sé hæft í fréttun- um um flutning eldflauga og Rúss ar stvðja Egypta í þessari afstöðu. Búizt er við, að Nixon muni í dag leggja hart aö Gromyko, að Rússar fái nú Egypta til að milda afstöðu sína. Slíkt mundi verða öll um aðilum til hagsbóta. Nixon mun væntanlega einnig benda á, að lítis háttar þrýstingur frá Rússum ætti að geta komið friðarviðræðunum í París úr ládeyðunni. Bandarikja- stjórn vonar, að kommúnistar hafi enn ekki sagt sitt síðasta orð, og afstaða þeirra við tillögum Nixons um friö í Víetnam sé jákvæðari en fram hefur komið. Virginia Ohta. Liðið frá írak kallað heim? • Herforingjar í Jórdaníuher segja, að írakar séu nú að kalla Costa Rica sleppir fjórum skæruliðum — / skiptum fyrir gisla flugvélarræningja BÚÐARFERÐ í KANADA. Enn eru hermenn í fylgd meö stjóm- málaforingjum í Kanada, því óttazt er, að „frelsisfylkingin" muni enn á ný láta til skarar skríða og ræna einhverjum þeirra. Hér er frú Jean Luc-Pepin, eiginkona viðskiptamálaráóherrans, að fara í búðir — og auðvitað fylgir henni vopaður hermaður. VONIR BRUSTU I Ríkisstjóm í Miö-Amerikurík- inu Costa Rica samþykkti í gærkvöldi aö láta lausa fjóra skæru liða til að koma í veg fyrir að fjórir Bandaríkjamenn í flugvél frá Costa Rica yröi myrtir, en skæru- Iiöar höfðu tekið vélina. Formælandi stjómarinnair sagði, BRÉF- að skæruliðarnir, sem sileppt verö- ur, mundu fara flugleiöis til Mexi- kó dag. Forseti Costa Rica, Manu- el Aguillar Bonilla, átti hlut í því að föngunum yrði sleppt. Plugvélarræningjarnir lentu flug- vólinni í gærkvöldi á eyjunni San Andres til að fá eldsneyti. Þaðan sendu þeir skilaboð til stjórnvalda í Costa Rica, að þeir mundu Híf- lðita fjóra gísla sína ef skæruliðun- um I fangelsum Coista Rica yrði ekki sleppt. heim þá tólf þúsund hermenn, sem þeir hafa haft í Jórdaníu. Ambassa dor íraks í Amman neitar þessu. Þetta lið frá írak hefur verið I Jórdaníu síðan skömmu eftir júni- stríðið 1967. Er nú sagt, aö stjórn íratos hafi orðið við þeim tilmælum Jórdaníustjórnar aö kalla liðið heim. Þegar borgarastyrjöldin geis- aði í Jórdaníu fyrir skömmu, bjugg ust margir við, að herliðið frá ír- ak mundi berjast við hlið skæru- liðanna, en af því varð ekki. Hússein konungur tilkynnti í síð- ustu viku, að hann óskaöi eftir fundi með stjórn íraks hið allra fyrsta, og embættismenn ræddu fyr ir tveimur dögum við ambassador íraks. Ekki hefur verið skýrt frá umræðuefni á fundinum, en lítill vafi er tálinn á, að þar hafi ein- mitt komið fram óskir Jórdaníu- stjórnar, að herinn frá írak fari úr landi. IÐ REYNDIST GABB „Höfum aðeins frestað hungursneyðinni um 30 ár" — segir nýi Nóbelsverðlaunahafinn - og ekkert fréttist af James Cross Lögreglan í Kanada hef- ur ekki fengið neinar nýjar frettir af James Cross, sem ræning'jar halda. Bréf, sem lögreglunni barst í gær- kvöldi og gaf nokkrar von ir um, að samkomuiag við mannræningjana kæmi til greina, reyndist vera gróf- lega falsað. í bréfinu var því haldið fram að í rauninni hefði lögreglan myrt Ro- bert Laporte ráðherra s'fðustu helgi. Bréf þetta fannst eftir að maður nokkur hafði hringt til lögreglunnar en maðurinin sagði ekki til nafns. siíns. Talið er vist að bréfritarinn sé geðbilaður. Meira en 100 hafa verið látnir lausir af þeim 370 sem handteknir voru í Kanada fyrir viku. Vegna neyðarástandsins, sem lýst hefur verið yfir í samhandi viö mannránin, er unnt að halda grun uðum í fangelsi í sjö daga, án þess að þeir séu ákærðir. Þessa fangelsis vist má síðan framlengja upp í þrjár vikur með samiþykkt æðsta dómstóls í Quebec. Dr. Norman Emest Borlaug, sem í gær fékk friðarverðlaun Nóbels, sagði, að „græna byiting in“ hefði valdið aukningu hveiti- framleiðslunnar í Pakistan úr 4,3 milljón tonnum á ári í 8,4 milljónir tonna. Á Indlandi heföi þessi nýja korntegund aukið framleiðslu hveitis úr 12,3 millj- ón tonnum i 20 millj. tonn á ári. Hann sagði, að með þessu væri þó ekki fundin nein end- anleg lausn á hungurvandamál- inu í heiminum. „Ef fólki heldur áfram aó fjölga eins og nú, þá hefur okkur aðeins tekizt aö fresta matvælakreppunni um 30 ár“, segir hann. Dr. Borlaug er bandarískur ríkisborgari, norskrar ættar. — Hann er kallaðúr frumkvöðuil „grænu byltingarinnar“. Með plöntukynbótum olli hann gjör- byltingu í hveitirækt r~

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.