Vísir - 27.03.1972, Síða 17

Vísir - 27.03.1972, Síða 17
Vísir. Mánudagur 27. marz 1972. 17 Edgar Smith 1957 á leið i fangelsi eftir að hafa verið dæmdur sekur um morð á ungri konu. 1971. Hvernig er að sitja i dauðaklefa? Það er sannarlega annarleg tilvera. Fyrst reynir maður að koma sér niður á eitthvert kerfi til að fá timann til að liða. Ef maður bíður, biður og biður eftir til- breytingunni, þá verður vistin óbærileg. Hver dagur svo ógn langur, hver vika óbærileg hin- drun að yfirstiga — að maður ekki tali um mánuði eöa ár. Maður einbeitir sér að þvi að hlakka ekki til annars en næstu máltiðar. Morgunverður, nón- verður, kvöldverður — og þá fer að syttast i næsta Dick Cavett i sjónvarpinu. Siöan tekur ein bók- in við af annarri, það er stór- viðburður þegar maður byrjar á nýrri bók, og maður biður fullur eftirvæntingar eftir nýju dag- Buckley og Smith i sjónvarpsþætti þess fyrrnefnda. Þegar Edgar Smith yfirgaf dauöadeild fang- elsisins í New Jersey þann 6. desember s.l. frjáls maður, uröu margir að- dáenda hans fyrir von- brigðum. Smith hafði gist í biðsal dauðans í tæp fimmtán ár. Hvað eftir annað hafði verið reynt að fá mál hans tekið upp, og Smith hélt fast fram sakleysi sínu öll árin fimmtán. Loks tókst að fá mál hans tekið fyrir að núju, og stuðningsmenn hans, að- dáendur og lesendur bókar hans, biðu spennt eftir að heyra kviðdóminn segja: „Við álitum sakborninginn Edgar Smith ekki sekan". En þessi setning var ekki sögð. Einfaldlega vegna þess að Smith breytti fram- burði sínum fyrir réttinum og kvaðst vera sekur um morð á konunni Viktoríu Sielinsky, sem hann sagðist hafa drepið nóttina 4. marz árið 1957. Þótt Edgar Smith segist nú vera sekur, þá eru flestir þeir sem kynnt hafa sér mál hans, á þeirri skoðun, að Smith sé saklaus, hafi aðeins breytt fram- burði sinum til þess að öðlast frelsi. Að gerð hafi verið eins konar verzlun með framburðinn: Ef þú segist vera sekur og stað- festir þar með réttmæti dauða- dómsins, þá skulum við lita svo á, að 15 ár i dauðaklefanum hafi dugað sem refsing og við sleppum þér. Ef þú segist enn vera saklaus — að við höfum dæmt þig til dauða saklausan — þá getur vel verið að þú verðir að dúsa áfram eða lendir i stólnum á endanum! Aðrir skýra málið á eftir- farandi hátt: Hafi hann raun- verulega verið sekur, þá er skiljanlegt að hann hafi farið út i slika verzlun. Hafi hann hins vegar verið saklaus, þá er jafn- vel enn frekar hægt að skilja að hann hafi viljað verzla við yfir- völdin. Hann hefur þá setið i 15 ár saklaus i fangaklefa og þvi ólik- legt að hann hafi sérstaka tiltrú á yfirvöldunum, réttarkerfinu, sem •svo illa fór með hann upphaflega. Hvi ekki að verzla? EDGAR Smith sat inni i 14 ár og 9 mánuði. Hann hefur lýst þvi timabili frekar sem hörðum skóla sjálfsmenntunar og sjálfs- könnunar, en sem harðri fanga- vist. Og likast til sæti hann enn inni, ef hánn hefði ekki tekið upp á þvi að skrifa blaðamanninum Willi- am F. Buckley bréf, skiptast á bréfum við hann — unz Buckley fór að skrifa greinaflokka um mál Smiths i blað sitt, „National Review” og gerðist um leið ein- dreginn stuðningsmaður Edgars Smith og ötull baráttumaður þess að málið yrði tekið upp. Smith var settur inn og dæmdur til lífláts árið 1957. Þegar það var, var hann aðeins 23 ára að aldri, óskólagenginn, nýlega kvæntur og faðir nýlega fædds stúlku- barns. Hann segir að hann muni litið eftir sjálfum sér i fangelsinu, fyrr en kom fram til ársins 1962. Þá gerðist það sem hann Mla tið ótt- aðist og bjóst jafnframt við. Konan hans gafst upp á að biða hans, hún skildi við hann, giftist aftur og flutti til Coloradofylkis. Upp úr þvi sálarstriði, sem skilnaðurinn olli, spratt nýr Edgar Smith. Hann gerði sér grein fyrirþvi, að hann trúði statt og stöðugt á að honum yrði einn góðan veðurdag sleppt lausum, og að hann yrði að búa sig undir þann dag af kostgæfni. Hann sneri sér að námi. „Eins og aðrir menn, sem gista dauðaklefa fangelsa, þá komst ég að þvi, að lestur er langbezta ráðið til að drepa timann. Ég hafði ekki lesið mikið um ævina. Aðeins fáeinar skáldsögur og svo iþróttasiðurnar i dagblaðinu. Nú las ég allt sem ég komst yfir. Ég las skáldsögur, fræðibækur, timarit og a.m.k. 10 dagblöð dag- lega. Ég lagði mig allan fram i sjálfsmenntuninni, og innan skamms dreif ég mig i að taka gagnfræðapróf bréflega. Eftir það stundaði ég menntaskólanám bréflega, eða þangað til ég taldi mig færan um að skrifa þá bók sem mig hafði langað til að skrifa