Vísir - 22.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 22.10.1970, Blaðsíða 9
KlSIR . Fimmtúdagur 22. október 1970. Air Bahama, sem annars hefur haft mikinn framgang frá þvi að Loftleiðir tóku við rekstri þess, hefur nú fengið harða samkeppni frá fyrrverandi eiganda. félagið í hvivetna til að auka ferðamannastrauminn til eyjar- innar. Ferðamannamöguleikar Barbados ættu nú að vera meiri en oft áður, þar sem stöðnun hesfur komið í ferðamannaiðnað Bahama-eyjanna, sem m.a. hef ur orðið til þess að Bahamas Airways, flugfélagið á Bahama- eyjum hætti starfsemi f októ- ber síðastliðnum. T oftleiðir virðast ekki þunfa að hafa verulegar áhyggj- ur fyrst um sirm fyrir hönd dótturfyrirtækisins Air Báhama, af þessum nýja keppinaut, hvað sem síðar kann að verða. Mjög veruleg aukning hefur orðið á starfsemi IAB á þessu ári eins og við íslenzku fréttamennimir, sem heimsóttum eyjamar i boði Loftleiða sd. vetur fengum að kynnast. Fyrstu 8 mánuði ársins jókst farþegafjöldinn um 65.5% miðað við sama táma í fyrra og sætanýtingin jókst um 2,3 pró- Nýr kapituli í flugævintýrí Alþjóðlegur „Hollywood-reyfari", sem Loftleiðir taka />átt i ® Nýr kapituli er nú aö hefjast í dularfullri og margslunginni flugsögu, sem við íslendingar höfðum nokkur kynni af í gegnum kaup Loftleiða á Air Bahama. Fyrstu kynni okkar íslendinga af þessari sögu voru seinni hluta árs 1968, þegar for- ráðamenn Loftleiða tóku að rannsaka forsögu Air Bahama, en það flugfélag var þá byrjað að gera Loftleiðamenn gráhærða vegna undirboða á ferð- um milli Evrópu og suðurríkja Bandaríkjanna og Mið-Evrópu. Air Bahama var á áþreifanlegan hátt; farið að taka farþega frá Loftleiðum, sem gerðu sér lítið fyrir nokkru seinna og keyptu keppi- nautinn. félagið muni fara inn á fluigleiðir sem Air Bahama hefur vafalaust látið sig dreyma um, svo sem til Suður-Ameríku. Yfirvöld á Barbados hafa veitt flugfélaginu ótakmarkaða flugheimild, þ. e. það getur flogið hvert á land sem er, en ríkisstjómin hefur fyl'lstu ástæðu til að hvetja flug Caga Air Bahama er ekki löng, ^ en hún er blönduð ótal at- burðarfléttum, þar sem margir hafa komið við sögu. Allur und- anfari Air Bahama og fyrsti starfstmi þests minnir helzt á glóandi guiiMump, sem allir vildu fá, etn enginn gat haldiö á fyrr en „guilið“ lenti hjá Loft leiðum. Sagan öll er eins og Hoilywood-reyfari. Við þessa sögu koma fjöimargir þekktir menn og félög eins og t.d. Hoiily woodileikarinn James Stewart, bandarísk útvarps- og sjónvarps stjarna Arthur Godfrey, banda- ríska stórfyrirtækið Penn Centr al (hét áður Pennsylvania Rhil- road og var sérlega frægt ný- verið, þegar þaö varð gjald- þrota, sem er álitið eitt mesta gjaldþrot heimssögunnar), Exe- cutive Jet Aviation (stór flug- leigufyrirtæki fyrir stóriaxa og stórfyrirtæki), þýzku flugfélögin Sudífiug og Sudwestflug, evr- ópskir peningamatadorar, önnur flugfé'lög bg loksins ákveðinn Norman Ricketts, major að tign og brezkur þegn. — Þessi saga hefur áður verið rakin hér í Vísi og verður eikki endurtekin. Þessi ágæti major lék eitt af stóru h'lu'tverkun'um í upphafs- sögu Air Bahama, en álitið er, að það hafi verið hann, sem tóíkst að snúa leyfi til áætlunar- flugs mil'li Bahama og Luxem- burgar út úr stjómvöldum Ba- hama á sínum tíma. Majorinn, sem talinri var höfuðpaurinn í International Air Bahama, en er þó frægari sem glaumgosi og furöufugl, mun ekki hafa verið alltof kátur, þegar hann þurfti sd aifhenda Loftleiðum stjöm- völinn á þessu unga flugfélagi og er haft fyrir satt, að hann hafi heitið þvi þá að jafna metin seinna. TVTú er majorinn góði, Ricketit, ^ kominn aftur fram á sjón arsviðið með nýtt flugfélag, er mun hefja áætlunarflug 14. des. n.k. miili Luxemburgar og Barba dos, einnar af syðstu eyjunum í Karabíska hafinu. Eyjan er sögð hafa mikla og góða möguleika sem ferðamannaland, en ekki spillir það fyrir, að nýja flug- félagið hans Rioketts, Intemati- onal Caribbean Airways, býður mun lægri flugfargjöld en jafn- vel Intemational Air Bahama býður nú. Undirboð Ricketts og félaga hans er ærið hressilegt. Þannig mun ferðin Barbados— Luxemburg fram og til baika kosta 113.20 bandarfkjadollur- um minna en Nassau—Luxem- burg hjá dótturfyrirtæki Loft- leiða, Air Bahama á dýrasta tímabilinu, en 84.60 dollurum minna á ódýrasta tímabilinu, verðmunurinn 