Alþýðublaðið - 05.09.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 05.09.1963, Side 15
svuntan og einkennisbúningur- inn var eins og gerður fyrir hana og ég vissi, að hún unni starfi sínu á sjúkrahúsinu einlæglega. Hún var ein þessara fáu kvenna, sem eru fæddar til að hjúkra. Marga langar tii að líkna mann kyninu — andinn er reiðúbúinn — en holdið er of veikt til þess að standast það erfiði, sem þessu fylgir. En Janice aftur á móti var fílelfd, þótt líkaminn væri smár og barnslegur, — og ég hef séð hana lyfta gömlum ístrubelg eins og hann væri þriggja ára barn, — án þess að blása úr nös. Við hvísluðumst svolítið á, þeg ar yfirhjúkrunarkonan var búin að snúa baki við okkur, en arn- frán augu hennar virtust hafa séð allt á svipstundu. Mér þykir leitt, að ég gat ekki beðið eftir þér sagði Janice fljótmælt og strauk nokkur hár upp frá enninu undir stífaða kapp ann. Ég varð að gefa yfirhjúkr unarkonunni skvrslu, áður en ég fór á vakt svo að ég fór snemma að heiman. Ég er á Storkinum þessa vikuna og Thorp hjúkrun arkona vildi skipta við mig af því að systir hennar á von á fyrsta barni sínu einhvern daginn og liana langaði til að hjúkra henni. Yfirhjúkrunarkonan vildi ekki heyra á það minnzt eins og ég vissi. Hvernig líður mömmu þinni? _ Ekki of vel, sagði ég snöggt. Komdu í kvöld og við skulum sníða þetta pils handa þér. Snið in voru að koma. Er nýi læknir- inn kominn? Hún hristi höfuðið, í sama bili kom vökusystirin pg Janice hrað- aði sér burt. Ég fór upp til mín og fór í gegnum bréfin, sem lágu á borðinu. Allir uppskurðarsjúkl ingar, máttu óska sér sérstakra bóka eftir aðgerð, en þetta voru forréttindi. sem hinir nutu ekki. Þetta jók á sporin mín, því að auðvitað höfðum við sérstaka út- lánsdaga, en við höfðum liaft það að reglu, að uppskurðarsjúkling ar nytu þessara forréttinda, hvort sem var að nóttu eða degi. Ég leitaði uppi þær bækur, sem beðið var um og gætti þess vel að velja engar þær bækur, sem valdið gætu -óróa sálarinnar eða ýft upp sár þess, sem þegar liefði veikzt og daprazt af ótta og æsingi, en raðaði hinni „hollu lesningu" í stafla eftir deildum. Ég átti fyrir höndum langa ferð með þessar bækur síðar um daginn, en fyrst varð að skrá þær í útlán, útbúa lánskort og svo framvégis. Þetta var á miðviku- degi og ég man, að ég átti að fara á barnadeildina um kvöldið og útbýta dýra-, teikni,- og myndabókum til bamanna. Mér þótti alltaf gaman á miðvikudög um, þótt þeir væru oft á tíðum erfiðari en sex venjulegir dagar af þeirri einföldu ástæðu, að ekk ert barn vill fyrstu bókina, sem þú býður því. Öll vilja þau skoða allar bækumar, sem em á boð- stólum og svo kemur vandinn að velja. Ég varð líka yfirleitt að halda yfir þeim smá tölu til þess að hvetja þau til að fara vel með bækur, sem þau ættu ekki. — Bækur eru vinir, sem koma til okkar og skemmta okkur, þegar við emm einmana, þreytt eða veik, sagðí ég alltaf. Og ef þær eru góðar við okkur, verðum við að vera góð við þær, — er það ekki? Eigum við að sjá, hvað við getum haldið bókunum okkar hreinum og fínum þessa viku? Næst, þegar ég kem veiti ég þeim vcrðlaun, sem bezt fer með bók- ina sína. Ég vahn baki brotnu allan morguninn og ákvað að sleppa hádegisverðinum í borðsalnum ég var með svolítið nesti, því að ég'vissi, áður en ég fór að heim an, að miðvikudagarnir voru oft erfiðir, — nú settist ég r.iður til að maula brauðsneiðarnar og lagði fæturna upp á bókastafla og sökkti mér niður í nýja sögu eftir eftirlætishöfundinn minn. En allt í einu opnuðust dyi-nar og