Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 23.04.1971, Blaðsíða 9
V1SIR . Föstudagur 23. april 1971 aðstöðu með aðgeröunum í Kambodju. Víst hefur Víetnamí- seringin gengiö vel, en þó hefði hún að engu gagn; komið, ef aðgerðirnar í Kambodju hefðu ekki við bætz(- og þurrkað út árásarmöguleika kommúnista á suðurhluta landsins. ^ðgerðimar í Laos í vor voru aö vísu nokkuö sama eðlis, en sá var þó munurinn á, aö þær fóru fram ailveg við bæjardyr komtnúnistanna í Norður Víet- nam, og 'því mátti afltaf búast við því, að þeir myndu veröa harðari í hom að taka og geta t skömmum tíma safnað saman mifclu liði til gagnárásar. Því hafa margir litið svo á, að Suö- ur Víetnamar hafi beðið þar ó- sigur og verið hraktir á flótta. t>ar er þó ekki ölf sagan sögð en bíða verður í nokkra mánuði tif að sjá fyrir víst árangur eða af leiðingu af Laos-aðgerðunum. En Nixon forseti var þeirrar skoðunar í fyrrgreindri ræðu sinni, að þær hefðu borið tilætl- aðan árangur, að eyða birgðum og herafla kommúnista og vafda slíkri truflun á hergagnaflutning um þeirra, að það gerði Banda ríkjaimönnum nú kleift að hraöa stóríega brottflutningi heríiðs frá landinu. Hann spurði í ræðu sinni, hvort aðgerðimar í Laos hefðu gefið tfflætlaöan árangur og gaf eftirtfarandi svar: ,,I fyrsta lagi sýndu hersveitir Suður-Víetnama fram á að þær geta barizt einarðlega án af- skipta bandarískra ráðunauta á móti úrvalsliði sem Norður-Víet namar sendu fram. í öðru lagi skal það játað, að Suður Víetnamar máttu þola mikið manntjón. En jafnvef var- iegustu áætlanir sýna þó að Norður Vfetnamar hafa beðið margfalt meira tjón í bardög- unum. I þriðja lagi, og það sem er mikifvægast, truflunin á flutn- ingakerfi Norður Víetnama og sú eyðsla sem þeim varð á í bar dögunum á skotfærum í bardög unum í Laos mun jafnvel verða til að draga ennþá meira úr bar- áttukrafti þeirra en aðgerðimar í Kambodja fyrir 10 mánuöum." Þannig var mat Nixons for- seta á atburðunum í Víetnam að undanförnu og á þessu mati kveðst hann hafa byggt ákvörð- un sína um margfalt örari brott flutning bandarísks herliðs frá Víetnam. jy/Jenn minnast þess ef til vill, að þegar aðgerðirnar í I.aos stóðu yfir, þá undruðust menn þá miklu skothr'ðarorku, sem komúnistar bjuggu þar yfir og olli mikilu tjóni á þyrlum sem fluttu liö Suður-Víetnama inn í Laos. Þessi þrumuskothríð virt- ist þá sýna æðimikinn styrk- leika þeirra. En nú er álitið aö einmitt með svo mikilili skothríð hafi þeir dregiö úr baráttukrafti sínum, vegna þess hve flutning ar afflir eru öröugir fyrir þá. — Þeir komu kannski eins og kapp ar út úr bardögunum og lögöu afflt sitt fram til aö sýna sigur yfir fyrstu sókn Suður Víet- nama. En einmitt í þessari miklu áreynslu þeirra er talið hugsan- legt, að þeir hafi ekki gætt að sér, en eytt kröftunum um hóf fram. Sjálfsagt geta þeir enn haft bolmagn til að kúga og yfir ganga fátæka smáþjóð eins og Laos-búa. En hitt mun þeim verða vikastirðara að byggja upp nýjar sóknir gegn Suöur Víetnömum, sem enn fá olnboga rými tffl að friða sinn lands- hluta og stæla sig til nýrra átaka. Þorsteinn Thorarensen. P Jóhann Hafstein forsætisráðherra flytur ræðu við komu hand ritanna. Á myndinni er einnig danska sendinefndin og svo íslenzkir ráðamenn. 'C'yrstu handritin eru komin heim. Flateyjarbók og Sæ- mundar-Edda eru nú almenningi til sýnis 'i Árnagarði, sem héðan í frá veröur heimkynní íslenzkra handrita. Mikill áhugi hefur að sjálfsögðu veriö á handritamál- inu undanfarið. og er það von manna, að sá áhugi sé annað og meira en stundarfyrirbrigði. Skinnbókaeign íslendinga Áður en handritin tvö, sem komu siðasta vetrardag, bætt- ust í hópinn, munu ekki nema átta heiilegar skinnbækur hafa verið til hér á landi, varð- veittar á Þjóöskjalasafni og Landsbókasafni. Ein skinnbók er varðveitt hjá Handritastofn- un íslands, en það er Skarðs- bók, sem Seðlabankinn keypti erlendis og gaf þjóðinni. Fáeinar heiliegar skinnbækur eru til á Þjóðskjalasafni. Þar á meðal má nefna Sigurðar- registur, sem er skrá yfir eign- ir Hólastóls, skráð af síra Sig- urði Jónssynj syni Jóns biskups Arasonar Þá er einnig til Bréfa- bók Jóns Vilhjálmssonar Hóla- biskups frá 15du öld. Auk þessara heillegu handrita eru til á annað þúsund skinn- bréf, að sögn Bjarna Vilhjálms sonar, þjóðskjalavaröar. Þar af eru um 700 úr Árnasafni. Þau fengum við árið 1927, en það sem umfram er hefur varðveizt hér alla tíð. Meöal þessara bréfa er eitt elzta skinnhandrit, sem tii er á íslenzku, Reykholtsmáldagi, sem líklega er skrifaður í kringum 1185. 