Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 4
 Stórskotalið Fram erfiðleikum með En sigrabi jbó 7-0 / fyrsta leik Reykjavikurmótsins Reykjavíkurmótið í knatt- spymu hófst á sumardag- inn fyrsta með leik Fram og Víkings á Melavellinum og stórskyttur Fram, sem skorað hafa 13 mörk í síð- ustu tveimur leikjum sín- um í meistarakeppni KSÍ, áttu í erfiðleikum með 2. deildar lið Víkings. Þeim tókst aðeins að skora eitt mark í leiknum á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks — gjöf annars bakvarðar Vík- ings og að auki sennilega skorað úr rangstöðu. Satt bezt að segja, þá varð mað ur fyrir vonbrigðum með lið Fram og sennilega gert sér falskar von- ir um getu þess eftir stórsigrana gegn Keflv’íkingum og Akurnesing- um. Ótrúlegt, að þetta iið skyldi vinnna íslandsmeistara Akraness með 8—1. Að vísu var Fram betra liðið gegn Víking á fimmtudag, en yfirburðirn ir voru aldrei afgerandi — Víking ar fengu sín tækifæri í leiknum og ef eitthvað hefði heppnazt var jafn tefli ekki svo fjarlægt. Framan af skapaðist meira hætta við mark Víkings vegna slæmra úthlaupa Diðriks Ólafssonar markvarðar, og eitt sinn tókst þá öðrum bakverðin um að biarga á marklínu, en Diðrik sýndi síðar í leiknum ágæta mark vörzlu. Hurð skaþ nokkrum sinn- um nærri hælum hjá Víking en einn ig hjá Fram, þegar Guðgeir Leifs son komst á skemmtilegan hátt í gegn og gaf knöttinn á samherja átti í Víking sem var aleinn frír inn í markteig Fram, en krötturinn hrökk á ein hvern hátt frá honum og bezta tæki færi leiksins rann út ( sandinn. Og síðustu sekúndur hálfleiks- ins voru örlagaríkar fyrir Víking. Hægri bakvörðurinn var með knött inn nálægt miðlínu — nær allir Vík ingar á vallarhemingi Fram en bakveröinum urðu á mistök, spyrntj knettinum beint til næsta mótherja. Vörnin var galopin — Ásgeir brunaði upp, gaf knöttinn til Kristins Jörundssonar. sem var frír inn í vítateig, en sennilega var Kristinn þá orðinn rangstæður. En hvað um það, engin athugasemd var gerð, Kristinn lék rólega á markvörðinn og renndi knettinum í mark. Og þetta reyndist sigur- markið í leiknum. í síðari hálfleikn um sótti Fram mun meir, en Diðrik stóö þá vel fyrir sínu í marki Vik- inga. Aðalkostur Framliðsins er sterk vörn þar sem þeir Sigurbergur og Marteinn Geirsson bera af. Það er Kemaranámskeið 1971 Eftirfarandi námskeið hafa verið ákveðin: I. STÆRÐFRÆÐI: 1.1. Námsk. fyrir kennara 7 ára barna 23. ág.— 4. sept. í Reykjavík 1.2. Námsk. fyrir kennara 8 ára barna 26. ág.— 4. sept. í Reykjavík 1.3 Námsk. fyrir kennara 10—12 ára barna 23. ág.— 4. sept. í Reykjavík 1.4. Námsk. fyrir gagnfraeðaskólakennara 8. sept.—18. sept. í Reykjavík n. EÐLISFRÆÐI: 2.1. Námsk. f. barnakennara 2.2. Námsk. f. barnakennara 2.3. Námsk. f. barna -og gagnfræðask.kenn. 2.4. Námsk. f. barna- og gagnfræðaskkenn. 2.5. Námsk. f. gagnfræðask.kenn. 2.6. Námsk. f. gagnfræðask.kenn. III: LÍFFRÆÐI: 3.1. Námsk. f. barnakennara 3.2. Námsk. f. barnakennara 3.3. Námsk. f. gagnfræðask.kenn. IV. DANSKA: 4.1. Framhaldsnámskeið f. bamak. 4.2. Námskeið f. bamak., byrj.fl. 4.3 Námskeið f. barnak., byrj.fl. 4.4. Námskeið f. barnak., byrj.fl. 4.5. Námskeið f. barnak., byrj.fl. 4.6. Námsk. á vegum Kennaraháskólans í Kaupmannahöfn f. bama- og gfrsk.kenn V. ENSKA: 5.1. Námsk. f. barna- og gagnfræðask.kenn. 5. ág. —21. ág. í Reykjavík 19. ág.— 4. sept. á Norðurlandi 8. sept. —18. sept. á Austurlandi 8. sept.—18. sept. á Vesturlandi 26. ág.