ungur maður í hvítum slopp birtist í gættinni. Það voru alltaf einhverjir stúd entar að koma eða fara frá Red- stones, svo að ég kynntist eng- um þeirra vel, stundum voru þeir jafnvel farnir, áður en ég vissi, hvað þeir hétu. Ég man, að ég sneri mér við og leit á þennan mann. Hann var í meðallagi hár, mjög dökkur á brún og brá með óvenjulegan alvörusvip á sól- brenndu andlitinu. Ég veit ekki, hvort ég brosti eða ekki, — lík- ast til ekki, því að ég var með munninn fullan af brauði. Ég kingdi og hneigði mig þegjandi um leið og ég lagði frá mér bók ina, sem ég -var að lesa. — Má ég koma inn, spurði hann. — Auðvrtað, þótt bókasafnið sé opinberlega lokað á milli eitt og tvö. Ef um er að ræða ein- hverja sérstaka beiðni frá sjúkl ingum þá skal ég taka listann og koma með bækurnar seinna í dag, ef ég hef tíma. En ég verð að vara yður við, — þar eð þér eruð greinilega ókunnugur hérna, — að við lánum ekki bæk ur til starfsfólksins. Hann kom inn og lokaði dyr- unum hljóðlega á eftir sér. Þetta kom mér dálítið á óvart, — þvl að hann var fyrsti stúdentinn, sem ég hafði nokkum tíma vit- að til að kynni að loka dyrum öðru vísi en með fætinum. Hann stóð kyrr og virti mig fyrir sér og ég veitti því athygli, að aug- un undir lágum dökkum brúnun um voru undarlega blá og vin- gjarnleg. Varirnar voru fremur þunnar og kannski var það þess vegna, sem hann virtist svo alvar legur við fyrstu sýn. En þegar litið var á augun og svolltið þrjóskulegan hökusvipinn var ó hætt að setja ákveðni 1 stað al- vöru í persónulýsingunni. Hér, hugsaði ég með mér, er maður, sem veit nákvæmlega hvað hann vill og kemst venjulega yfir það. Hann gæti orðið góður læknir, — þótt ég viti ekki, hvort hann er einn þeirra, sem huggar vel við rúmstokkinn. Hann er of heiðarlegur til þess að verða eft- irlæti kvensjúklinganna........ Mér þykir leitt, ef ég er að ó- náða yður frá matnum, sagði hann rólega og sýndi þess engin merki, að hann ætlaði að afhenda mér bókalista eða virða fyrir sér bækurnar í hillunum. Ég átti leið hérna framhjá á leiðinni til leikhússins og ég tók eftir skiltinu á hurðinni. Ég hef sérstakan áhuga á því starfi, sem hér er unnið, sjáið þér til. Bókum og bókasöfnum spurði ég og hugsaði að hann væri ólíkur öðrum stúdentum. Ég er hrædd um, að yður þyki fátt um úrvalið hérna, — en við vonumst til, að bókakosturin naukist með tímanum. Hann settist á borðshornlð með hendur í vösum. Ég sé það, sagði hann ákveðið og leit í kringum sig. Auðvitað veit ég, að þér hafið ekki mik- inn stuðning af yfirhjúkrunarkon unni. — Þar skjátlast yður, — yfir hjúkrunarkonan er potturinn og pannan í þessu öllu saman, sagði ég ákveðið. Hún veitir ómetan- lega aðstoð og er mjög glögg. Og það svo, að hún nefndi ekki einu sinni, að það væri bókasafn hérna á sjúkrahúsinu, sagði hann brosandi. Hún sýndi mér allt frá gólfi til lofts, hverja einustu deild, hvern gang, bíóin, jafnvel ruslaföturnar, sem mér skilst að standi alltaf fyrir framan eldhús dyrnar. Hún sagði mér nákvæm lega frá opinberum styrkjum og skyldum sínum — hún kynnti mig fyrir tugum hjúkrunar- kvenna, nokkrum aðstoðarmönn- um, hóp nunna og öðru slíku, sem fyrirfinnst á sjúkrahúsi, en ekki minnist hún einu orði, — ekki lét hún á sér skilja á einn eða anngn hátt, að hér væri bóka- safn. Gefur það til kynna, að kona hafi sérstakan áhuga á bók Nú eru bara tveir eftir. Svo geturðu farið að afgreiða bílana. