Vísir - 22.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 22.10.1970, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Fimmtudagur 22. október 1970. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hí. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjtMfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 A.fgreiðsla- Bröttugötu 3b SímJ 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Siml 11660 (5 linur) Askriftargjald kr 165.00 ð mánuði fnnanlands f lausasölu kr. 10.00 eintakiC Prentsmiöja Vfsis — Edda hf. træmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Ný prófraun „Ég hef oft áður í fjárlagaræðum vikið að nauðsyn ýtrustu hagsýni í meðferð ríkisfjár jafnhliða mikil- vægi þess að breyta viðhorfi borgaranna til rflcis- sjóðs og ríkisfjármuna yfirleitt. Þótt margt hafi verið gert til úrbóta í rflriskerfinu, þá er vitanlega enn margt, sem má betur fara og má aldrei slaka á við- leitni í þá átt.“ Magnús Jónsson fjármálaráðherra flutti þessi á- minningarorð í fjárlagaræðu sinni í fyrrakvöld. Hann sagði ennfremur: „svo sem réttlætanlegt var á sam- dráttartímum að reka ríkissjóð með nokkrum halla, þá er það jafnóverjandi miðað við núverandi efna- hagsástand. Það er því ósk mín og von, að þótt kosn- ingar séu á næsta leiti, náist um það samstaða hér á hinu háa Alþingi að afgreiða fjárlög ársins 1971 með fullkominni ábyrgðartilfinningu, þannig að ríkisbú- skapurinn geti í reynd orðið hallalaus á því ári.“ Ríkissjóður verður í búskap sínum að reyna að draga úr sveiflum efnahagslífsins. Þegar illa árar og atvinnuleysi vex, getur verið eðlilegt, að ríkið auki rekstur sinn og framkvæmdir til að vega á móti sam- drættinum. Þegar vel gengur og allir hafa nóg að gera, eins og nú er, ber ríkinu að halda að sér hönd- um í rekstri og framkvæmdum til að efla ekki þá verðbólguþróun, sem fylgir velgengninni. Þess vegna er mikil ástæða til að undirstrika ábendingar fjár- málaráðherra í þessum efnum. Fjármálaráðherra taldi líklegt, að hlutdeild ríkis- útgjalda í þjóðarframleiðslunni mundi minnka örlítið frá því í fyrra og verða um 20—21% eins og þá, en þessi hlutdeild hafði verið 22%% árið 1968. Það er vissulega þróun í rétta átt, að hlutur ríkisins skuli fara minnkandi, og æskilegt hefði verið að geta haft þessa minnkun stórstígari, þegar litið er á hina miklu þenslu og verðbólgutilhneigingu í þjóðfélaginu um þessar mundir. En það er líka erfitt að skera niður fé til mála, sem allir eru sammála um, að feii i sér miklar umbætur. í þessum efnum er meðalvegurinn vandrataður. Fjármálaráðherra vék einnig að þeirri prófraun, sem fólst í efnahagserfiðleikum áranna 1967 og 1968 og sagði: „Ég tel nú óhaett að segja, að þjóðin hafi staðizt þessa prófraun og erfiðleikarnir hafi verið yfirunnir á mun skemmri tíma, bæði fyrir þá sök, að þjóðin sýndi almennt ótrúlega mfldnn skflning á nauðsyn kjararýmunar um sinn, og að gripið var til réttra efnahagsaðgerða til að mæta vandanum. Nú stöndum við aftur andspænis því að svara þeirri spumingu, hvort við höfum öll nægitega sterk bein til að þola góða daga, hvort við hðfum dregið nauð- synlega lærdóma af efnahagserfiðteikum síðustu ára, bannlg að við kunnum okkur hóf í kröt'ugerð á batn- andi tímum, en missirm ekki fótfestuna og höldum, að aflt sé hægt að fá og aöt sé hægt að geca.. .* .t s V axandi vinsældir Nixons Forsetinn tekur nú virkan þátt i kosninga baráttunni Vinsældir Richards Nix- ons Bandaríkjaforseta hafa vaxið mikið við Evrópuferð. Skoðana- Víetnamtillögur hans og kannanir sýna, að 59 af hverjum 100 Bandaríkja mönnum eru ánægðir með forsetann, en að- eins 27% láta í ljós ó- ánægju. 14 af hundraði eru óákveðnir. I Leiða demókratar Bandaríkin í stríð? „Vilja opna flóðgáttir fyrir klámi.