Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 2
Hr. Burl IveS. Burl Ives kvænt- ur Burl Ives, sá þekkti þjóðlaga- söngvari og Ieikarí kvæntist í annað sinn í lífinu um daginn. Sú hamingjusama heitir Doroflhy Koster. Ives er 66 ára og Koster er 44 ára. Hún hefur starfað sem innanhússarkitekt fram undir það aö han hélt til London frá New York, en í London voru þau gefin saman: „Ég hef ekKi bragð- aö dropa af kampavíni ennþá“, sagði Burl Ives rétt eftir gift- inguna, „en mér finnst ég vera orðinn ölvaður strax“. Meðan á vígslunni stóð söng drengjakór f kirkjunni „It will not be long, my love, until your wedding- day“. þekktan söng Burl Ives. mmmaammmmmmmmmmgammmmBmmaammammaaaai í.miw —w BANK ARÆNIN GINN GIFTIST HÁSKÓLAKENNARANUM Lis Lotte Bergin rændi banka í Danmönku 1969. Hún fór víst fádæma klaufalega að og lögregl- an hafði uppi á henni strax. Hún rændi næstum 400.000,00 ísl. kr. og eyddi engu. Hún var dærnd í fjögurra ára fangelsisvist. Á laugardaginn giftist hún vini sínum gömlum Alan Andersen, rithöfundi og há- skólakennara. Fór biúðkaupið fram í kirkju að viöstöddum ör- fáum ættingjum þeirra beggja og 5 nemendum Andersens. Þau þek'ktust nokkuð áður en Lis lenti í fangelsinu, og sterk bönd uröu milli þeirra, er Alan tók upp á jwí að skrifast á viö hana 1 fangelsinu og heimsækja hana vikulega. Staldraði hann þá jafnan við í 15 mínútur, svo lengi sem leyfi'legt var. Enn á Lis eftir að afplána mik- iö af dómi sfnum, eitt og hálft tii tvö ár eru þar til hún getur farið að búa heima hjá eigin- manni sínum og þriggja ára dótflur sinni. Henni er haldið fanginni f Horseröd-fangaibúðunum og hef- ur veika von, segir hún, að verða sleppt til reynslu um hríð. „En ég mun halda út að afplána dóm- inn“, segir Lis, „það er auðvelt, þegar maður veit að einhver bíð- ur með óþreyju eftir manni. Við munum eiga bjarta íramtíð — ekki hvaö sízt hún Jane, litla stúl'kan mín“. Nýgiftu hjóna'kornin fengu að- eins að vera saman stutta stund á meöan prestur hespaði af vígsl unni, ekki fékk brúðguminn að sækja hana að fangelsisdyrunum, hún varö að fara ein síns liös til kirkjunnar. Fangelsisyfirvöld hafa lofaö Lis aö hún fái bráð- lega að fara heim til manns síns í helgarfrí, en föngrnn er fremur sleppt til reynslu, ef heimili þeirra eru góð og trygg. <* * . * Bankaræninginn og háskólakennarinn. Lis Bergin giftist háskólakennaranum Andersen. Hún sit- ur í fangelsi meðan hann byggir uþp heimiliö. L0KSINS AL- MENNILEGAR LINSUR! Sagt er, að 1 Bandarikjunum séu 8 milljónir manna sem ganga með linsur f auganu í gleraugna- stað svokallaðar „contact-linsur“. Hingað til hafa aðeins veriö fram leiddar svokallaðar „harðar lins- ur“, en þær eru úr gleri, hring- lagaðar, eins og sú til vinstri á myndinni. Margir kvarta stöðugt undan því, að þessum linsum sé vont að venjast, þær særi augnalokin að innan og einnig séu þær oft syndandi í tárum og sé því jafnan hætta á að þær detti úr augunum, renni niöur. Nú eru hins vegar að koma á markað linsur af nýrri gerð. Þær eru mjúfcar, enda úr plasti og af- langar að lögun (sjá mynd). Þegar þessar plastlinsur eru settar á rakt augað, mýkjast þær upp og núast ekki við augað eða áugnalokið. Þessar nýju linsur hafa ekki heldur tilhneigingu til að detta úr auganu og þær þurfa ekki að vera sérstaklega lagaðar eftir auganu og af þeim sökum er engin þörf fyrir þann er með slíka linsu gengur að fara stöð- ugt til læknis aö láta gera við linsuna, slípa hana eftir auganu Það er „U. S. Food and Drug Administration, Bausoh & Lomb Inc.“ sem kynnt hafa þessar lins- ur og mælt með þeim. „Ég lifi bara af forngripunum“ — danskur grasalæknir stöðvaður af yfirvöldum Amo Wolle heitir 68 ára gam- all maður sem heima á í Kattinge, Danmörku. Wolle er gjaman kallaður „vitri maðurinn í Katt- inge“, hann hefur gegnum árin unnið fyrir sér sem fúskari á sviði læknisfræðinnar. Reyndar er þaö ekki sérlega vel liðið af öllum og nú er svo komið að Wolle á yfir höfði sér heimsókn frá lögreglunni og verður þá væntanlega tekiö fyrir hans ó- leyfilega fúsk. 5000 fágætir munir En þótt svo fari aö hann geti þá e'kki lengur stundað at- vinnu slna, er Arno Wolle hvergi smeykur um að hann muni deyja úr sulti. „Ef þeir banna mér að fást við vinnu mína, þá lifi ég bara af safni mínu“. Wolle á nefnilega eitt stórfenglegasta fornmunasafn, sem til er í eigu eins manns. I fjársjóðsherbergi hans, sem það er oftast nefnt, eru yfir 5000 fágætir munir, sem virtir eru á meira en 60 milljónir ísl. króna. þar fyrir utan á hann myntsafn upp á 200.000 myntir og er það einnig virt á margar milljónir. Það var 1915 sem Arno Wolle sneri sér að grasalækningum. Nú orðið skipta þeir víst hundruðum þúsunda sem leitaö hafa til hans að fá lyf við ýmsum sjúkdóm- um eða einhverja blöndu til að lina þjáningar. Brynja á I miUjón. Hann segist lengi hafa vitað að starfsemi hans væri bönnuð með lögum, en opnaði samt mót- tökuherbergi sitt daglega án til- lits til þess að vel gæti svo far- ið að lækningastofunni yrði lokað fyrir hádegið. Hann segist hafa safnað sjaldgæfum munum og mynt til þess að eiga eitthvað til að lifa af .. . „Og nú, þegar endanlega á að láta til skarar skríða gegn Wolle, ætlar hann sér að opna verzlun og verzla með fornmuni. „Hvaðan ég fékfc þetta dót? Það hafa hinir og þessir gefið mér þaö. Fólk sem ég hef eitt,- hvað getað hjájpað með grasa- blöndum. Það er þakklátt oj launar vel fyrir sig — sumt hef ég svo keypt". 1 fjársjóðsherbergi Wolle er eldgömu! brynja, sem ríkur kaup- maður í Kaupmannahöfn gaf h'onum. Hún var upphaflega gerð handa Lúðvíg 1. af Bæjaralandi, „og hana sel ég ekki fyrir minna en 1 milljón" segir Wolle.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.