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 5. sept. 1963 15 menntum, ungfrú — Martin, lét ég svo lítið að segja. Shirley Martin. En ég skil ekki, — hvers vegna í ósköpun- um sýndi yfirhjúkrunarkonan yð ur allt sjúkrahúsið? Jafnvel nýir læknar sjá ekki meira en aðal- bygginguna á fyrsta degi og — ég snarþagnaði. Hann brosti og öll alvara var horfin úr svip hans. Ég stóð upp og blóðroðn- aði — og hvernig ég get roðn- að, — það vita engir nema rauð hausar eins og ég! — Þér hittuð einmitt naglann á höfuðið, ungfrú Martin, sagði hann vtngjarnVega. — Ég er nýi ógnvaldurinn á sjúkrahús- inu, — eins og vesalings nem- endurnir minir hafa sjálfsagt kallaði mig. Ég veit að mig ekort ir þann aldur og virðuleika, sem sérhver góður læknir verður víst að bera utan á sér, en ég vona, að tíminn kippi þessu að ein- hverju leyti í lag. Hann róaði mig strax og, þeg ar ég var búin að ná mér eftir fyrstu geðshræringuna vegna þess, að ég hafði talað við nýja yfirlækninn eins og hann væri stúdent á fyrsta ári, bauð ég honum allt bókasafnið. — Auðvitað er yður frjáls að fá hér lánaða hvaða bók, sem þér viljið, herra, sagði ég. Þess- ar reglur gilda ekki um yfirhjúkr unarkonuna, nunnurnar eða yf- irlæknana. Hann hristi höfuðið. Ég á heima allar þær bækur, sem ég hef tíma til að lesa. Ég hef aðeins áhuga á bókasafninu vegna þeirra áhrifa, sem það kann að hafa á væntanlega sjúklinga mína. Ég hef mikla trú á lækningamátt bóka, hvort held ur um er að ræða andlega eða líkamlega sjúkdóma. Ég hef mikla löngun til þess, að reyna hér á Redstones, hvort kenning \ mín varðandi tengsl líkamlegs og -j andlegs heilbrigðis á ekki við rök ' að styðjast. Á stríðsárunprn hafði ég mikil afskipti af tauga veikluðu fólki (mér fannst hann ekki geta verið svo gamall) og eftir stríðið var verksvið mitt að miklu leyti fátækrahverfi Lund- únaborgar. Ég vinn að þvi að sanna þá kenningu, að stjórn sál arinnar yfir líkamanum sé mun meiri en menn hafa gert sér f hugarlund. Ég hef misst sjúkl- inga, sem hafa komizt vel yfir miklar aðgerðir, sem hafa sýnt mikinn afturbata, sem aðeins eiga eftir herzlumuninn til þess að ná fullkomnum bata, — en þeir deyja — algjörlega að á- stæðulausu, að því er bezt verð ur séð. Ég held, persónulega, að í slíkum tilfellum skorti andlega hvatningu. Mikið má gera og mik ið hefur verið gert á sviði sál- lækninga, — en ég held þó, að þetta sé allt á byrjunarstigi. Ég lít á sjúkrahúsið að nokkru leyti sem skóla, þar sem hinn þreytti hugur er talinn á að taka aftur á sig byrði lífsins — en sann- leikurinn er sá, að ég vil ná lengra, — ég vil fá hann til að njóta þess að bera þessa byrði. En það verður að fara varlega að þessu og með lempni rétt eins og þegar þér ætlið að kenna barni að þekkja stafina. Mig lang ar til að töfra sjúklinga mína til lífsins með þeim lífsins gæðum, sem veitist hverjum manni, — mig langar til að nota til þess þeirra eigin skilningarvit: eyr- un, augun, þefjan . . . mig lang ar til að hvetja þá með ljúfrl angan, góðum mat, góðum bók- um . . . Ó, já, — ef ég svo gæti látið halda tónleika fyrir þá, sem þess geta noíið, — en aðrir gætu heyrt tónverk af hljómplötum. Hann þagnaði og horfði á mig. — Þér haldið, að ég sé eitthyað j skrítinn, er það ekki? . ,1;,, Ég er það líka, ef það er skrít ið, að vilja lækna með sefjún- alveg eins og aðgerðum og lýfj-I um. Hnífurinn sker burt mein- < semd, en náttúrunni er ekki um tómarúm, og það er tilgangslaust að senda sjúklinginn aftur í leið ■ indi, sorg og örvæntingu. Þér ' verðið, að veita honum nýja lífs 1 fyllingu, — opna honum dyr GRANNARNIII

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.