—11. sept. í Reykjavík 19. ág.— 4. sept. á Norðurlandi 21. júní—30. júní á Akureyri 23. ág.— 4. sept. í Reykjavík 6. sept.—18. sept. í Reykjavík 4. ág.—10. ág. í Reykjavík 16. ág.— 4. sept. í Reykjavík 16. ág.— 4. sept. á Akureyri 30. ág.— 4. sept. á Hallormsstað 9. sept.—14. sept. — Núpi í Dýrafirði, 16. ág.—28. ág. í Reykjavík 16. ág.—28. ág. í Reykjavík VI. TÓNMENNT: 6.1. Námsk. f. músík- og söngkennara 18. ág.—28. ág. í Reykjavík VII. MYNDLIST OG HANDÍÐIR: 7.1. Námsk. f. bama- og gagnfræðask.kenn. 16. ág.—4. sept. i Reykjavík. Nánari upplýsingar verða sendar fjölritaðar til skólanna svo og umsóknareyðublöð um námskeiðin. Kennumm skal bent á að geyma þessa auglýsingu og fylgjast með, ef breytingar kunna að verða gerðar. Athygli skal vakin á því, að síðar kunna að verða auglýst fleiri námskeið. Fræðslumálastjóri Úthlaup Diðriks Ólafssonar, markvarðar Víkings, sköpuðu stund- um nokkra hættu við Víkingsmarkið framan af leiknum. erfitt að komast fram hjá þeim. Þá er Jón Pétursson bráðduglegur framvörður, og Ásgeir Elíasson beztur framl’inum. og Kristinn sækinn. í liði Víkings ber Guðgeir nokkuð af, enda í hópi albeztu leik manna okkar i dag. Eiríkur Þor- steinsson er skemmtilegur fram- herji, en naut lítillar aðstoðar i þessum leik og í vöminni kom kornungur piltur, Jóhannes að nafni, skemmtilega á óvart. Þar er mikið efni á ferðinni. Hefiir sigrað í öllum flokkum í Firðinum! 736 keppendur i Viðavangshlaupi Hafnarfjarðar Mikil þátttaka var í Víðavangs- hlaupi Hafnarfjarðar, sem fór fram Irssr sigruðu en tup hjá Skotum og Wuies Þrír leikir voru háðir i Evrópu keppni landsliði á miðvikudag, auk leiks Englands og Grikklands. I Belfast lék Norður-frland við Kýpur og sigraði með 5—0. Derek Dougan skoraði strax eftir 90 sek. síðan bætti George Best við þremur mörkum — eitt beint úr horn- spvrnu — og Nicholson, Hudders- field skoraði svo fimmta markið. Wales lék V Cardiff gegn Tékkó slóvakíu og lengi vel leit út fyrir sigur. Ron Davies skoraði úr víta- spyrnu á 49 mín. og 1—0 stóð þar til 10 mín. voru eftir, en þá skor- uðu Tékkar þrjú mörk á fjórum mínútum, og sigruðu. Það á ekki af Skotum að ganga og möguleikar þeirra eru nú orðnir litlir í riðlin um eftir tap gegn Portúga] í Lissa bon 2—0 Stanton, Hibernian, skor aði sjálfsmark snemma í leiknum, en síðan bættu Eusebio og Co við öðru mark] undir lokin. að venju á sumardaginn fyrsta — a]Is 136 og var keppt í sjö flokk- um karla og kvenna. 1 efsta flokki — 17 ára og eldri — bar Viðar Halldórsson sigur úr býtum, en þetta er í fyrsta skipti sem Viðar keppir í efsta flokki. Hann hefur keppt í öllum flokkum í hlaupinu og sigrað í öllum — að það meira að segja unniö verð- launagripi til eignar í sumum með því að sigra þrjú ár ( röð — og hlaut hann einnig sérstaka styttu fyrir þátttöku i tíu ár. Viðar, sem nú er orðinn 17 ára, er mikið efni og sigurtími hans var 4:45,7 mín. Annar varð Helgi Ragnarsson á 5:16,8 og þriðji Magnús Brynjólfs son á 5:52,0 mín. í drengjaflokk] 14—16 ára sigr- aði Janus Guðlaugsson og í flokki 9—13 ára varð Magnús Teitsson, Garðahreppi. fyrstur, en hann keppti sem gestur og sigurvegari í flokknum úr Hafnarfirði varð Kristinn Kristinsson. í flokki átta ára og yngri sigraði Þór Kristjáns son. í elzta flokki stúlkna varð Ragn hildur Pálsdóttir, sem keppti sem gestur, fyrst en sigurvegari Gyða Úlfarsdóttir. 1 yngsta flokki telpna sigraöi Kristín Sveinsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.