Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 6
6 Skattar á lslandi lægri en í nágrannalöndunuro segir Páll Líndal formabur Sambands isl. sveitarfélaga Sfcattar á íslandi eru lægri en í nágrannalöndunum, Danmörku, Bretlandi, Noregi og Svfþjóð. Þar njótum við þess, að við höfum eldd útgjöld vegna hermála. Hins vegar hlýtur rekstur þjóðfélagsins að verða hlutfallslega dýrari að ýmsu leyti vegna fámennis cikkar og víðáttu landsins. Þetta sagði Páll Líndal foimaðusr Sambands íslenzkra sveitarfélaga, er hann setti fund fulltrúaráðs sambandsins í fyrradag. „Flestum finnast liklega skattar of háir**, sagði haun, .,og eitt góöskáldið hefur varpað því fram, að hér fari allt á hausinn nema skattstofum- ar. Ef við miðum við þau lönd, sem nsest okkur standa, kemur í ljós, að skattrriningin er ekkj eins voðaleg og margir vilja vera láta. Það er að visu mjög erfitt að bera saman skattbyrðar milli landa, enda álitamál, hvernig skattbyrð- ar skuli reiknaðar. Það er þó talið, að það sé nokkuö heiöarlegur mæli kvarði að miða við það, hve mikið hið opinbera taki til sinna þarfa af þjóöartekjunum í heild." Slíkar samanburðartölur koma nokkuð seint, en tii em tölur frá 1966 — 68. Þá námu skattar hins opimbera hérlendis 29,8—32,8% af þjóðarframleiðslu. Árið 1967 var hlutfaliið í Danmörku 32,1%, í Bretlandi 32,7%, í Noregi 37,8% og £ Svíþjóð 40,9%. Af þessu, segir Páll, að tvfmælalaust megi draga þá ályktun, að skattar séu hér minni en f þessum löndum, meira að segja töluvert minni en í Noregi 3g Svfþjóð. — HH FULLTHÚAFUNDUR , | | m | LANDSSAMTAKA KLÚBBANNA L K L ÖRUGGUR AKSTUR verður hadlinn að HÓTEL SÖGU í datg og 23. apríl og hefst í HLIÐARSAL 2. hæðar hótelsins meö sameiginlegum hádegisverði kl. 12.00, þar sem Ásgeir Magnússon fram- kvæmdastjóri flytur ávarp. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, samkvæmt félagslögum, veröa af neöangreindum mönnum flutt erindi sem hér segin \ | Sigurjón FYRRI DAGUMN: Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri: „UMFERÐARRÁÐ OG STARFSEMI ÞESS“* Hákon Guðmundsson yfirborgardómari: „UMGENGNISSKYLDURNAR VIÐ LANDIГ. Baldvin Þ. Kristjánsson félagsmálafulltrúi: „MÁLEFNI KLtJBBANNA ER MÁLSTAÐUR ÞJÓÐARINNAR**. SEINNI DAGINN: Geir G. Bachmann bifreiðaeftirlitsmaðun „BIFREIÐAEFTIRLITIÐ ÚTI Á LANDS- BYGGÐINNI** Jón Birgir Jónsson deildarverkfræðingun „UMFERÐARMERKI OG VEGAVIÐHALD**. Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður: „RÍKIR ÖNGÞVEITI í UMFERÐARMÁLUM Á ÍSLANDI?'* Umræður og fyrirspuirnlr. Gunnar Hákon Geir Stjórn LKL ÖRUGGUR AKSTUR V í SIR . Föstudagur 23. aprfl 1971. ■ Allt til taks, strandar samt Ká skrifar: „Ég á dreng, sem er á skóla skyldualdri. en hann er smá- mæltur og þarf sérkennslu — talkennslu. Mér er þó sagt að það sé vandalítið að laga þetta meðan hann sé svona ungur Þess vegna þykir mér alveg grátlegt að hann skulj ekki njóta þessarar aðstoðar í skól- anum, sem böm úr okkar hverfi sækja. í aöra skóla er illmögu- legf að senda, því að ærið nög er víst ásett í þá af bömum úr öðrum hverfum, og svo er að auki langt að heiman frá okk ur 5 næsta skóla. í skólanum hans er mér sagt, að þar sé að vísu húsrými til að veita aðstöðu þessari sér- kennslu, en þó ekki á þeim tíma, sem sérkennarar em tij reiðu. Að möguleiki sé til að útvega sérkennara, en ekki á þeim tíma, sem húsrýmið er til reiðu. I fyrstunni skildi ég þessar upplýsingar á þá leiö, að um væri að ræða eitthvert tímabund ið vandamál, sem góöir stjórn- endur mundu auöveldlega leysa, þegar fram í sækti. En það er komið fram undir sumar, og það hefur reynzt ráðamönnum gjörsamlega ofviða að finna lausn á þessu. Ég botna ekki í því, hvers vegna þetta er óleysanlegt. Að- staðan er fyrir hendi á vissum tímum og kennarar eru til taks á vissum timum. Það eina sem á skortir er að fá þetta hvort tveggja til að standast á. — En á því framkvæmdaatriði strand ar allt saman. Fyrst ræddi ég vandamálið v;A kennarana, og færði það svo í tal við skólastjórann, en leit aði svo loks á náðir fræðslufo'-l trúa — og íills staðar mætti ég velvild, kurteisi og vingjam- leika, Þeir fullvissuðu mig um skilning sinn á vandræðum m’in um og drengsins míns, og hve ljós þeim væri brýn nauðsyn þess að Ieysa úr þessu, og höfðu enda um það mörg og góð orð. En ekkert gerist og ekkert virðist hægt að gera. Illt er ef svona — að því er virðist — einföld vandamál eru alger- lega óleysanleg, en ennþá verra væri. ef það stafaði að- eins af viljaleysi eða dug- leysi.“ ■ Siálfskaparvít; S. Ó. skrifar. „í Aarhus Stiftstidende 1. marz 1971 er sagt frá doktors- ritgerð læknis, sem fjallar um slys, er orðið hafa á bömum í Odense á einu ári. Ibúar Odense eru nokkru fleiri en £ Stór- Reykjavík. Þar kemur m. a. fram, að vikulega verður slys af þvi að bam drekkur eitraða vökva eöa étur sterk lyf, sem ekki hefur verið gætt sem skyldi, og fjórða hvem dag er bam bitið af hundi. Mörgum em £ fersku minni slys, sem hafa orðið af lyfjaáti óvita bama, sem hægt var að koma í veg fyrir. Eigum við nú að hætta á að bæta við um 50 slysum árlega á bömum Reyk- vikinga, auk alls annars, ef hundahald yrði leyft að nýju? Trúi þvi hver sem vill, að Is- lendingar myndu gæta hunda sinna betur en Danir." HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 ÍHÁRTÍNGl V-þýzk gæðavara Spennustillat 6, 12 og 24 volt Vér bjóðum: 6 mánoða ábyrgð og auk þess lægra verð HÁBERG H.F. Skeifunni 3E Simi 82415 SPEGILLINN kemur út 10 sinnum á ári — áskriftargjald er kr 420.— Undirrít. óskar að gerast áskrifandi að SPEGLINUM. Nafn Heimilisfang Staður (( SPEGILLINN . Pósthólf 594 . Reykjavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.