Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 1
Sigurfari 8. skipið sem ferst við innsiglinguna frá 1930 Skemmtiferðaskip oftar en 20 sinnum Skemmtiferðas'kipakomur verða yifir tuttugu tafeins í sumar. Fyrsta skemmtiferðaskipið, sem kemur, er Statendam, sem kemur 10. júní frá Bandaríkjunum. Þó mikið verði um Bandaríkjamenn, sem koma meö skemmtiferðaskipunum verða Þjóðverjar þó enn f'leiri, en auk þess koma t. d. Bretar, Frakkar, Norðmenn o. fl. Flest skemmtiferða skipamfta koma í júlí eins og vant er. Eitt skemmtiferðaskipanna fer einnig ti-1 Akureyrar Hjá Ferðaskrifstofu Zoega fékk Vísir þasr upplýsingar, að von væri á fleiri skemmtiferðaskipum en nokkru sinni áður eða 16 skipakom um. Þar að auki myndi eittt skip- anna fara til Akureyrar, sem ekki hafi gerzt í fjögur ár. Þjóðverjar verð; í miklum meirihluta af far- þegunum. Ferðaskrifstofa ríkisins á von á fjórum skemmtiferðaskipum og Ferðaskrifstofan Útsýn á tveim til þrem skemmtiferðaskipum. — SB Reykjavíkurbörnin voru heppnust með veður af öllum lands- ins bömum. Fj'ölmenntu þau líka í skrúðgöngurnar og veif- uðu ákaft fínu fánunum sínum, sem sum hver höfðu fengið í hendur við handritakomuna síðasta vetrardag. □ Reykj'avíkuræskan fékk í gærdag, sumardaginn fyrsta hið ákjósanlegasta veð ur til að trítla í skrúðgöngun- um í fínu fötunum sín- um og með finu fánana sína og blöðrumar. Að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings var dagurinn í gær hlýjasti „sumardagurinn fyrsti“ frá því 1966, en þá vom hitastig- in heldur fleiri. Meðalhiti síð- asta sólarhrings var 2 stig, en 6 stig á meðan skrúðgöng- urnar marseruðu um götur borgarinnar. Landsbyggðin naut ekki öll þessarar veðurblíðu. Keflvíking ar og Hafnfirðingar höfðu svo sem ekki yfir neinu að kvarta, en strax og komið var til Sel- foss, var veðrið oröið leiðinlegt og ekki verandi úti. Þar var slydda og úrkoma fram á kvöld. Fóru öll skemmtanahötd Sel- fyssinga fram innivið. Á Akureyri voru þeir heldur ekki afspyrnu kátir yfir veör- inu. Þar var hríð part úr degi og urðu lúðrasveitarmenn að hætta við spilirí sitt og flýja með lúðra s'ina í skjól. Hesta- menn hörkuðu hins vegar af sér og riðu fylktu liði um götur bæj arins, einir 60 talsins. Það sem Akureyringar gátu huggað sig við í hríðinni í gær, var, að frosið hefðu saman sumar og vetur — það boðar altént gott sumar. — ÞJM ,J-foss" úr Jlonanza" til Islands „HOSS“, stóri, feití náunginn, sem margir kannast við úr bandarísku sjónvarpsþáttunum „Bonanza“ mun væntanlegur hingað til lands í sumar. — „Hoss“, sem réttu naftn heitir reyndar Dan Blocker, er vinur Ólafs Johnsonar, forstjóra í Reykjavík, og tjáði Ólafur Vísi í morgun, að Biocker kæmi kannski til sín í heimsókn í sum- ar og myndi hann dvelja hér í viku. Þeir Blocker og Ólafur kynntust í Bandaríkjunum, en leikarinn býr nú í Sviss. „Hann er v-íst örugglega oxöi'nn - kur af þessum „Bonanza" þátt- um“, sagöi Ólafur, „enn á hann eftir að vinna að þeim í 2 ár, og hann flýgur jafnan á miffi, fra bæn um Montagnola £ Sviss tSl Banda- ríkjanna, þegar hann þarf til npp- töku. Annars leikur hanti Bka á milli í venjulegum kvikmyndum, ferðast um og heldur fyrirlestra eða ræður hingað og þangað, og einnig stjórnar hann hestasýning- um víða. Hann er mikill hestamað- ur“. Sagði Ölafur, að Dan Blocker hefði ætlað sér að vera kominn til íslands um þetta leyti, „en ég fékk bréf frá honum nýlega, þar sem hann sagði mér að hann þyrfti því miður að fara til Bandaríkjanna i bráð, og vissi ekki hvenær af heim- sóikninni gaeti orðið“. — GG 61. árg. — Föstudagur 23. apríl 1971. — 90. tbl. fl Fjörur hafa verið leitaðar með hverju útfalli við Horna- fjörð, síðan Sigurfari fórst þar á laugardaginn með átta mönn- um. Hefur ýmislegt rekið úr bátnum. Sigurfari