Vísir - 29.03.1972, Síða 8
8
Vísir. Miðvikudagur 29. marz 1972.
HVERS VÆNTIR ÞÚ?
Páskahugleiðing eftir sr. Guðmund Óskar Olafsson
Páskamorgunn.
Páskanna fögru hátið höldum vér.
Hugur vor stigur, drottinn, upp til þin.
Kærleikur þinn oss öllum gefinn er.
Elifðarljósið gegnum dauðann skin.
Sigur þinn veitir sálum vorum frið,
sólstafir upprisunnar ná til vor.
— Lát oss á vorum vegum sjá þin spor.
Ó, vertu i lifi og dauða oss við hlið.
(Þetta erindi er úr ljóðinu
Jónsson)
,, Ég er léominn til þess að
þeir hafi lif og nægtir
( Jóh. 10:10 )
Það er talað um að lifa góðu lifi,
einnig ömurlegu o.s.frv. Fæstir
eru þó alveg samdóma um hvað
sé bezt, enda raunin sú, að það
sem einum kann að þykja sóma-
lif, er öðrum allt að þvi dauði, á
sama hátt og einum er það brauð
og nægð, sem öðrum sýnist þurrð.
Þeir mega teljast margir, bæði
einstaklingar og fulltrúar sam-
taka og sjónarmiða, sem ganga
með lausnir upp á vasann til að
létta almenningi lifið, betra það
og fylla ljúfum nægtum. Ekki sizt
er áriðandi að bjóða upp á fjöl-
breytt úrval lifgunarmeðala,
þegar Irium er fagnað. Og ekki
bregður vana um þessa dagana,
ósleitilega eru auglýstar páska-
ferðir, ódýrar og lofandi.
Og visast láta það margir eftir
sér að nota fridagana til ,,upp-
lyftingar’’ heima og heiman,
enda ekkert nema gott um það að
segja, hollt aö létta af sér hvers-
dagsleikanum. En þótt dægur-
gaman sé hyggilegt og heilsu-
samlegt, er þar fyrir jafn
óæskilegt og ógæfulegt, þegar
sérhver tómstund sem á að hvila
og gleðja, þegar hún verður til að
ergja æsa og fylla leiðindum.
Þótt fjölmiðlar bjóði upp á fjöl-
breytta lifskosti i auglýsingum og
gott sé að ferðast brott frá spennu
daganna, þá getur slikt aðeins
þegar bezt lætur, hvilt okkur um
stund, en aldrei máð á brott erfið-
leika okkar, eða þurrkað það burt
sem var óuppgjört i brjóstinu. A
stundum virðast tómstundirnar
fá á sig flóttasvip. Kann að vera
„Páskamorgunn” e. Éinar M.
að þegar aukinn umþóttunartimi
gefst þegar starfsspennu linnir,
þá skjóti upp spurningunni: Hvar
er raunverulegt lif að finna og
varanlegar nægtir? Eða eins og
rithöfundurinn Ifarry Martinsson
segir: ..Heimurinn kemst ekki
undan þeim andlegu spurningum,
sem fjalla um „hvaðan og
hvert”. Eða með orðum Steins
„Hvers væntir þú, sem vakir
hér og lifir/ einn sólskinsbjartan
dag og deyrð i haust”. Ef full-
nægjandi svar ekki fæst, hvað er
þá nærtækara en lifa sem dýrast
meðan dagur endist, sjúga hvern
dropa þeirra veiga sem stundin
býður, fljúga og flýja milli blóma
þar sem hunangið drýpur.
Frjáls þjóð—frjáls maður, þú
mátt leita þér fótfestu þar sem
þér þóknast, finna vit i tilveru
þina, botn i amstur þitt, tilgang
með lifi þinu. En páskahátiðin
sem nú gengur i garð, hún er
kristnum mönnum eins og tindur i
þeirri sögu sem öllu skiptir og er
lif og nægtir. Ýmsir sjá aðeins i
þessari hátiðstund milli striða til
aukinna afþreyingarleikja og á
þann hátt má gera páskana að
enn einni munnfylli til að seðja
tilgangshungrið. Kristnum
mönnum er viðburður páskanna
annað—-undirstaða lifs og nýrrar
útsýnar i trú, eða eins og Sviinn
Ebbe Arvisson orðar það: „Jesús
er mér útgöngudyr úr þöglum af-
mörkuðum alheimi, inn i annan
raunveruleika, eilifðina. Grund-
völlur trúar minnar er upprisa
Jesú, ásamt hinni tómu gröf".