12200 handrit í Landsbókasafni t Landsbókasafni eru nú 5 skinnbækur: Bænakver frá því um 1550. tvær Jónsbækur frá 16du öld, önnur óheil, lækninga hver frá miðri 17du öld, og galdrabréf frá því um 1670. Fombréf á skinni eru í Lands bókasafni 82 talsins og skinn- bókabrot alls 115. Allt handritasafn Landsbóka- safnsins er hins vegar mikið að vöxtum alls 12200 handrit, að sögn dr. Finnboga Guðmunds- sonar, landsbókavarðar. Ljósmyndari óskast , Ljósmyndari er sá starfskraft ur, sem ég vildi fyrst ráða, hefði ég tök á því“, sagði Jón- as Kristjánsson forstöðumaður Handritastofnunar Islands, er Vísir innti hann eftir þv'i hvort ekki yrði mannekla i Árnagarði, þeMr handritin færú að berast. Nauðsynlegt er að eiga ljós- myndir af handritunum til að hlífa þeim sem mest með því að nota aðeins ljósmyndir við dag- lega vinnu en forðast að fletta hinum eiginlegu handritum, nema nauðsyn beri til. í Árna- safni er lagt kapp á að ljós- mynda öll þau handrit, sem hing að verða send. íslenzk handrít víða um lönd í Stokkhólmi er merkilegast safn íslenzkra handrita utan Kaupmannahafnar, en talsvert er til víða annars staðar, svo sem í Uppsöium, á Bretasafni í Lundúnum, f Oxford og víðar á Bretiandi, t.d. í Cambridge og Edinborg og svo í Dublin á tr- landi. Einnig eru til handrit í Nor- egi, aðallega í Osló, en sömu leiðis eitthvert magn í Þránd- heimi. t Frakklandi eru til handrit og i Þýzkalandi og ennfremur í Bandarfkjunum, en þar mun að- Er fomritaáhuginn mikill? „Við höfum eins mikiö frammi af fornritum og við getum þessa dagana“, sagði Eiríkur Hreinn Finnbogason borgarbókavörður. „Töluvert mikið er lánað út. — Við eigum þó nokkuð mörg eintök af íslendingasösunum bæði í aðalsafninu og í útibúun- um og það má segja, að meiri hlutinn sé alltaf í útláni. Útlán fara gevsmikið eftir sögum. Stóru sögurnar, t.d. Lax- dæla, Njála, Eyrbyggja og Grett issaga eru mest lánaðar, og það er ekki nokkur vafi, að mest er einnmitf eftirspurnin eftir þeim bókum, sem nemendur f skólum eru látnir lesa.“ En það eru fleiri en nemend ur f framhaldsskóla, sem fá fornritin lánuð til lestrar. — Eldra fólk biður um þau og sömuleiðis lesendur í yngri ald ursflokkum en framhaldsskóia- nemendur. - í barnadeildir bókasafnanna eru tslendingasögumar settar með nútíma stafsetningu og þaö virðist bera árangur. Það er léttara fyrir krakkana að lesa nútfma stafsetningu tii að byrja með. — JH, GG, SB, ÞB allega vera handrit, sem ein- staklingar hafa einhvern tímann keypt í Danmörku. Reksturskostnaður Handritastofnunar Talsvert fé kostar að sjálf- sögðu að reka Handritastofnun íslands, samtals 4 milljónir 915 þúsund krónur. í laun fara 2.815.000 krónur, í rekstur hússins 900.000 og í útgáfukostnað handrita 1.200.000 krónur. Thorsen skipherra á „Vædderen“ afhendir handritin íslenzkum lögreglumönnum til gæzlu. íslenzk handrít — heima og eríendis Hve lengi endast handritin? „Aðferðir við handritaviðgerð ir eru stöðugt að þróast", segir Vigdís Björnsdóttir sem ein ís- lendinga hefur lært viðgerðir á skinnhandritum, en hún starfar við Þjóðskjalasafnið og mun væntanlega fá þaö vandasama verkefni í framtíðinni að gera við handrit þau, sem berast Handritastofnuninni, eftir þvi sem þörf krefur. „Það er mjög erfitt að spá um, hversu lengi skinnhandrit- in kunna að endast“, segir Vig- dís. „Yfirieitt er f þeim haldgott efni. Skinnið er sterkt og virð ist geta enzt endalaust, nema fúi komist f það. í letrið var ýmist notað sortulyngsblek eða kálfsblóð. Annars hafa þessi efni ekki verið rannsökuð nægi lega, en það mætti gera með raunvlsindalegum aðferðum“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.