Vísir


Vísir - 29.03.1972, Qupperneq 2

Vísir - 29.03.1972, Qupperneq 2
2 Vísir. Miðvikudagur 29. marz 1972. rismsm: — Hafið þér klæðzt peysufötum? Guðrún Mogensen, skrif- stofustúlka: — Nei, aldrei. Ég gæti svo sem vel hugsað mér að klæöast peysufötum eins og einu sinni, en að eignast min eigin hef ég ekki áhuga á....... Valgerður Jóhannsdóttir, húsmóðir: — Það hef ég aldrei nokkurn tima gert. Þvi er hins vegar ekki að neita, að mig hefur lengi langað til að koma mér upp peysufötum, en það er bara svo dýrt, ef vel á að vera, að ég hef ekki getað látið það eftir mér ennþá. Helga Danielsdóttir, húsmóðir: — Það getur verið, að ég hafi einh- . vern tima i barnæsku verið klædd upp i peysuföt. Alla vega man ég ekki til þess núna, hvort svo hafi verið. Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá fengið áhuga á að koma mér upp peysufötum. Ilulda Einarsdóttir, húsmóðir: — Aldrei. Peysuföt voru komin úr tizku, þegar ég komst á þann aldur að vera peysufatafær. Það er aftur ekki fyrr en nú á seinni árum, sem ég er farin að fá áhuga á að klæðast peysufötum, þó ekki hafi ég látið verða af þvi ennþá. Sigriður Bjarnadóttir, húsmóðir: — Neehei, aldrei. En væri þó ekki frá þvi að þaö gæti verið gaman að bregða sér i peysuföt eins pg einu sinni eð=> ivísvar. íslenzka lambakjötið er númer eitt — segir Bragi Ingason yfirmatsveinn, sem var viðstaddur íslenzka matarviku i Kaupmannahöfn þar sem lambakjötinu var sungið lof og pris — Við Einar hérna og hótelstjórinn ætlum að kaupa okkur heila skrokka til að borða yfir páskana, lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu, segir Bragi Ingason yfir- matsveinn á Hótel Sögu. Bragi hefur sennilega enn styrkzt i trúnni á okkar islenzka lambakjöt þegar hann heyrði frá okkur, að Danir hefðu sungið islenzka lambakjötinu lof og pris i dönskum blöðum nú nýverið. Bragi á sinn þátt i þvi. Hann var eini islenzki mat- sveinninn, sem var á islenzkri matarviku, sem efnt var til á Royal Hotel i Kaupmannahöfn nýlega. Þar var islenzka lamba- kjötið kynnt fyrir útvöldum gestum, sjávarréttir einnig og annar islenzkur matur. Það voru ýmis islenzk út- flutningsfyrirtæki, sem stóðu að kynningunni, fyrir utan Sögu. Slær allt hitt út En auðvitað hefur Bragi áður haft tækifæri til samanburðar á islenzka lambakjötinu og lambakjöti frá öðrum þjóðum. Hann segir: — Islenzka lamba- kjötið er númer eitt af öllu þvi lambakjöti sem ég hef smakk- að. Það slær allt hitt út bæöi i gæðum og bragði. Og til saman- burðar við aðrar kjöttegundir fyrir okkur hér, þá er það ódýrast, fyrir utan það, að gæði annars kjöts, sem er á boð- stólum hér, eru ekki sambæri- leg við það, sem gerist i öðrum löndum. Sem dæmi má nefna nautakjöt i Danmörku, sem stendur langtum framar þvi sem til er hér. Þetta er orðinn dágóður inn- gangur að efninu á siðunni, sem er matur i páskavikunni, sem framundan er. Heilir fimm dagar og eitthvað þarf að hafa i matinn á hverjum degi. Lamba- kjöt er að verða hefðbundinn páskamatur, og þar sem nýjar uppskriftir eru við höndina er ekki úr vegi að leggja áherzluna á lambakjötið núna. En uppskriftirnar koma i lokin. Fyrst þarf að spyrja Braga meira um matarvikuna islenzku i Kaupmannahöfn og kikja i ummæli dönsku press- unnar, sem voru óvenju vin- samleg og mikil að vöxtum. 