Þetta er svar kristins manns við
spurningunni: „Hvers væntir
þú?”
göngudyr, sem opna leið inn i
raunveruleika léttis og lausnar
frá spennu og óseðjandi leit. Þessi
Jesús virðist nú vera meira um
talaður i samtiðinni en oft áður og
kann vel að vera að sú „súper
hetja” ,sem fjöldi ungs fólks
sér i honum, sé ekki eins mikil
tizkubóla og margir vilja vera
láta. Fjölmiðlar og tækni hafa
aukið svo nánd manna i
heiminum að þeir kunna að hafa
rýrt þá hugmynd að gildi, sem
boðar „útopiuna” eða fyrirheitna
landið i nýjum stefnum,
straumum og skoðunum, fremur
sýnist að uppmáluð kvölin,
hungur, ókyrrð og vig valdi
auknum efa i huga fólks á að
nýjar og nýjar „patent" lausnir
stjórnmálakenninga færi varan-
lega lausn, frið og kyrrð. Má vera
að ýmsir minnist þeirra spakyrða
að heiminn vanti ekki nýjar kenn-
ingar, heldur nýja menn. Og
kristnir menn trúa þvi að hann
sem lifir og er Herra páskanna
geti skapað slika menn, að hann
hafi það lif og þær nægtir, sem
öllu varðar.
Þessi trú er ekkert lif-.
tryggingarskirteini, er firrir
menn ábyrgð og erfiðleikum,
heldur veitir vissu um lausnar-
mann, sem á ráð á að vernda og
styrkja i hverri raun og sér-
hverjum vanda. „Sem þver-
hönd ein er ævin breið”, en hann
sem er fullur náðar og sannleika,
veitir slikri ævi fyllingu og
blessun ef hann fær að komast að.
Hann yfirgefur ekki manninn i
einmanaleik eða óróa, aðeins
maðurinn getur yfirgefið hann.
Við erum gæfusöm þjóð, þegar á
heildina er litið, en þeir sem gefa
sér tima til að skyggnast undir
fágað yfirborðið og lita á einstak-
linginn, þeir sjá nýja mynd.
Furðu margir búa við einhverja
þraut, dulin kaun, sem ekki eru
borin á torg. Flestir þrá þar svar
við tilgangi byrða sinna, skima
eftir fótfestu og horfa óráðnum
augum til framtiðarinnar þegar
kvölda tekur. Engin „ódýr”
„Gætið þess, að þér
verðið ekki leiddir i
villu”. — Þannig farast
Meistaranum frá
Nasaret orð á einum
stað. Þau standa i 8. v. i
21. kap. Lúkasarguð-
spjalls.
Þessi orðaskipti hóf-
ust á þvi, að nokkrir
sögðu um helgidóminn,
að hann væri skrýddur
fögrum steinum og heit-
gjöfum. Heimfært til nú-
timans mætti segja, að
þetta þýddi það, að hátt
sé risið á okkar menn-
ingarmusterum, mikið
væri lagt fram til
visinda og lista og miklu
væri fórnað fyrir að
komast sem lengst
áfram á tækniþróunar-
innar og lifsþæginda
braut. Hversu fagrar
mublur, hversu stórar
ibúðir, hversu margir
bilar, hversu miklar
krásir, hversu dýrar
veigar! Þetta er allt,
páskaferð eða tilbreytni getur þar
um bætt eða satt. En bæði i reisn
og niöurlægingu, i gleði og sorg, á
kristinn maður ávallt hinzta svar
i hjarta sinu. „Vort lif sem svo
stutt og stopult er/ það stefnir á
æðri leiðir. /Og upphiminn fegri
en augað sér/ mót öllum oss
faðminn breiðir.” Þetta er
páskasvar, byggt á Honum, sem
er ljómi þeirrar hátiðar. Lifið og
starfið er ekki árangurslaust eða
blint fálm, ef vitundin um hinn
lifandi Orottin er sterk og
óbifanleg. Þessvegna segir
postulinn: „Guði séu þakkir sem
gefur oss sigurinn fyrir Jesúm
Krist. Þessvegna minir elskuðu
bræður verið fastir, óbifanlegir,
siauðugir i verki Drottins vitandi
aö erfiði yðar er ekki árangurs-
laust i Drottni".
Páskahátiðin ætti þvi að vera
okkur annað en ferð án fyrirheits,
annað en tilbreytni i erlinum, hún
er upprisuhátið og þvi lofgjörðar-
stund sem á að vera i hjartanu:
Láttu mig Drottinn lofa þig/ með
lofi þinu hvila mig”. Orð Krists,
jég lifi og þér munuð lifa”, eiga að
orka þannig á okkur að við finn-
um okkur ekki framtiðarlaus i
þessum brigðula heimi, heldur
með fasta viðspyrnu i daglegu
striti, sem gerir okkur kleift að
taka til hendi og bera byrðar
daganna með seiglu og bjartsýni.
Upprisufrásagan verður að visu
hvorki grunduð eða skyggnd á
fræðilegan hátt, svo að þú getir
tekið hana inn i skömmtum þér til
lifstrúar, heldur verður hún að
lifa i hjarta þér, nærast þar og
staðfestast i samfélagi við hann
sjálfan sem er upprisinn og
nálægur alla tima hér og nú.
Hvernig veiztu að Jesús er upp-
risinn? Þannig var eitt sinn
aldraður sjómaður spurður.
