Vísir - 14.04.1972, Qupperneq 10
I>aft var slyddusnjór, þcgar l.ufivik Þorgcirsson, sá mikli Framari og heiöursfélagi Fram, tók fyrstu skóflustunguna i gær að
nýju félagshcimili Fram i Alftamýrinni. Þar mun i framliöinni risa veglegt íþróttasvæöi fyrir hina þróttmiklu starfsemi
félagsins, cn árangur Fram siöustu árin hefur veriö undragóöur, þrátt fyrir hina erfiðustu aðstöðu. Bjarnleifur tók myndina
hér aö ofan, þcgar Lúövlk framkvæmdi þcssa merku athöfn, og að baki hans má sjá eldri og yngri Framara — Jón I Straum-
nesi, Svein Itagnarsson, Sæmund Gislason, Stein Guömundsson, Sigurö Friöfinnsson og Erlcnd Magnússon, svo nokkrir séu
nefndir. Aö neðan cr tcikning af félagsheiinilinu.
Lúðvík tók fyrstu skóf lu-
stungu við Fram-heimilið
r
Byggingaframkvœmdir hafnar á Alftamýrarsvœði Fram
Á fimmtudaginn var tekin
fyrsta skóflustungan að
nýju félagsheimili Fram,
sem risa mun á svæði þvi,
sem Ileykjavikurborg út-
hlutaði ielaginu 1958 við
Álftamýri. Lúðvik Þor-
geirsson, einn af heiðurs-
félögum Fram, tók fyrstu
skóflustunguna.
Framkvæmdir á hinu nýja félags-
svæði Fram hófust fyrir fjórum
árum. A svæðinu verða þrir stórir
knattspyrnuvellir, tveir grasvellir og
einn malarvöllur. Lokið er byggingu
annars grasvallarins og malarvallar-
ins, og vonir standa til, að siðari gras-
völlurinn verði tilbúinn á næsta ári.
Félagsheimilið verður byggt i
tveimur áföngum. 1 fyrri áfanganum,
sem er um 270 fermetrar að gólfmáli,
verða böð og búningsklefar, en í siðari
áfanganum verða fundarsalir og
fundaherbergi.
Fyrri hluti byggingarinnar var
boðinn út fyrir skemmstu. Var tilboði
Valdimars Magnússonar, trésmiða-
meistara, tekið, en gert er ráð fyrir,
að byggingin verði fokheld Lágúst n,k,
Stefnt verður að þvi aö innrétta böð
og búningsklefa næsta vetur, þannig,
að hægt verði að taka félagsheimilið i
notkum fyrir næsta sumar, en þá eru
liðin 65 ár frá stofnun Fram.
Sett hefur verið á laggirnar
byggingarnefnd á vegum félagsins og
eiga sæti i henni Karl Benediktsson,
Asmundur Jóhannsson og Baldur
Friðriksson en tveir þeir siðartöldu
teiknuðu húsið. Einnig hefur full-
trúaráð félagsins verið endurreist, en
það mun verða stjórn félagsins til
ráðuneytis um byggingarfram-
kvæmdir.
FH GEGN HAUKUM
Sunnudaginn 16. april fer fram
keppni i m.fl. karla milli F.H. og
Hauka i handknattleik. Keppt
verður um glæsilegan bikar, sem
Oliustöðin i Hafnarfirði gaf i til-
efniopnunar nýja iþróttahússins i
Hafnarfirði. Bikar þessi, „Esso-
bikarinn”, er farandgripur, en
auk hans fylgir litill bikar til þess
félags, sem sigrar hverju sinni.
Forleikir verða tveir leikir úr
islandsmótinu, sem ólokið var.
Þeireru milli F.H. og Fylkir i 2,fl.
kvenna og Um. Njarðvik og Vik-
ingur I 1. deild kvenna.
Keppnin hefst kl. 15.00-
FH í úrslitum í fjórum
flokkum-Víkingur þrem
i næstu viku verða úr-
slitaleíkirnir i yngri flokk-
unum á islandsmótinu í
handknattleik háðir. Þá
keppa úrslítaliöín úr Reyk-
javikur-Reykjaness- og
Norðurlandsriðlum og má
búast við mjög skemmti-
legum leikjum.
