Vísir - 31.07.1972, Side 5
Visir. Mánudagur. 31. júli 1972
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
UMSJÓN:
HAUKUR HELGASON
Innrásin hafín
1500 brezkir hermenn sœkja inn í víggirtu IRA hverfín
í Londonderry í Belfast
Brezkar hersveitir réöust
inn i viggirt virki IRA í
Londonderry og Belfast
fyrir dögun í morgun.
Varnir skæruliða voru
brotnar á bak aftur.
Klukkustundu eftir mestu
hernaðaraðgeröir sem hafa verið
gerðar á þessum þremur árum
átakanna i Norður-lrlandi,
tilkynnti herinn, að hann hefði
náð öllum virkjum IRA i Belfast
og sækti hratt fram i London-
derry.
Aðaltakmark hersins voru vig-
girt hverfi kaþólskra i Bogside og
Creggan i Londonderry, en þar
hefur IRA drottnað i rúmt ár.
1500 hermenn réðust inn i virkin
með skriðdrekum, sem voru
notaðir sem ýtur, og tóku að rifa
niður viggirðingar IRA. Varnir
voru litlar, þótt sirenur Bogside-
manna gæfu ,,innrásarmerki”.
Bretar segjast hafa skotið eina
leyniskyttu og mann, sem kastaði
bensinsprengju, en lik fundust þó
ekki.
UDA rifur eigin girðingar
Yfirleitt hafði verið búizt við
meiri vörnum IRA, þótt brezku
hermennirnir væru 50 sinnum
fleiri. Framsókn Breta tafðist
aðeins litils háttar vegna jarð-
sprengja og vítisvéla á leiðinni.
Flokkar hermanna réðust
þegqr i stað inn i ákveðin hús i
hverfunum, og segjast hermenn
hafa fundið matarbirgðir og lyfja-
og áróðursrit.
1 Belfast gekk framsókn
hersins nær mótstöðulaust. 600
manna lið Breta var þar að verki
Yfirmenn hersins segjast ráöa
IRA-svæðunum Andersonstown,
Falls, Ardoyne, Ballymurphy,
Turf Lodge og New Lodge. Her-
menn rifu niður viggirðingar IRA
þar
Sveitir öfgahreyf ingar
mótmælenda, UDA, tóku sjálfar
til við að rifa viggirðingar sinar i
hverfum mótmælenda i Austur -
Belfast.
8000 heimavarnarliðsmenn
til vopna
8000 heimavarnarliðsmönnum i
N-írlandi hefur verið skipað að
vera viðbúnir að aðstoða brezka
herinn i að minnsta kosti tiu daga.
Liðsmenn þessir voru kvaddir til
vopna i dag.
Ráðherrann Whitelaw segir, að
tilgangur aðgerðanna i morgun sé
að tryggja hermönnum
óhindraðan umgang um öll hverfi
og vernda samfélagið fyrir
skæruliðum.
477 hafa fallið i átökunum i
Norður-trlandi frá upphafi, svo
að vitað sé.
Bretar reyna aö uppræta IRA i
virkjum þeirra og með þvi er
stefnt að þvi að gera þá
vanmegnuga. Siðan hyggjast
Bretar ryðja brautina fyrir póli-
tiskum samningum um lausn
vandans.
Foringjar kaþólska jafnaðar-
mannaflokksins, SDLP, sem i
fyrri viku færðust nær þvi að
vinna með Bretum, vöruðu hins
vegar i morgun við afleiðingum
innrásarinnar.
Mest mun velta á afstöðu 63
þúsund ibúa i Bogside og
Creggan, þegar viggirðingar hafa
verið fjarlægðar.
Þremur klukkustundum eftir
að innrásin hófst tilkynnti White-
law, að brezki herinn réði nú
lögum og lofum um gjörvallt
Noröur-Irland. ,,Ég vænti þess,
að öllum skiljist, að herinn mun
vernda þá”. segir ráðherrann.
,,Ég vænti þess, að enginn láti
hermdarverkamenn ógna sér”.
Paul Henri Spaak, fyrr-
verandi forsætisráðherra
Belgiu og einn helzti for-
ystumaður Vestur-Evrópu
eftir striðið lézt i morgun á
heimili sinu í Brussel, 73ja
ára gamall.
Spaak var lykilmaður i
stofnun Efnahagsbanda-
lags Evrópu og Atlants-
hafsbandalagsins. Hann
var framkvæmdastjóri At-
lantshafsbandalagsins frá
1957 til 1961.
Fáir hafa látið eftir sig
jafn mikil áhrif á heim nú-
timans.
500 skip
óafgreidd
FÓLKIÐ FLÝÐI
JARÐSKJÁLFTA
Meiri háttar jarðskjálftar
urðu i Alaska í gær. Þeir
mældust 7,3 stig á Richt-
ermælum, en samkvæmt
fyrstu fréttum varð ekki
verulegt tjón.
