Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 8
V í S I R . Föstudagur 23. aprfl 1971 Otgefandi ReyKiaprem nl Framkvæmdastióri Svetnn R Eyjóllsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjón Jóij Birgit Pétursson Ritstjórnarfulltrói Valdimar H lóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar Bröttugötu 3b Slmar 15610 U660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Slmi 1166C Ritstióm ■ Laugavegi 178 Slmi 11660 f5 Itnur) Askriftargjald kr 195.00 á mánuði innanlands F lausasölu kr 12.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda ht Atvinnumenn / tennis 'X'ennisboltinn hefur verið tákn síðustu viðburða í samskiptum Kína og Bandaríkjarma. Þessi bolti skoppar ekki á leikborðinu af tilviljun einni. Skoppi hans er stjórnað af atvinnumönnum í íþróttum heims- stjómmálanna. Hvert högg er þaulhugsað leikbragð í keppni stórveldanna um áhrif í Asíu. Atlantshafsbandalagið setti takmörk fyrir útþenslu Sovétríkjanna í vestur nokkru eftir stríð. Bandaríkin hindruðu útþenslu Kínverja í austur. Deilur um Berlín og Kóreustríðið voru táknræn í þessum efnum. Hins vegar hafa aldrei skapazt greinilegar línur sunnan landamæra stórvelda kommúnismans. Suðaustur- Asía er enn vettvangur átaka. Sama máli gegnir um Mið-Austurlönd sunnan landamæra Sovétríkjanna. Hernaðarátök eiga sér nú stað í átta af þeim tólf ríkjum í Suður- og Suðaustur-Asíu, sem kommún- istar ráða ekki. Á Indókínaskaganum geisar styrjöld í Suður-Víetnam, Laos og Kambódíu, sem kunnugt er. í Thailandi, Burma og Malasíu eru flokkar skæruliða athafnasamir með stuðningi frá Kína eða Norður- Víetnam. Síðustu vikurnar hafa fréttir greint frá borg- arastyrjöldum í Pakistan og á Ceylon. Þá eru aðeins ótalin fjögur ríki á þessu svæði. Það eru dvergríkin norðan Indlands, Nepal og Bhutan og Singapore á Malakkaskaga og síðast en ekki sízt Ind- land. í þessum fjórum ríkjum einum geisar ekki styrj- öld þessa dagana. Á sama hátt geisar „eilíf styrjöld“ í Mið-Austur- löndum, svo sem kunnugt er. í þessum tveimur heimshlutum hafa stórveldin um langt skeið háð harða hildi um áhrif. Þarna hafa ekki orðið til nein skýr „landamæri milli stórveldanna.“ Vafalaust ber að líta á þátttöku Bandaríkjanna í Víetnam sem tilraun til að „fá landamæri“ í Suðaust- ur-Asíu. Þetta virðist ekki munu takast um sinn. Að minnsta kosti bendir flest til að þau „landamæri“ verði sunnar og vestar en Bandaríkjamenn ætluðu. Samtímis hafa Bretar mestmegnis yfirgefið þetta forna valdasvæði sitt. Á hernaðarmáli mætti segja, að Bretar hafi hörfað og séu að undirbúa nýja vamar- línu á Indlandshafi og við Suður-Afríku. Brezka stjórnin virðist stefna að því að efla flota Suður- Afríku í þessu skyni. Sama máli gegnir um Frakka, sem Iengi réðu Indó- kína. Áhrif þeirra em nú lítil sem engin í þessum heimshluta. Kínverjar seilast nú æ lengra inn á þetta svæði. Það er vegna þess, að þeir telja sjálfa sig sterkari en áður, að þeir sýna vinarhót. Þeir hafa stóraukið hemaðar- mátt sinn með öflugum eldflaugum. Þeir hafa kom- izt upp með það að storka Sovétríkjunum í hvívetna. Því þreifa þeir nú fyrir sér með nýjum aðferðum. Á þetta er ekki bent Kínverjum til lasts. En það eru atvinnumenn við tennisborðið. Nixon hefur tilkynnt hraðflutning bandariskra hermanna frá Víetnam. Hlér sést hópur þeirra stíga um borð í flugvél á heimleið. Kanar fara heim ¥ sjónvarpsræðu sem Nixon forseti flutti fyrir nokkru til bandarísku þjóðarinnar gerði hann ýtarlega grein fyrir gangi styrjaldarinnar í Víetnam og skýrði frá áætlunum um brott- flutning bandarísks herliðs og tímamörkum á flutningunum. Kjami boðskapar hans var sá, að núna 1. maí hefst hraðari brottflutningur hersins en nokkru sinni fyrr Munu 14,300 bandarískir hermenn verða fluttir á brott frá Víetnam á hverjum mánuði til áramóta. Um næstu áramót er áætlað, að aðeins verði eftir í Vfetnam um 184 þús. bandarískir hermenn samanborið við 543 þúsund, þeg ar liðið var fnest um mitt árið 1969. Fyrir utan þessa .föstú á- ætlun er látiö að því liggja að á næsta ári hrökkvi talan niður í 50 þúsund. ,,Hér eru þau stórtíðindi aö gerast að Bandaríkin eru aug- sýnilega á skömmum tíma að draga sig út úr styrjöldinni í Vfetnam. Og þá getur brugðið til beggja vona, hverjar afleið- ingarnar verða. Munu kommún- istarnir í Norður-Vietnam þá hafa bolmagn til að