Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 7
in heimi. Áreiöanlega væri það einföldun, rómant’isk um of að segja að Konstantín réði sig af dögum að leikslokum af þvi að þá fyrst væri hann end.aniega úrkula vonar um ástir Nínu. „Við eru bæði komin inn í hring iðuna“, segir Nína í fjóröa þætti, ,,þú rithöfundur, ég leik kona“, Eitt stefið í leiknum fjallar um samhengi lífs og list- ar, æskudraums og hversdags leika fullorðinsára og þar fer fram samfefldri umræðu um vandamái lífs í listum sem vafa laust væri fróðlegt að huga nán ar að í samhengi. Byssuskotið að leikslokum heggur á hnút til finninganna — tjáir í senn upp- reisn gegn og uppgjöf undir hinn leiða hversdagsleika, ævin lega ósigrandi í leikritum Tsjekhovs. fullþroska leikritum hans. Asta- farið í leiknum er með kostuleg- um brag ef að því er hugað: Sfimon kennari elskar Mösju sem elskar Konstantín sem elskar Nínu sem elskar Frígorín rit- höfund sem Írína Arkadína elskar, Pálína kona Sjamraévs ráðsmanns elskar Dorn lækni sem hún óttast að sé á eftir I'rínu, jafnvel Nínu... Þessi halarófa er að sínu leyti af farsa tagi, en leikurinn leggur ekki tiltakanlega upp úr henni, þeirra lánlausu ástir eru uppi- staða miklu alvörugefnari til- finningalýsingar, þess lánlausa lífs er fólkið lifir i' leiknum, hver og einn inniluktur í sínum eig í Uífi í listum. „Það liggur falið Ibak við orðin, í þögnunum í augnaráðj leikaranna og útgeisl ,an innri tilfinningar.. Þar veltur allt á því að vera, lifa, fyrir- 1 finnast". Tsjekhov lýsir ekki S fyrst og fremst fólki og atburð I um heldur tilfinningaríki, geðs- , munum, innra lífi hjarta og hug ar. Einmitt þess vegna er vert að muna að sjálfur nefndi Tsjekhov leikrit sín gamanleiki, að þau fjalla hvað sem tautar og raular um fólk af holdi og blóði, gerast á stað og tíma. En það er hinn staðfasti ljóðræni hugblær þeirra, með sínu ein- kennilega náv'igi kímni og trega, sem mestu varðar leikina — ‘hugblær og stílsháttur sem er venjulegt að nefna sér í lagi „tsjekhovskan“ og i öðru lagi „rússneskan". Hugmyndir okk- ar úm hvað sé sér í lagi rúss- neskt stafa raunar að verulegu leyti af bókmenntum — þar á meðal leikjum eins og Þremur systrum og Kirsuberjagarðinum. En hver sýning á leikritum Tsjekhovs á líf sitt undir því komið að henni takist að lýsa, orða, sviðsfæra — að sínum eigin hætti — hið innra líf sem leikirnir fjalla fyrst og síöast um í þögninni bak við orðin. 11/Táfurinn er fyrstur í röð x hinna fjóru stóru leikrita Tsjekhovs, og vel má það vera að. þar séu gleggri efnisleifar hefðbundins leiks en í seinni, T sýningu Leikfélags Reykjavj'k ur, við leiðsögn Jóns Sigur- björnssonar virtist mér unga fólkið í leiknum, l>orsteinn Gunn arsson, Valgerður Dan, Pétur Einarsson, skila sinum hlut til metrar hlítar, leikur þeirra hafa til aö bera innri fyllingu, til- finningalegt samhengi sem mestu varðar allan leikinn. — Stanislavskí hefur þá hótfyndnu athugasemd eftir Tsjekhov sjálf- um að Trígorín eigj að ganga í köflóttum buxum og götugum skóm — hann er alveg hvers- dagslegur maður, glæsibragur hans einungis í augum kvenn- anna sem dá og dýrka hann. Mér virtist Þorsteini láta mæta- vel að sýna hversdagsleik, sjálfs hyggju og síngirni hans, án þess að gera Trígorín á nokkurn hátt ógeðfelldan sem ekki ætti held- ur