Jarðskjálftarnir áttu upptök
sin um 50 kilómetrum vestan
Sitka, 5000 manna þorpi i suð-
austur-Alaska.
Fólk varvaraðvið stórri ftóð-
bylgju og sagt að fara til hæða,
en seinna var aövörunin aftur-
kölluð.
Húsmæður i Sitka segja, að
hrunið hafi úr loftum, og kaup-
maður segir, að vörur hafi
hrunið úr hillum. tbúar flýðu
þegar i stað úr miðbiki þorpsins.
Jarðskjálftarnir fundust um
allan suðaustur hlutann. t
höfuðborginni Juneau brotnuðu
veggir i opinberri byggingu.
Um 500 skip eru i höfnum Bret-
lands, óafgreidd vegna verkfalls
hafnarverkamanna.
Fulltrúar deiluaðila koma sam-
an i dag, og er aðal verkefnið að
finna lausn, sem tryggir hafnar-
verkamönnum vinnu áfram, eftir
að gámunotkun verður almenn.
Verkamenn krefjast þess, að fyr-
irtækin verði skuldbundin til að
ráða verkamenn áfram þótt
þeirra verði ekki lengur þörf með
nýrri tækni. Var taliö i morgun,
að þetta kynni aö veröa sam-
þykkt.
Ilin nýkjörna
UNGFRÚ ÁSTRALÍA KJÖRIN „UNGFRÚ ALHEIMUR
##
Ungfrú Ástralia, 2ls árs
I jósmynda fyrirsæta aö
nafni Kerry Ann Wells,
hefur verið kjörin Ungfrú
Alheimur.
Onnur varð ungfrú Brasilia,
Viera Costa, og siðan komu
fulltrúar Venesúela, tsrael og
Englands, i þessari röð.
Mál hinnar nýkjörnu virðast
vera 91-66-91 samkvæmt frétt
NTB-fréttastofunnar.
Mörg hundruð mótmæltu
keppninni fyrir utan hótelið i San
Juan, Puerto Rico, þar sem hún
fór fram. Menn hrópuðu. að þetta
væri „misþyrming kvenleikans”
og fleira af þvi tagi.
200 lögregluþjónar voru á verði
til að hindra, að svipaðir atburðir
gerðust og urðu, þegar ungfrú
Bandarikin var kjörin fyrr i ár.
Þá sprungu sprengjur, og allt fór
i handaskolum.
,,Skalf í hálftíma"
Kerry Ann Weels segir i viðtali,
að hún hafi teiknað og gert öll föt,
sem hún klæddist i keppninni.
,,Ég er ánægðust, þegar ég geri
eitthvað sjálf”, segir hún.
Ungfrúin er um 1,75 á hæð,
samkvæmt frétt AP-frétta-
stofunnar, græneyg með rauð-
brúnt hár.
,,Ef ég geri fötin sjálf, þarf ég
ekki að horfa á fimm aðra i sömu
fötunum”, segir hún.
Hún hefur verið veðurfrétta-
maður i sjónvarpi. Fyrstu við-
brögðin við kjörinu voru „deyfð”.
Blandnar tilfinningar sóttu á
hana, og hún skalf i hálftima, að
eigin sögn.
Hún hringdi til móður sinnar og
var sagt, að föðurnum hefði
brugðið svo við tiðindin, að hann
„hoppaði um”.
Hún hafði sagzt mundu hætta
að vera fyrirsæta, þvi að sér
geðjaðist ekki að öllu tilstandinu.
Hún var spurð, hvort það væri
ekki kaldhæðni, að hún hefði
verið kjörin i svo tilstandsmikinn
titil, úr þvi að henni fyndist þetta.
,,Jú,” sagði hún og brosti. ,,Þetta
er þó öðru visi tilstand. Þegar
maður sýnir föt, þá er maður eins
og sýningarhross”, sagði hún.
,,En að vera Ungfrú Alheimur,
þaö er maður sjáltur. Menn geta
látið meira af skapgerð sinni til
þess.”
Leitað í bilum, skilríkja
krafizt
Hinar af keppendunum 60 eru
sagðar hvilast i dag og búa sig
undir heimferð.
Ungfrú Weels fer hins vegar til
New York i kvöld og á fimmtudag
fer hún aftur til San Juan. Aðrir
keppendur fara til New York-i
dag.
Mikil öryggisgæzla er enn i
hótelinu i San Juan. Leitað er i
bifreiðum, og aðein's þeir, sem
hafa sérstök skilriki, fá að fara
um hliðið.
Þessar ráðstafanir voru gerðar
vegna fyrri reynslu af mótmælum
við fegurðarkeppni.