Vísir - 14.04.1972, Side 8

Vísir - 14.04.1972, Side 8
8 VÍSIR. Föstudagur 14. apríl 1972. Eiga óreiðumanneskjur að dœma h vað sé ,vanrœksla' ó foreldrahlutverkinu? Um miðjan marz s.l. birtist löng greinargerð i dagblööum frá Barnaverndarnefnd Reykja- vikur, þar sem nefndin reynir að hvitþvo hendur sinar af þeim ásökunum um lagabrot og ennþá ósvöruðu spurningum, sem beinzt hafa að henni i dagblöðunum að undanförnu. t greinargerðinni segir nefndin, að með ásökunum sé verið aö gera hlut hennar tor- tryggilegan. Nefndin hefur auð- vitaö sjálf gert hlut sinn tor- tryggilegan, og verra en það, með margvislegum lagabrotum og fram' úr hófi óréttlátum á- kvöröunumog með þvi að svara ekki spurningum almenns eðlis, sem hafa birzt i dagblöðunum. Nefndin segir, að „rétti barnsins sé bezt borgið i höndum foreldranna”. Uetta er auðvitað rétt i langflestum tilvikum. Nefndin hefur þvi framið hin verstu óhæfuverk með þvi að taka börn af ágælum foreldrum, sem i engu hafa brugðizt börnum sinum, og komið þeim til vanda- lausra, i gróðaskyni að þvi er virðist. 1 greinargerðinni er talað um, að „vitaverð vanræksla á foreldrahlutverkinu” eigi sér stundum stað. Uetta má rétt vera, en það réttlætir alls ekki aðgerðir nelndarinnar gegn lólki, sem enga vanrækslu hefur sýnt börn- um sinum, en slikt hefur átt sér stað. Kinnig segir, að nefndin reyni jafnan „til þrautar” að hjálpa foreldrum. Staðreyndin er. hins vegar sú, að stundum eru börn hrifsuð af foreldrum ánþess að haft sé fyrir þvi að tala eitt orð við þá um það. Er þetta hinn margrómaði „réttur barnsins?” Ennfremur segir i greinargerð nefndarinnar, að menn geti áfrýjað málum til barnaverndar- ráðs og til dómstóla. Þetta má heita dauður bókstafur, þvi að áfrýjun frestar ekki aðgeröum nefndarinnar sbr. 56. gr. barna- verndarlaga, og staðreynd er, að mál liggja stundum óafgreidd árum saman hjá barnaverndar- ráði, og sama gildir um Bæjar- þing Reykjavikur sem kunnugt er. A meðan árin liða eru svo börn ágætra foreldra e.t.v. hjá vanda- lausum, sem hagnast á marg- földu barnsmeðlagi, á meðan þeir vinna helð á börnunum fyrir til- stilli nefndarinnar. Oft koma þó ekki allir peningarnir, sem greiða ber, til skila. Sumir fá jafnvel ekki helming þess, sem þeim ber að lögum, aðrir fá alls ekkert meðlag, þótt nefndin hafi ráð- stafað barninu og þeir ættu lögum samkvæmt að fá kr. 6.600,oo eða 9.900,oo á mánuði með hverju barni. Ekkert skal hér fullyrt um, hvert þeir peningar fara, semþeir eiga að fá, en fá ekki. En hvað sem þvi liður, þá fæst meira fé úr opinberum sjóðum, eftir þvi sem starfsemi nefndarinnar eykst og heinist gegn fleira fólki. Nokkrir þeirra! sem i barna verndarnelnd sitja, virðast ekki vita, hvað er að gerast. Ákvarðanir eru a.m.k. stundum teknar þannig, að einhver af starfsfólkinu skýrir fram- kvæmdastjóra eða formanni nefndarinnar frá sinu persónu- legu áiiti á högum barns, að litt athuguðu máli, og hann einn tekur siðan, án frekari rann- sóknar, ákvörðun um hvað gera skuli, stundum hin voðalegustu mistök. Má vera, að sumum nefndarmönnum sé ókunnugt u.m, að nefndin margbrjóti lög, ef málin eru siðan lögð fyrir á nefndarfundum á vissan hátt. Þetta hefur mér