sölsa undir sig allt landið og gleypa þar með Kambodju og Laos, eða mun Suður-Víetnömum vaxa svo fiskur um hrygg, að þeir fái staðið sig gegn áleitni hinna valdagráðugu kommúnista f Hanoi? í ræðu sinni rökstuddi Nix- on þennan örvaða brottflutning aðallega með þremur röksemd- um. Hann lýsti því yfir, að svokölluð „Víetnamísering“ styrjaldarrekstursins hefði tek- izt með afbrigðum vei, þ.e. komið hefði í ljós, að her Suður-Víetnama væri vandanum vaxinn. ! öðru lagi þakkaði hann þetta hernaðaraðgerðun- um í Kambodju á sl. ári og loks í þriðja lagi hernaðaraðgerðun- um í Laos í síðasta mánuði. Með þessum þreföldu aðgerðum taldi hann að tekizt hefði að búa svo um hnútana, aö öryggi Suður-Víetnam væri ekki ógnað sem áður og því væri ekki leng- ur eins mikil þörf fyrir atbeina Bandaríkjanna til aö bægja hætt unni frá. TTm þessa ræðu og yfirlýs- ingar Nixons hafa síðan verið mjög skiptar skoðanir. Margir telja hann alltof bjart- sýnan og líta svo á, að ákvarð- anir hans byggist ekki á hinu raunverulega ástandi í Víetnam, heldur á hinni pólitísku þörf heima f Bandaríkjunum. Eink- um er sagt, að margir herfor- ingjar í Víetnam hristi höfuðið yfir þessum furðulegu tíðindum og telji, aö svo stríður brott- flutningur muni ofurselja iand- ið kommúnistum, Um röksemdir Nixons má þó að vísu segja, að hin svokall- aða Víetnam’isering hefur geng- iö betur en nokkurn óraöi fyr- ir, þegar hún hófst af alvöru fyrir tveimur árum. Áður fyrr vantreystu Bandarikjamenn jafnan heimaþjóðinni til nokk- urra átaka og leiddj meðal ann- ars af því, að þeir létu banda- rískt herlið vasast í öllu, en höfðu ekki fyrir að útbúa víet- namskar hersveitir með nýtfzku vopnum, heldur hentu f þær kolryðguöum og" gömlum vopnaleifum. Svo leiddi hvað af öðru lítið baráttuþrek og vantraust heimamannanna. 1%/Teð Víetnamiseringunni hefur 1 J' þetta án efa gerbreytzt. t>aö er fyrst og fremst þessu að þakka, að tekizt hefur að fjarlægja styrjöldina frá breið- um byggðum Suður-Víetnams. Nú heyrist yfirhöfuð hvergi um hernaðaraðgerðir í öilu landinu, nema á örlitlu horni nyrzt, sem næst er bæli koramúnistanna í Norður-Vfetnam. Skemmdar- verk, sprengjutilræði og eld- flaugaárásir, sem voru næstum daglegt brauö fyrir nokkrum árum, þekkjast þar varla leng- ur. Það þótti líkast stórtiðind- um, að ein eldflaugaárás var nýlega gerð í Danang. Slíkt hafði þá ekki komiö fyrir I marga mánuði. Þetta er stað- reynd, sem verður ekki neitað að þrátt fvrir allverulega fækk- un Bandaríkjaliðs á síðustu tveimur árum. þá er nú búið að fjarlægja styrjaldaraðgerðlr úr húsi Suður-Víetnama. Hitt er annað mál, að hættumar geta enn vakað fyrir bæjardyrunum. Þaö er auövelt að vera vitr- arj eftir á, en nú sjá menn það almennt, að hernaðarrekstur Bandaríkjamanna mörg undan- farin ár, þegar þeir viidu sjáif- ir vasast í öllu var aiveg fávíslegur, en þannig hafa Bandaríkjamenn oft sýnt sig í átökum og afskiptum af mál- um í öðrum löndum og í styrj- öldum sem þeir hafa háð í öðr- um álfum, að þeir misskilja og vanmeta viðfangsefni og getu heimamanna til aö leysa þau. Allt virðist smátt f þeirra aug- um. nema það sem kemur frá Missisippi eða Texas. Sinn þátt í þessu áttj sjál'fsagt þáverandi yfirforingi Bandaríkjamanna Westmoreland að nafni, en sá sem hefur tekið við af honum, Abrams, virðist hafa verið öllu skynugri, þó breyttar aðstæður hafi sjálfsagt líka átt sinn þátt í að stefna honum inn á þessa braut. T Tm annað atriðið verður held- ^ ur ekki deilt lengur, að að- gerðirnar í Kambodju í fyrra. hafa haft gríðarmikil áhrif til að treysta aðstöðu Suður-Víet- nama. Áður en þær voru fram- kvæmdar virtist aöstaða Suður Víetnama vonlaus. Slíkj- kom ekki beinlínis við hernaðargetu Suður-Víetnama, heidur var sú taflstaða sem myndaðist fvrir kommúnista í Kambodju ó- viðunandi fyrir öryggi Suður-Víetnam. — Slíkt hef- ur aldreí þekkzt í nokkurri ein- ustu styrjöld fyrr, að árásarher gætj haft stöðugt skjól, þaðan sem hann framkvæmdi marg- víslegar harðvítugar árásir og skipulagði birgðaflutninga til styrjaldarreksturs víðs vegar i Suður-Víetnam. En taflregiurn- ar voru lengi þær, að aldrei mátti neitt hagga við þeim eða trufla bá f árásarbækistöðvun- um Það er nú sýnt. svo ekki verð- ur um villzt, að kommúnistar voru sviptir þessari sérstöku

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.