Fimleikafélag Hafnarfjarðar á
flest lið i úrslitum eða fjögur —
það er i 3. flokki kvenna og karla,
og 2. flokki kvenna og karla. Vik-
ingur á þrjú liö i úrslitum, það er i
3.2. og 1. flokki karla — önnur
félög færri.
Úrslitaleikirnir verða háðir á
þessum dögum.
Fimmtudagur 20. april kl. 20.00.
Laugardalshöll.
3 fl. kvenna Valur-F.H.
4 fl. karla Þróttur-Umf.N.
3. fl. karla Vikingur-F.H.
1. fl karla Vikingur-Haukar
Föstudagur 21. april kl. 20.15.
iþróttahús liafnarfjaröar.
2. fl. kvenna Ármann-F.H.
2. fl. karla Vikingur-F.H.
Laugardagur 22. april kl. 15.00.
iþróttahús liafnarfjarðar.
3 fl. kvenna F.H.-Völsungar
2 fl. kvenna F.H.-Völsungar
4 fl. karla Umf.N.-Þór
3. fl. karla F.H.-K.A.
2 fi. karla F.H.-l.B.A.
Sunnudagur 23. april kl. 14.00
Laugardalshöll.
1 fl. kvenna Valur-Völsungar
2. fl. kvenna Ármann-Völsungar
1 fl. karla Þróttur-Þór
1 fl. karla Vikingur-K.A.
2 fl. karla Vikingur-l.B.A.
Mótanefnd H.S.l.
Það fjölgar stöðugt hjó
fjölmennasta landsliðinu
Margir standa í þeirri trú
að fyrirkomulag í norrænu
sundkeppninni sé flókið.
Sumt fólk er jafnvel feimið
viðaðhefja þátttöku vegna
þess. i raun og veru er það
afar einfalt að vera með f
keppninni.
númer sitt og fær þá litinn, gulan
miða, sem hann heldur eftir til
sönnunar þvi, að hann hafi synt.
Hverjum er heimilt að synda einu
sinni á dag meðan á kcppninni
stendur, en henni lýkur 31.
október n.k.
Eftir að þátttakandinn hefur
synt 200 metrana einu sinni hefur
hann hlotið rétt til kaupa á bronz-
I fyrsta sinn, sem 200 metrarnir
eru syntir, þarf að fylla út þátt-
tökuskirteini, þ.e. nafn, heimilis-
fang og skóla, ef viökomandi er i
skóla. Siðan þarf þátttakandinn
að skila efri hluta skirteinisins til
þeirra er skrásetja. 1 þeim hluta
skirteinisins, sem þátttakandinn
heldur eftir, er númer, sem þátt-
takandinn geymir. Eftir að við-
komandi hefur synt 200 metrana
þarf hann að láta skrá þátttöku-
HEIMSMET
Finninn Kaarlo Kagnasniemi
setti nýtt heimsmet i snörum i
milliþungavigt á finnska
meistaramótinu i Kotka á sun-
nudag — snaraði 155.5 kg, Saman-
lagt lyfti hann 500 kg., sem gr
nýtt finnskt met, fimm kg. betra
en hann átti sjálfur bezt áður.
Jafntefli hjó _
þeimbandarísku
Bandariska landsliðið i hand-
knattleik gerði jafntefli við úr-
valslið Björgvinjar i gærkvöldi
18-18, og þótti leikurinn skemmti-
legur og spennandi. Engir nor-
skir landliðsmenn voru i úrvals-
liðinu. Bandariska liðið heldur nú
til Danmerkur og Sviþjóðar.
Enn sigrar
G. Foreman!
George Foreman, hinn ósigraði
hnefaleikmaður i þungavigt,
vann sinn 35. sigur sem atvinnu-
maður á mánudag, þegar hann
stöðvaði mótherja sinn, Ted
Gullick, i annarri lotu i fyrirhug-
aðri 10. lotu keppni þeirra i Ingel-
wood.
Þetta var 32. sigur Foreman á
rothöggi eftir að hann varð at-
vinnumaður, en hann varð Ólym-
piumeistari i þungavigt á
Ólympiuleikunum i Mexikó 1968.