virzt af viðtölum við nokkrar konur i nefndinni ný- lega. Þær segjast verða að treysta starfsfólkinu. Þær virðast ekki vita um lagabrotin: 1) að lögboðnir úrskurðir séu ekki sendir út, 2) að hagir barns, sem nefndin ráðstafar, séu stundum allt of litið kannaðir fyrirfram, 3) að samráð sé ekki haft við foreldra, 4) að klögumál, sem afgreiöa skal strax, séu látin dragast mánuðum og árum saman, 5) að starfsfólkið segi oft ærumeiðandi hluti um foreldra við börn þeirra, 6) að börnum af ágætisheimilum sé stundum komið fyrir af nefndinni hjá fósturforeldrum, sem eru það óhæfir,aö þeir ættu jafnvel að sitja bak við lás og slá, 7) að ekki komi til skila öll hin lögboönu fóstur- barnameðlög, 8) að eigið fjöl- skyldulif starfsfólks, sem nefndin treystir á i blindni, er i sumum tilvikum i stórkostlegri óreiðu, og svona mætti lengi telja. Allt eru þetta brot á lögum, nema siðasta atriðið. En sá, sem dregur flisina, á ekki að ganga með bjaika i auganu sjálfur. Er hægt að treysta i blindni sliku fólki til að dæma um hæfni annarra foreldra til að ala upp börn ? Reykjavik, 25. marz 1972. Carl J. Eiriksson. HLJÓIMLIST LEIKLIST BÓKMENNTIR LISTDANS MYNDLIST 4. til 15. júní 1972 Lislahálíö í Reylyavík Listahátlðin nálgast nú óðum, en hún verður, sem kunnugt er haldin dagana 4.-15. júni á ýms- um stöðum í Reykjavik. Hcr birtist fyrir ofan sú dag- skrá, sem framkvæmdastjórn hátiðarinnar hefur látiö prenta og dreifa, einkum á ferðaskrifstof- um hér heima og erlendis. Framkvæmdastjórnin áskilur sér rétt til að breyta þessari dag- skrá, þegar nær dregur hátiöinni, enda mun ekki endanlega gengið frá vmsum liöum hátiðahaldanna enn sem komið er. —GG Okkar sigur, segja Miðkvíslarmenn Þeir eru ánægðir með hæsta- réttardóminn, Miðkvislarmenn. Á fundi i Skjólbrekku um siðustu helgi samþykktu þeir ályktun, þar sem lýst var yfir ánægju með dóminn og náttúruverndarmenn hvattir til að fylgja fast eftir þess- um sigri. Þá var samþykkt álykt- un þess efnis til Laxárvirkjunar- stjórnar, að á vori komanda verði hreinsaðar burt úr Laxá leifar Miðkvislarstiflu, „svo og stein- bákn það i meðri á,er silungastigi er kallað. Telur fundurinn það sannað mál, að Miðkvislarstiflan hafi verið gagnslaus og verði ekki endurreist. Sé það hagsmunamál allra, ,,að verki þvi, sem hafið var 25. ájíúst 1970, verði lokið”. Iðnnemar óánægðir Iðnnemar gera sifellt háværari kröfur um að fá samningsrétt i hendur, og er skýrt frá kröfum þeirra annars staðar i blaðinu. Á formannaráðstefnunni i Reykja vik 8. april sl. voru töluverð ar breytingar gerðar á stjórn Iðn- nemasambandsins Er hún þannig skipuð: Formaður er Tryggvi Þór Aða 1 steinsson, varafor maður Jón Ragnarsson, en aðrir i stjórn þeir Rúnar Bachmann, Guðmundur Hilmarsson, Gisli Eiriksson, Þórunn Birgisdóttir, Olafur Birgisson, Torfi Geir- mundsson, Jónas H. Jónsson, Daniel Engilbertsson, Eyþór Árnason, Guðbrandur Þorvalds- son og Óli J. Pálmason. Týndur kiðlingur fannst á eyðibýli Dagur segir frá þvi i siðasta blaði, að þegar Friðrik Eyfjörð á Finnastöðum á Látraströnd fór á sjó á sunnudaginn, hafi hann orð- ið var við einmana kiðling á eyði- býlinu að Grimsnesi á Látra- strönd. Fór hann i land og