30—40% borðuðu ís- lenzka lambakjötið Bragi segir okkur, að upp- skriftirnar hafi hann unnið i samráði við yfirmatreiðslu- manninn á danska hótelinu. I matarboðinu hafi verið gifur- legur fjöldi rétta og ekki eingöngu islenzkur matur, heldur hafi hótelið, sem leggi áherzlu á að vera þekkt sem alþjóðlegur matarstaður, komið með aðra rétti einnig. En þar var islenzkur matseðill frá Sögu. — Einn sá allra fallegasti, sem ég hef séð. Og miðað við fjölda réttanna og að matseð- illinn var tiltölulega litill miðað við hina, þá var árangurinn mjög góður. Ég tel, að milli 30 sildin, sem er sú bezta, sem til er, islenzkur lax i háum gæða- flokkifhumar, hörpudiskur og islenzkur kaviar. Svo nefnir hann, að hann hafi áður lofað islenzka lambakjötið fyrir bragðgæði, sem stafi af þvi, að skepnunum sé slátrað og kjötið djúpfryst á bezta tima- bilinu, kjötiðsé ódýrt og hægt að nota þvi sem næst alla hluta skepnunnar. .ætlum að kaupa okkur heila skrokka til að borða yfir páskana og 40% af boðsgestum hafi borðað af þessum seðli. Flatbrauð og landhelgi Og undirtektirnar voru þvi vist dágóðar, sem má marka af ræðum, sem fluttar voru við tækifærið, þar sem flatkökurnar þóttu likjast handritunum i útliti, landhelgin blandaðist inn i ræður, islenzkt kvenfólk og ullarfatnaður — skyldi islenzkt brennivin hafa verið á boð- stólum? Matarskrifari danska blaðsins B.T. hafði ýmislegt fallegt að segja um islenzka matinn. Hann segir t.d. : Það er að skapast sælkerasamband milli Islands og Danmerkur, þannig að það er ekki lamba- kjötið eitt, sem kynnir sælgætið frá hinni fallegu eyju i Norður- Atlantshafinu. Ég tel bér nokkra af forréttunum : islenzka Fyrir sælkerana Úr ýmsum uppskriftum er að velja, og hér kemur Bragi með rétt, sem Hótel Saga ætlar bráð- lega að bjóða gestum . sinum. Rétturinn kallast innbakað steikt lambslæri. Lærleggurinn er fyrst tekinn úr lærinu, nema skankinn, sem er látinn halda sér með leggnum. Eftir bað er lærið eins og vasi eða poki. Það er siðan fyllt með hökkuðu nautakjöti og hökkuðu kálfs- kjöti, sem blandað er með létt- soðnum hrisgrjónum og rúsinum. Lærið er saumað saman og léttsteikt i ofni, eftir að hafa verið kryddað með salti og pipar. Siðan tekið út og látið kólna. Þá er leggbeinið hreinsað og látið standa eins og hald út úr bútterdeiginu, sem þvi er pakkað inn i. (Bútterdeig má kannski fá hjá bökurum,). Siðan er rétturinn bakaður aftur i ofni og skorinn i sneiðar, |II\IIM1 = 5ÍÐAN I Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir þegar hann er horinn fram. Með þessum rétti er hægt að hafa grænmeti að vild eða ofn- bakaðar kartöflur eða hvort tveggja. Bragi mælti einnig með sellerihjörtum, sem fást i dósum og hægt sé að baka i ofni með beikoni. Annar réttur, sem Bragi mælir með, er lambapie. Smurt form er klætt innan með bútter- deigi eða piedeigi. Innan i það er látið smáttskorið lambakjöt, sem hefur verið léttbrúnað og léttsoðið ásamt brúnuðum lauk, sveppum og pönnusteiktum kartöflusneiðum. Þessu fylgir einnig þunn steikarsósa, og siðan er lokað með bútterdeigi. Rétturinn er borðaður eins og hann kemur fyrir þar sem allt fylgir með i honum, Hressa má upp á hann með steinselju. Hér er svo ein uppskrift, sem Daninn valdi til birtingar, og það eru lambakótelettur með madeirasósu. Tvö til þrjú stykki áætluð á mann. Steiktar á pönnu með smjörliki eftir að hafa verið núnar með salti og pipar. Kóteletturnar teknar af pönn unni og haldið heitum, meðan 100 grömm af skinku og 100 grömm af sveppum, hvort tveggja smáttskorið, er steikt við vægan hita i sömu feitinni. Kóteletturnar eru settar á kringlótt fat, sveppa-skinku- blöndunni skipt niður á þær. 1 miðju fatsins er sett stórt soðið blómkálshöfuð. Með þessu má hafa steiktar kartöflur og madeirasósu — brún sósa, sem 1 skeið af tómatkrafti og 1 dl af madeiravini er sett út i. Islandske kodretter Spidstegt lammekelle med grontsager, smorstegte kartofler og blandet salat Kr. 28. — Indbagt, stegt lammekolle med braiscret fennikel, ovnbagte kartofler og blandet salat Kr. 30.