7.500—10.000 kr. fslenzkar eftir árstáðum. Lftill vafi er á því að þefcta flugfélag mun veita Air Bahama harða samkeppni, ef það nær að slita bamsskónum. Ricketts er aðalforstjóri fyrirtækis- ins, en stórir hluthafar með honum em Geoffery nokkur Edwards, stórlax, sem var höf- uðpersóna í milljónaviðskiptum vegna vamaruppbyggingar Saudi-Arabíu og Freddie Laker sem viröist vera þekktur innan alþjíiðaflugmála, ef marka má frétt Air News um þetta mál. Mjög sennilegt er að nýja flug Karabíska hafið er ekki að- eins ákjósanlegur áfangi vegna „heimsins beztu bað- stranda“ heldur er þar einn- ig heppiiegur áfangi á leið- inni til Miö- og Suður-Amer- íku. sentustig eða 66,2%, sem er talið mjög gott innan flugsins. Vísir leitaði til Loftileiða til iaö fá skoðun forráðam. þeirra á þessari nýju samkeppni. Sig- urður Magnússon, blaðafuilltrúi félagsins varð fyrir svörum og hafði hann eítirfarandi um máJ ið aö segja: „Það er ekki ósennilegt að ein hver samkeppni geti orðið milli International Air Bahama og þessa nýja fiugfélags — ef þvi veröur lengra iSfs auöið en ann arra þeirra, sem fyrirliðamir hafa reynt að láta tóra við þann eld, sem oftast átti ekki annað tíL pæringar ,en það, sen^ kyeiikti hann. ' ' !' ' Það er ekkert nýtt af nálinni að Loftleiðir og dótturfyrirtæki þess þurfi að keppa um mark- aði, og þess vegna skilsit mér á forráðamönnum félagsins, að þeir taki þessum nýju fyrirætl- unum Ricketts og félaga hans með hinu mesta jafnaðargeði. Eins og tölumar, sem við birt um í siðasta Fréttabréfi Loft- leiða sanna, þá hefur hagur Int- emational Air Bahama farið batnandi frá því er Loftleiðir tóku við rekstri félagsins. Við vonum að svo fari enn fram, sem nú horfir. Annað getum við ekki gert en að gera á hverjum tíma alt, sem í oikkar valdi stendur til þess að svo verði, bæði að því er varðar Inter- national Air Bahama og Loft- leiðir. Þar höfum við, starfs- menn fólagsins, mjög ömgga for ystu og að baki henni er ein- hugur okkar allra." Hinn nýi keppinaiuitur Loft- iieiða í lágum fargjöldium yfir Atlantshafið mun í fyrstu vera með vikulega ferð á milli Barba- dos og Luxemburgar með 158 sæta Boeing 707-138B, en þegar veltan eykst er ætlunin að fjölga ferðunum. Þessi síöasta þróun £ fiugsam göngum karabísteu eyjanna við Evrópu sýmir að sagan er ekki ölil enn. Framtíðin ein getur sikorið úr um, hivort pláss er fyr ir bæði nýja og gamla fyrirtaak- ið hans Ricketts, sem Loftleið ir eiga nú og hafa rekið af mikl um dugnaði og myndarskap eins og þeirra var von og vísa. Air Bahama mun nú vera farið að skila ágóða sem það gerði aldrei undir stjóm Ricketts, enda munu fáir trúa því að óreyndu að hann sjálfur sé líklegur til stórræöa. Hins vegar kunna aðr ir, sem með bonum eru að geta haldið félaginu á floti. —VJ Tism m — Erað þér fylgjandi eða andvígur því, að kosningaaldurínn verði Iækkaður niður í 18 ár? Gunnar Baldursson, auglýsinga teiknari: — Þvi er ég andvígur. Ég held, að 18 ára séu ungling- ar ekki búnir að öðlast nægan þroska til að mynda sér stjórn máilaskoðanir. Jóhann Vaidimarsdóttir, kenn- araskólanemi: — Ég segi nú bara fyrir mig, að ég hefði ekki verið reiðubúin til að kjósa 18 ára gömul og þar held ég, að ég sé ekkert einsdæmi. Finnbogi Jóhannsson, kennara- skólanemi: — Ég tel æskilegt að lækka kosningaaldurinn. Mér finnst að þeir sem eru 18 ára eigi fuMan rétt á því að fá aö leggja sitt til málanna í kosn ingum rétt eins og aörir, þar sem þá þegar hafa verið lagðar á þeirra herðar al'lar möguleg- ar kvaðir af opinberum aðilum, svo sem skattar og annað sMkt. Valur R. Ragnarsson, bifvéla- virki: — Ég hef nú satt að segja sáralítið velt því fyrir mér. En svona I fljótu bragði mundi ég segja, að þau 18 ára ungmenni, sem ég þekki til séu ekki nægi- lega þroskuð til að kjósa. Ágúst Ragnarsson, Lögfræði- nemi: — Nei, lækkun finnst mér alls ekki eiga aö koma til. Mér fyrir mitt leyti finnst 20 ára aldurstakmarkið alveg hæfi legt. ______ •mi Jónas Þorvaldsson, bókbindari: — Mér finnst alveg sjálfsagt að lækka kosningaaldurinn. 18 ára eru krakkarnir búnir að mynda sér sínar stjómmálaskoö anir. Þvi eldri, sem þeir verða, því ihaldssamari veröa þeir — og það er ekkert. betra að látp. þá vera endilega að Kjósa ba ftekar en yngri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.