Alþýðublaðið - 05.09.1963, Síða 2

Alþýðublaðið - 05.09.1963, Síða 2
Bltstjórar: Gísll J. Ástþórsson (Sb) og Benedikt Gröndal,—Aðstoóarritstjóri Björgvin Guðmundsson. - Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:966 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 £ mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. AFBROT UNGLINGA LÖGREGLAN í REYKJAVÍK hefur haft :margar'hryggilegar fréttir að segja undanfarna daga. Afbrotamennirn.ir hafa flestir verið korn- ungir og sjálf afbrotin líkamsmeiðingar og rán, nauðgunartilraunir, þjófnaður, falsanir og ofbeldi i ýmsum myndum. Svo virðist, sem afbrot unglinga og æsku- fólks fari ört vaxandi hér á landi, og er það ástæða til alvarlegra áhyggna. Er þetta að vísu sama þró run sem orðið 'hefur í flestum öðium löndum, þar sem lífskjör eru góð eða ört batnandi. Vandinn er þó engu minni fyrir okkur, þótt aðrar þjóðir eigi líka við hann að glíma. Ýmsar tilgátur eru uppi um orsakir vaxandi glæpahneigðar hjá unglingum. Sumir kenna um velmegun og miklum fjárráðum. Aðrir segja þetta sjúkleikamerki veKerðarríkja. sem skapa íbúum sínum algert öryggi og alhliða framfarir, en geta ekki fyrirbyggt eirðarleysi og lífsleiða. Enn aðrir kenna áfengi um, og vissulega ber það mikla sök hér á landi. Þó getur drykkjuskapur verið afleið ing frekar en orsök, og verður þá að leita lengra eftir sjálfum sjúkdömnum. Enda þótt íslendingar séu nú bjargálna og landsfólkinu líði yfirleitt vel, má ekki gleyma þeirri margvíslegu röskun, sem hefur orðið á þjóð félagi okkar síðustu tvo áratugi eða svo. Þess vegna er nauðsynlegt að hugsa ekki eingöngu um efnahaginn, heldur gefa félagslegri þróun vand- lega gaum og reyna^að hafa áhrif á 'hana til hins hetra. HUMARVEIÐAR HUMARVEIÐAR hafa aldrei verið meiri en á þessu sumri. Fleiri bátar hafa stundað veiðarn- ar en áður og hlutir sjómanna eru orðnir allgóð- ir. Þá veitir humarinn mikla vinnu í landi og er ; verðmæt útflutningsvara með trygga markaði. A síðari árum hefur tékizt að auka mjög fjöl breyttni í veiðum og vinnslu og hagnýta ýms sjáv ardýr, sem áður voru lítt veidd. Með þessu verður afkoma sjáúarútvegsins í heild tryggari og at- vinna í sjávarplássum jafnari. Rétt er að leggja áherzlu á auknar rannsóknir til að forðast rányrkju, svo að varanlegt framhald verði á rækju- og humarveiðum og öðrum sér- ■greinum á þessu sviði. Það væri mikil skammsýni að spilla þessum veiðum einmitt þegar þær eru að verða þýðingarmikil atvinnugrein. 2 5. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ PRESTCOL Kæliskápar fyrir: Veitingatiús Verzlanir Barnafieimitt Hótel Sjýkrahús Mötuneyti H eimavistarskela HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Raftækjadeild H 178 cm. Br. 112 cm. D. 69 cm. Verð kr. 2Í.ÍO9.0O 20,5 cub.ft (58í S.) O JOHNSON & KAABER H.F. Sætúni 8 — Sími 24-000. tiANNES A HORNINU ................................................................... iiiiiiiihiiiiihb | 3 + Vitlausar beygingar og rangar áherzlur í útvarpinu. + Shorinort bréf um illa þýtlda útvarpssögu. | ic Hvað er „Sjávarútveggur? fniiummmMiinmtmxiK.iHi'i............................................ iiiiiiiiimiiiii ÉG BIRTI hér á eftir bréf frá ágætuin og samvizkusömum ís- lcuzkumanni um málleysur í út- varpinu. Ég fylffist ekki svo vel sjálfur með því sem sagt er í út- varpinu að ég geti staðfest orð hans, en ég efast þó elcki um að hann liermi rétt, — og slæmí er ástandið. Ég hef tekið eftir því að íslenzku hrakar, sérstaklega í munni ungra námsmanna — og eru stúdentar þar ekki barnanna beztir. En hér er þetta skorinorða bréf frá E.: E. SKRIFAR: „Nú þykir mér skörin færast upp í bekkinn segja menn stundum, þegar úr hófi keyrir. Og þetta varð mér að oröi, þegar ég hlýddi á kvöldsögu litvarpsins, Dularilm, 29. ágúst. Ég læt það óátalið, að sagan er að mínum dómi bæði leiðinleg og vit- laus, en hitt get ég ekki sætt mig við, að forráðamenn útvarpsins fela fólki, sem ekki kann íslenzkt mál nokkurn veginn rétt, þýðingu á útvarpsefni. BERSÝNILEGT ER, að um eng ar áminningar er að ræða frá þeirra hálfu, fyrst sömu vitleys- urnár eru endurteknar lestur eftir lestur. í 1. og 2. lestri sögunnar var orðið hönd vitlaust beygt. Kvöldlesturinn 29. ágúst bar það með sér, að engar aðfinnslur höfðu komið. Þá var þrástagast á rangri beygingu þessa orðs, t. d. „Réttu mér hendina“, „ . . að hendi gæti verið svona áleitin“, . . . að láta hendina renna á veggn um“. Og til að kóróna þetta allt og sýna, að um fullkominn trassa- skap var að ræða, var orðið rétt beygt á einum stað: „Hann dró að sér liöndina". Fleira mætti fmna að þessari þýðingu, t. d. kann þýðandinn ekki að beygja rétt orðið kíkir. ÚTVARPIÐ HEFUR ágæta menn til þess að flytja íslenzku- þætti, þar sem bent hefur verið á málspjöll og ambögur í daglegu máli. En svo eru á vegum útvarps ins fólk, sem rífur alla þessa starf semi niður aftur. Það er fleira fólk en þessi eina blaðakona, sem er í sök, þótt hún sé hér tekin sem dæmi. „Sjávarútveggnum“, sagði útvarpsþulur í vetur í stað vegin- um, og var því engu líkara en um vegg væri að ræða. „Ertu nú al- veg gengin frá idtinu", stóð í barnaleikriti nokkru seinna í stað: gengin af vitinu. SVO MINNZT ,sé á annað at- riði, lætur það einkennilega í eyr- um, þegar þulurinn hefur aðalá- herzlu á 3. atkvæði í orðinu veður horfur. Allt til þessa hefur aðal- áherzla verði í íslenzku á 1. at- kvæði. Þó tekur út yfir, þegar stúlka, sem lesið hefur skýrslu um veðrið á ýmsum stöðum, hef ur látið aðaláherzlu koma á síð- asta atkvæðið og sagt sjólítið með aðaláherzlu á greininum. ÞAÐ ER GENGH) ríkt eftir því, að hlustendur greiði gjöld sín til útvarpsins, sem ekki er held- Framhald á 12. síðu. Innilegustu þakkir fyrir gjafir og heillaóskir á áttræðis- afmæli mínu 28. ágúst. Ástríður Helgadóttir. ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.