sótti kiðlinginn. Stóð þannig á veru kiðlingsins þarna, að Ingólfur Benediktsson rak geitur sinar þangað norður sl. sumar. Ein geitanna var óborin og bar siðar um sumarið, — en sá siðborni kom svo ekki i leitirnar um haustið, er heim var haldið? Var hann talinn af, — en nú kom hann i leitirnar, alivel á sig kom- inn og hornaprúður mjög, og kann vel við sig meðal manna og dýra eftir einmanalegan en léttan vetur. Snarráöur Islendingur Ungur islendingur, Bob Johann son, ættaður frá Nýja íslandi, var heiðraður fyrir snarræði á dögun- um, segir i þvi ágæta blaði, Lög- bergi-Heimskringlu. Kom hann fyrstur manna að bilslysi miklu, sem orðið hafði á þjóðvegi 25. Bil- stjórinn lá þarna i öngviti og var hættur að draga andann. Brá Bob skjótt við og andaði ofan i mann- inn, þar til hann gat andað sjálfur með eigin öndunarfærum. Bæjarstjórinn i Kitimat, þar sem slasaði bilstjórinn býr, kallaði á unga V-Islendinginn og heiðraði hann við sérstaka athöfn. Johann son er lögreglumaður i þeirri heimsfrægu kanadisku lögreglu, Canadian Mounted Police, þekkt fyrir snarræði, búning <inn og hina tigulegu hesta sina. BRADABIRGÐA- DAGSKRÁ Birt 1. marz SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ Háskólabíó kl. 14.00 Opnun hátíðarinnar Hátíðarfoi lcikur Sinfóníuhljómsvcit Islands Avarp mcnntamálaráðherra Upplcstur EinsönKur: Guðrún A. Símonar ofí Guðmundur Jónsson Söj»usinfónía eftir Jón Lcifs Sinfóníuhljómsvcit íslands Stjórnandi: Jussi Jalas * Myndlistarhús á Miklatúni kl. 17.00 Norr;cn málvcrka- sýninií * Norræna húsið kl. 17.00 Norræn tfrafíksýning * Listasafn Islands kl. 17.00 Höþífímyndir cftir Sij»urjón Olafsson * Skólavöi ðuholt kl. 17.00 Islcnzk höi»f»mynda- sýninj» * Anddvri Lauj»ardalshallar kl. 17.00 Erlend húsaí»crðarlist * Asmundarsalur kl. 17.00 Innlcnd húsagcrðaríist * Bogasalur Þjóðminjasafns kl. 17.00 Tcikningar eftir Paul Wcber * Casa Nova, Menritaskólanum kl. 17.00 Vestur-afrísk list * Kjarvalshús. Sæbraut 1, Seltjarnarnesi kl. 17.00 Mannamyndir (teikningar) eftir Jóhannes Kjarval * Sýningin opin mt-öan Listahátíð stendur Þjóðlcikhúsið kl. 20.00 Sjálfstætt fólk Lcikfélag Rcykjavíkur Dóminó cftir Jökul Jakobsson (forsýning), lcikstjóri Hclgi Skúlason Norræna húsið kl. 20.30 Liv Dommersnes Strömstcd og Liv Glascr: I Ivsc ncttcr (Ijóða- og tónlistardagskrá) MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ Bústaðakirkja kl. 17.00 Nóaflóðið. barnaópcra cftir Benjamin Brittcn Stjórnandi: Garðar Cortcs. Þjóðlcikhúsið kl. 20.00 Þjóðdansadagskrá Þjóðdansafclag Islands Norræna húsið kl. 20.30 Liv Dommersncs Strömsted: Dagskrá um Björnstjcrne Björnson ÞRIDJUDAGUR 6. JÚNÍ Iðnó cða Lindarbær kl. 17 00 Dagskrá um og cftir Stcin Stcinarr Upplcstur og söngur Bústaðakirkja kl 17.00 Nóaflóðið (önnur sýning) Þjóðleikhúsið kl. 20.00 Tveir einþáttungar (frumsýning) Lcikfclag Rcykjavíkur kl. 20.30 Dóminó eftir Jökul Jakobsson (frumsýning) Norræna húsið kl. 21.00 Birgit Finnilá: Ljóðasöngur Laugardalshöll kl. 21.00 Svoriges Radioorkcstcr Einlcikari á fiðlu: Arvc Tcllcfscn Stjórnandi: Sixtcn Ehrling MIDVIKUDAGUR 7. JÚNÍ Bústaðakirkja kl. 17.00 Nóaflóðið (þriðja sýning) Þjóðlcikhúsið kl. 20.00 Lilla Tcatern