er áttunda skipið, sem ferst í Ósnum, eða við innsiglinguna frá 1950, enda er hún talin með hættulegustu innsiglingum á landinu, þegar sérstaklega stendur á veðri, ekki sízt þegar vindur stendur á móti útfalli eins og var á laugardag, þegar hið hörmulega slys varð. A fþökkuSu uðstoS—skipið nú ónýtt Brezki togarinn Cæsar ber bein s'm / Skutulsfirði Brezki togarinn Cæsar ætlar að bera sín bein á grynningunum utan við innsiglinguna í ísafjarð- arhöfn. Togarinn strand- aði þarna um klukkan sex í fyrradag. Skipið hafði farið of austarlega í innsiglinguna, en þar má engu muna, lenti það uppi á grynningun- um þarna við Arnames- ið rétt innan við þann stað, þar sem brezki tog- arinn Boston Vellwale strandaði á sínum tíma. Skipverjar héldu kyrru fyrir um borð, enda var veður stillt. Neituðu þeir aðstoð úr landi og skipa frá ísafirði og hugðust ná skipinu út sjálfir á flóði þá um kvöldið. Það tókst raunar ekki. En við þær sviptingar snerist togarinn á skerinu og rifnaði svo um nóttina, þegar hvessti. — Fyllti skipið síðan af sjó. Brezkur skuttogari kom á vettvang og voru strengdir vírar á milli skipanna, en ekki tókst að ná Cæsarj af skerinu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skipshöfnin var flutt til ísa- fjarðar en stýrimaður og skip- stjóri um borð í brezka eftir- litsskipinu Miranda, sem kom þarna á vettvang. — JH >••••••••••••••••••••••••••••••••••••••■••••••••• Hiýjasti sumardagur- inn fyrsti í 5 ár Bátar, sem farizt hafa þama í innsiglingunni sjálfrj era Sæ- hrimir og Rafn. Bæði þessi skip fórust er þau voru á leið um innsiglinguna með farm og því þung á sjó. Færeysk skúta fórst þarna á stríðsárunum. Hana rak upp í klappirnar, eftir að skip verjar höfðu yfirgefið hana. — Lítill bátur frá Hornafirði, Katla fórst þama líka innan við Hlein. Þrír bátar hafa faxizt við innsiglinguna, utar úti á Grims bölum. Þar fórst Borgey 1947 og með henni 5 menn, en þrlfr kom ust af. Einn þeirra var Sigurð- ur Lárusson, útgerðarmaður Sig urfara en sonur hans Guðmund ur var annar þeirra sem björguð ust er slysið varð á laugardag- inn. Á þessum slóöum fórst einnig Auðbergur 1937 og á stríðsárun um mun hafa farizt þama þýzkt flutningaskip, það strandaði á Hringanesskerjum. Þetta eru aðeins þeir skipstapar setn menn muna síðan 1930. Áður fyrr, þegar bátar voru minni, höfðu margir formenn það fyrir sið að láta skipverja ‘afla standa uppi í stýrishúsi, meðan siglt var hm Ósirm, ef veður var varhugavert. Var þá stundum staðið í björgunar- vestum. Þessir siðir eru löngu aflagðir, enda báitamir stærri. —JH „Viltu kaupa s'igarettur — oð vísu stolnor?" HREINSKILNI ÞJÓFSINS VARÐ HONUMAÐFALLI „Ég vildi vita, hvaðan þessar sígarettur væru — og þá sagðist hann hafa stolið þeim“, sagði af- greiðslustúlka í sælgætisbúð, sem átti mestan þátt í bví að lögreglan Kom höndum yfir tvo innbrotsþjófa i gær. Tveir imgir piltar, undir áhrifum víns, höfðu komið inn í sælgætis búðina með hávaða og hlátrarsköll um, og hafði annar þeirra tekið stúlkuna tali og boöið heiini sfga- rettur til sölu á hðflegum prís. Þegar húii heyrði hjá honum hvem ig sígaretturnar voru fengnar, gerði hún föður sínum viðvart, og hringt var á lögregluna. Á meðan feðginin biðu lögregl- unnar, tafði stúlikan fyrir þjófunum og keyptj ekia lengju af sígarett um á kr. 400. Annar pilturinn fór þó áður en lögregluna bar að, en hinn var handtekinn í verzluninni. Við yfirheyrslu viðurkenndi hann að hafa brotizt inn í vöruskemmu Vöruleiða hf. við Suðurlandsbraut og stolið þaðan talsverðu af síga- rettum. Húsleit var gerð heima hjá hinum, og fannst þá notokurt magn af sigarettum og peningakassi, sem sagaður hafði verið sundur, en í honum var enn lítið eitt af skipti- mynt. — GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.