— Lammechops med rodvinssmor, grontsager, smá smorstegte kartoflcr, blandet salat Kr. 36,— Sprodstegt larameryg med hvidlog, persillefrit, asparges, ovnbagte kartofler, blandet salat Kr. 32,— Letroget, kogt lammekolle med grontsager, persillekartofler, frossen flodepeberrod, blandet salat Kr. 28.— Lammepie med log, champignons, kartofler, persille Kr. 28.— Lammckoteletter med grontsager, smá smorstegte kartofler, blandet salat Kr. 37.— Matseðillin i Kaupmannahöfn var á þrem tungumálum. Og lambið kom mikið við sögu. Jóhanna Kalbach, trúboði frá Bandarikjunum (nú búsett á Siglufirði): — Já, ég hef komið I peysuföt. Það var fyrir um þrem árum, en þá var það aðeins fyrir eina myndatöku. Mér finnst islenzki þjóðbúningurinn virki- lega tignarlegur. Enda er ég komin vel á veg með að koma mér upp einum slikum. Fékk til hans fyrstu hlutina strax sama árið og ég flutti hingað til lands, — sem var fyrir um se um. Bara handbolti hafnarfirði Hrafnhildur Sigurðardóttir i Hafnarfirði hringdi: ,,Ég var að lesa iþróttafréttir i | Visi i gær, og þar er sagt frá þessu i víðavangshlaupi, sem haldið var i iReykjavík. I þvi sambandi 1 langar mig að benda á, að i 3ja 1 manna sveit, sem þátt tók i 1 hlaupinu, voru tveir Hafnfirð- ' ingar. I fimm manna sveitinni voru fjórir Hafnfirðingar, og i tiu manna sveitinni voru fimm Hafn- firðingar. Hér i Hafnarfirði eru tvö iþróttafélög, og þau bjóða ung- lingunum hérna aðeins upp á að iðka handknattleik og fótbolta. Langmest handknattleik. Nú, þegar aðstaða þessara félaga hefur batnað að mun, væri þá ekki hægt að gefa börnunum okkar kost á að iðka frjálsar iþróttir? Ég á brjá drengi á aldrinum 10 — 14 ára, og þeir stunda æfingar hjá I.R. i Reykjavik. Og það er enginn smáræðis kostnaður sem er samfaraþvi að senda þá á æfingar i Reykjavik allan veturinn — og oft verða þeir að fara i misjöfnum veðrum, þvælast i strætisvögnum og ekki aðeins úr Hafnarfirði, heldur einnig um Reykjavik endilanga. Er nú ekki ráð, að hafnfirzku félögin taki frjálsar iþróttir upp á sina stefnuskrá? Ég veit, að það eru haldin iþróttanámskeið hér á Hörðu- völlum á sumrin, en það eru vetraræfingarnar, sem verstar eru, erfiðast fyrir unglingana að stunda þær.” Illmennska ,,Ég gat hreinlega ekki orða bundizt — rauk til að hringja i ykkur á VIsi, þegar vinnufélagi minn einn sagði mér sinar farir ekki sléttar. Hann var að leita sér að herbergi til leigu og hringdi i simanúmer, sem einhver hús- eigandi hafði gefið upp i smáaug- lýsingadálki Visis. Um var að ræða 20 fermetra kjallaraherbergi i Breiðholti. Þetta herbergi átti að leigjast á 4000,00 krónur á mánuði. Er svona lagað nokkuð annað en okur? Hvernig geta þessir menn, sem eru að leigja húsnæði, gengið svo gersamlega á lagið, þegar þrengist um á húsnæðismark- aðinum? Ég kalla þetta ill- mennsku og ekkert annað!” Halldór Björnsson. Fischer þarf peninga H.G. simaði: ,,Ég sá það i Visi i gær, að ein hver var að skammast út i „fégræðgi” Fischers. Ég tel það mikinn misskilning aö vera ao róthneykslast á þvi, þótt Fischer vilji fá þá peninga, sem hann getur fyrir þessa keppni. Við verðum að gæta að þvi, að Fischer hefur ekki endalausa möguleika á að afla sér peninga með iþrótt sinni. Hann er af-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.