Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 16
, Ös í Arnagarði „lírslitin hernað- arleyndarmál" Föstudagur 23. apríl 1971. Danirnir, sem komu hingað með handritin, sóttu forseta Islands heim í gær að Bessastöðum, skoðuöu Handritastofnunina, og í gærkvöldi snæddu þeir kvöldverð í boði Háskólans. Flestir þeirra fóru með flugvél utan í morgun, en Helge Larsen, kennslumála- ráðherra er enn hér á landi. Að skoða handrit, talið frá vinstri: er Arnfred f. v. lýðháskólastjón, Helge Larsen, þá Axel Larsen þingmaður, Karl Skytte, Erik Eriksen og Jens Otto Kragh. Gtífuriegur fiöldi fóiks fór að skoða Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða í Árnagarði í gær. — Starfsmenn Handritastofnunarinn- ar tjáöu Vísi í morgun, að sýningin hefði staðið í gær frá klukkan 9 um morguninn til klukkan 13 og síðan var aftur opnað klukkan 17 og opið tij klukkan 22. „Og við gátum raunar ekM lokað fyxr en imdir H um kvöldið, það var þvílikur fjöldi hér inni, og áður en við opnuðum klukikan 17, var þegar komin biöröð fyrir utan hús- ið. Nei, við erum ekki talnasérfræð ingar hér og getum ekki gizkað á mannfjöldann. Það var mjög margt“. Handritin eru sýnd í sérstökum sýningarsai, sem innréttaður hefur verið, og er þekn komið fyrir í sérstökum sýningarkössam. f dag veröa handritin til sýnis frá klukkan 13 til 19, en etkki er ákveðíð hve lengi sýning þessi mun standa, fer það efísr aðsókn- inni. — GG — segir Bent Larsen ánægöur með einvigið við Friðrik ■ „Það er leyndarmál, hvemig skákirnar fóru, næstum hemaðarleynd- armál,“ sagði Bent Lar- sen í gær, þegar hann hafði lokið einvígi sínu við Friðrik. Þeir tefldu fjórar skákir í gær og tvær í fyrradag og verð- ur þeim sjónvarpað smám saman á næst- unni, þeirri fyrstu í kvöld. Larsen var í mjög góðu skapi eftir keppn- ina, hvað svö sem það boðar. Þeir höfðu 15 mínútna um- hugsunartíma hvor á skák, svo að þær taka um hálftíma í sjón- varpinu. Larsen sagði, að þetta væri ágæt aðferð. Líka hefði verið hægt að láta þá tefla með fullum umhugsunartíma og klippa síðan myndina þannig, að hún hefði ekki tekiö of lang an tíma í sjónvarpL Þannig hefði mátt klippa út úr mynd- inni mikið af þeim tíma, þegar þeir hefðu hugsaö en sýna aðal lega þegar þeir léku. Larsen kvaðst eiginlega aldrei hafa haft aðra vinnu en skák. Fyrru hafðj hann búið eins og fátækur stúdent, en nú heföi hann nægar tekjur og liföi góðu lífi. Hann sagði um heimsmeist- arakeppnina, að menn yrðu að ganga til leiks með gott sjálfs- traust. Þetta væri erfiður slag ur, en menn yrðu að stappa í sig stálinu. Hann sagði, að Friörik hefði ef til vill ekki orðið jafn góður og menn hefðu búizt við, þegar hann ungur að árum var í hópi hinna fremstu. Hins vegar væri Friðrik nú aftur £ sókn. —(HH „Nú bý ég ekki lengur eins og fáækur stúdent,“ segir at- vinnumaðurinn Larsen. Ellsworth er maður ungur og hressilegur, fæddur 1926, og kemur skemmtilega á ó- vart um svo háttsettan emb- ættismann. „NATO aldrei við Norrænn vinmimarkaður ibetri heilsu" t Bandariski ^ ambassadorinn hjá ^NATO i heimsókn hér í ■ „Einhugur hefur aldrei í t verið meiri innan Atl-1 í antshafsbandalagsins. — Það I ? hefur aldrei verið „við betri / ) heilsu“. Segja má, að í haust 1 \ hafi orðið þáttaskil í sam- \ \ starfi ríkjanna, þegar þau öll t i sem eitt urðu einhuga í af- i t stöðu til hugmyndarinnar um í i öryggisráðstefnu fyrir Evr- / ' óp"“ i Þetta sagði Robert F. Ells- i worth fastafulltrúi Bandaríkj- ’ anna hjá ráði Atlantshafs- V bandalagsins, þegar blaðamaður (j Vísis ræddi við hnn í gær. — \ Ellsworth er hingað kominn til / viðræðna við íslenzku ríkis- { stjórnina og ti] að flytja erindi I) á fundi félagsins Varðbergs á t morgun. i; Ellsworth sagði, að ríki Atl- \ antshafsbandalagsins hefðu orð- / ið sammála um að það væri 1 skilyrði fyrir þátttöku í ráð- Istefnu um öryggismál Evrópu, að viðunand; lausn fengist á