„Sérðu litlu húsin þarna undir
hamrinum. Stundum þegar ég er
hérna úti á bugtinni, þá veit ég að
sól er risin, þegar ég sé geislana
endurspeglast á gluggum
húsanna. Og ég veit að Kristur er
upprisinn, af þvi að ég sé endur-
sem heimshyggjan
keppir eftir. Hún hefur
lika mikið fram að
bjóða. Þetta gef ég,
segir hún, ef þú fellur
fram og tilbiður mig. Og
það hefur maðurinn
vissulega gjört. Hann
hefur ekki látið á sér
standa. í þessum heimi
sóknarinnar eftir jarð-
neskum gæðum lifir og
hrærist nútímamaður
a.m.k. i þeim þjóðlönd-
um, sem við höfum nán-
astar spurnir af.
En nú erum vér að komast að
raun um það, að þetta er ekki
einhlitt —hvorki til gæfu né lang-
lifis. Streyta og þreyta þtla að
gera út af við manninn i lifsþæg-
indakapphlaupinu og græðgi
neyzluþjóðfelagsins ógnar allri
heilbrigði og hollustu lifsins i
milljónaborgum og öðru þéttbýli.
Þegar svo er komið sér mann-
kynið sitt Mene Tekel á veggnum.
Þá mun það lika rifjast upp, að
eitt sinn var oss gefin aðvörunin:
Gætið þess að þér verðið ekki
leiddir i villu.
Ef vér leggjum nú eyrun við og
ihugum þessa aðvörun, þá er
sjálfsagt ekki of seint að snúa við,
þvi að langlundargeð Guðs er
Sr. Guðmundur óskar Ólafs-
son, núverandi farprestur Þjóð-
kirkjunnar, skrifar páska-
hugvekjuna i Kirkjusiðu Vísis
að þessu sinni. Hann er fæddur
25móv. 1933, tók kennarapróf
1955, stundaði siðan kennslu en
hélt jafnframt áfram námi og
lauk stúdentsprófi utanskóla i
M.K. 1964. Guðfræðipróf tók
hann i jan. 1969 og var vigður
farprestur 9.febr. s.á. Hefur
hann gegnt þvi starfi siðan og
þjónað á ýmsum stöðum,
Keykhólum, Egilsstöðum og
Mosfeili. Siðan i haust hefur
hann jafnframt verið frikirkju-
prestur i Hafnarfirði.
Kona sr. Guðmundar er Ingi-
björg kennari Hannesdóttir
fasteignasaia i Reykjavik
skin dýrðar hans speglast i svo
mörgum augum og andlitum
fólks, sem ég þekki og vegna þess
að ég finn ylinn af ljóma hans um-
lykja mina eigin sál.” Betur, að
páskahátiðin sem i hönd fer fylli
okkar hjörtu slikri birtu og vissu
um eiliía likn er nær út yfir stund-
lega augsýn. Já „lofaður sé Guð
og faðir Drottins vors Jesú Krists,
sem eftir mikilli miskunn sinni
hefur endurfætt oss til lifandi
vonar fyrir upprisu Jesú Krists
frá dauðum”. í hans blessaða
nafni gleðilega páskahátið.
mikið. Hann vill ekki dauða synd-
ugs manns, heldur að hann snúi
sér og lifi. Hann sendi oss sinn
eingetinn son til að flytja
fagnaðarerindi lifsins og kær-
leikans inn i kaldan heim en vara
við dómi haturs og dauða. Og
hann benti á hættumerkin á við-
sjálum vegi og sagði: Gætið þess
að þér verðið ekki leiddir i villu.
Munið það, að ekkert gagnar það
manninn að safna sér auði til að
njóta allra jarðneskra
lystisemda, já það gagnar honum
m.a.s. ekki neitt að yfirvinna all-
an heiminn, ef hann biður tjón á
sinni eigin sál, þvi að hvaða
verði getur maðurinn keypt sál
sina.
Það er engin lifsins leið fyrir
nokkurn mann að ætla sér að
hrifsa til sin hamingjuna og lifs-
lánið með þvi að gina yfir sem
mestu af heimsgæðunum. t stað
þess á hann að auðgast að sálar-
þroska, vaxa i trú á góðan Guð,
styrkjast i voninni á bjarta fram-
tið og verða þannig með degi
hverjum stöðugri i kærleikanum
og rikari að samúð með öllum
sinum samferðamönnum.
Að brýna þetta fyrir mönn-
unum, styrkja þá i þessari við-
leitni hjálpa þeim á þessum
hjálpræðisvegi, það á að vera
fagnaðarerindi kristindómsins til
hvers einasta kristins manns. Og
sé kirkjan sinum herra trú, á hún
að geta verið farvegur þessa
fagnaðarerindis inn i hjörtu
þeirra mörgu manna, sem hafa
verið leiddir i villu og eru að gef-
ast upp á skeiðvellinum þar sem
þeir þreyta kapphlaupið um lifs-
þægindin og heimsgæðin en
færast jafnframt sifellt fjær þeim
friði, sem hjartað þráir.
GÆTIÐ ÞESS. . .