í Helsinki: Unihvcrfis jörðina á 80 dögum (Jules Verno Bcngt Ahlfors) Fyrsta sýning Laugardalshöll kl. 20.00 Svcrigcs Radioorkcster Einleikari á pianó: John Lill Stjórnandi: Sixten Ehrling FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ Norræna húsið kl. 17.00 Finnskt vísnakvöld Mavnie Sirén og Einar Englund (undirlcikari) Bústaðakirkja kl 17.00 Nóaflóðið (fjórða sýning) Þjóðleikhúsið kl. 20.00 Lilla Teatern í Helsinki: Umhverfis jörðina á 80 dögum (önnur sýning) FÖSTUDAGUR 9 JÚNÍ Norræna húsið kl. 12.15 íslenzk þjóðlög Einsöngvarakórinn og Guðrún Tómasdóttir Laugardalshöll kl. 20.30 Sinfóníuhljómsveit íslands Einlcikari á fiðlu: Ychudi Mcnuhin Stjórnandi: Karsten Andersen Norræna húsið kl. 20.30 Vísnakvöld Áse Klcvcland og William Clauson LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ Austurbívjarhíó kl. 16.00 Kammertónleikar I (Vcrk eftir Jón Lcifs, Ligcti og Bcethoven) Bústaðakirkja kl. 17.00 Nóaflóðið (fimmta sýning) ' Þjóðleikhúsið kl. 20.00 Ballettsýning Dansarar frá konunglcga danska ballettinum Háskólabíó kl. 20.30 Einleikstónleikar John Willíams (gítar) Norræna húsið kl. 20.30 Kim Borg, einsöngur Robert Levin, píanó SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ Austurbæjarbíó kl. 16.00 Kammertónleikar II (Verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Pál P. Pálsson, Hafliða Hallgrímsson og Jónas Tómasson) Þjóðleikhúsið kl. 16:00 Dansarar frá konung-. lega danska ballettinum (önnur sýning) Bústaðakirkja kl. 17.00 Nóaflóðið (sjötta sýning) Þjóðlcikhúsið kl. 20.30 Sjálfstætt fólk (önnur sýning) Norræna húsið kl. 20.30 Einsöngur: Taru Valjakka, sópran Háskólabíó kl. 21.00 Erik Mörk: Dagskrá um H. C. Andersen Austurbæjarbíó kl. 23.00 Jasskantata eftir Gunnar Rcyni Sveinsson og Birgi Sigurðsson MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ Leikfélag Reykjavíkur kl. 17.00 Leikhúsálfarnir (Tovc Janson) Frumsýning Bústaðakirkja kl. 17.00 Nóaflóðið (sjöunda sýning) Þjóðleikhúsið kl. 20.00 Einþáttungar (önnur sýning) Laugardalshöll kl. 20.30 Hljómleikari Yehudi Menuhin, fiðla Vladimir Ashkenazy, píanó ÞRIDJUDAGUR 13. JÚNÍ Austurbæjarbíó kl. 12.15 Kammertónleikar III (Verk eftir Atla Heimi Sveins- sori, Anton Webern og Schubert) Leikfélag Reykjavíkur kl. 17.00 Leikhúsálfarnir (önnur sýning) Bústaðakirkja kl. 17.00 Nóaflóðið (áttunda sýning) Norræna húsið kl. 20.30 Hljómleikar: Edith Guillaume, alt Ingolf Olsen, gítar, lúta Nútímatónlist, m.a. frumflutn. Háskólabíó kl. 20.30 John Shirley-Quirk, söngvnri, Vladimir Ashkenazy, píanó MIDVIKUDAGUR 14. JÚNÍ Leikfélag Reykjavíkur kl. 17.00 Leikhúsálfarnir (þriðja sýning) Austurbæjarbíó kl. 17.30 Kammertónleikar IV (Verk eftir Schumann, Múss- orgskí, Þorkel Sigurbjörnsson og Stravinsky) Laugardalshöll kl. 20.30 Einleikstónleikar: André Watts FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ Þjóðleikhúsið kl. 20.00 Sjálfstætt fólk (þriðja sýning) Laugardalshöll kl. 20.30 Lokatónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands Einleikari: André Watts Stjórnandi: André Prévin ATH. Listahátíð áskilur sér rétt til að gera breytingar á efnisskránni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.