Vísir - 31.07.1972, Síða 3

Vísir - 31.07.1972, Síða 3
Visir. Mánudagur. 31. júli 1972 3 w SONY- undraheimur n jöma og töna. ☆ jpGudjónsson ftf Shúíagötu 26 NYKOMIÐ ☆ Wild Mustang buxur ☆ Stuttjakkar og buxur Leður og rúskinnsjakkar ADAfll i VAR BJARGAÐ „OF FLJOTT ÚR LYFTUNNI fékk ekki tíma til að Ijúka lestri blaðsins ,,...Og hann hafði á orði, þegar ég hleypti honum út úr lyftunni, að eigin- lega hefði ég verið full- fljótur i ferðum. Hann var nefnilega rétt búinn að setja sig i stellingar til þess að byrja að lesa eitthvert blað, sem hann var með, en gafst ekki timi til þess að ljúka lestrinum á þvi, sem hann var byrjaður á,” sagði einn lyftuvið- gerðarmannanna hjá Bræðrunum Ormsson, Guðmundur Þorkelsson. betta gerðist ekki alls fyrir löngu i lyftunni i Loftleiðahótel- inu. Lyftan var föst með manni innanborðs, einmitt þá stuttu stund, sem húsvörðurinn hafði brugðið sér eitthvað frá. Enginn nærstaddur hafði lykla til þess að opna lyftudyrnar, né kunni nægi- lega vel á lyftuna til þess að bjarga manninum út. — En Guð- mundur viðgerðarmaður var ein- mitt staddur i nýbyggingu i næsta húsi, og var sóttur strax, svo að maðurinn losnaði úr prísundinni eiginlega áður en hann hafði náð að hrópa á hjálp. „Annars er þetta afar sjaldan, sem að við þurfum að hleypa út fólki úr lyftum. Ég man satt að segja ekki, hvenær það kom síð- ast fyrir mig. Það er orðið svo langt siðan,” sagði Hallgrimur Guðmundsson, verkstjóri við- gerðardeildarinnar hjá Ormsson h.f. „Það er lang oftast, að hús- verðir eða einhverjir umsjónar- menn lyftunnar þar sem slikt ber upp á, eru búnir að hleypa fólkinu út, og það kannski löngu áður en við komum til skjalanna.” Hallgrimur er búinn að vera 13 ár i lyftu-uppsetningum og við- gerðum, og hefur þvi haft nógan tima og tækifæri til að vinna að slikum „björgunum”, ef bara aðstæður hefðu krafizt. En þeir voru allir sammála um það, þessir lyftumenn, sem við tókum tali, að það bæri sára - sjaldan upp á, að til þeirra kasta kæmi til þess að hjálpa fólki úr lyftum. Eftir tilvikið núna i vikunni, þar sem blaðasöludrengurinn sat innilokaðuri lyftu i Domus Medica heila nótt, hafa menn mikið velt vongum yfir þvi, hversu treyst- andi húslyftum væri. „Ég man ekki til þess, að hafa heyrt af neinum dæmum um það, að fólk hafi orðið fyrir verulegum óþægindum af slikum óhöppum, né heldur heyrt um innilokun, sem orð var gerandi á — nema þetta eina,” sagði Hallgrimur. öryggisútbúnaður i rafmagns- lyftum hefur batnað mjög með árunum, og neyðarbjöllur i þeim öllum, þótt hún hafi brugðizt með einhverjum óskiljanlegum hætti um daginn. Meira að segja eru dæmi þess, að simtæki séu höfð i Jitum, og með þeim er hægt að hringja i hvaða númer, sem menn viljaútiibæ. -GP í þessari lyftu, sem er i húsi O. Johnsons og Kaabers við Sætún, er hafður sini til öryggis, svo að húsvörðurinn geti gert vart við sig, ef hann Iokaðist inni, cn aiinais ætti hann á hætlu, að dúsa kannski frá fösludagskvöldi og fram á inánudagsmorgun lokaður i lyftunni. „Sára — sárasjaldan, sem við þurfum að hjálpa fólki út úr lyftum,” sögöu lyftuviðgerðarmennirnir, Hallgrimur Guðmundsson (t.h.) og Guðmundur Þorkelsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.