“ Styrktur af vaxandi vinsæld- um sínum hefur Nixon nú hafið vinka þátttöku í kosningabarátt- unni, en þingmenn veröa kosn ir í nóvemberbyrjun. Hanin byrj aöi um helgina skjmdiför um fjölmörg fylkin. Á fúndum víðs vegar um landið hefur hann komiö íram við hlið ýmissa frambjóðenda repúblikana. — Nixon segir, að demókratar séu veikiiyndir gagnvart upplilaups- mönnum og þeir vilji opna f'lóð gáttimar fyrir klámi og eitur- lyfjum. Hann segist þurfa meiri blutafylgi á þingi til að koma fram málum sínum f baráttunni fyrir lögum og rétti, en demó- kratar hafi tafið fyrir slíkum málum. Bandarikjamenn voru yfirleitt hæstánægðir méð tillögur Nix- ons um lausn Víebnamstríðsins. Flestir virðast telja aö forsetan- um sé mjög í mun að binda enda á stríðið og hann muni gera það. Margir trúa einnig þeim staðhæfingum, að demó- kratar séu þeir, sem leiöi Banda rikin út í styrjaldir, en repúbli- kanar ljúki þeim. Roosevelt hafi leitt Bandaríkin út 1 aðra heims styrjöld (hvort sem menn lá hon um það eða ekki). Truman hafi verið forseti, er Bandaríkin urðu þátttakendur i Kóreustrið inu. en því hafi lokið í tíð re- públik'anans Eisenhowers, Kenn edy og Johnson, báðir demókrat- ar haf: verið forsetar, þegar stríðsþátttaka Bandaríkiamanna í Víetnam stóð hæst. Repútoli- kanantun Nixon muni hins vegar takast aö draga Bandaníkin út úir þeim átökum. Plestir kjósendur þekkja þess ar staðhæfingar. AHur þorri manna herur ekki lagt trúnað á þær, en engu að síður eru þær repúlblfkönum hvatning. Nix- on lýsir því einnig yfir þessa dagana, að „Vlfetnamstríöið sé að enda“. Var í „skugga Agnews“ ' Nixon hefur síðan í vor unnið bak við tjöldin að hemaðaráætl- un repúblikana í kosningunum. Hann hefur sjálfur ráðið vali ýmissa frambjóðenda flokksins og fyígzt vel með „aevintýrum“ varaforseta síns Agnews. Vara- forsetinn var hins vegar sá, sem kom fram f kosningabaráttunni fyrir hönd forsetans og var djarf mæltastur. Sagt er, að Nixon hafi ósjaldan farið yfir ræður varaforsetans og gefið honum góð ráð. Nixon var hins vegar í „skugg anum“ í hinni opnu baráttu þar til í lok síðustu viku. Agnew hefur unniö verk sitt með ákafa. Hann hefur jafnan verið á for síðum blaða og alið á því, að demókratar beri sökina af verö bólgunni, stúdentaóeirðum og virðingarleysinu fyrir lögum og rétti. Óvenjulegt er, að flokkur for seta sé í sóknaraðstöðu í kosn- ingabaráttu. Það gerist þó í þetta sinn. Mönnum skilst. að um það sé barizit, hvort demó- y... >&; Hínn tíjarfmælti Agnew var fulltrúi forsetans í kosninga- baráttunni, þar til Nixon tók af skarið fyrir viku. ’miimiwwwnwmiv r rr *'; Hendumar og forsetinn. — Nixon „talar mikið með hönd unum“. Þær eru á sífelldu iði, og með þeim túlkar hann næstum hverja setningu í ræðum sínum. Illlllllllll mwnm Umsjón: Haukur Helgason. kratar haldi meirihluta sínum í báðum þingdei'ldum. Þannig eru demókratar í vamaraðstöðu. Þeir eru látnir svara til saka fyrir gerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda í höfuðmálum, en ekki er beinlínis kosiö með eða móti forsetanum. Vingjarnlegra andlit Þótt Agnew hafi náð eyrum kjósenda þá er óvíst hvort það ræöur baggamuninn i kosning- unum. Skoðanakannanir í ýms- um fylkjum, þar sem demókrat ar voru vondaufir að halda öld- ungadeildarsætum sínum, sýna nú að „gömlu þingmennirnir“ hafa unnið á og alls óvíst er um úrslitin. Bandaríkjamenn eru mjög persónubundnir við kjör- borðið og nöfn manna, sem ver ið hafa þingmenn um árabil hafa meiri „sjarma" en nöfn nýrra manna. Nixon hefur þvi talið, að ekki sé nóg að gert. Þess vegna kemur hann til bar áttunnar síðustu vikurnar fyrir kosningar í þeirri von, að hann geti ráðið úrslitum. Nixon er eklíi jafn djarfmælt ur og Agnew. Hann skírskotar þvi á síðustu stundu til þeirrs, sem eru efabrandnir um r.okk repúblikana með andliti Agnews.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.