Berlínarvandamálinu. — Einnig Fraikkar hefðu verið sammála öðrum þjóðum um það. Hann kvaðst vona, að engar breytingar yirðu á afstöðu ís- k lands til bandalagsihs éða dval ? ar varnárliðsins hér. —HH I’ ’__________} ■ „Að óbreyttum aöstæöum er rétt, aS islendingar séu að- ilar að varnarsamtökum vest- rænna þjóða, en minnt skal á þann fyrirvara, sem gerður var af hálfu íslendinga, er þeir gerð- ust aöilar að Atlantshafsbanda- laginu um að á íslandi yrði ekki herlið á friðartímum og að það væri algerlega á valdi íslendinga sjálfra, hvenær hér væri erlent herlið. og að islendingar hefðu ekki eigin her og ætluðu ekki að setja hann á fót. — Samkvæmt þessum fyrirvara og í samræmi við fyrri yfirlýsingar vill Fram- sóknarflokkurinn vinna að því, að vamarliðið hverfi úr landi í áföngum.“ Þetta segir í ályktun nýlokins flokksþings Framsöknarflokksins um varnarmál. í ályktun um land- helgismál segir, að við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar muni flokkurinn leggja höfuðáherzlu á uppsögn Iandhelgissamningsins við Breta og V-Þjóðverja og útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur. I lok ályktunarinnar segir, að Framsóknarfiokkurinn muni á kom and; kjörtímabili vinna að þvi aö móta sameiginlegt stjörnmálaafl allra þeirra, sem aðhyllast hug- sjónir jafnaðar, samvinnu og lýð- ræðis. Enn fremur segir i ályktun- inni, að Framsóknarflokkurinn stefni að því að efla samstarf sam- vinnuhreyfingar og verkalýðshreyf- ingar og hafa jafnan náið samstarf við þessar tvær félagsmálahreyf- ingar. Flokkurinn stefni að jafn- rétti og jafnræði allra þegna þjóð- félagsins Hann vilji stuðla að efl- ingu fjölbreytts og trausts atvinnu- á næstu árum Hvemig verður atvinnuástand á Norðurlöndum á komandi árum? — Um það mál og önnur skyid þinga nú atvinnumálaráðherrar allra Norðurlandánna, nema Svíþjóðar en hann gat ekki komið vegna þýð ingatmikilla umræðna á sænska þinginu. Á fundinum verða fluttar skýrsl ur frá aðildarríkjunum um ástand og horfur í atvinnumálum, sömu leiðis veröur rætt um skipulagn- ingu starfsleiðbeininga, samskipti Aiþjóðavinnumálastofnunarinnar og hina þróaöri landa, vinnumiðl unarskrifstofur, sem taka gjald fyr ir störf sfn, norrænan vinnumarkað og Fríverzlunarbandalagið og svo um skýrslur frá nefndum. Fundinn situr Wilfred Jenks, aðalframkvæmdastjóri Atvinnu- málastofnunarinnar, en það er í fyrsta skipti, sem aðalfram- kvæmdastjóri þeirrar stofnunar heimsækir ísland. —ÞB lffs með s'kipulagshyggju og áætl- anagerð undir forystu ríkisvalds- ins í samstanfi við samtök atvinnu- lífsins. Félög, einkum samvinnu félög, og heilbrigt einkaframtak séu bezt til þess fallin að öðru jöfnu að hafa atvinnureksturinn með höndum. Flokkurinn vill stefna aö flutn- ingi einstakra ríkisstofnana út á landsbyggðina, auka sjálfsstjórn einstakra landshluta og mynda byggðakjarna. ísland eigi ekki að ganga í Efnahagsbandalag Evrópu heldur leita eftir sérstökum samn- ingum viö það. Bönkum og fjár- festingarsjóðum verði fækkað. Beitt verði víðtækum ráðstöfunum gegn hvers konar mengun. Engin verksmiðja verði reist eða rekin nema óháðir aðilar sanni, að meng- unarhætta sé hverfandi. — HH Hrapaði af bakrennunni Hver og einn kveður veturinn og fagnar nýju sumri með sínum hætti og tvítugur piltur á Akur- eyri gerði það með þvi að klifra upp þakrennuna á póst- og s£m- stöðinní um kl. hálf fjögur aðfara- nótt sumardagsins fyrsta. — Hann féll niður aftur og meiddi sig. Póst- og símstöðin er fimm hæða bygging, en ekki klifraði pilt ur alla leið upp, heldur sneri við einhvers staöar á miðri leið. Missti hann þá tökin og hrapaði niður á gangstétt, Hann var fluttur á sjúkrahúsið, en reyndist ekki alvarlega slasað- ur. —GP Stjórnmálaályktun flokksh’mgs Framsóknarmanna: VARNARLIÐIÐ HVERFI ÚR LANDI í ÁFÖNGUM Höfuðáherzla á landhelgismálið við myndun rikisstjórnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.