V-Þjóðverjar skut-
ust upp fyrir Sviss
Aðeins einn leikur var
háður í heimsmeistara-
keppninni í ísknattleik í
Prag í gær. Vestur-Þýzka-
land sigraði Sviss 6-3 og
komst því úr neðsta
sætinu. Liðin mætast
aftur i næstu viku og allar
likur eru á, að það liðið,
sem tapar þá, leiki i B-
riðli HM næsta ár.
Sovézki leikmaðurinn
Alexander Jakusjev er nú
markhæstur i keppninni með sjö
mörk, Valac Nedomansky,
Tékkóslóvakiu, hefur skorað
sex sinnum, og Finninn Lauri
Mononen og Tékkinn Jiri Holik
hafa skorað fimm mörk. Anders
Hedberg er beztur Svia með
fjögur mörk.
Leikmönnum eru gefin stig
fyrir mörk og sendingar, sem
skorað er úr, og þar eru
Nedomansky og sovézki leik-
maðurinn Alexander Malcev
efstur með 9 stig hvor — en þó
hefur Malcev ekki skorað nema
tvö mörk sjálfur.
merki. Eftir að synt hefur verið 20
sinnum fæst réttur til kaupa á
silfurmerki með þvi að framvisa
20 gulum miðum. Þegar viðkom-
andi hefur synt 200 metrana 50
sinnum (10 km ) getur hann keypt
gullmerki keppninnar með þvi að
framvisa 50 gulum miðum.
Svo virðist, það sem af er
keppninni, er mikill áhugi sé
meðal manna að ná gullmerkinu.
Mun meiri en forráðamenn
keppninnar hföðu þorað að vona
fyrirfram. Heyrzt hefur á sumum
að þeir ætli nú að synda 200 metr-
ana og gera skyldu sina við þjóð-
ina. Það er ánægjulegt til þess að
vita að margir vilja vera með i
fjölmennasta landsliði Islands i
iþróttum.
Vegna þess fyrirkomulags
keppninnar nú, að hver einstakl-
ingur getur synt einu sinni á dag,
má segja að hver og einn hafi
annað markmið og þaðekki siðra.
það er skyldan við sjálfan sig að
þjálfa likama sinn. Keppnin er
þvi hvetjandi fyrir almenning til
þess að iðka likamsrækt. Suiul cr
eitt ákjósaniegasta trimm sem
völ cr á, Þar sem norræna sund-
keppnin stendur nú yfir þar til 31.
október n.k. ættu allir tfg ekki sizt
þeir, sem ekki hafa synt um langt
skeið, að hefja þátttöku nú þegar i
norrænu sundkeppninni, en láta
ekki þar við sitja, heldur halda
sundiðkunum áfram með a.m.k.
gullmerki keppninnar sem mark-
mið.
Tamara Lazakovitsj,
sovézki Evrópumeirstarinn
i fimlcikum kvenna, tók
nýlega þátt i iandskeppni við
Noreg i Skien og sigraði með
yfirburðum. Það kemur
manni ekki á óvart þegar
litið er á þcssa mynd
i vSÍjí!
Vestur-Þjóðverjar eru byrjaðir með ailskonar æfingar vegna ólympiuleikanna I Munchcn á aðalleikvang-
inum, sem að mestu cr að verða tilbúinn.Þarna er Monika Pflug, sigurvegari i 1000 m. skautahlaupi i
Sapporo og HM-meistari, með kyndil. Enn er ekki ákveðið hvort hún tendrar eld á ólympiuleikvanginum
eftir að hlaupið hefur verið meðð liinn Olympiska eld 5300 km. vegalengd frá Grikklandi til Veslur-Þyzka-
lands.
KNATTSPYRNUKEPPNI DRENGJA
OG BOBBY AFHENDIR VERDLAUN
Hverjir eru knattspyrnu-
menn framtíöarinnar á
islandi? Hverjir búa yfir
mestum hæfileikum, og
hverjir eru líklegastir til
þessað ná beztum árangri i
knattspyrnunni hér á
landi?
Ford-fyrirtækið ætlar að leiða
þessa ungu menn fram i sviðs-
Ijósið. Komið verður á keppni,
sem Ford-umboðin hér á landi,
Sveinn Egilsson h.f. og Kr.
