Vísir - 27.03.1972, Side 5

Vísir - 27.03.1972, Side 5
Visir. Mánudagur 27. marz 1972. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Aðalvitnið i ITT-málinu, Dita Beard, hné niður við vitnaleiðslur fyrir þingnefnd i gær, og mun hún hafa fengið hjartaáfall. Varð að fresta rannsókninni, en Dita er aðalvitnið i máli þessu, þar sem blaðamaðurinn Anderson sakar háttsetta menn i stjórn Nixons um að hafa þegið mútur frá fyrir- tækinu ITT. Brúðkaupsgestir myrtir Hermdarverk tíð i Jemen Stjórnvöld i lýðveldinu Jemen segja, að 60 manns, karlar, konur og börn, sem tóku þátt i brúðkaupsveizlu þar, hafi verið brytjuð niður með vélbyssu og menn frá Suður— Jemen hafi framið ódæðið. t tilkynningu frá sendiráði Jemens i Beirut er sagt, að þessi verknaður sé einn af mörgum slikum, sem útsendarar frá al- þýðulýðveldinu i Suður—Jemen séu sékir um undanfarna daga Alls hafi 80 verið drepnir og fjöl- margir hafi særzt i hermdar- verkum þessum. Arásin á brúðkaupsgestina gerðist i þorpinu Wazieh, sem er skammt frá landamærunum. Einnig er kona sögð hafa verið myrt i öðru þorpi, þegar sprengja sprakk skammt frá heimili hennar. begar konan var jarðsett sprakk sprengja á veginum, þar sem likfylgdinfór, og tólf biðu bana og margir særðust. t tilkynningum frá Jemen er einnig sagt, að skotið hafi verið á langferðarbifreið á leið milli Aden og bæjarins Lahaj og tiu hafi beðið bana og margir særzt. Sendiráðið i Beirut segir, að stjórnvöld i Jemen telji stjórnina i Suður—Jemen bera fulla ábyrgð á ódæðum þessum og afleiðingum þeirra. Takmörk séu fyrir þolinmæði stiórnar- innar i Jemen, og kunni styrjöld að brjótast -út, ef þessar árásir verði ekki stöðvaðar. Arabarikið Jemen hefur löngum verið striðsvettvangur. Þar geisaði fyrir nokkrum árum borgarastyrjöld, þar sem Nasser og Egyptar studdu vinstri sinna (lýðveldissinns) en Saudi—Arabia studdi hægri menn (konungssinna). Upp úr þessu varð skipting Jemen, og „alþýðulýðveldi” stofnað i Suður-Jemen. "N Þessa mynd sendu skæruliðar trotskýista frá sér, og sýnir hún yfirmann Fiat-verksmiðjanna i Argentinu, dr. Oberdan Saliustro, 56 ára, sem er gisl þeirra. Til vinstri á myndinni hafa skæruliðar skrifað „sigra eða deyja”. Vill ekki sleppa föngum Skæruliöarnir, sem halda Fiat- manninum Sallustro i gislingu, hafa franlengt frestinn, sem þeir gáfustjórnvöldum, og nú hóta þeir að taka fanga sinn af llfi á mið- nætti þriðjudag, verði ekki gengið að kröfum þeirra. Skæruliðar krefjast lausnar- gjalds, meðal annars klæða og matar, sem þeir segjast ætla að útbýta meðal fátækra skóla- barna. Þeir krefjast þess, að fjöl- margir pólitiskir fangar verði látnir lausir. Rikisstjórn Argentinu neitar að láta fanga lausa. Stjórnin vill heldur ekki leyfa Fiat að semja við skæruliða á eigin spýtur, ef það gæti á nokkurn hátt „orðið hvatning til glæpaverka”. Sumir telja, að stjórnin muni þvi ekki Ifallast á, að Fiat afhendi mat og klæði i skiptum fyrir Sallustro. Höfrungar í stríði og friði Frá Suður-Vietnam hafa komið fréttir um höfrunga, sem hafi verið notaðir i striðinu, búnir senditækjum, teitað uppi óvini i sjónum, og sumir segja, grandað þeim. Höfrungurinn á myndinni er af friösamara taginu. Á fri- stundum „slappar hann af” við eftirlætistónlist sina, sem leikin er af segulbandstæki. Ekkert hef- ur okkur vcrið sagt um, hvaða iög eru efst á viusældalista höfrunga. Norður-Vietnamar báru fyrir skömmu fram kvartanir vegna þess að Bandarikjainenn hefðu beitt þessum dýrum gegn sér. Var þar meöal annars sagt frá, að dýrin hefðu elt uppi hermenn þeirra, sem hefðu verið I köfun við hafnir og þessháttar og hefðu þau verið búin sveðjum til að granda hermönnunum. Vitað er, að Bandarikjamenn hafa þjálfað höfrunga i að kafa með senditæki og leita uppi og „tilkynna um” óvinakafbáta og slikt. BÓLUSÓTTIN BREIÐIST ÚT Sextán tilfelli af bólu- sótt hafa komið á daginn i austurhéruðum Sýr- lands. Yfirvöld hafa gert viðtækar ráðstafanir til að koma i veg fyrir, að sjúkdómurinn breiðist úr. Sjúklingarnir eru börn 8-10 ára gömul. Ferðaskrifstofa Spies i Danmörku hefur aflýst öllum ferðalögum til Júgóslaviu fram til 1. júni samkvæmt frétt frá NTB. Þetta er gert vegna bólusóttar, sem hefur orðið vart á afskekkt- um svæðum i Júgóslaviu. Möller framkvæmdastjóri „Spiesrejser” segir, að þeim 1700, sem hafi pantað ferð til Júgóslaviu, verði gefinn kostur á að fara til einhvers annars af þeim 33 stöðum, sem ferðaskrif- stofan gengst fyrir ferðum tii. Hökgaard forstjóri Tjæreborg segir, að ferðalög ferðaskrifstof- unnar til Júgóslaviu muni verða samkvæmt áætlun, en fólki er ráðlagt að láta bólusetja sig. Blœðir ón sára Nú fara páskar I hönd, og hún Cloretta Robertson, tiu ára svertingja- stúlka i Kaliforniu, hefur i niu daga haft þau einkenni heitrar trúar, sem sögur hafa fariðaf fyrr á timum. þótt ekki vitum við rreð vissu um f sannanir. Samkvæmt frásögn stúikunnar og foreldra hennar blæöir úr báöum lófum hennar, báðum iljum og hægrisfðu, en sár hefur hún þar cngin. Þcssar blæöingar hafa gerzt f nfu sfðustu daga, og eru á sömu stöðum og naglar ristu hold Krists. MIGMéghvik með gleraugum fm Austurstrœti 20 — Sími 14566

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.