allt frá þvi ég var settur inn”. OG Edgar skrifaði metsölubók. Hann sat dag eftir dag, mánuð eftir mánuð með penna i hönd og skrifaði. „Þvi miður er bannað að hafa ritvélar þarna i biðsal dauð- ans, og ég varð að handskrifa bókina, „Brief Against Death”. Og William Buckley var mér mikil hjálparhella við samningu bókarinnar og val á lesefni. An hans væri ég enn hálfmenntaður asni án nokkurs skilnings á um- hverfinu og sjálfum mér. Ég handskrifaði sjálfur hvert einasta orð af þeim 130.000 orðum sem mynda bókina mina, og það var ekkert smáræðis verk. En loksins, þann 3. september 1968 var hún gefin út. Tveim mán- uðum siðar var ákveðið að taka mál mitt upp aftur — og sá nýi málarekstur leiddi til þess að ég var látinn laus 6. desember Smith fór á 15 árum 19 sinnum fram á að mál hans yrði tekið upp á ný. Loks I júnf s.I., er hann breytti framburði sinum og kvaðst vera sekur, var málið tekið fyrir og honum sleppt I desember s.l. Umsjón Gunnar Gunnarsson blaði. Lestur, lestur, lestur. Fangar, sem biða i dauðadeildum eru yfirleitt ekki miklir lestrar- hestar þegar þeir koma inn. En þeir læra fljótt að meta gildi las- málsins, og verða þá alætur á efni. Ég gerði mér lika mjög fljótt grein fyrir þvi hve litið ég vissi, hvilikt tak ég yrði að taka sjálfum mér til að fá einhverja smáræðis hugmynd um veröldina um- hverfis mig, og þó ekki sizt, sjálfan mig. OG dauðafangar tala mikið saman. Allan sólarhringinn eru samræður i gangi. Rökræður. Vangaveltur. Það er aldrei þögn, þvi að okkur leyfist að tala saman, og við heyrum jafnan hver til annars. Við getum lika talað hver við annan i sima — þannig að verðirnir heyri ekki. Einu sinni lá ég i þessum innan- hússsima i næstum hálfan mánuð. Við vorum að skipuleggja flótta, sem ég er viss um, að hefði heppnazt. Og þó ekki — vegna þess að ég held að i alvöru hefði mér aldrei komið til hugar að leggja i flótta. Einfaldlega vegna þess að ég eins og aðrir dauða- dæmdir fangar, trúi þvi af ein- lægni að okkur verði á endanum sleppt út.” Og Edgar Smith gekk á endan- um út frjáls maður. Vinur hans, William Buckley, blaðamaður og sjónvarpsmaður, beið hans utan múranna með limósinu sina i gangi. Þeir óku rakleitt inn i miðborg New York, þar sem Edgar Smith var látinn búa i dýrindis hótelibúð. 1 bilnum á leiðinni drukku þeir félagar margar flöskur af kampavini, borðuðu steikur og hlógu eins og börn. Er dauðafanginn fyrrverandi ■ hafði teygt úr sér i svitunni finu, ■ drukkið meira kampavin og leyft ljósmyndurum blaða að „skjóta” á sig, fór hann með Buckley til sjónvarpshúss eins, og kom fram i þætti hans „Firing Line”. Fyrst var sjónvarpað samræðum Buckleys og Smith. Siðan var fá- einum fréttamönnum leyft að spyrja Smith. „Ég flýtti mér i rúmið þegar ég kom aftur á hótelið. Ég hafði þá ekkert sofið i næstum sólarhring, og var örþreyttur. En ég gat ekki sofnað. 1 tvær stundir velti ég mér i rúminu, og gat með engu móti fest blund. Þá loks áttaði ég mig á, hvers vegna ég sofnaði ekki. Það var myrkur þar inni! í fangelsinu logaði nefnilega ljós dag og nótt inni hjá okkur. Það var bannað að slökkva. Ég var orðinn þessu svo vanur, að ég gat ekki sofnað i myrkri! En hefði ég farið fram og kveikt, hefði ég viðurkennt það með sjálfum mér, að enn væri ég dauðafangi og yrði að hegða mér sem slikur. Ég þraukaði i myrkrinu þar til ég hlaut að sofna. Og ég held ég hafi sofnað með bros á vör”. Vicki og New-Seekers bar sigur úr býtum í Evrópusöngkeppninni! EVRÓPUSÖNGKEPPNINNI 1972 lauk slðastliðið laugardags- kvöld með sigri Luxemburg. Söngkona þeirra þar, Vicki Leandros bar sigur úr bitum með laginu „A eftir þér”. Bretar eru gjarnir á að vera sigursælir i þessari söngvakeppni, svo varð einnig nú. Söngkvartett þeirra, New Seekers hafnaði i öðru sæti með sitt lag, lagið „Bcg — Steel or Borrow”. (Þá er sennilega komiö fram það lag, sem tekur við vinsældum af lagi Seckers: „I Want To Teach The World To Sing”). Lagið „Nur die Liebe-Lasst uns Liben” kom Þýzkalandi I þriðja sæti Melodi Grand Prix, en lagið söng Mary Roos. Að likindum mun ekki liða á löngu þar til islenzkir sjónvarps- áhorfendur fá tækifæri til að sjá og heyra hvernig keppnin fór fram, en keppninni var sjón- varpað beint sl. iaugardagskvöid og er talið, að um 400 miiljónir manna hafi fylgst með keppninni. Keppnin fór fram í sjónvarps- sal i Edinburg, en dónnefndin fyigdist með úr hæfilegri fjarlægð — Endinburgar-kastala.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.