við. í leiknum eru tvö til- finningaris sem miklu skipta samhengi og framvindu hans: annað í þriðja þætti, milli' rriðð- ur og sonar, Irínu og Konstant- fns, hitt í fjórða, undir lok leiks ins, milli Konstantíns og Nínu. Bæði ber að sama brunni, ein- manaleika og angistar sem verð ur minnsta kosti Konstantín of- urefli — hinu rómantíska unga skáldi, hversdagslega unga manni sem Pétur Einarsson leiddi skýrlega fyrir sjónir í ná- vígi hans við æskudrauma og örbjarga vonir, holdtekið í gervj Nínu, Valgerðar Dan. Annað mál er það hvern bak- hjall þessi lýsing á 'i eldra fólkinu í leiknum. Brynjólfur Jó- hannesson á að vísu létt um vik að auðkenna Sorin ráðuneytis- stjóra, fáum klárum dráttum, og Margréj Ólafsdóttir kom út af fyrir sig trúlega fyrir sjón- ir í gervi Pálínu ráðsmannskonu, Karl Guðmundsson anzj kátlega sem Sjamraév ráðsmaður. Dorn Brynjólfur Jóhannesson, Pétur Einarsson og Sigríður Hagaltn í hlutverkum sínum. læknir virtist upptroðinn sjálf- birgingur j' meðförum Guömund ar Pálssonar — er það fuilnægj- andi skýring og skilningur hlut- verksins? Og Sigríður Hagalín orkaði engan veginn sannfær- andi í hlutverk; Irínu Arkadínu, hinnar síngjörnu móður og heimskonu, dáöu leikkonu. Þótt hlutverkið virtist skýrlega mót að, 'hið ýtra, holuðu leikmáti og framsögn sífellt innan lýsingu hennar. Hér virðist reyndar ekki um að ræða „góðan“ eða „vond- an“ leik, meiri eða minni mistök i einstökum hlutverkum heldur samloðun efnisins, innra sam- hengi alls leiksins, innri og ytri leikstjórn. Þrátt fyrir snotra ytri áferð sýningarinnar reynd- jst þetta samhengi, innra Mf leiksins næsta stopulf á sýning- unni í Iönó, eins og einangrun hlutverkanna, hvers í sínum hug arheimi, hefði smitaö yfir á leik inn og leiken'durna Þetta reynd ist óbreytt þótt einstök hlutverk væru eftirminnilega mótuð — Símon kennari sem Borgar Garð arsson lýsti sérlega „rúss- neskri“ lýsingu, Masja Guðrún ar Ásmundsdóttur, ung og göm- ul í senn, vonblekkt og samt sterk. J^Jáfurinn í Iðnó reyndist sem sé ekki endanlega mótuð, fullgild Tsjekhov-sýning á ís- lenzku sviði, enda til mikils mælzt. Þar fyrir skipar hún með sómasamlegum hætti sinn stað í röð íslenzkra Tsjekhov- sýninga, eink.um og sér í lagi vegna unga fólksins í sýning- unni, Iýsir ærlegri viðleitnj að orða stii og hugarheim hans á íslenzku. Hvað sem líður hinni innri lýsíngu, samhengi tilfinn inganna í leiknum er sýning 'hans snyrtilega og smekklega unnin hið ytra, leikmynd Ivans Töröks einkar áferðafailegt og trúverðugt verk, og lýsing nýt- ist óvenjuvel. Þýðing Péturs Thorsteinssonar heyrðist mér munntöm. Leikfólag Reykjavíkur: matnrmn Eeikrit í 4 þáttum eftir A. P. Tsjekhov Þýðing úr rússnesku: Pétur Thorstemsson Eeikmynd: Ivan Török Leifestjóri: Jon Sígurbjörns- so« AJkanna er 30 það sem „ger- isí" í ieilkritum Antons Tsjekhovs, atburðarás þeirra í eánföidastu meikingu, skiptir ekfei mestu málj á sviðinu, og ekfeí emu shmj hvað menn segja j leifejœujm, „Þokki þeirra felst í einhverju sem ekki verður f orðum bjaö“, segir Stanistavskí Guðrún Ásmundsdóttir og Þorsteinn Gunnarss. í hlutverkum sínum. (Myndir teknar á æfingu). VÍ S TR. FSstedagur 23. aprfl »71 cTMenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Bak við orðin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.