Kristjánsson h.f. standa að i sam-
vinnu við Knattspyrnusamband
lslands, og hagað verður eins og
Ford-keppni, sem efnt hefur verið
til viða annars staðar i Evrópu.
Keppnin er opin öllum
drengjum, sem fæddir eru 1959 til
1964. Fyrst verður um að ræða
eins konar forkeppni, og siðan
útsláttarkeppni, en til úrslita
keppa tiu drengir i hverjum
aldursflokki.
Úrslitakeppni drengj
anna sextiu veröur með sér
stökum hætti, og fer hún fram á
Laugardalsvellinum 13. mai.
Verður sérstaklega til hennar
vandað, og verðlaun afhendir
hinn heimsþekkti knattspyrnu-
maður Bobby Charlton, sem
kemur hingað til lands eingöngu
til þess.
Forkeppnin hefst 16. april, og
verður hún haldin á vegum knatt-
spyrnufélaganna á landinu og
stendur til 21. april. Að lokinni for
keppni verða eitt þúsund stiga-
hæstu drengirnir skráðir hjá
Ford-umboðunum i útsláttar-
keppnina. Skráning stendur yfir
frá 27. april til 3. maí, og út láttar-
keppnin fer fram frá 6.
til 10. mai. Til skráningar
innar verða keppendur að koma i
fylgd með foreldrum sinum, eða
forráðamönnum, sem undirrita
þátttökutilkynninguna. Hver
keppandi fær þá afhent merki,
bækling eftir Bobby Charlton, og
skyrtu til að keppa i, og siðan geta
keppendurnir fengið sérstakt
heiðursskjal aö iokinni kppni.
Keppni þessi er liður i EvrOpu-
keppni fyrir drengi á þessum
aldri, og hefur h'ord þegar
gengizt fyrir slikri keppni i
mörgum löndum, t.d. Austurriki,
Belgiu, Frakklandi, Italiu,
Hollandi, Möltu, Vestur-Þýzka-
landi og Sviss, og hef'ur keppnin
hvarvetna tekizt mjög vel, og nú
bætist tsland við.
Keppendur eru látnir reyna sig
við þrjár þrautir, og fá stig fyrir
árangur þann er þeir ná i hverri
þraut. Þrautirnar eru valdar af
Bobby Charlton.
Fyrsta þrautin er þannig, að
keppendur spyrna þrisvar á mark
frá vitapunkti, og er markinu
skipti i sex einingar. Fá þeir stig
eftir þvi hvar þeir hitta.
Onnur þraut er þannig, að
keppendur spyrna fjórum knöt-
tum á mark, og er boltunum
komið fyrir eins og myndin sýnir.
Þrautin felst i þvi að vera fljótur
að spyrna, og hitta markið.
Timinn er tekinn og stig reiknuð
samkvæmt stigatöflunni. Hitti
keppendur ekki markið eru
dregin frá fimm stig fyrir hvert
skot, sem lendir utan við, — þó
ekki þannig að fáisl minus-stig.
Lægsta stigatala fyrir þrautina er
núll stig -
Knattrekstur er þriðja þrautin.
Keppendur reka boltann á milli
keilna, sem komið er fyrir á þann
hátt, sem myndin sýnir, og timi
er tekinn, og stig reiknuð samk-
væmt stigatöflu.
Ford-umboðin hér hafa notið
góðrar samvinnu við Knatt-
spyrnusamband lslands, sem
skipaði sérstaka nefnd til þess að
vinna að undirbúningi keppn-
innar. 1 nefndinni eiga sæti
Reynir Karlsson og Orn Steinsen,
báðir úr stjórn Þjálfarafélags
Islands, Bjarni Felixson, for-
maður Dómarasambands
Islands, Hreggviður Jónsson, for-
maður tækninefndar KSl og Jón
Ásgeirsson, sem er fulltrúi Ford
Motor Company og Ford-umboð-
anna á Islandi.
Með þvi að kynna ungum
drengjum á Islandi þessa keppni,
vona forráðamenn Ford-umboð
anna hér á landi, að hún verði til
þess að auka áhuga þeirra á
knattspyrnu, og til að auka hæfni
þeirra i iþróttinni. Takizt það er
megintilgangi keppninnar náð.-